Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 11 I Útlönd — Bladberar óskast í Njarðvík, Reykjanesbæ. Sviptu sig lífi í kirkjunni með sprengjum Sex sprengjur sprungu í kirkjunni í Úganda þar sem mörg hundruð manns frömdu sjálfsvíg í síðustu viku. Fyrst hélt lögreglan að kirkjugestirnir hefðu hellt bensíni yfir sig og síðan kveikt í. Vitað er að einn fyrrverandi kaþólsku prestanna, sem var í sértrúarsöfnuðinum, hafði nýlega keypt brúsa með brennisteinssýru. Hún kann að hafa verið notuð við sprengjugerð, að því er lögreglan telur. Brennisteinssýra hafði einnig verið notuð til að gera lík þeirra sex sem fundust í saurgryfjum utan við kirkjuna óþekkjanleg. Ekki er talið útilokað að sexmenningarnar hafi ætlað að koma upp um áætlanir safnaðarins og þess vegna verið myrtir. Blaðbera vantar í Reykjavík Kópavogi bæði í afleysingar og Hafnarfiröi og föst hverfi. Upplýsingar í síma 800 7080. Páfa fagnað í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum: Jóhannesi Páli páfa var fagnað sem hetju í Dheisheh-flóttamanna- búðunum á Vesturbakkanum í gær en hann var ekki fyrr farinn en átök brutust út milli andstæðra hópa Palestínumanna sem þar búa. í ávarpi sem páfi flutti á skólalóð í búðunum sagði hann brýnt að finna réttláta lausn á síversnandi aðstæðum flóttamannanna. Fyrr um daginn söng páfi messu í Betlehem, fæðingarstað frelsarans, og við það tækifæri lýsti hann yfir eindregnum stuðningi sínum við eigið heimaland Palestínumanna. Páfi hafði þó áður sagt að hann myndi aðeins halda sig við trúarleg efni i vikulangri heimsókn sinni til landsins helga. „Enginn má láta sem honum sé ekki kunnugt um hve palestínska þjóðin hefur þjáðst á undanförnum áratugum. Þjóðir heims fylgjast með þjáningum ykkar og þær hafa varað of lengi,“ sagði páfi í móttökuathöfn þar sem Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, var meðal annarra fjrrirmenna. ísraelsk stjórnvöld reyndu að draga úr vægi orða páfa og sögðu að þau endurspegluðu aðeins þá stefnu sem lengi hefði verið uppi hjá ráðamönnum í Páfagarði. Palestínumenn slást eftir heimsókn páfa Páfi og Arafat í fióttamannabúðum á Vesturbakkanum Jóhannes Páll páfi og Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, heimsóttu flóttamannabúöir á Vesturbakkanum í gær. Átök brutust þar út milli andstæðra fylkinga Palestínumanna um leiö og páfi var farinn. Upplýsingar í síma 421 3466. Vladimir Pútín Víst þykir aö starfandi forseti Rússlands sigri í kosningunum. Ekkert getur stöðvað Vladimir Pútín Vladimir Pútín, starfandi for- seti Rússlands, nýtur fylgis 57 pró- senta kjósenda samkvæmt skoð- anakönnun Romir sem birt var í gær. Fyrir viku naut hann 50 pró- senta fylgis. Það er þvi ekkert sem ógnar Pútín fyrir fyiTÍ umferð for- setakosninganna á sunnudaginn. Ríkisfjölmiðlarnir í Rússlandi birta á hverjum degi fréttir af því hvað Pútín tekur sér fyrir hendur. Þar fyrir utan eru birtar fregnir af Tsjetsjeniustríðinu. Selur fjallgarð til að eiga fyrir þakviðgerð Skoski landeigandinn John MacLeod ætlar að selja einn fegursta fjallgarð Bretlands á um 1 milljarð króna til þess að geta látið gera við þakið á kastalanum sínum. Fjallgarðurinn, sem er 90 ferkílómetrar, hefur tilheyrt fjölskyldunni frá því á dögum víkinganna. Þakið á kastalanum, sem er á eyjunni Sky utan við Skotland, lekur svo mikið að gestir þurfa að setja upp regnhlíf i rúmum sínum. LÍFEYRIS- SJÓÐUR Fimmtudaginn 6. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsnæði íslandsbanka á Kirkjusandi, 5.hæð, og hefst hann kl. 17:15. Dagskrá: Dagskrá ársfundarins er í samræmi við 5. gr. samþykkta sjóðsins og er eftírfarandi. 1. Skýrsla stjórnar. Bergsteinn Gunnarsson, formaður. 2. Ársreikningur 1999 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag tryggingadeildar. 3. Kynning á fjárfestingarstefnu sjóðsins. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum. 5. Kosning stjórnar. Kjósa skal tvo aðalmenn og einn varamann til þriggja ára. 6. Kosning félagslegra skoðenda. 7. Önnurmál. Stjóm Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga. Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta áfundinn. Boðið verður upp á léttar veitingar aðfundi loknum. ^ , REKSTRARAÐILI: ^ Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 588 9170 • Veffang: vib.is • Netfang: vib@vib.is arkitekta og tæknifræðinga ARSFUNDUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.