Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Tilvera lí f iö KVIKMYNDATÓNLIST í HÁ- SKÓLABÍÓI Sinfóníuhljómsveit- in er með áhugaverða tónleika í Háskólabíói kl. 20 þar sem ein- göngu verður flutt tónlist úr kvikmyndum. Á efnisskrá tón- leikanna er m.a. tónlist úr eftir- farandi myndum: The God- father, Casablanca, Dr. Zhivago, Rollercoaster, Breakfast at Tiffany’s, Cool Hand Luke og James Bond, svo örfáar kvik- myndir séu nefndar. Hljómsveit- arstjóri og einleikari er Lalo Schifrin. Sveitin ■ FIJNDAROÐ VÍNSTRÍ GRÆNNA Fundaröðin Græn framtíö-atvinna, velferö, umhverfi sem Vinstrihreyf- ingin-grænt framboð stendur fyrir verður haldin á Höfn í Hornafiröi. Meginumfjöllunarefni fundanna er græn, sjálfbær atvinnustefna og endurreisn verlferðarkerfisins. ■ HÖRÐUR TORFA Á AKRANESI Tónlistarmaðurinn Höröur Torfa mætir I Breiöina, Akranesi, með alla sína bestu smelli. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Leikhús ■ HELLISBUINN Hellisbúinn trallar í Islensku óperunni klukkan 20. Leikstjóri er Slguröur Sigurjónsson en hellisbúinn er Bjarni Hauksson. Því miður er uppselt en sími í miða- sölu er 511 4200. ■ LANDKRABBINN Þjóöleikhúsiö frumsýnir verðlaunaleikritið Land- krabbann eftir Ragnar Arnalds klukkan 20. Þetta er hressilegt verk sem fjallar um lífið um borö I togara og gamni, alvöru, ástum og átökum er fléttaö saman. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og meöal leikenda eru Þórunn Lárusardóttir, Kjartan Guöjónsson, Erla Ruth Harðardóttir, Jóhann Siguröarson og Pálml Gestsson. Það eru örfá sæti laus og miöapantanir eru í síma 5511200. Kabarett jjj LÍNUDANS T LIÓNSALNUIVI Áhugahópur um línudans stendur fyrir dansæfingu í Lionssalnum, Kópavogi. Elsa sér um tónlistina. Stendur yfir frá 21 til 24. Fundir ■ BOKMENNTAKVOLD I DEIGL- UNNI Sigurhæöir, Hús skáldsins og Gilfélagiö halda sitt þriðja bók- menntakvöld í Deiglunni og hefst þaö kl. 20.30. Lesarar eru þau Arn- rún Halla Arnórsdóttir, Eringur Sig- uröarson, Hallgrímur Indriöason, Heiödís Noröfjörö og Sverrir Páls- son. ■ FYRIRLESTUR í GERÐUBERGI Jóhann Breiöfjörö verður með fyrir- lestur í Geröubergi kl. 20.00. Fyrir- lesturinn, sem er endurtekinn, heitir Sköpun og velgengni og meðal um umfjöllunarefnis Jóhanns verður: Lykillinn að undirmeðvitundinni, hvernig hægt er að auka afköst hug- ans, hver okkar stærsta hindrun og mesti ótti er, hvernig hugurinn starfar í raun og veru, einfaldar að- ferðir til að auka sköpun og vel- gengni á öllum sviðum og hvernig sá tófraheimur sem við getum stigið inn í lítur út. Aögangseyrir er 1000 kr. Sport ■ KYNNING A IÞROTTUM Vetrar- hátíö Iþróttabandalags Reykjavíkur er í fullum gangi. í hádeginu og seinnihluta dags er boðið upp á kennslu og kynningu á íþróttum fyrir almenning: skíöaganga, ganga, sund, skokk, skíöi innan borgar- markanna. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Aðalbjörg Guðgeirsdóttir er lömuð eftir slys á Reykjanesbrautinni: Það skilur enginn ráðherrann „Ég sá það strax að ég gat ekki kvartað," segir Aðalbjörg Guðgeirs- dóttir, sem hefur verið lömuð fyrir neðan mið læri og bundin í hjólastól frá því hún kastaðist út um aftur- glugga á bíl á Reykjanesbraut, við Kúagerði, milli jóla og nýárs árið 1986. Aðalbjörg var tvítug. „Við höfð- um verið að skutla vinkonu minni í flug og ég hallaði mér í aftursætinu á bakaleiðinni. Þess vegna fór ég ekki i beltið,“ segir hún. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og hann lenti á bíl sem kom á móti. Aðalbjörg skaust tíu metra út í hraun. „Þeir áttu í erflðleikum með að finna mig dökklædda í myrkrinu en gengu þó fljótt á hljóð- in. Ég lá úti í hrauni í þrjú korter því leigubílstjóri sem kom aðvífandi hringdi á lögreglu og sjúkrabíl alla leið úr Keflavík,“ segir hún. Beinið sem fannst of seint Aðalbjörg segist muna eftir að hafa legið í hrauninu en ekki eftir fluginu eftir áreksturinn. „Það er nokkuð sem maður á ekki að muna,“ segir hún. Auk þess sem Aðalbjörg skaddað- ist á hrygg og mænu brotnuðu sjö rif og annað lungað féll saman og hún var í lífshættu um tíma. Aðgerð á hryggnum var óumflýjanleg og henni var síðan haldið áfram sof- andi í þrjá sólarhringa vegna sam- anfallna lungans. Hún man ekki þegar hún var vakin og henni sagt frá hversu alvarlega hún væri slös- uð. „Eftir svona langan tíma í öndun- arvél er maður orðinn kolruglaður. Ég man ekki einu sinni þann dag í dag þegar mér var sagt frá því að ég væri lömuð,“ segir hún. Að sögn Aðalbjargar varð varan- legur bati hennar betri en á horfðist í fyrstu en hún segir að batinn hefði þó getað verið enn meiri: „Löngu seinna fannst bein sem hafði brotn- að og þrýsti á mænuna rétt ofan við skaðann. Ef það hefði fundist strax og verið íjarlægt þá hefði ég fengið miklu meiri bata. En það þýðir ekki að velta sér upp úr því.“ Slæmur dagur ráöherrans Endurhæflng Aðalbjargar á Grensásdeildinni stóð i tæpt ár. Heppin þrátt fyrir allt Aöalbjörg Guðgeirsdóttir með dóttur sinni, Helgu Valtýsdóttur: „Það er Ijótt að segja það en það hjálpaði mér ótrúlega mikið aö þar var önnur stelpa sem hafði hálsbrotnað í bílslysi og lamast fyrir neðan háls. “ „Það er ljótt að segja það en það hjálpaði mér ótrúlega mikið að þar var önnur stelpa sem hafði háls- brotnað í bílslysi og lamast fyrir neðan háls. Þá sá ég hvað ég hafði það ofboðslega gott,“ segir Aðal- björg. Hún hefur verið starfsmaður Búnaðarbankans í Kópavogi en er nú önnum kafln heima með þriggja ára dóttur sinni. Aðalbjörg segir ósköp eðlilegt að fullfrískt fólk velti ekki mikið fyrir sér slysahættu og aðstæðum og til- finningum fórnarlamba alvarlegra slysa. Fundur um tvöföldun Reykja- nesbrautar sem haldinn var í Svartsengi í febrúar varð frægur að endemum þegar Árni Mathiesen, sem þá var starfandi samgönguráð- herra, gekk af fundi í mótmæla- skyni þegar fundarmenn áttu að hlýða á frásagnir fórnarlamba bílslysa. Aðalbjörg var mætt á fund- inn en ráðherrann hafði ekki áhuga á sögu hennar - taldi að ekki ætti að blanda tilfinningum í umræðuefni fundarins. „Ég skildi Árna ekki alveg. Ef við sem lendum í slysunum erum ekki sýnileg, hver tekur þá mark á um- ræðunni ef hún snýst bara um ein- hverjar tölur? En það var bara eitt- hvað að hjá Árna þennan dag og ég held það skilji enginn hvað vakti fyrir honum,“ segir Aðalbjörg. -GAR Veitingahus Fegnastur á flóttanum ,Flest var sparað til að tryggja, að kúnninn fengi ékki of mikið fyrir háa verðið“. Fegnastur varð ég, þegar Eldhúsið gleymdi mér og tók ekki niður matar- pöntun. Eftir hóflega bið hafði ég lög- lega afsökun fyrir því að standa upp og rölta niður rúllustigann til Hard Rock Café og fá mér almennilega að borða á lægra verði. Eldhúsið er mötuneyti og steikhús, en fyrst og fremst vönduð pakkning án markverðs innihalds. Umbúðimar era rustalega smart og minna á leik- hús. Skflrúm eru úr frauðplasti, út- veggir eru úr gleri með árituðum spakmælum. Opið er inn 1 eldhús og lagnakerfið er ekki falið með fölsku lofti. Á palli yfir miðjum sal er ann- exía með setustofu. Við erum sett til borðs á tréstóla með sessum við tréplötur á steypu- jámsfæti og fáum matseðil, sem ekki er síður töff en hönnun staðarins. Þar eru endalausir listar rétta og verðlag- ið er uppi í skýjunum. Meðalverð þrí- réttaðrar máltíðar með kaffi er 4.100 krónur á mann. í hádeginu er mikil og alþýðleg að- sókn og reyklausi hlutinn jafnan full- setinn. Þá virðast flestir gestir önnum kafnir og skófla markvisst í sig af hlaðborði á 950 krónur með súpu, sem gerir 1.150 krónur með kaffi. Á hlað- borðinu reyndist vera lítt girnileg mötuneytisfæða, sitt lítið af salatefn- um í litlum skálum og nokkrir heitir réttir í hitakössum, svo og ágætlega þunn sveppasúpa, sem bar af öörum réttum hlaðborðsins. Heitu réttimir voru brúnaðar risakartöflur, ólystug- ar svínakótilettur, dauft kryddaður pottréttur og hörpufisk-tómatsósu- pasta, sem ekki var árennilegt. Þeir fáu, sem koma á kvöldin, eru skuggalegri og fá sér fremur hamborg- ara eða langlokur á heilar 1.200 krón- ur en einhvem réttanna af langa seðl- inum. Spönsk bruschetta reyndist vera langskorið snittubrauð með tómabitum, osti og feiknamiklu af olífum, sem yfirgnæfðu í bragði. Sas- himi var betri forréttur, fjórar tegund- ir af ferskum og hráum fiski á hrís- grjónakúlum. Beztur var djúpsteiktiu- smokkfiskur, ágætlega meyr og fagurt upp settur, með sinneps- og hvítlauks- sósu. Aðalréttir voru lakari. Bakaður saltfiskur bragðdaufur var borinn fram í djúpri pönnu, mest tómatbitar, Eldhúslö: MeCtaieinkunn Gœði c c c c Vefö dálítið af þistilhjörtusneiðum og bræddum osti, en minnst af fiski. Hunangssteinbítur var mun betri, ágætlega meyr, eldaður upp á japönsku með engifer fremur en hun- angi. Kolagrilluð keila með yfirgnæf- andi tómatsósu var sjálf ágæt, en bor- in fram með upphitaðri kartöflu og brenndum grænmetisræmum. Hun- angssteiktur kjúklingur var afar þurr, enda þarf víst nú orðið að elda af nokkurri grimmd úr honum kamfýl- una. Flest var sparað tii að tryggja, að kúnninn fengi ekki of mikið fyrir háa verðið. Kotroskinn gutti í móttökunni var úti að aka, þjónusta ólærð og munnþurrkur úr pappír. Þetta er mötuneyti í hádeginu og á kvöldin tómatsósu-steikhús, sem dreifir um sig olífum, en tekst ekki að minna á Miðjarðarhafið. Eldhúsið í Kringl- unni er dæmigerður sýndarveruleiki nýrrar aldar, sóun á fjármunum við- skiptamanna og hlýtur þvi að dafna vel. Jónas Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.