Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 36
Fjórhjóladrifinn SUBARU LEGACY ... draumi líKastur fflFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. II5M 5555 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Yfirburðir Össurar: Á eftir að kynna mig Ossur Skarphéðinsson. - segir Tryggvi „Ég er ákaflega þakklátur fyrir þann breiða stuðn- ing sem ég hef. Kosningabaráttan er hins vegar rétt að hefjast," sagði Össur Skarphéð- insson um niður- stöðu skoðana- könnunar DV þar sem spurt var um formann Samfylk- ingar. Össur hefur samkvæmt könn- uninni mikla yflr- burði yflr Tryggva en tæplega 80% vilja hann í for- mannsstól. „Þessi niður- staða kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart. Kosningabarátt- an er rétt að skríða úr startholunum og ég á eftir að kynna mig um allt land,“ sagði Tryggvi Harðarson um niðurstöð- ur könnunar DV. Nánar á bls. 2. -aþ Tryggvi Harðarson. Næturdrottningar Reykjavíkur í Fókusi sem fylgir DV á morgun fjafla næturdrottningar Reykjavík- ur um skemmtanalif höfuðborgar- innar. Kynnt eru ný slagorð fyrir hluti sem virkilega þurfa á slagorð- um að halda. Vilhjálmur Goði segir frá piparsveinalífmu og vinsælustu jarðarfaralögin eru kynnt. í blaðinu er einnig að finna boðsmiða á kvik- myndina „Man on the Moon“ sem fjallar um ævi grínistans Andy Kauffman. Lífið eftir vinnu, ná- kvæmur leiðarvísir um menningar- lífiö, er svo á sínum stað. DV-MYND ÞÖK Annir á Alþingi Það er mikið um aö vera á Alþingi íslendinga og fólki þar fátt óviökomandi. Flugmálin bar hátt í gær enda eru stóru flugfélögin aö leggla niöur áætlun til margra þéttbýlisstaöa. Hér er Ásta Möller alþingismaöur á hljóöskrafi viö kollega sinn, Bryndís Hlööversdóttur. Norskir og íslenskir fjárfestar hafa í marga mánuði undirbúið fjárfestingar ytra: Kanna kaup á bresku úrvalsdeildarliði - ekki tímabært að ræða málið á þessu stigi, segir Ólafur Garðarson Norskir og islenskir fjárfestar eru að kanna kaup á bresku úrvals- deildarliði og öðru liði í neðstu deildinni í Englandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að kanna grund- völl fyrir þessum kaupum. Sú vinna hefur reyndar staðið yflr í marga mánuði og hefur farið mjög leynt. Hér er um að ræða þreifingar að viðskiptum fyrir milligöngu Ólafs Garðarssonar hæstaréttarlögmanns og umboðsmanns fjölmargra ís- lenskra knattspyrnumanna sem hafa farið utan til að leika knatt- spyrnu með erlendum liðum. Norsku aðilarnir eru mjög fjársterk- ir samkvæmt upplýsingum DV. Málin eru sem stendur á mjög við- kvæmu stigi. DV hefur fengið upp- lýst að svo gæti farið aö Norðmenn- imir myndu tryggja sér meirihluta í úrvalsdeildarliðinu en íslending- arnir keyptu meirihluta í liðinu sem er í 3. deildinni í Bretlandi. Öll þessi viðskipti eru engu að síður enn á könnunarstigi þar sem m.a. hefur verið farið yfir bókhald félag- anna. En hvaða lið er um að ræða? Lið í neðri hluta úrvalsdeild- ar og Northampton nefnd Eitthvert af liðum í neðri hluta úrvalsdeildarinnar hefur verið nefnt til sögunnar sem það úrvals- deildarlið sem er til skoðunar og þriðjudeildarliðið Northampton, sem er sem stendur í flmmta sæti þriðju deildarinnar og á góða mögu- leika á umspili til að vinna sér sæti i næstu deild fyrir ofan, 2. deild, á næsta ári, þeirri sömu og íslend- Breski boltinn íslendingar vilja færa sig upp í bresku deildinni og fjárfesta í úrvalsdeild. ingaliðið Stoke City leikur nú í. Lið Nottingham Forest, sem er í 1. deild, er eitt þeirra liða sem fjárfestamir hafa þegar skoðað. Það lið er þó ekki lengur inni í myndinni hjá norsk/íslenska hópnum. Ólafur Garðarsson sagðist í sam- tali við DV á engan hátt ræða þessi viðskipti opinberlega. „Ég vil ekki ræða þessi mál. Það er ekki tíma- bært á þessu stigi," sagði Ólafur. Eins og fyrr segir eru norsku fjár- festarnir sem um er að ræða mjög sterkir. Þannig er um margra millj- arða króna viðskipti að ræða þar sem úrvalsdeildarlið eru annars vegar. Þar eru flestir leikmenn gjarnan með eina milljón króna eða meira í laun á viku. DV hefur ekki fengið gefið upp hvaða íslendingar það eru sem eru að hugleiða fjárfestingar í breskum knattspyrnuliðum, með eða án um- ræddra Norðmanna. -Ótt Kraftaverk aö 17 ára piltur skuli vera á lífi eftir veltu niöur 60 metra skriður: Ég hélt fast í stýrið „Ég var að að beygja fram hjá grjóti á veginum þegar billinn rann til og var á leiðinni fram af. Bíflinn var nærri stoppaður á brúninni en svo húrraði hann bara fram af. Ég hugsaði bara að halda mér fast í stýrið," sagði Þórarinn Sigurðsson, 17 ára Stöðfirðingur, sem fór a.m.k. 5 veltur og 60 metra niður snar- brattar Staðarskriðurnar, öðru nafni Vattamesskriður, mifli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, í gær. „Það er kraftaverk í mínum aug- um að pilturinn skuli vera lifandi," sagði Brynjólfur Hauksson, læknir á Fáskrúðsfirði, í morgun. Undir þetta tók lögreglumaður í bænum: „Ég þakka guði fyrir að hann er lif- andi,“ sagði lögreglumaðurinn. „Ég fór alla vega 5 veltur," sagði Þórarinn. „Ég hefði auðvitað alveg eins getað drepist þama.“ Hann kvaðst hafa sparkað upp bílstjóra- hurðinni þegar bíllinn lenti gjöró- nýtur en á hjólunum niðri við fjöru- borðið. „Ég var skorinn á enninu við aug- að. Ég fór út að leita að símanum mínum sem ég er nýbúinn að kaupa," sagði Þórarinn. Hann kleif upp brattar skriðumar og komst upp á veg þar sem hann stöðvaði bíl eftir um 10 mínútna göngu. Bílstjór- inn ók með hann á heilsugæslustöð- ina á Fáskrúðsfirði þar sem hann var í nótt en var útskrifaður þaðan nánast óslasaður í morgun. Þórarinn var hress í morgun. Ekki síst vegna þess að lögreglan hafði fundið nýja GSM-inn hans á slysstað. -Ótt brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 línur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.