Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Skoðun x>v GÓ6 þjónusta kostar sitt, ekki síst á Saga Class kemur spánskt fyrir sjónir Flugleiöir hafí ekki i mörg ár sýnt sæmandi hagnaö af reglulegum rekstri." Flugleiðir þurfa samkeppni ipuming dagsins Áttu gæludýr? Lára Jóhannesdóttir afgreiöslustúlka: Já, og hann heitir Agnar. Tómas Bono: Nei, ég er meö asma og ofnæmi fyrir dýrum svo þaö er ekki hægt. Arnar Hallgrímsson nemi: Nei, og mig langar ekki í. Víkingur Ólafsson, nemi og píanóleikari: Já, ég á páfagauk sem heitir Fernanda. Oddur Sigurjónsson nemi: Nei, en ég gæti hugsaö mér aö eiga eitt. Jón Jónsson múrari: Já, ég á íslenska hunda i Danmörku. að fá Viöskiptafræöingur sendi þennan pistil: Ég starfa í hátækni í blóðugri sam- keppni innanlands sem utan. Þetta rekstrarumhverfi hefur þroskað mig sem stjómanda. Fyrirtæki okkar þarf að senda starfmenn og gesti með flugi um allan heim en sá galli er á gjöf Njarðar að við neyðumst til að þurfa að stóla á Flugleiðir. Á nýhaflnni 21. öld er ömurlegt fyrir frjálsa og fullvalda þjóð að búa við einokunarflugfélag sem er venju- legt hlutafélag úti í bæ. Þeir opin- beru starfsmenn og pólitíkusar sem enn þá eru svo skyni skroppnir að verja þessa heimsku undir nafninu fákeppni verða að þekkja sinn vitj- unartíma. Fyrir utan opinber gjöld, sem bundin eru í lögum frá hinu háa Al- þingi, eru Flugleiðafargjöldin til og frá íslandi eina viðfangsefnið i gjaldahlið okkar fyrirtækis sem við höfum ekkert um að segja. Erlendir Magnús Guðjónsson skrifar: Þar sem menn koma saman og talið berst að ríkisbúskapnum og allri þeirri óráðsíðu sem viðgengst í þeim rekstri ber nú tvennt hæst; endurbætur á Reykjavíkurflugvelli og Sjónvarpið og flutningur þess í Efstaleitið. Fólki blöskrar að flytja eigi þessa algjörlega þarflausu stofn- un fyrir meira en einn milljarð króna! Til viðbótar við mörg hundr- uð milljóna taprekstur eins og nú liggur á borðinu. Það er almælt að Sjónvarpið er ekki nokkrum manni til geðs eða ánægju. - Fréttir af skornum skammti í tveimur útsendingartím- um, og í seinni fréttum er það eitt „Þetta flugfélag hefur búið við mjög hagstœðar ytri að- stœður á mesta hagvaxtar- skeiði íslandssögunnar með ríkisvald er virðist afgreiða einokunarhugmyndir frá Flugleiðum á fœribandi. “ samstarfsaðilar okkar verða þrumu lostnir að heyra um Flugleiðaprís- ana. Slík herkví tilheyrir enda for- tíðinni til hjá siðmenntuðum þjóð- um. - Á Saga Class kostar farið til Kaupmannahafnar 119.000 kr., 90.000 til London og meira en 200.000 til Minneapolis. Miðað við þær háu fjárhæðir sem við verðum að greiða Flugleiðum fyr- ir hin svokölluðu „viöskipti" og mið- að við menntun og reynslu okkar lyk- ilstarfsfólks á sviði viðskipta og „Verður að líta svo á að hina óendanlegu óráðsíu ríkisins megi rekja til sauð- heimskra og jafnframt van- hœfra embœttismanna og forsvarsmanna hinna fjöl- mörgu ríkisstofnana sem fóðra ráðherra á hverju ólánsplagginu eftir annað. “ til frásagnar sem tínt var til fyrir fyrri fréttatímann. Bæði er að fréttastofa Sjónvarps er hlutdræg og rög, og það síðara þó mun verra, því stefnumótunar kemur spánskt fyrir sjónir að Flugleiðir hafi ekki í mörg ár sýnt sæmandi hagnað af regluleg- um rekstri. Þetta flugfélag hefur búið við mjög hagstæöar ytri aðstæður á mesta hagvaxtarskeiði íslandssög- unnar með ríkisvald er virðist af- greiða einokunarhugmyndir frá Flug- leiðum á færibandi. Ráðherrar og opinberir starfsmenn hafa verið eins og útspýtt hundskinn fyrir þennan einokunarrekstur, og viðlíka fyrirgreiðsla tíðkast nú orðið hvergi nema í bananalýðveldum. Með þessum undirlægjuhætti við eitt einkafyrirtæki úti í bæ er ríkisvaldið að senda þau skilaboð að önnur fyrir- tæki, gjaman vaxtarbroddar efna- haglífsins, geti étið það sem úti frýs. Það er þjóðhagslegt atriði að Flugleið- ir hf. fái samkeppni. - Afspymu iéleg rekstrarafkoma Flugleiða um langt árabil er í heild sinni grafalvarlegt mál fyrir íslenskan þjóðarbúskap. réttlæta má fyrir trúgjörnum að rík- isfréttir eigi að endurspegla álit ráðamanna á hverjum tíma. Hitt atriðið sem menn ræða nú af ákafa er endurbygging Reykjavíkur- flugvallar (einnig óþörf fram- kvæmd) sem verður til einskis eftir nokkra mánuði þegar ljóst verður að borgarbúar krefjast þess að flug- völlurinn verði ekki lengur starf- ræktur í miðborginni. Verður að líta svo á að hina óend- anlegu óráðsiu ríkisins megi rekja til sauðheimskra og jafnframt van- hæfra embættismanna og forsvars- manna hinna fjölmörgu ríkisstofn- ana sem fóðra ráðherra á hverju ólánsplagginu eftir annað, með enn óraunhæfari tölum. Þingflokkur í heimsókn Akureyringur skrifar: Nú hefur þingflokkur Samfylking- arinnar, 17 manna hópur, verið á yf- irreið um Norðurland eystra. Hann ætlaði m.a. til Húsavíkur og því var tækifæri fyrir hópinn að lofa áfram- haldandi flugi þangað ef Samfylking- in kemst til valda. Hér á Akureyri heimsótti þingflokkurinn Verk- menntaskólann, Heilsugæsluna og fjölmiðlana (alla eins og þeir leggja sig). Og í Deiglunni var rætt við stuðningsfólkið hér. Mér hefði fund- ist að þingflokkurinn hefði vel mátt boða til fundar með bæjarstjóra og bæjarstjórn til að ræða atvinnu- ástandið og brottflutning fólks úr kjördæminu. Hér er verk að vinna fyrir þingmenn líka. í Þórshöfn í Færeyjum - Tilburöir til sjálfstjórnar; snertir þaö ekki taugar „ísiandsbersa"? Ekki meira um Færeyjar Steingerftur hringdi: Það er eins og íslenskir fjölmiðlar ætli aldrei að hætta að greina frá hinu og þessu efninu sem þeir taka ástfóstri við. Þetta gengur og mallar endalaust, einkum í ljósvakamiðlun- um. Dæmi: forsetakosningar i Finn- landi nýlega voru í fréttum dag eftir dag og höfðu áreiðanlega flestir lít- inn áhuga. - Nú eru það Færeyjar og tilburðir þeirra til sjálfstjórnar, ef ekki aðskilnaðar frá Danmörku! Þetta dynur nú á okkur af sömu áfergjunni og finnsku forsetakosn- ingamar. - Blessaðir, hættið svona yfírþyrmandi rugli. Vísitölurnar upp á viö Erlingur sendi þessar línur: Við bíðum eftir nýjum samning- um sumir. Ég er meðal þeirra. Ég bfð með að segja upp starfi mínu þar til það liggur fyrir hvað við fáum í raun í kjarabætur. Vísitöl- urnar eru á uppleið, launavísitalan hækkar um 1,3% og byggingar- vístala um 0,2% og hefur nú hækk- að um 4,5% frá því í janúar. Haldi forsvarsmenn launþegasamtakanna ekki vel á spilunum og skili veru- legum árangri nú, er ég og mín fjöl- skylda tilbúin að flytja af landi brott og það án mikils undirbúnings. Maður fær hvergi lægri laun en hér. Tvö heimili Tinnu Halldóra Guðmundsdóttir skrifar: Nú er önnur for- setadóttirin okkar (ég segi okkar, því hún er hluti af þjóð- arfjölskyldunni) að flytja af landi brott, og til Lúxemborgar. Þetta er rétt af stúlkunni, hún á Tinna mann sem er flug- Ólafsdóttir. maður. En að hún - Lúxuslíf í skuli ætla sér að Lúxemborg reka tvö heimili, og á islandi? annað á íslandi, hitt í Lúxemborg, er meira en ég skil. Hún er því alveg í sérflokki hvað af- komu og tekjur snertir. En það er alltaf gaman þegar vel gengur hjá hinum ungu. Áhyggjulaust líf er það við þráum, og sjáum hjá hinum bet- ur megandi. Húrra fyrir því! DV| Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. í hádeginu Dagfari Súrmjólk Á Kópaskeri logar nú allt í átökum milli foreldra og sveitarstjómar. Ástæðan er sú að leggja skal niður grunnskólann í plássinu og aka börnunum daglega út i sveit þar sem þau munu nema fróðleik og fá undirstööugóðan mat. Nú má ekki skilja málið sem svo að bömin á Kópa- skeri njóti ekki eðlilegrar fræðslu þar sem þegar er öflugur skóli á staðnum. Vand- inn er sá að Kópaskersbörnin fá ekkert nema súrmjólk í hádeginu og sum þeirra fá alls ekkert eftir að hafa kjagað svöng heim með níðþungar skólatöskur sínar. Sveitarstjórinn á staðnum hefur eðlilega áhyggjur af ástandinu, enda sagði hann að hámarkið væri að hent væri í bömin súr- mjólk. Að vísu vill hann meina að víöar en á Kópaskeri séu foreldrar við þá þokkaiðju að henda súrmjólk í böm sín eða jafnvel svelta þau í hádeginu. Sú var tíð að menn höfðu við orð að þeir slettu skyrinu sem ættu það. Á Kópaskeri er ekki einu sinni til að dreifa skyri heldur aðeins súrmjólk. Eðli máls- ins samkvæmt ákváðu oddviti og sveitarstjóri Öxaríjarðarhrepps að grípa til aðgerða þegar þeir höfðu fengið staðfestingu þess að bömin væru gjarnan löðrandi i súrmjólk í hádeginu og Að vísu vill hann meina að víðar en á Kópaskeri séu foreldrar við þá þokka- iðju að henda súrmjólk í böm sín eða jafnvel svelta þau í hádeginu. sum sveltandi. Það var því ákveðið að leggja skólann niður og koma börnunum í skóla þar sem eitthvað væri að borða í hádeginu annað en súrmjólk. Lausnin var í skólan- um í Lundi þar sem stórt og tæknivætt mötuneyti stóð lítið notað og beið nánast eftir að verða umgjörð um hamingjusöm og södd böm. Enginn skortur er á kennslustofum sem standa tómar vegna þess að allir em fluttir til Reykjavíkur þar sem súrmjólkin er þykkari og fullt af leik- húsum. Á Kópaskeri er 50 manna rúta sem staðið hefur verkefnalaus síðan rækjuveiðar og flskeldi drógust saman. Oddvitanum var því ekkert að vanbúnaði og hann ákvað umsvifalaust að leggja nið- ur skólann og bjóða bömunum upp á dag- legar rútuferðir í heilnæmt sveitaloftið þar sem mötuneytið bíður þess að svangir munnar ljúkist upp. Þá þykir oddvitanum ekki verra að önnur sveitarfélög styrkja með fjárframlögum skólaaksturinn. Hvers vegna að aka með örfá börn til byggða þegar hægt er að fylla á einum stað rútu af arðbærum börn- um? Súrmjólkin og hungrið verða að baki og á leiðinni í rútunni syngja börnin: Súrmjólk í há- deginu, cheerios á kvöldin. Rútuferð í skólann og hreppsnefnd tekur völdin. _ p . Óendanleg óráðsía ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.