Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Útlönd I>V Kvöldmaturinn veldur áhyggj- um hjá ESB Kvöldverðar- ins á leiðtoga- fundi Evrópu- sambandsins, sem hefst í Lissa- bon í dag, er beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Allra augu munu beinast að svarta sauðinum í Evr- ópufjölskyldunni, Wolfgang Schiis- sel Austurríkiskanslara, og móttök- unum sem hann fær. Enginn vill kannast við Schtis- sel, sem vann það sér til óhelgi að mynda ríkisstjórn með Frelsis- flokkinum, flokki hægriöfgamanns- ins Jörgs Haiders, fyrir sex vikum. Jacques Chirac Frakklandsforseti og Lionel Jospin forsætisráðherra og belgíski forsætisráðherrann Guy Verhofstadt vilja ekki stilla sér upp fyrir hina hefðbundnu fjöl- skyldumyndatöku með Schussel. Forsætisráðherra Portúgals reynir nú að leysa vandann. Schússel ætlar á fundinum í Lissabon að fara fram á að Austur- ríki verði tekið úr pólitískri ein- angrun en er ekki vongóður. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja: Danir vanmeta styrk Færeyja Anfinn Kalisberg, lögmaður Færeyja, telur að þjóðarfram- leiðsla Færeyja muni þrefaldast á næstu fimmtán árum, andstætt því sem embættismenn í danska fjármálaráðuneytinu halda fram. Lögmaðurinn segir að dönsk stjórnvöld vanmeti vaxtarmögu- leika færeysks efnahagslífs og geri sér því óraunhæfar hug- myndir um kröfu landstjómar- innar um áframhaldandi fjár- stuðning. Kallsberg sagði eftir fund með leiðtogum danskra íhaldsmanna í gær að ekki yrði þörf á beinum fjárstyrk Dana til Færeyja eftir tólf til fimmtán ár vegna vænt- anlegs mikils hagvaxtar. Danir héldu því fram á dögunum að kröfur Færeyinga í viðræðunum um sjálfstæði eyjanna þýddu fjárhagsstuðning í 50 til 80 ár. í Anfinn Kallsberg Færeyski lögmaðurinn baunaöi enn á dönsk stjórnvöld í gær. útreikningum danskra embætt- ismanna er gert ráð fyrir 1,5 til 2,5 prósenta hagvexti. Hagvöxt- urinn í Færeyjum hefur verið milli átta og níu prósent á ári síðustu fimm árin eða svo. Kallsberg sagði að enn meiri vöxtur myndi færast í efnahags- lífið eftir að boranir eftir olíu hæfust. Hann sagði að verið væri að undirbúa fyrstu útboð- in. Háar hagvaxtartölur hefðu ekki verið lagðar fyrir á fundin- um í Kaupmannahöfn þar sem þar átti fyrst að ræða tímaáætl- anir og framgangsmáta við- ræðnanna. „Þess vegna var það fjarri öllu lagi að leka þessum útreikning- um til fjölmiðla. Tilgangurinn getur ekki hafa verið annar en að gera gys að okkur,“ sagði Kallsberg. 50 brunnu til bana Að minnsta kosti 50 létu lifið þeg- ar eldur kviknaði í bensíni sem lak úr leiðslu í Abia í Nígeríu í gær. Talið er að þeir sem létust hafi ver- ið að reyna að ná sér í bensín úr leiðslunni því fötur og alls kyns ílát voru við hlið líkanna. Yfir 700 manns létu lífið i svipuðu slysi 1998. Þá tók það næstum því viku að slökkva eldinn. Þrátt fyrir að Níger- ía sé helsta olíuframleiðsluríki Afr- íku ríkir þar stöðugt bensínskortur vegna lélegs viðhalds á olíuhreinsi- stöðvum í landinu. Langar raðir eru við bensínstöðvar og mikið svarta- markaðsbrask með oliuvörur. UPPBOÐ Uppboö mun byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eign: Kötlufell 5, 3ja herb. íbúð á 2. h.t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Linda Steinunn Rypkema, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur og Tollstjóraembættið, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 15.30. Leirubakki 10,0202, 5 herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Kristján Friðrik Nielsen, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 16.00. Fiskakvísl 12 ásamt bílskúr, Reykjavfk, þingl. eig. Jón Öm Jakobsson, gerðarbeið- andi Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 27. mars 2000, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þelm sjálf- um sem hér segir: Seljabraut 82 ásamt stæði nr. 0104 í bíl- húsi, Reykjavík, þingl. eig. Þórir Ketill Valdimarsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður, Landsbanki íslands hf., lögffæði- deild, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Spari- sjóður vélstjóra og Tollstjóraembættið, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 16.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Austurberg 34, 3ja herb. ibúð á 3. hæð (0301), Reykjavík, þingl. eig. Sigurlaug Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudaginn 27. mars 2000, kl. 13.30. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftlrfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Helgubraut 6, þingl. eig. Valgerður Sam- sonardóttir og Haukur Vilbertsson, gað- arbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, þriðjudaginn 28. mars 2000, kl. 14.00. Hlíðarhjalli 64, 0301, þingl. eig. Sverrir Gíslason og Gísli Þórðarson, gerðarbeið- endur Hlíðarhjalli 64, húsfélag, og Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 13.30. Efstihjalli 25, kjallari, þingl. eig. Guð- björg Halldóra Ólafsdóttir og Þorvarður Einarsson, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóð- ur, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 16.30. Engihjalli 9, 3. hæð E, þingl. eig. Hulda Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands hf., höfúðst., mánudaginn 27. mars 2000, kl. 15.30. Hlíðarhjalli 65, 0202, þingl. eig. Björg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Lands- banki Islands hf., höfuðst., og Vátrygg- ingafélag Islands hf., mánudaginn 27. mars 2000, kl. 16.00. Lyngbrekka 10, neðri hæð, þingl. eig. Byggingafélagið Kambur ehf., gerðarbeið- endur Ibúðalánasjóður og Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, ntánudaginn 27. mars 2000, kl. 14.30. Funaholt 6, austurendi, þingl. eig. Jón Gauti Birgisson og Byggingarfélagið Skjól ehf., gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú 545, þriðjudaginn 28. mars 2000, kl. 13.30. Smiðjuvegur 14, austur- og vesturendi, þingl. eig. Veitingamaðurinn ehf., Kópa- vogi, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópa- vogs, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., sýslumaðurinn í Kópavogi og Verðbréfa- sjóðurinn hf., mánudaginn 27. mars 2000, kl. 15.00. Gnípuheiði 19, 030201, þingl. eig. Sigur- björg A. Símonardóttir, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópavogs, Gnípuheiði 15-21, húsfélag, Ibúðalánasjóður og Landsbanki Islands, mánudaginn 27. mars 2000, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI "."T'g- íM |ls».. yffigSfcV ; \'a | fei& .8 1 S ' 7 f « ip _ J : Blll og Chelsea við Taj Mahal Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Chelsea dóttir hans, sem eru í opinberri heimsókn á Indlandi, skoöuöu hina glæsilegu Taj Mahal höll. Þar meö rætt- ist langþráöur draumur hans. Clinton lýkur Indlandsheimsókn sinni á laugar- dag og flýgur þá til nágrannaríkisins Pakistans. Palme-morðið: Svíi í gæsluvarð- haldi á Spáni Sænskur atvinnurekandi á Spáni hefur verið handtekinn vegna gnms um aðild að morðinu á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráöherra Sví- þjóðar, 1986. Fyrrverandi eiginkona mannsins afhenti lögreglunni þrjú ólögleg skotvopn eftir að hann hafði hótað henni lífláti. Sviinn var hand- tekinn í Fuengirola fyrir rúmum þremur vikum og situr nú í fangelsi utan við Malaga. Opinberlega er hann grunaður um gróft efnahags- brot. Sænska lögreglan hefur þó ekkert gert vegna þeirra mála fyrr en eftir að henni barst vitneskja um vopnin, að því er eiginkonan fyrr- verandi greinir frá í sænska blað- inu Aftonbladet. Konan flýði með bömin sín frá heimili þeirra hjóna á Spáni fyrir rúmu ári og er nú skilin við mann- inn. Síðastliðið haust hafði eiginmað- urinn fyrrverandi samband við kon- una og bað hana að fleygja þremur skotvopnum í Miðjarðarhafið sem hann var með í geymslu hjá öðrum aðila. Maðurinn greindi þá frá því að hann hefði lánað byssuna aðila sem hann treysti á þeim tíma sem Palme var myrtur. Konan kveðst ekki vita hvers vegna maðurinn sagði frá þessu. ídesember afhenti hún lögreglu vopnin. Maðurinn var handtekinn en síðan sleppt. Hann hóf þá að ónáða konuna og börnin. Hinn 3. mars var maðurinn hand- tekinn á ný að beiðni sænskra yfir- valda. Vonast er til að hann verði framseldur innan tíðar. Segir af sér formennsku Liklegt þykir að Lee Teng-hui, frá- farandi forseti Taí- vans, láti undan þrýstingi reiðs al- mennings og þing- manna og segi af sér formennsku Þj óðernisflokksins á föstudaginn. Lee hefur verið kennt um valdamissi flokksins í kosningunum síðastliðinn laugar- dag. Sprengjuárás á Bagdad Hundruð syrgjenda hvöttu í gær Saddam Hussein íraksforseta til að hefna meintrar sprengjuvörpuárás- ar írans á hverfi Palestínumanna í Bagdad í gær. Sex létu lífið í árásinni. Rasistar handteknir Lögreglan í London handtók í gær 100 meinta kynþáttahatara vegna ofbeldis og dreifmgu á efni með kynþáttafordómum. 10 þúsund mótmæla Um 10 þúsund stjómarandstæð- ingar mótmæltu í gær lokun sjón- varpsstöðvar í Karljevo. Héldu mót- mælendur á spjöldum með myndum af Milosevic Júgóslavíuforseta og eiginkonu hans sem búið var að strika yfir með áletruninni: Fólkið mun ákveða. í ástarsorg og skaut fjóra íbúi í Pasadena í Texas, sem var hafnað af ungri stúlku, skaut hana og þrjá aðra í kirkju í gær. Síðan svipti hann sjálfan sig lifl. Suha iðrast einskis Suha Arafat, eig- inkona Yassers Arafats Palestínu- leiðtoga, neitaði í gær að draga til baka fullyrðingu sina um að ísrael notaði gas til þess að eitra fyrir palest- inskum konum og börnum. Kvaðst Suha í sjónvarpsviðtali ekki iðrast orða sinna. Mótmæla fátækt Yfir 6 þúsund Búlgarar komu saman í Sofiu i gær til þess að krefj- ast hærri launa og mótmæla vax- andi atvinnuleysi. Rannsókn á sprengjuárás Bandaríska dómsmálaráðimeyt- ið hefur á ný hafið rannsókn á meintri aðild Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, á bíla- sprengjuárás í Was- hington 1976. Fyrrverandi sendi- herra Chile, Orlando Letelier, sem var harður andstæðingur stjómar Pinochets, og bandarískur starfs- bróðir hans, Ronni Moffitt, létust í árásinni. Hættulegt fyrir Serba Embættismaður flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að ekki væri hægt að mæla með því að Serbar sneru aftur til Kosovo fyrr en öryggi heföi verið bætt á svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.