Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
23
'f'
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Schengen og flóttamenn
Eftir slæma framkomu íslendinga viö flóttamenn af
gyðingaættum fyrir siðustu heimsstyrjöldina, hafa við-
horf okkar til nýbúa að mestu verið sómasamleg, allt frá
því að þýzkar flóttakonur gerðust bústólpar víða um sveit-
ir landsins eftir lok heimsstyrjaldarinnar.
Flóttafólk frá Víetnam og svartir íþróttamenn hafa
samt fundið fyrir, að stutt er í kynþáttahatur, einkum hjá
illa gefnu og illa menntuðu fólki, svo sem títt er víða um
lönd. Slíkir fordómar megna hér ekki að fá skipulagða út-
rás í stjórnmálaflokkum að evrópskum hætti.
Það hjálpar okkur, að Rauði krossinn og stjómvöld hafa
lagt áherzlu á að reyna að gera nýbúum kleift að verða
virkir aðilar að þjóðfélaginu, svo að þeir einangrist ekki í
skuggahverfum atvinnuleysis. Yfírleitt hafa nýbúar ekki
siður en innfæddir orðið nýtir þjóðfélagsþegnar.
Það hjálpar okkur líka, að nánast alla þessa áratugi hef-
ur full atvinna ríkt í landinu. Þar af leiðandi hefur ekki
komið upp öfund á borð við þá, sem við sjáum víða um
heim, þegar iUa gefnir og Ula menntaðir heimamenn
missa atvinnu í hendur framsækinna nýbúa.
Raunar er litið á nýbúa sem þátt í byggðastefnu í sum-
um byggðum, er hafa búið við fólksflótta. Þær hafa keppzt
um að bjóða stjórnvöldum aðstæður tU að auðvelda aðlög-
un þeirra. Má segja, að frekar ríki hér á landi umframeft-
irspurn en offramboð á þessu sviði.
Matargerðarlist má nefna sem dæmi um framlag ví-
etnamskra flóttamanna tU auðgunar íslenzkri menningu.
Innfæddir íslendingar hafa lært að kynnast austrænni
matreiðslu, sem áður var okkur framandi, en er nú orð-
inn hluti af aukinni fjölbreytni í íslenzkri hefð.
SkemmtUegasta dæmið um sátt heimamanna og nýbúa
er hin árlega þjóðahátíð, sem haldin er á Vestfjörðum í tU-
efni af alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna. Þar koma saman
Vestfirðingar af 44 þjóðum, sem leggja hver sitt af mörk-
um tU margþættrar og auðugrar dagskrár.
Nýbúar eru orðnir 7% allra Vestfirðinga, án þess að
komið hafi tU neinna sjáanlegra vandræða. Það bendir tU,
að við getum áfram haldið að auðga þjóðina víðar um land
á þennan hátt, án þess að lenda í sömu ógöngum og ýms-
ar vestrænar þjóðir, sem verr voru undirbúnar.
Verkefni aðlögunar nýbúa fær nýja vídd, þegar ísland
verður aðUi að Schengen-samkomulagi flestra ríkja Evr-
ópska efnahagssvæðisins um sameiginleg ytri landamæri.
Aukið svigrúm fólksflutninga innan Evrópu er ávisun á
aukna strauma ólöglegra flóttamanna um álfuna.
Óþægindin af aukinni og óskipulagðri aðsókn erlends
fólks geta hæglega vakið upp fordóma, sem áreiðanlega
blunda með íslendingum eins og öðrum. Þess vegna er
brýnt, að undirbúningur Schengen-aðUdar taki á því,
hvemig hægt sé að aðlaga óvænta flóttamenn.
Sérstaklega er brýnt að koma í veg fyrir innreið skipu-
lagðra glæpaflokka, sem reynsla annarra Evrópuríkja sýn-
ir, að eiga auðveldast allra með að framvísa peningum,
farseðlum, skilríkjum og öðmm gögnum. Með öUum tU-
tækum ráðum þarf að kæfa mafíur í fæðingu.
Reynslan af erlendum mafíum á drjúgan þátt í upp-
gangi öfgaflokka gegn nýbúum í mörgum löndum Evrópu,
tU dæmis í Austurríki, þar sem öfgaflokkur útlendinga-
haturs er kominn í ríkisstjóm. Við megum aUs ekki fram-
leiða hliðstæðan stjómmálavanda hér á landi.
Um leið og við göngum í Schengen, verðum við að efla
viddir aðlögunar erlendra flóttamanna að leikreglum og
siðvenjum, svo að við getum haldið áfram að taka við.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Eitt af því sem enginn má
í öllu þvl brjálæðislega
moldviðri sem þyrlað er
upp um klám er sýnt
kannski argasta klám og
skrumskæling af því sem á
að vera af einlægu ástar-
sambandi karls og konu, í
þeim fjölmiðlum sem böm
og unglingar eru límd við,
og eru að ljúka við að horfa
á skemmtilegt alvöru
barnaefni. í öllu þessu
gleymist hvað þjóðin er
sýkt af slíku framferði.
Sennilega hefur (samkvæmt könn-
unum) flest þetta svokallaða frjáls-
lyndi í ástarmálum og öllu kynlífs-
tali og sýningum valdið meira böli í
öllum samskiptum karls og konu, en
fólk gerir sér nokkra grein fyrir.
Þrjú og fjögur hálfsystkin
Unglingar skipta um rekkjunauta
eins og fót og flnnst ekkert til um,
halda að þetta eigi að vera svona.
Þeir unglingar sem á annað borð
taka samband alvarlega mega oft
líða ólýsanlegar hörmungar ef slitn-
ar upp úr sambandinu. Slík sam-
bönd enda því miður oft meö sjálfs-
vígum, ef viðkomandi hefur ekki því
sterkari persónu til að
bera, eða fær i tima hjálp
til að bera þennan kross.
Skilnaðir og framhjáhöld
hafa aldrei verið hér fleiri
meðal hjóna, með öllu þvi
böli sem oftast af því hlýst.
Dæmi eru mn að unglingur
eigi þrjú til fjögur hálf-
systkin.
Þetta er um aldamótin
2000 þegar allir hafa aðgang
að öllum hugsanlegum
getnaðarvörnum. Hvemig
væri ástandið ef farið væri aftur á
miðja tuttugustu öldina. Eitt af því
vinsamlegasta sem sjómenn smygl-
uðu til landsins, frá svona í kringum
1950, og jafnvel til þessa dags voru
smokkar. Gallinn var bara sá að
stórsekt lá við því að smygla þessari
munaðarvöru til landsins. Trúi
þessu hver sem vill.
Svokallaða „sextíu og átta kyn-
slóðin“ ætlaði með sinni „mannbæt-
andi aðferð“ og kommúnubúskap að
vera öðrum til fyrirmyndar. Hún
vildi breyta heiminum til betri veg-
ar. Eftir að hin sanna kvennabarátta
kom svo til sögunnar og átti einfald-
lega að bjarga heiminum, og reynd-
„Eftir að hin sanna kvennabarátta kom svo til sögunnar
og átti einfaldlega að bjarga heiminum, og reyndar fœra
allt til betri vegar, hefur ástandið aldrei verið verra. “
ar færa allt til betri vegar, hefur Hv3r eru börnin um nætur?
ástandið aldrei verið verra. Þjóðin upplifir nú sennilega mestu
Veiðileyfi - veiðiheimild?
Þessa dagana bíða landsmenn allir
í ofvæni eftir dómi Hæstaréttar í
svonefndu Vatneyrarmáli. Menn
velta fyrir sér hvort dómur Hæsta-
réttar í Valdimarsmálinu leiði af sér
ákveðna niðurstöðu í þessu síðara
máli. Stjórnvöld skildu þann dóm
Hæstaréttar þannig að eingöngu
væri verið að fjalla um veiðileyfi
samkv. 5. gr laga um stjórn flskveiða
nr. 38/1990 og brugðust við með laga-
breytingu, afnámu reglur um úreld-
ingu skipa. Nú á öllum að vera
frjálst að gera út fiskiskip, fá veiði-
leyfi, ef þeir fullnægja viðkomandi
reglum og skilyrðum um búnað
o.s.frv.
Þegar allt er virt
Mörgum þótti þetta undarleg túlk-
un á dómi Hæstaréttar.
Hvernig má fullnægja
ákvæðum stjórnarskrár um
atvinnufrelsi og jafnræði
með veiðileyfi sem engin
heimild fylgir til að veiða
nema kaupa kvóta af þeim
sem hann „eiga“? Nú hefur
Jónas Haraldsson lögmaður
ritað grein í Vélfræðinginn
þar sem hann skýrir þetta
mál og það betur en ég hefi
áður séð gert. Ástæða er til
að hvetja menn til þess að
lesa þessa grein Jónasar, þó
stutt sé í að Hæstiréttur kveði sjálf-
ur upp dóm i Vatneyrarmálinu, 5. gr.
og 7. gr. í grein sinni skýrir Jónas
vel þau sjónarmið sem takast á i
kvótamálinu og muninn á 5. og 7. gr.
laganna um fiskveiðistjóm-
un.
í dómi sínum segir
Hæstiréttur eftir að hafa
fjallað um að drjúgur hluti
landsmanna geti ekki notið
sama réttar „og þeir tiltölu-
lega fáu einstaklingar eða
lögaðilar sem höfðu yfir að
ráða skipum við veiðar í
upphafi umræddra tak-
markana á fiskveiðum. Þeg-
ar allt er virt verður ekki
fallist á að til frambúðar sé
heimilt að gera þann grein-
armun á mönnum sem hér hefur ver-
ið lýst“.
Buddan og vogarskálin
Allrar athygli er vert að báðar
Guðm. G.
Þórarínsson
verkfræöingur
„Fyrir leikmann er erfitt að sjá að Hœstiréttur gæti tálið slíka takmörkun eða mis-
munun eiga rétt á sér við úthlutun veiðiheimilda en ekki við úthlutun veiðileyfa. “
greinarnar, sú 5. og sú 7., reisa tak-
mörkun sína á sama atriðinu, ann-
ars vegar sú 5. til veiðleyfis og hins
vegar sú 7. til veiðiheimildar á eign-
arhaldi á skipum á tilteknum tíma.
Fyrir leikmann er erfitt að sjá að
Hæstiréttur gæti talið slíka tak-
mörkun eða mismunun eiga rétt á
sér við úthlutun veiðiheimilda en
ekki við úthlutun veiðileyfa.
Af þessari ágætu grein Jónasar
má ráða að hann telur að Hæstrétt-
ur sé i reynd að fjalla bæði um
veiðileyfi og veiðiheimildir í dómi
sínum enda sé þetta svo samtvinnað
að ekki verði aðskilið. Pólitísk og
efnahagsleg sjónarmið. Þeirri skoð-
un hefur verið haldið fram að hér sé
um pólitískt mál að ræða sem hafi
gríðarleg efnahagsleg áhrif og því
verði dómstólar að gefa löggjafanum
og framkvæmdavaldinu ákveðið
svigrúm til framkvæmda. Ef farið
væri eftir þessu sjónarmiði gæti það
gefið fordæmi sem erfitt er að sjá
hvert mundi leiða okkur.
Þýðir þetta að löggjafanum, í
reynd pólitískum meirihluta á
þingi, sé leyfilegt að sniðganga
grundvallaratriði stjórnarskrár ef
um hápólitiskt mál er að ræða sem
áhrif hefur á efnahagslíf? Hvar
liggja mörkin? Hver þorir að hugsa
þá hugsun til enda? Þessu svarar
Jónas að mínu viti í greinarlok á
frábæran hátt: „Málið verður ekki
lagt þannig upp, að á vogarskálar
réttlætisgyðjunnar verði buddan
lögð á aðra vogarskálina, en stjórn-
arskráin á hina.“
Guðm. G. Þórarinsson
Meö og á móti
Skjótvirkari ákvarðanataka
. „Mér finnst það
ekki nútímaleg
vmnubrögð að ut-
anríkisráðuneytið
standi í fyrir-
tækjarekstri undir hand-
leiðslu ráðherra og embættis-
manna.
Ég er viss um það að þeg-
ar búið verður að breyta
Leifsstöð í hlutafélag verður
stjórn þess markvissari og á
aÚan hátt nútímalegri og
ákvarðanatakan skjótvirkari
eins og gerist í nútímaatvinnu-
rekstri.
Hér er að minni hyggju um ákveð-
ið millistig að ræða þar sem ríkið á
Isólfur Gylfi
Pálmason
alþingismaöur.
mæti
öll hlutabréfin. Hins vegar er
þessu yfirleitt þannig fyrir
komið í nágrannalöndum
okkar að eignarhald að starf-
semi sem þessari er í eigu
rekstraraðila.
Þannig ímynda ég mér að
þetta verði einnig hér í fram-
tíðinni. Það finnst mér mjög
eðlilegt. Hins vegar verður að
gæta sérstaklega að hags-
munum starfólksins í Leifs-
stöð, hvert sem eignarhaldið
er, þvi þar eru mestu verð-
fyrirtækisins.“
breytt í hlutafélag
Varnaglar við hlutafélagavæðingu
„Það skyldi þó
ekki vera að utan-
ríkisráðherra sé
að fara krókótta
leið um keldur og
forarpytti vegna klúðurs í
mannaráðningum og öðrum
stjómunarvandamálum.
Flugstöð er samgöngumann-
virki og ætti sem slík að
heyra undir samgönguráð-
herra. Sé hún herstöðvar-
mannvirki kemur varla til
greina að hlutafélagavæða hana. Hf.
fyrir aftan ríkisfyrirtæki er ávísun á
einkavæðingu og sölu og sá ferill
með aðalflughöfn landsins í höndum
utanríkisráðherra og þar hlýt ég að
slá marga varnagla. Ekki
kemur fram hver er ávinn-
ingurinn eða tilgangurinn
með þessari aðgerð. Á þjón-
ustan að breytast? Á öryggið
að aukast? Á að ná fram
spamaði í rekstri? Á að skilja
að rekstur flugstöðvar og
flugvallar? Hver er tilgangur-
inn og hver eru markmið
hlutafélagsins önnur en þau
sem hægt er að ná við núver-
andi stöðu flugstöðvarinnar.
Öllum þessum spurningum þarf rík-
isstjómin að svara áður en tekin er
afstaða til málsins. Hlutafélagavæð-
ingu „bara sí svona" og „af því bara“
gef ég lítið fyrir.“ -HT
Nú er komin upp sú umræða að breyta Leifsstöö í hlutafélag. Eins og með önnur markaösvæöingaráform ríkisstjórnarinnar hafa komið upp
efasemdaraddir um hvort rétt sé staðfð að málum.
heyra
upplausnartíma heimilanna síðan
land byggðist, þ.m.t. unglingavanda-
mál sem sennilega má að mestu leyti
rekja til heimilanna. Heimila sem
beinlínis ætlast til að börnin ali sig
sjálf upp. Foreldramir eru svo upp-
teknir af að skemmta sjálfum sér að
þeir mega ekki vera að þvi að sinna
börnunum. Sumir foreldrar hafa
enga hugmynd um hvar börnin
dvelja um helgar. Þegar þeir vakna
að skemmtuninni lokinni muna þeir
eftir því að dóttirin fékk að vera hjá
vinkonu sinni, en þau hafa ekki hug-
mynd um að hjá vinkonunni var
dúndrandi partí til morguns. Þau
hafa heldur ekki hugmynd um það
frekar en bömin hvað gerðist um
nóttina.
Ein er þó sú stofnun sem er með
þetta allt á hreinu ef illa fer. Það er
fæðingardeildin og „útrýmingarbúð"
hennar. Ef fólk vildi velta þessum
málum fyrir sér í alvöru held ég að
margur myndi hugsa sem svo: „gæti
ég gengið götuna aftur“. - Af allri
þessari skrumskælingu um kynlíf
„bjargvættanna“ sem á undan eru
nefndir hefur okkur ekkert gott
hlotnast.
Karl Ormsson
Ummæli
Tónlistarhús þarf ekki höfn
„Ég er alfarið á
móti því að tónlist-
arhúsi og hóteli sé
troðið niður við
höfnina... Upphaf
raunverulegrar
byggðar í Reykja-
vík má rekja til
hafnarinnar. Höfn-
in hefur verið hjarta borgarinnar og
ef ekki væri núverandi borgarstjóri
og hanastélshópurinn hennar yrði svo
kannski áfram... Það framtak sem
ráðist var í við gerð hafnarinnar er
langtum meira og merkilegra en tón-
listarhúsið væntanlega.
Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarm. í
Sjómannafél. Reykjavíkur, í Mbl. 22. mars
Furðulegur áhugi
íslandsbanka
„Áhugi forráðamanna íslandsbanka
á Landsbankanum er furðulegur... Óð-
inn hefur fylgst náið með íslensku
bankakerfi undanfama áratugi og bíð-
ur spenntur eftir því þegar íslands-
bankamenn komast inn í Landsbank-
ann. Draugamir sem þar em geymdir
verða ekki felldir eins létt og þeir
draugar sem íslandsbankamenn fengu
að glíma við á sínum tíma.“
Óðinn (ónafngreindur pistlahöfundur), í
Viðskiptablaðinu 22. mars
NAFTA fremur en ESB
Frá rikisstjóm
Sviss fréttist í síð-
ustu viku að aðild
að ESB væri ekki
á dagskrá hjá þeim
og kæmi ekki til
skoðunar fyrr en í
fyrsta lagi 2008, og
þá væri allt í
óvissu um samþykkt kantónanna og
þjóðarinnar. Á meðan vilja þeir efla
með okkur og Norðmönnum fríversl-
unarkerfi EFTA með gerð fleiri frí-
verslunarsamninga, m.a. við Kanada
og önnur Ameríkuríki, á grundvelli
NAFTA-samninganna og fríverslunar
Alþjóðaviðskiptastofhunarinnar."
Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra,
t Mbl. 22. mars
Stórkostlegur ávinningur
Það er mikil fá-
keppni á íslandi
vegna þess hve
hagkerfi okkar er
lítið. En á móti
kemur hins vegar
að sú breyting hef-
ur orðið á að nú er
ísland opið land
með banka og verðbréfamarkaði... Sú
breyting sem orðið hefur er stórkost-
legur ávinningur fyrir viðskiptalífið."
Einar Oddur Kristjánsson alþm.,
í Tímanum 22. mars
Margir innan Samfylkingar
styðja Tryggva
En mamma Tryggva
Össur er svo kýs Össur
ótrúverður J
''íh
Nefið niðrí hvers
manns brókum
sínum eða stunda smá einleik án af-
skipta ríkisvaldsins, ætti að hafa það
í huga að til er fólk í þessum heimi
sem vill leggja blátt bann við slíku
„öfgakenndu frelsi sem er stórhættu-
legt stöðugleika samfélagsins".
Alls staðar á þessari jarðkringlu
er til fólk sem vill banna öðrum að
gera do-do eða da-da á grundvelli
orðanna „mér finnst". Eins og það
skipti nokkru máli hvaö einum
manni finnst um kynferðishegðun
annars manns! Múslímar klæða kon-
ur sínar þannig að rétt glittir í augu,
í sumum fylkjum Bandaríkjanna er
bannað að taka í rass, strangtrúaðir
gyðingar stunda samfarir í gegnum
lak, margar útgáfur kristinnar trúar
kenna að kynlíf sé saurugt og ósið-
legt. í Kaliforníu er samkynhneigð-
um bannað að giftast og í Egypta-
landi eru konur umskornar svo að
þær geti ekki notið kynlífs. - Á ís-
landi er svo fólkið sem vill banna
klámið.
Viggó Örn Jónsson
Salómonsdómar falla
Skyndilega eru réttsýnir og frjáls-
lyndir íslendingar tilbúnir til að
fella salómonsdóma yfir kynferðis-
legum smekk samborgara sinna út
frá dutlungum síns eigin smekks.
„Mér finnst þetta gengið út í öfgar,“
básúna íslenskir kverúlantar um öll
torg - strippbúllumar og símavænd-
ið eru „hættulegar samfélaginu."
Kallaðir eru til erlendir fyrirlesarar
sem uppfræða landann um hræði-
lega skaðsemi klámsins. Þar lepja
fróðleiksfúsir besservisserar upp
það nýjasta nýtt í rannsóknum vest-
an hafs: Að horfa of oft á „Oral“ veld-
ur ofbeldisfullri hegðun.
íslenskir dónakarlar eru nú orðn-
ir upprennandi fjöldamorðingjar og
ofbeldismenn. Bleikt og blátt er hætt
að vera subbó og orðið beinlínis
hættulegt geðheilsunni. Klámrekk-
„Bleikt og blátt er hœtt að vera subbó og orðið beinlín-
is hœttulegt geðheilsunni. Klámrekkamir í Eymunds-
son og Máli og menningu hafa tekið við af sjoppunum
í Breiðholtinu...“
Á dögunum tóku hinir
annars frjálslyndu Kaliforn-
íubúar þá ákvörðun í at-
kvæðagreiðslu (samþykkt
22) að banna með öllu
hjónabönd samkyn-
hneigðra. Sem von er vakti
þetta mál töluverða athygli
hér heima og íslendingar
voru duglegir við að
hneykslast á þessum gamal-
dags og púkalegu Amerík-
önum með sína fordóma og
öfgakristnifræði.
Þannig er það bara
Frónbúinn fylltist réttlátri reiði
yfir þessari óþolandi afskiptasemi og
það út af fyrir sig er merkilegt í ljósi
þess að Alþingi þijóskast enn við að
samþykkja, að það skipti ekki máli
hvers kyns fólkið er sem maður sef-
ur hjá - samkynhneigðum er enn
bannað að ættleiða böm á íslandi.
Altént náði landinn ekki upp í nefið
á sér af hneykslun og neri okkur
Heimdallsdrengjunum því um nasir,
að frjálshyggjuríkið í vestri gæti
saumað svona að sjálfsögðu persónu-
frelsi.
Við tókum því nú bara eins og
hverju öðru hundsbiti, enda vanir
því að sjá persónufrelsið svívirt af
mörgum sem þykjast berjast fyrir
frelsi einstaklingsins. Þannig er t.d.
með marga ágæta landa okkar sem
voru hvað reiðastir og sárastir yfir
samþykkt 22. Sumum Islendingum
finnst nefnilega klámið gengið út í
öfgar. - Og þannig er það bara.
arnir í Eymundsson og
Máli og menningu hafa tek-
ið við af sjoppunum í Breið-
holtinu sem vænlegasti
staðurinn til að næla sér í
smá slagsmál og fólbláu
klámmararnir á Sýn út-
skýra loksins allan þennan
gauragang í miðborg
Reykjavíkur síðla á laugar-
dagskvöldum.
Klámið drepur!
Við sem héldum að það
væri hættulegt að stunda
skyndikynni án smokka.
Hah! Það er ekkert miðað við að lesa
klámblað án leiðsagnar félagsfræð-
ings. Og þeir kappsfyllstu og
hneyksluðustu sem segja oftast „mér
finnst..." vilja láta banna sorann og
senda dónakarlana aftur á svefnher-
bergisglugga landsmanna. Þessu
fólki, sem er líklega jafn annt um sitt
persónufrelsi og mér og finnst það
mikilvægur réttur að sofa hjá maka
Kiallari
Viggó Orn
Jónsson,
formaöur
Heimdallar f.u.s.
c