Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Qupperneq 32
-44 * Tilvera uBrot af Laxness í tilefhi af fimmtíu ára afmæli Þjóö- leikhússins verður fjallað imi nokkur helstu leik- skáld íslend- inga og upp- færslur verka þeirra á sviði Þjóðleikhússins. 1 Þjóðleikhús- kjallaranum er kvöldið í kvöld "5'helgað Halldóri Laxness og verða fluttir kaflar úr leikritunum ís- landsklukkunni, Silfurtunglinu, Prjónastofunni Sólinni, Sjálfstæðu fólki, Strompleik og Húsi skálds- ins. Flutninginn annast leikaram- ir Amar Jónsson, Ingvar Sigurðs- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Siguijónsson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnaö kl. 19.30 en dagskrá- in hefst kl. 20.30. Fundir______________________________ i AUKIÐ SJÁLFSTRAUST FORELDRA Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræöingur heldur fyrirlestur í Foreldrahúsinu Vonarstræti 4b (bakhús) kl. _ 20.30 í kvöld. Efnið er: „Efla sjálfstraustiö f uppeldishlutverkinu". Fariö verður yfir ákveöni, persónustyrk og hvernig er best að tala viö börn á uppbyggilegan hátt. Einnig um sjálfs- traust og sjálfsmat og hvernig góð sjálfsmynd foreldra skilar sér í uppeldishlutverkinu. ■ NÁMSKEH) UM BAKPOKA Feröafélag ís- lands stendur fyrir námskeiöi um bakpokann í Mörklnnl 6. Þar ætlar Dagbjört Gunnarsdóttir aö fara yfir innihald bakpokans og allt sem honum viðkemur. Nánari upplýsingar á skrif- stofu FÍ. ■ FJÖLSKYLDUFLÆKJUR Karen Hedley, löggiltur meðferðaraðili, heldur fyrirlestur I Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Efni lestrarins eru aðferðir Berts Hellingers. en sá bjó til meðferð sem kallast fjölskylduuppstilling eftir að hafa numið og notað Gestalt-sálfræði. Þessi nýja aðferö Hellingers hefur notið nokkurrar hylli f Evrópu að undanförnu og þykir hjálpa fólki til að auka skilning sinn á fjölskyldu sinni og fjölskylduflækjum. ■ ÞRÓUN KRABBAMEINS Georg Klein, prófessor i krabbameinsfræðum, heldur fyrir- lestur um þróun krabbameins í húsi Krabba- meinsfélagsins við Skógarhlíð kl. 16 í dag. Fyrir börnin_________________________ ■ LANGAFl PRAKKARI í MÖGULKH. Sýningin Langafi prakkari f Mögulelkhúslnu er byggð á verkum Sigrúnar Eldjárn, eins af vinsælustu barnabókahöfundum Islands. Uppselt. '$k ■ HAFRÚN í MÖGULEIKHÚSINU Leikritið Hafrún i Möguleikhúslnu. Barnaleikrit sem segir sögur sem tengjast hafinu. Uppselt. Ferðir_______________________________ ■ TUNOLSKINSGANGA Útivist boðar til tungl- skinsgöngu á skföum í tengslum við vetrar- hátfð Iþróttabandalags Reykjavíkur. Lagt verður upp frá BSÍ kl. 20 og haldið upp f Heiðmörk á rútu. Þar verður gengið undir fullu tungli í um þaö bil tvær klukkustundir eftir skógarstigun- um. Síðustu forvöd ■ HAFNARBORG Sjöttu einkasýningu Péturs Gauts Svavarssonar lýkur i Hafnarborg f dag. ■ HIRÐINGJAR í HAFNARBORG „Hornin íþyngja ekki kúnni" er heitið á sýningu Kristín- ^ ar Loftsdóttur mannfræðings ! Hafnarborg sem lýkur í dag. Hún sýnir Ijósmyndir og hluti frá dvöl sinni meðal Wodaabe-hirðingjanna í Niger. Krár_________________________________ ■ PÚNDURFRÉTTIR Á GAUKNUM Fólk fær Dúndurfréttlr í fáránlegum desíbelafjölda á Gauknum. Eyrnatappar og treflar algjört möst. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en fólki bent á barinn. ■ PÍANÓ Á CAFÉ ROMANCE Ljúfir tónar a'la Simone Young pfanóleikara fylla hvern krók og kima á Café Romance. * Sport__________________________________ ■ KYNNING Á ÍÞRÓTTUM Vetrarhátíö íþróttabandalags Reykjavíkur er I fullum gangi. í hádeginu og seinnihluta dags er boðið upp á kennslu og kynningu á fþróttum fyrir al- menning: skíðaganga, ganga, sund, skokk, skíði innan borgarmarkanna. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is MÁNUDAGUR 20, MARS 2000 DV Líflegt í Kassageröinni Það var hálf ramandi andrúmsloft í Kassagerðinni á föstudagskvöldiö - í það minnsta ólíkt því sem strákarnir á lagernum eiga að venjast. Tónlist fyrir texstíl Fatahönnuðurinn Bergþóra Guðnadóttir stóð fyrir tískusýningu í Vöruskemmu bak við Kassagerðina að Köll- unarklettsvegi 4 á fostudagskvöldið. Þar sýndi hún fatnað sem & búið er að sauma út í, * þrykkja á og þæfa og bar tískusýningin heitið Tónlist fyrir texstíl. Þrír tón- listarmenn, Jóel Pálsson, Matthías Hemstock og Hilmar Jensson, spunnu tónlist utan ■ um fotin á meðan á tísku- I sýningunni stendur. Þess | má geta að fatnaður Ber- I þóru er til sölu í verslun- I inni Aurum. Þetta var 1 fyrsta tískusýning Berg- Wr þóru sem útskrifaðist frá &■ Myndlistar- og « handlðaskólanum í II fyrravor. Allar glaöar Berglindi, Evu Dís og Vilborgu fannst sýningin góö. Honnuðurinn hylltur Að lokinni sýningu var Bergþóra hyllt af áhorfendum og einhver var svo hugulsamur að færa henni blóm. Háskólabíó - Sweety Barret: ★ ★ Kunnuglegur Asgrímur Sverrisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Ljúflingurinn Sweety Barrett er stórgerður einfeldningur og afskap- lega blátt áfram. Eftir að hafa verið sagt upp hjá farandfjölleikaflokki sem fóstrað hefur hann um nokkum tíma kemur hann í smábæ þar sem hann lendir undir verndar- væng góðhjartaðs sprúttsala. Sweety vingast þar við ungan dreng með því að segja honum tröllasögur úr sirkusnum og lofa að kenna hon- um nokkur trikk. Á sama tíma er afskaplega illa innrættur löggimann að sjúga til sín stærstan ágóðahlut af landasölunni og troða illsakir við föður piltsins eftir að sá losnar úr steininum. Fljótlega verður ljóst að stefnir í mikla ógæfu og mannlegan harmleik. Þessi mynd frá frændum vorum írum er svona nútíma þjóösaga. Frásögnin líður ágætlega en er um leið frekar kunnugleg. Persónur eru frekar einhliða, yfirleitt annaðhvort afskaplega góðar eða vondar, þannig að halda mætti að myndin væri fyrst og fremst ætluð hörnum. Brendan Gleeson, sá stólpaleikari sem síðast sást í mynd John Boorm- an The General, leikur Sweety og er afar sjarmerandi. Liam Cunning- Brendan Gleeson Án hans væri myndin ekki burðug. ham er einnig snaggaralegur í hlut- verki hins spillta lagavarðar. Sweety Barrett mun vera ■ frumraun leikstjórans B Bradley og sem slík er hún ■ hin þokkalegasta hyrjun. ■ .4n Gleeson væri hún ])ó ■ ekki ýkja burðug. Ásgrímur Sverrisson Leikstjórn og handrit: Stephen Bradley. Aðalhlutverk: Brendan Gleeson, Liam Cunningham, Dylan Murphy. Bíógagnrýní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.