Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Fréttir I Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurlands í DV-yfirheyrslu: Heilbrigðisnefnd vildi stjorna með valdboði -Hver voru viðbrögð þín við afsögn formanns heilbrigðis- nefndar Suðurlands? „Ég varð hissa. Framganga hans hafði verið afdráttarlaus og fram- koma eins og hann hefði alla þræði heimsins í höndum sér.“ -Eru sættir milli heilbrigðis- nefndar og heilbrigðisfulltrúa í sjónmáli? „Sættir og skilningur verða að ríkja á milli heilbrigðisfulltrúa og heilbrigðisnefndar. Við munum gera okkar besta til þess að ná trúnaði og trausti nefndarinnar." Hagsmunatengsl -Hver er ástæða þess að málið fór í þann farveg sem það er í í dag? „Með því fyrirkomulagi sem nú er á heilbrigðisnefnd geta óhjá- kvæmilega myndast hagsmuna- tengsl vegna nálægðar viö einstök mál. Formaður nefndarinnar er jafnframt sveitarstjóri Rangárvalla- hrepps, þar sem Reykjagarður er með sitt sláturhús. Hann hefur lent í þeirri erfiðu aðstöðu að vera beggja megin borðs. Þetta getur valdið óhjákvæmilegri og óþægi- legri togstreitu. Hagsmunir sveitar- félagsins annars vegar og hins veg- ar hlutlaust mat og krafa um kostnaðarsamar úrbætur á hendur fyrirtækinu.“ „Formaður nefndarinnar er jafnframt sveitarstjóri Rangárvallahrepps, þar sem Reykjagarður er með sitt sláturhús. Hann hef- ur lent í þeirri erfiðu að- stöðu að vera beggja meg- in borðs. Þetta getur valdið óhjákvœmilegri og óþœgilegri togstreitu“. -Hafa nefndarmenn í heilbrigð- isnefnd Suðurlands haft eitthvað annað að leiðarljósi en faglega afstöðu til þeirra mála sem til þeirra hafa borist? „Nefndarmenn hafa haft tilhneig- ingu til þess að vilja stjórna athöfn- um og framkomu heilbrigðisfull- trúa í faglegum málum með vald- boði og tilfinningasemi og ekki treyst þeim til þess að forgangs- raða verkefnum." -Er það tímaskekkja að hafa pólitískt kjörna fulltrúa í heil- brigðisnefndinni? „Það þarf að vanda val fulltrúa í nefndina. Þetta er valdamesta nefnd sveitarfélaganna. Hún þarf að beita sér jafnt gagnvart sveitar- félögunum sem einstaklingum og fyrirtækjum. Hún þarf að setja fram kröfur á sveitarfélögin i neysluvatnsmálum, frárennslismál- um, umhverfismálum og málum er snerta stofnanir sveitarfélaga. Þess vegna þarf hún að vera algjörlega óháð sveitarfélögunum." -Er heilbrigðisnefndin sem slík ef til vill óþarft fyrirbæri? „Hollustuvemd ríkisins annast eftirlit með framkvæmd þeirra laga er heilbrigðiseftirlitið starfar eftir. Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga ber að sjá um að framfylgt sé ákvæð- um laga og reglugerða settra sam- kvæmt þeim. Þannig að fram- kvæmdin á að vera gulltryggð." -Hver er forsaga þess að Ás- mundarstaðabúið var rannsakað síðastliðið sumar? „Vegna nálægðar formanns heil- brigðisnefndar við búið bárust okk- ur upplýsingar um að ástandið þar væri afleitt. Við könnum allar ábendingar og kvartanir sem okk- ur berast, hyort þær eigi við rök að styðjast. I þessu tilviki var ábendingin réttmæt svo vægt sé að orði komist." -Hver voru viðbrögð heilbrigð- isnefndar við niðurstöðunni? „Heilbrigðisnefndin var kölluð saman úr sumarleyfi til nefndar- fundar. Ekki til þess að fjalla um ömurlega umgengnishætti, alvar- legt ástand og smit. í matvælum. Heldur til þess að grafast fyrir um hvernig fregnir um ástandið bárust í fjölmiðla og óska eftir því að rannsókn færi fram á vegum lög- reglu og ráöuneytis." -Fóruð þið heilbrigðisfulltrúar offari í máli Ásmundarstaða? „Nei. Við stóðum nákvæmlega eins að málum þar eins og annars staðar, þar sem við þurfum að fara fram á úrbætur, vegna þess að að- staða og búnaður er ekki eins og á að vera lögum samkvæmt. Nú er öllum ljóst hversu ástandið var grafalvarlegt og fólk varð veikt vegna þess að ekki var vönduð um- gengni við náttúru og matvæli. Umhverfisráðherra stóð sig vel í því að fá fjármagn og hraða öllum rannsóknum í samráði við hæfustu menn til að hefta mætti smit sem fyrst." Kæruleysi -Hvað skýrir endurtekin salmonellutilfelli á Suðurlandi í vetur? „Það hefur kraumað lengi undir. Við verið alltof kærulaus í um- gengni við náttúnma. Fæðufram- boð fyrir vargfugl og meindýr hef- ur verið ótakmarkað við frárennsli, fiskvinnslu, sláturhús, matvæla- vinnslur, ófrágenginn sláturúrgang á bæjum, hræ og sorpurðunarstaði svo eitthvað sé nefnt. Þéttleiki landbúnaðar hefur aukist og komin DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Nafn: Matthías Garðarsson Staða: framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru upp iðnaðarbú, þannig að breyta þarf öllum umgengnis- háttum í landbúnaði." -Er það tilviljuii að salmoneH- an er að koma upp í nágrenni Ásmundarstaða? „Nei, þarna er þétt og mikið landbúnaðarhérað, þar sem ekki hefur verið gætt varúðar í um- gengnisháttum." -Hafa menn sofið á verðinum í þessum málum? „Já, það er greinilegt. Við höfum ekki virt móður náttúru sem henni ber.“ Yfirheyrsla Njörður Helgason blaðamaður -Hvað er til ráða? „Nú verða allir sem einn að snúa bökum saman, viðurkenna vandamálið og vanda alla um- gengnishætti. Hreinsa þarf frá- rennsli, urða hræ og allan úrgang á fullnægjandi hátt strax. Neyslu- vatnsból þurfa að vera lokuð og afgirt og ekki má nota yfirborðs- vatn í vatnsveitur án sérstakra aðgerða. Huga þarf vel að þvi að búpeningur eigi ávallt greiðan að- gang að hreinu vatni og að að- skilnaður sé milli ólíkra búein- inga, hlífðarfatnaður sé notaður og að sótthreinsun fari fram.“ -Hvernig er samvinna ykkar við sunnlensk fyrirtæki? „Hún er mjög góð. Við höfum það að leiðarljósi að vinna með þeim að- ilum sem við höfum eftirlit með. Við leiðbeinum þeim og höfum sam- vinnu og samstarf við þau.“ -Hefur heilbrigðiseftirlitið beðið hnekki vegna málsins og fram- göngu formanns heilbrigðisnefnd- ar? „Nei, nei. Skiptar skoðanir verða alltaf við lýði. HeUbrigðiseftirlitið er fagaðUi sem vinnur sín störf í sam- ræmi við lög og reglur. HeUbrigðis- fulltrúar vinna áfram sín störf af samviskusemi eins og þeir best kunna." Eruð þið teknir trúanlegir? „Sem aldrei fyrr. Við höfum feng- ið hvatningar alls staðar að af land- inu frá fólki sem við vitum engin deUi á. Bændur hafa hringt í okkur víða að og talið okkur vera að vinna þarft verk. Þeim er mjög umhugað um að framleiða hreinar, hoUar og eftirsóknarverðar landbúnaðaraf- urðir úr hreinu umhverfi. Það á að vera sérstaða íslenskra matvæla." -Eigið þið heilbrigðisfulltrúar sök á því að Reykjagarður er að flytja af Suðurlandi? „Það veit ég ekki. Flytur Reykja- garður ekki af hagkvæmnisástæð- um?“ Suðurstrandarvegur og nýja kjördæmið: Atvinnuskapandi flóttaleið Á fundi bæjarstjórnar Grindavík- ur var samþykkt áskorun á Alþingi og ríkisstjóm þess efnis að lagningu Suðurstrandarvegar verði skilyrðis- laust hraðað þannig að hann verði tilbúinn þegar Reykjaneskjördæmi og Suðurlandskjördæmi renna sam- an og verða að einu en þangað til eru þrjú ár. Einnig er bent á þá nauðsyn að til séu fleiri leiðir af svæðinu í neyðar- tilfellum, til dæmis við eldgos. Jafn- framt benda menn á að atvinnu- svæðið mundi stækka og efla þar með bæði svæðin. Þá er bent á að Suðurstrandarvegur er ekki fjall- vegur og ætti því oftar að vera fær í illviðrum. Nauðsyn slíks vegar ætti að vera öUum ljós eftir þann vetur sem senn er liðinn. Bæjarstjórnin bendir enn fremur á að sveitarfélög á Suðurlandi hafi þegar gert kröfu um að lagningu vegarins verði hraðað svo að þing- menn beggja kjördæma ættu að geta beitt sér í málinu. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Vegurinn austur Einar Njálsson, bæjarstjóri Grindvíkinga. Sandkorn * ‘Urnsjðn: Haukur L, Hauksson netfang: sandkorn@ff.ls Nýr forsetaritari Róbert Trausti Árnason forseta- ritari mun vera að hverfa til nýrra starfa - verður að öll- um líkindum ráðinn sem forstjóri Kefiavík- urverktaka. Róbert Árni, sem einu sinni var sendiherra í kóngs- ins Kaupmannahöfn, mun því lítt skipta sér af því hvert nýtt hlut- verk Dorritar Moussaieff verður hjá forsetaemb- ættinu. Menn ráða væntanlega fram úr þeim vanda án Róberts Árna en hinu er ósvarað hver verður næsti forsetaritari. Hefð er fyrir því að for- setaritari sé sóttur úr utanríkisráðu- neyti en nú segja litlir fuglar að sú hefð verði brotin. í því sambandi hefur nafn Einars Karls Haralds- sonar, framkvæmdastjóra hjá GSP- almannatengslum, verið nefnt. Þess má geta að Gunnar Steinn Pálsson, sjálfur GSP, hefur títt verið nefndur sem maðurinn á bak við sigur Ólafs Ragnars í forsetakosningrmum... Inn og út Framboð Tryggva Harðarsonar til formanns Samfylkingarinnar hef- ur komið nokkru róti á hugi margra Samfylkingarmanna j þó þeir þakki hon- um fyrir að forða I formannskjöri frá ] rússneskri kosn- ingu. Spaugarar I segja að Tryggva hafi dreymt draum nóttina áður en hann bauð sig 1 fram þar sem hann var orðinn for- maður. Hann hafi hins vegar ekki tekið með í reikninginn að hann þyrfti að ganga í gegnum kosninga- baráttu. Meðal Samfylkingarmanna í Hafnarfirði eru menn almennt sam- mála um að Tryggvi sé að stimpla sig inn í landsmálapólitíkina með framboði sínu en menn eru líka sammála um að hann sé að stimpla sig rækilega út úr hafnfirskri bæj- arpólitík eftir nokkuð góða frammi- stöðu í vetur... Þras og þref Nú á dögum er þjónustulund lykil- orð 1 fyrirtækjum og stofnunum. Ganga viðskiptavinir nánast að því sem gefnum hlut að þeir fái ekkert nema elskulegheit frá starfsfólki fyrirtækja og stofnana, óháð því hver söluvaran er. Á þetta er minnst hér vegna þess að góð- vini Sandkoms brá þegar hann ætlaði að fara á sýningu í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Hann vildi vera forsjáll og pantaði miða. Þeirri aðgerð fylgdu hins vegar þær kvaðir að hann þyrfti að sækja mið- ana fyrir tiltekinn tíma. Það þótti eðlilegt sanngirnismál en vegna anna sá hann fram á að verða um 5 mínútum of seinn. Þegar hann tjáði miðasölunni það fór málið í þras og þref sem endaði með þeim skilaboð- um að leikhúsið gæti alveg verið án þess að selja vini vorum miða. Hann nennti ekki þessu þrefi um mæting- una heldur tók sjensinn og keypti miða um leið og hann mætti og gekk það vandræðalaust... Landafræði Landafræði getur þvælst yfir ungum sem gömlum en mörgum þótti keyra um þverbak þegar ein plötusnúða- útvarpsstöðin, með tveimur þulum, sagði frá snjó- brettakeppni í miðbæn- um. Þeir sögðu frá keppninni af inn- lifun en eitthvað þvældust örnefnin fyrir þeim. Annar vildi endilega segja hlustendum að keppnin hefði farið fram á Ingólfshóli sem síðan varð Ingólfshvoll. Hinum tókst hins vegar að afstýra slysi áður en þáttur- inn var úti og gat stunið upp að keppt hefði verið á Arnarhóli...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.