Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
DV
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Stórafmælí
85 ára________________________________
Ólína Ólafsdóttir,
SÆvarstíg 6, Sauöárkróki.
80 ára________________________________
Adolf Einarsson,
Eystri-Leirárgörðum 1, Borgarfjaröars.
Hólmfríöur Siguröardóttir,
Mararbraut 5, Húsavík.
Júlíus Júlíusson,
Þinghólsbraut 10, Kópavogi.
Laufey Guömundsdóttir,
Egilsstaðakoti, Selfossi.
75 ára________________________________
Guöbjartur Oddsson,
Hvammstangabraut 23, Hvammstanga.
Magnús Hjörleifur Guömundsson,
Heggsstöðum, Borgarfjarðars.
Páll Jónsson,
Eiðsvallagötu 32, Akureyri.
70 ára________________________________
Anna M Þorvaldsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Anna Sveinsdóttir,
Nesbakka 17, Neskaupstað.
Davíö Kristjánsson,
Aðalstræti 39, Þingeyri.
Mary Sigurjónsdóttir,
Faxatúni 32, Garðabæ.
Þráinn Hjartarson,
Vallengi 6, Reykjavík.
60 ára________________________________
Kristinn V. Magnússon,
Brúnagerði 10, Húsavík.
Ólafur Sigursveinsson,
Norður-Fossi, Vík.
'Uann verður aö heiman.
Unnur Zophoníasdóttir,
Engjavegi 34, Selfossi.
50 ára________________________________
Kjartan Ólafsson,
Markholti 6, Mosfellsbæ.
Lee Thor Cray,
Brekkustíg 29a, Njarðvík.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Miðengi 8, Selfossi.
Sólveig Guömundsdóttir,
Bjarmastíg 3, Akureyri.
Þórarinn Helgason,
Suðurgötu 45, Akranesi.
fvjríöur Maggý Magnúsdóttir,
Oddagötu 16, Reykjavík.
40 ára________________________________
Alexander Benediktsson,
Borgarsíðu 31, Akureyri.
Benedikt Sigfús Þórisson,
Langholtsvegi 169A, Reykjavík.
Eiríkur B. Ragnarsson,
Vallargötu 8, Súðavík.
Guöjón Björgvinsson,
Krossi, Hofsósi.
Guölaugur Georgsson,
Hringbraut 33, Hafnarfirði.
Margrét Þórisdóttir,
Hvammstangabraut 13, Hvammstanga.
Nádu
forskoti í
viðskipfum
á Vísfi.is
Jón G. Arnórsson, Krókahrauni 12,
Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur miðvikudaginn 15.3.
Siguröur Bachmann, lést á Hrafnistu í
Reykjavík fimmtudaginn 16.3.
Ásta Tómasdóttir, Hvassaleiti 56,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 7.3.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Vilborg Ása Vilmundardóttir, Blikahólum
4, áður Grundargerði 18, Reykjavík, lést
á líknardeild Landspítalans að morgni
miðvikudagsins 15.3.
Valgarður Egilsson
yfirlaeknir og rithöfundur
Dr. Valgarður Egilsson, yfirlækn-
ir og rithöfundur, Hólatorgi 4,
Reykjavik, er sextugur í dag.
Starfsferill
Valgarður fæddist á Grenivík við
Eyjafjörð og ólst upp í Hléskógum.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1961, embættisprófi i læknisfræði
við HÍ 1968, stundaði framhaldsnám
og rannsóknir í krabbameinsfræð-
um við University College í London
1972-79 og lauk doktorsprófi í
frumumeinafræði frá University of
London 1978.
Valgarður var héraðslæknir á
Eskifirði 1968-69, kennari við
læknadeUd HÍ 1979-84, hefur unnið
að krabbameinsrannsóknum við
Rannsóknastofu Háskólans í meina-
fræði frá 1979 og er yfirlæknir við
frumulíffræðideUd frá 1995.
Út hafa komið eftirfarandi skáld-
verk eftir Valgarð: Dags hríðar
spor, leikrit, sýnt í Þjóðleikhúsinu
1980, í Belfast 1984 og í Kaffileikhús-
inu; Ferjuþulur, Rím við bláa
strönd, útg. 1985 og sýnt af Alþýðu-
leikhúsinu; Dúnhárs kvæði, ljóða-
bók, 1988. Hann þýddi, ásamt
Katrínu Fjeldsted, leikritið Ama-
deus, eftir Peter Shaffer, sýnt i Þjóð-
leikhúsinu 1983.
Valgarður var formaður fram-
kvæmdastjómar Listahátíðar í
Reykjavík 1990 og 1994. Hann keppti
í sundi og setti íslandsmet i bringu-
sundi 1958, hefur verið fararstjóri
ferðahópa á sumrin, er varaforseti
Ferðafélags íslands, á sæti í stjóm
Landverndar og var formaður Sam-
taka foreldrafélaga í Reykjavík
1986-88.
F]ölskylda
Valgarður kvæntist 23.9. 1967
Katrínu Fjeldsted, f. 6.11. 1946,
lækni og alþm. Hún er dóttir Lárus-
ar Fjeldsted, f. 30.8.1918, d. 9.3.1985,
forstjóra, og k.h., Jórunnar Viðar, f.
7.12. 1918, tónskálds.
Börn Valgarðs og Katrínar eru
Jórunn Viðar, f. 16.6. 1969, læknir í
Reykjavík, gift Arnari Þór Guð-
mundssyni lækni; Einar Vésteinn, f.
26.6. 1973, d. 3.3. 1979; Vésteinn, f.
12.11. 1980, nemi við MR; Einar
Steinn f. 22.8. 1984, nemi.
Dóttir Valgarðs og Dómhildar
Sigurðardóttur er Amhildur tónlist-
armaður, búsett i Mosfellsbæ.
Systkini Valgarðs: Sigurður, f.
26.9.1934, skipasmiður, nú starfandi
hjá Reykjavíkurborg; Lára, f. 23.12.
1935, sjúkraliði á Seltjarnarnesi;
Bragi, f. 19.6. 1937, d. 29.3. 1958,
læknanemi; Áskell, f. 28.8. 1938,
skipasmiður á Akureyri; Egill, f.
25.10.1942, eðlisfræðingur og rithöf-
undur í Reykjavík; Laufey, f. 5.8.
1947, hjúkrunarfræðingur á Akur-
eyri.
Foreldrar Valgarðs: Egill Áskels-
son, f. 28.2. 1907, d. 25.1. 1975, sjó-
maður á Grenivík, síðan bóndi í
Hléskógum og kennari á Grenivík,
og k.h., Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
f. 22.8.1905, d. 10.12 1973, húsfreyja.
Ætt
Egiil var m.a. bróðir Jóhannesar
jarðfræðings, Þorbjörns útgerðar-
manns og Skapta, skipasmiðs og for-
stjóra Slippstöðvarinnar.
Egiil var sonur Áskels, smiðs á
Skuggabjörgum Hannessonar, í Aust-
ari-Krókum, Friðrikssonar, Gott-
skálkssonar. Móðir Hannesar var
Þuríður, dóttir Kristjáns, ættföður 111-
ugastaðaættar. Móðir Áskels var
Hólmfríður Árnadóttir, afasystir
Theodórs Friðrikssonar rithöfúndar.
Móðir Egils var Laufey Jóhanns-
dóttir, kirkjusmiðs á Skarði í Dals-
mynni, bróður Lísbetar, formóður óp-
erusöngvaranna Kristjáns Jóhanns-
sonar og Magnúsar Jónssonar. Móðir
Laufeyjar var Sigurlaug Einarsdóttir,
ættfóður Felselsættar, Bjarnasonar.
Móðir Sigurlaugar var Agata, systir
Sigríðar, móður Þórhails biskups, fö-
ður Tryggva forsætisráðherra.
Systir Sigurbjargar er Sigríður G.
Schiöth, söngkona og organisti.
Bróðir Sigurbjargar var Sverrir,
faðir Valgerðar, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra. Sigurbjörg var
dóttir Guðmundar, b. á Lómatjörn
Sæmundssonar, bróður Sæmundar,
langafa Ingileifar, formanns
Vísindasiðanefndar.
Móðir Sigurbjargar var Valgerð-
ur, systir Ingu, langömmu Svanfíð-
ar Jónasdóttur alþm. Valgerður var
dóttir Jóhannesar Reykjalín b. á
Kussungsstöðum, Jónssonar
Reykjalín, pr. á Þönglabakka, af ætt
Jóns Grímseyjarformanns. Séra Jón
var sonur, Jóns Reykjalíns eldra,
pr. á Ríp, bróður prestanna Ingjalds
og Þorvarðar.
Valgarður er að heiman.
Bragi Ásgeirsson
tannlæknir og formaður Fáks
Bragi Ásgeirsson tann-
læknir, Grjótaseli 14,
Reykjavík, er sextugur í
dag.
Starfsferiill
Bragi fæddist í Borgar-
nesi og ólst þar upp og í
Hvítársíðunni. Hann lauk
stúdentsprófi frá VÍ 1961
og prófi í tannlækningum
frá HÍ 1969.
Bragi var aðstoðartannlæknir við
skóla í Reykjavík 1969-70, tann-
læknir í Borgarnesi 1970-81 en hef-
ur starfrækt tannlæknastofu í
Reykjavík frá 1981 og í Keflavík frá
1987.
Bragi starfaði í Lionsklúbbi Borg-
arness 1970-81, í hestamannafélag-
inu Faxa 1970-81 og var varaformað-
ur þess 1977-80, situr í ritstjórn
hestatímaritsins Eiðfaxa frá 1986 og
er stjórnarformaður frá 1988, situr í
stjórn hestamannafélagsins Fáks frá
1993 og er formaður þess frá 1996.
Fjölskylda
Bragi kvæntist 15.12. 1962 Eddu
Hinriksdóttur, f. 2.3.1944, hársnyrti-
meistara og framhaldsskólakenn-
ara. Hún er dóttir Hin-
riks Ragnarssonar, f.
15.11. 1920, bifreiðastjóra,
og k.h., Jónu Margrétar
Árnadóttur, f. 1.3. 1913, d.
6.1. 1990, húsmóður.
Börn Braga og Eddu
eru Jóna Dís Bragadóttir,
f. 4.4. 1963, uppeldisfræð-
ingur í Mosfellsbæ, en
maður hennar er Helgi
Sigurðsson, f. 20.7.1952, dýralæknir,
og er sonur Jónu Dísar og Sigurðar
Páls Jónssonar, Bragi Páll, f. 29.3.
1984, en böm Jónu Dísar og Helga
eru Anna Jóna, f. 24.3. 1993, og Hin-
rik Ragnar, f. 1.11. 1994; Hinrik
Bragason, f. 10.9. 1968, hestamaður í
Þýskalandi, en kona hans er Hulda
Gústafsdóttir, f. 5.3. 1966, hestamað-
ur og viðskiptafræðingur og eru
börn þeirra Edda Hrund, f. 19.12.
1992, og Gústaf Ásgeirsson, f. 12.2.
1996; Guðrún Edda Bragadóttir, f.
27.8. 1970, snyrtifræðingur í Reykja-
vik en maður hennar er Sveinn
Ragnarsson, f. 5.2. 1969, viðskipta-
fræðingur og eru synir þeirra Ragn-
ar Bragi, f. 18.12. 1994, og Konráð
Valur, f. 24.8. 1996.
Systkini Braga eru Ásgeir Ás-
geirsson, f. 23.6.1948, skrifstofumað-
ur hjá Eðalfiski hf. í Borgarnesi;
Ólafur Árni Ásgeirsson, f. 4.8. 1931,
verkfræðingur i Texas í Bandaríkj-
unum.
Foreldrar Braga voru Ásgeir Þ.
Ólafsson, f. 28.10. 1902, d. 15.7. 1995,
dýralæknir í Borgarnesi, og k.h.,
Guðrún Svava Árnadóttir, f. 23.12.
1908, d. 18.7. 1993, húsmóðir.
Ætt
Ásgeir var bróðir Braga læknis.
Ásgeir var sonur Ólafs, kaupmanns
í Keflavík, bróður Ófeigs í Leiru,
föður Tryggva útgerðarmanns, fóð-
ur Páls Ásgeirs, fyrrv. sendiherra.
Ólafur var sonur Ófeigs, hrepp-
stjóra á Fjalli, Ófeigssonar, ættfóður
Fjallsættarinnar, Vigfússonar, bróð-
ur Sólveigar, langömmu Guðnýjar,
móður Guðlaugs Tryggva hesta-
manns. Móðir Ófeigs á Fjalli var
Ingunn Eiríksdóttir, ættíoður
Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir
Ólafs var Vilborg Eyjólfsdóttir,
hreppstjóra í Auðsholti, Guðmunds-
sonar og Sigríðar Ólafsdóttur.
Móðir Ásgeirs var Þórdís Einars-
dóttir, b. á Kletti í Króksfirði, Jóns-
sonar, b. á Kletti, Bjömssonar. Móð-
ir Einars var Þórdís Jónsdóttir.
Móðir Þórdísar var Halldóra Jóns-
dóttir, b. á Bakka í Geiradal, Jóns-
sonar, b. á Gillastöðum, Jónssonar.
Móðir Halldóru var Elísabet Jóns-
dóttir, b. á Kambi, Jónssonar.
Guðrún Svava var systir Gunnars
framkvæmdastjóra, föður Styrmis,
ritstjóra Morgunblaðsins. Guðrún
Svava var dóttir Árna, kaupmanns
og leikara í Reykjavík, Eiríkssonar.
Móðir Árna var Halldóra Árnadótt-
ir, b. á Útskálahamri, Magnússonar,
b. þar, Magnússonar, b. á Bakka,
Hallgrímssonar, b. þar, Þorleifsson-
ar. Móðir Hallgríms var Guðrún
Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hall-
grímssonar, sálmaskálds, Péturs-
sonar. Móðir Halldóru var Margrét
Þorkelsdóttir, b. á Lykkju, Jónsson-
ar, og Álfheiðar Alexíusdóttur, syst-
ur Rannveigar, formóður Össurar
Skarphéðinssonar, Marðar Árna-
sonar og Guðrúnar Helgadóttur rit-
höfundar. Móðir Álfheiðar var
Helga Jónsdóttir, ættfóður Fremra-
Hálsættar, Árnasonar.
Móðir Guðrúnar Svövu var Vil-
borg Runólfsdóttir, b. í Ásgarði í
Landbroti, Jónssonar og Vilborgar
Ásgrímsdóttur.
Jarðarfarir
Ingi R. Helgason hrl., Hagamel 10,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 21.3. kl. 15.00.
Gróa Bjarnheiður Pétursdóttir, Hæðar-
garði 16, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju mánudaginn 20.3. kl.
15.00. larðsett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Útför Erlu Jónínu Einarsdóttur, Skarös-
hlíö 10D, Akureyri, fer fram frá Akureyr-
arkirkju mánudaginn 20.3. kl. 13.30.
Útför Guðmundar Bergþórssonar, Boga-
hlíð 18, Reykjavík, fer fram frá Háteigs-
kirkju mánud. 20.3. kl. 15.00.
Elísabet Sólveig Harðardóttir, Stórholti
28, Reykjavík, lést á Landspítalanum,
Fossvogi, þann 17.3.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 24.3. kl. 13.30.
Wlrrhir líilmjflírpf'íír
Jón Ólafsson, ritstjóri, skáld og stjórn-
málamaður, fæddist 20. mars 1850. Hann
lést 11. júlí 1916.
Jón var sonur Ólafs Indriðasonar, pró-
fasts og skálds á Kolfreyjustað, og hálf-
bróðir Páls Ólafssonar, skálds og alþm.
Jón var róttækasti og harðsvíraðasti
málsvari sjálfstæðisbaráttunnar er
þyngstur var róðurinn, eftir Stöðulög-
inn 1871, og stofnun landshöfðinga-
embættisins 1873.
Jón varð frægur fyrir íslendingabrag
sinn, mergjaða ádeilu á Dani og „danska
íslendinga”, sunginn við franska þjóð-
sönginn. Hann vandaði ekki kveðjumar
fyrsta landshöfðingjanum og var sóttur
saka fyrir skrifin. Þá brá hann sér til Kanada
Jón Ólafsson ritstjóri
og fór þá m.a. rannsóknarfor til Alaska. Hann
var aftur í Kanada 1890-97.
Jón var ristjóri Göngu-Hrólfs, Skuldar
á Eskifirði, Þjóðólfs, Sunnanfara og
Reykjavíkur, og ritstjóri Lögbergs og
Heimskringlu í Winnipeg. Hann var
alþm. 1880-90 og 1909-13.
Jón skrifaði mikið um stjórnmál.
vakti fyrstur manna máls á þingræði
hér á landi og þýddi höfuðrit um ein-
staklingsfrelsi, Frelsið, eftir John Stu
art Mill. Hann var sannarlega fjöl
menntaður heimsmaður og einn litrík-
asti málsvari sjálfstæðisbaráttunnar.
Jón var langafi Halldórs Jónssonar,
verkfræðings og forstjóra. Æviminningar
Jóns voru lesnar í útvarp fyrir nokkrum árum.