Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 31
Tilvera
35
h
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
13V
og nostalgía
ing sem samanstendur eingöngu af oddatölum
verður ekki fyrr en 11.11.3111 er kannski rétt að
líta til baka. En stóðu ekki einhverjir upp úr á
þessum tímabilum og tengjast þeim enn sterkum
böndum, kannski eins og konan sem á brúðarkjól-
inn sinn inni í skáp ogfer af og til aftur í hann til
að rifja upp minningamar? Jceja, lengi lifi minn-
ingamar því án þeirra vceri lítið fram undan.
Helga Möller, diskódrottning, söngkona og móðir:
DV-MYND: TEITUR
Þaö spruttu upp diskótek um allt
Helga Möller hefur ekki gleymt diskóinu en saknar þess ekki.
diskópíari
i
I
Bee Gees voru langbestir
Þ6 að diskóið hafi ekki verið
langlíft muna flestir eftir Þú og ég,
diskódúettinum sem sló í gegn árið
1979. Helga Mölier var í dúettinum
og má segja að flestir tengi hana
enn við diskótímabilið. Á þeim
tíma var Hollywood aðalskemmti-
staðurinn og þar ríktu ljós, diskó
og lífsgleði.
„Ég var beðin um að koma í
raddprufu út af dúett sem var ver-
ið að stofna og sló til. Ég var svo
ráðin á staðnum og Þú og ég varð
til,“ rifjar Helga upp.
„Allra fyrst hvíldi mikil leynd
yfir því sem við vorum að gera og
til dæmis vissi enginn hverjir voru
í dúettinum. Svo kom platan okkar
út og má segja að ég hafi orðið fræg
á einni nóttu. Þetta var mjög mikil
reynsla fyrir mig, allt þetta um-
stang í kringum plötuna."
Helga segist fyrst og fremst hafa
heillast af tónlistinni og dansinum
sem tilheyrðu diskómenningunni.
„Ég var stödd úti í New York þegar
verið var að frumsýna Saturday
Night Fever með John Travolta og
þar var mikið tilstand í kringum
þann atburð. Ég sá myndina og
heillaðist upp úr skónum. Travolta
var í miklu uppáhaldi," segir
Helga.
Lifandi tónlist er betri
Helga er spurð að því hvert hafi
verið hennar uppáhaldsdiskótek.
„Hollywood var aðalstaðurinn.
Ég var þar fastagestur og þar kom
líka tiskan sem tUheyrði vel fram;
diskókúlur, black light, afgerandi
förðun, paUíettur, útviðar buxur og
samfestingar í anda Bee Gees og El-
vis,“ segir söngkonan.
Að sögn Helgu gerbreyttist
skemmtistaðamenningin á diskóár-
unum.
„AUt í einu spruttu upp diskótek
úti um aUt og fólk fór að stunda
þau grimmt. Þetta varð samt líka
til þess að live-tónlist breyttist mik-
ið í flutningi. AUt sem var live var
úti. Við í Þú og ég ferðuðumst um
landið með eina spólu sem við
sungum svo með live. Þetta var
svona hálfgert karaoke og auðvitað
voru hljóðfæraleikarar ekkert
ánægðir með það enda sáu þeir
„Við í Þú og égferðuðumst
um landið með eina spólu
sem við sungum svo með
live. Þetta var svona hálf-
gert karaoke. “
fram á að hafa nánast ekkert að
gera. Ég held að hljóðfæraleikarar
hafi átt þátt í að diskóið leið undir
lok, sem er í raun ágætt því live-
tónlist er miklu skemmtilegri tU
hlustunar heldur en einnhverjar
upptökur.“
- Hvaða erlendu tónlistarmenn
voru í uppáhaldi hjá þér á þessum
árum?
„Bee Gees voru langbestir, svo
hlustaði ég líka mikið á, Donnu
Summer, Chaka Khan, Sister Sled-
ge og Pointer Sisters en lagið I¥m
so excited með þeim var frábært.
Ég hlusta reynar ekki á neitt af
þessu í dag, ég á gamlar plötur sem
ég held mikið upp á, en ég set þær
aldrei á fóninn.“
Úr barsnburði í diskódans
Ljúfasta minning Helgu frá
diskótímabUiunu tengist frum-
burði hennar.
„Þegar eldri dóttir mín var
tveggja daga gömlu komu konurn-
ar á sængurkvennadeUdinni tU
mín og sögðust alveg geta passað
fyrir mig um kvöldið því þær höfðu
séð að ég var auglýst í HoUywood
það kvöld. Ég fór nú ekki en var
farin að koma fram aftur viku
seinna. Þetta var bara vinnan
manns og kannski var heimUislífið
svolitið sérstakt fyrir vikið. Ég var
heima á daginn í jogginggaUa, við
mjaltir og heimUisstörf, en á kvöld-
in umbreyttist ég í diskódrottningu
og dansaði og söng fyrir fuUum sal
af fólki.“
„Svo var líka yndisleg upplifun
að vera kjörin söngkona ársins 1980
og að platan okkar Jóhanns Helga-
sonar, Ljúfa líf, skyldi vera kjörin
hljómplata ársins 1979,“ segir Helga.
- En saknar Helga diskótímabUs-
ins?
„Nei, aUs ekki. TímabUin sem
komu á eftir voru líka öU svo
skemmtUeg, ég er kannski bara
ánægð að hafa ekki misst af því.
Þetta var jú eiginlega mitt fyrsta
tækifæri sem atvinnusöngkona og
ég lærði svo mikið af þessu öUu
saman. Svo á ég líka óteljandi góð-
ar minningar frá þessum tíma sem
er alltaf gott að eiga og rifja upp,“
segir diskódísin Helga MöUer. kþ
1