Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
15
I>V
Hagsýni
Rekstur nýs aukabíls fyrir f jölskylduna tekur í pyngjuna:
Helmingur kaupverðs á ári
- kostar frá 460 þúsundum á ári
Á tímum þeytings í og úr vinnu,
á barnaheimiliö, í skólann, i íþrótt-
ir, líkamsrækt eða á fund í klúbbn-
um dreymir ófáa um að eignast ann-
an bíl. Oftar en ekki verður notaður
bíll þá fyrir valinu en nýr bUl er
einnig freistandi. En þegar setið er
og pælt í kaupum á aukabíl fyrir
heimilið hættir fólki til að einblína
á verðið en gleyma rekstrarkostnað-
inum. Skynsamlegt er að reikna
dæmið til enda því rekstrarkostnað-
urinn getur numið um helmingi af
bílverðinu. Hér er stuðst við út-
reikninga Félags íslenskra bifreiða-
eigenda, FÍB, frá í janúar á þessu
ári.
Þegar litið er yfir kostnaðarliðiná
þá er þar fyrst að geta kostnaðar
vegna notkunar, þ.e. bensínkostnaðar
og kostnaðar vegna viðhalds, við-
gerða og hjólbarða. Bensínkostnaður
í þessum útreikningum er fastur, 87,5
krónur. í dag kostar bensin 89,90
krónur en er allt að 4 krónum ódýr-
ara á sjálfsafgreiðslustöðvum og ef
ökumenn dæla bensíninu sjálfir. Þá
er kostnaður vegna trygginga, skatta
og skoðunar og síðan vegna bílastæða
og þrifa. Verðrýmun, frá 10,2% á ári,
vegur þungt og loks flármagnskostn-
aður þar sem miðað er við 6,5%
Rekstrarkostnaður bíla
— miðast við nýjan bíl
Eyðsla 8 8 9 9
Trvsæineaflokkur 1 i 1 2 2
Eienarár 5 3 5 1 3
Akstur km/ár 15.000 1 30.000 15.000 30.000
Notkun
190.740
331.920
213.975
Tiygginear, skattar ogskooun 91.200 91.000 109.200
Bflastæði og þrif 19.300 20.700 19.300 rr*- 1 137.700
Verðrýmun 107.100 j 135.450
Vaxtakostnaður (6,5%) 50.846 I 55.044 65.374
Heildarkostn. á ári 459.186 634.114 ”“545.549
Tryggingar+bensín 184.500 289.500 213.025
'Rekstur á árí (Bensin 87,5 kr. I)
vaxtakostnað. Samanlagt gera þessir
liðir heildarrekstrarkostnað á ári.
í meðfylgjandi grafi sést að miðað
er við bíl sem kostar annars vegar
1.050.000 krónur og hins vegar 1.350.00
krónur. Miðað er við 15.000 og 30.000
km akstur á ári. Ódýrari bíllinn eyð-
ir 8 lítrum á 100 km en sá stærri 9
lítrum.
Heildarrekstrarkostnaður ódýrari
búsins við 15.000 km akstur er 459.186
krónur á ári en 534.114 krónur ef ekn-
ir em 30.000 km. Sé kostnaður vegna
trygginga og bensíns reiknaður sér-
staklega verður sú upphæð 184.500
vegna 15.000 km aksturs og 289.500
vegna 30.000 km aksturs.
Verði dýrari bíilinn fyrir valinu
verður heildarrekstrarkostnaðurinn
545.549 krónur ef eknir eru 15.000 km
en 752.150 krónur ef aksturinn fer í
30.000 km. Sé kostnaður vegna trygg-
376.311
109.000
20.700
175.500
70.639
752.150
331.150
Heimild: FÍB
inga og bensíns reiknaður sérstak-
lega verða upphæðirnar 213.150 krón-
ur vegna 15.000 km aksturs og 331.150
krónur vegna 30.000 km aksturs.
Ef hjón reka tvo bíla má tvöfalda
rekstrartölumar hér að ofan eða
leggja saman kostnað vegna dýrari og
ódýrari bílsins. Þess má geta að ef til
er tveggja milljóna króna bíll á heim-
ilinu sem eyðir 11 lítrum á 100 km
verður rekstrarkostnaðurinn vegna
15.000 km aksturs 711.431 krónur en
969.261 króna ef eknir eru 30.000 km.
Verðrýmun er hlutfailslega meiri
fyrsta árið en 2-3 ár þar á eftir. Verð-
fall milli ára eykst oft aftur þegar bíll-
inn er orðinn eldri en 4 ára og eins ef
aksturinn er mikill (sjá grein hér að
neðan).
Þó afTóll vegna notaðra bíla geti
verið minni en vegna nýrra getur
fjármagnskostnaður verið svipaður
og bensíneyðsla getur einnig verið
meiri.
-hlh
Bíll er ekkert annaö en nytjahlutur sem rýrnar fljótt að verðgildi:
Ekki ofmeta bílinn
Bíll, glansandi flottur og glæsilegur,
er ekkert annað en nytjahlutur, lausa-
fé sem rýmar fljótt að verðgildi. Þess
vegna verður fólk að vera jarðbundið
þegar það ætlar að selja gamla bílinn
og fá sér nýjan - eða reiðhjól. Til að
byrja með ráða bílaumboð og bílasölur
yfir listum þar sem fram kemur hvers
virði tilteknar bíltegundir af ákveðinni
árgerð em, miðað við ekna kílómetra
og aimennt ástand. Annars er miðað
við að verðrýmun bíla sé að jafiiaði
1-1,5% á mánuði. Yfirieitt er miðað við
hversu lengi bíllinn hefúr verið á göt-
unni en ekki einblínt á árgerðir eins
og áður.
Verðrýmunin er mest fyrstu þrjá
mánuðina og kemur verst við þá sem
ráða ekki við kaup á nýjum bíl og
verða að selja eftir stuttan tíma. Þeir
verða fyrir mesta áfaliinu. Að auki
sitja þeir uppi með lántökukostnað
sem þeir fá ekki tO baka við sölu. Við
bætist að aukahlutir skila sér iila í
sölu, t.d. ef bætt hefúr verið við bílalán
til að kaupa álfelgur og hljómtæki.
Aukahlutir geta hins vegar liðkað til
fyrir sölu.
Eknir km
Almennt hefur verið miðað við
15.000 km akstur á ári á fiölskyldubU.
Margir telja reyndar raunhæfara að
miða við 18-20.000 þúsund km ársakst-
ur. Hafi bíll verið tvö ár á götunni og
ekinn 35.000 km dragast 3 krónur frá
vegna hvers kílómetra sem ekinn er
umfram viðmiðunina, 15.000 km á ári.
Þannig dragast 15.000 krónur frá sölu-
verðinu í þessu tilfelli.
Hafi bíllinn hins vegar verið ekinn
25.000 km þessi tvö ár „græðir" selj-
andinn ekki nema eina krónu á hvem
kílómetra eða 5.000 krónur.
Astandsskoðun
Ástandsskoðun, sem margir
óháðir aðilar bjóða, eykur ör-
yggi bæði seljenda og kaup-
enda. Þannig fæst fullvissa um
ástand bílsins og um leið kom-
ast menn hjá leiðinda eftirmál-
um vegna deilna um leynda
galla.
Þegar kaupa á nýjan bíl og
bjóða gamia bílinn upp í geng-
ur það i flestum tilvikum. Talið
er að allt að 85% nýrra bíla séu
keypt gegn uppítöku. En ætli
eigandi bíls af ákveðinni tegund að
fara í annað umboð og bjóða bílinn
sinn upp í nýjan þar má búast við lak-
ari kjörum en ef hann hefði farið í
gamla umboðið.
Bjóðið lægra
Verðskilti sem hanga í baksýnis-
speglum bíla gefa ekki rétta mynd af
raunverulegu verðmæti bílsins. Selj-
endum er því ráðlagt að bjóða alltaf
minna en stendur á skiltinu og hika
ekkert við það. Offramboð veitir kaup-
endum einstakt tækifæri til að gera
góð kaup. -hlh
btk
Brunaslöngur
Vönduð brunaslönguhjól frá Svíþjóð
með viðhaldsfríum m«iiD’slöngum
í skáp og án skáps.
Stærðir:
0 20mm/ 25m og 30m
0 25mm/ 25m og 30m
Viðurkendur af
Brunamálastofnun ríkisins
innflutnlnosfynrfcaklð ■ avn ! ehf.
Bíldshöföa 12 110 RoykjeivlK Símí: 575-2300
andri
þú velur þér
ókeypis netfangð
visir.is
Notaðu vísifingurinn!
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup