Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Side 12
28 Tjalddýna ernti»S2000 ,gUrð«r/4„ Fermingargjafbref í lntersport — nná qjdf Ert þú að leita af hugmyndum fyrir ferminguna? Intersport er stcersta sportvöruverslun landsins full af góðum gjöfum fyrir sportlegt ungt fólk. Hvort sem þú aðhyllist útivist, vetrarsport, spaðaíþróttir, innanhúss, líkamsrœkt, golf eða veiði, þá er auðvelt að flnna gjöfvið hcefi hjá okkur. Verið velkomin. Tight bakpoki. Mest seldi bakpokinn á Norðurlöndunum. Fæst ( mörgum stærðum og litum. Mjög sterkur og hentar fyrir alla. Verð frá kr. 4.640 til10.990,-. McKinnley Starn Night Góður alhliða sve'fnpoki sem hentar öllum. 4ja árstíða poki. Kuldaþol -22°. Fylling 900gr. Thermo Light Extrem. Þyngd. 1950. Verð kr. 8.990,-. 120 235 McKinnley Moonview Létt 2ja manna alvöru göngutjald með góðu fortjaldi. Himinn úr Ripstop nyloni meo mikla vatnsheldni. Fiber stangir. 3.2 kg. McKinnley Alpine Trek 50L Fjölnota bakpoki með McKinley MLS burðar- kerfi sem auðvelt er að stilla. Hæat er að stækka topphólfið. Festingarfyrir ísaxir o.fl. aukahluti. . Cöngustafir Léttir og sterkir göngustafir úr áli. Lengd stillanleg. sjónauki Kr. 4.760,- parið. fyrirferðarlítill, hentugur í vasa. Pfn frístund - Okkar fag 'ý* Skemmtilegur klúbbur! VINTERSPORT Bíldshöféa 20 • 110 Reykjavfk • 510 8020 • www.intersport.is MIÐVIKUDAGUR 29; MARS ,2.000 I Lög númer 255/1759: Tilskipun um ferminguna - frá 25. maí 1 759 Ef flett er íslensku lagasafni má finna eft- irfarandi bálk sem heitir „Tilskipun um ferminguna". Hún er fest í lög þann 25. maí árið 1759 og hlýtur að vera fróðleg lesning þeim sem nú fermast, 241 ári síðar. Af hveiju engin grein í þessari tilskipun er númer þijú skal ósagt látið. Kannski hefur mönnum þótt full mikið að gert og hreinlega fellt hana niður. 1. Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka böm til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fúllra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er kennarar þeirra leiða þeim fyrir sjónir og brýna fyrir þeim, og skynja eigi, hve þýðingar- mikill sáttmáli sá er, er þau í fermingunni end- umýja og staðfesta. Þó er þess að gæta um tímaákvörðun þessa, að böm, sem eiga að fara í langferðir, svo sem til Indlands eða Vestur- heimseyja, má taka til fermingar, þó að hálft ár eða nokkuð meira skorti til þess að þau hafi náð greindum aldri, og eins er það, ef það ber við, að barn, sem eigi er orðið fúllra 14 ára, verður hættulega sjúkt, og beiðist þess á sóttar- sæng sinni, að mega njóta hins heilaga sakra- mentis, og hefir innilega þrá eftir því, þá skal það prestinum leyft vera, ef hann telur barnið vera vel upplýst, að veita því hluttöku í þessu sáluhjálparmeðali. En ef barninu batnar aftur, þá skal það þó hið fyrsta mæta fyrir söfnuðin- um í kirkjunni og vera þar yfirheyrt opinber- lega og fermt ásamt öðmm fermingarbörnum. Hvað þau böm áhrærir, sem em í vist eða eiga að fara í vist eða læra handiðn einhveija, þá viljum Vér alvarlega banna húsbændum þeirra eða meisturum að draga nokkuð ffá launum barnanna eða láta þau vera lengur að náminu en annars skyldi verið hafa, fyrir þá sök, að nokkur tími eyðist til uppffæðslu þeirra og undirbúnings undir fermingu. En þótt Vér viljum þannig allramildilegast setja þá reglu, að börn eigi ekki yfir höfuð að ferma fyrr en þau em 14-15 ára gömul, þá vilj- um Vér þó eigi, að hlutaðeigendur skilji þetta svo, sem prestar með því séu skyldaðir til að taka böm til fermingar fyrir það, að þau eru svo gömul orðin, hvort sem þau hafa næga þekk- ingu til þess eður eigi; en það skal vera komið undir áliti hlutaðeigandi ffæðara og ábyrgð, hvort slík böm em nægilega uppffædd og hæf til að takast til fermingar. 2. Vér viljum allramildilegast, að yfir höf- uð sé búið að ferma ungmenni áður en þau eru fúllra 19 ára, ef þau eru talin hæf til þess að þekkingu og öðru. Ef nokkur verð- ur eldri ófermdur, skal hlutaðeigandi prest- ur tilkynna það prófasti, en hann aftur bisk- upi, og skýra frá ástæðunni til þess, að presturinn treystist eigi til þess að ferma slíkan ungling. Skal prófastur láta ungling- inn koma ffam til sín og yfirheyra hann sjálfúr, og biskup leggja ráð á um, hvemig prestur eigi að haga sér eflirleiðis í því máli. En ef nokkur skyldi þykjast aflaga borinn í þessu efni af presti, þá er honum frjálst að kæra það fyrir yfirboðurum prests, prófasti eða biskupi. 4. Og viljum Vér því allramildilegast, að þá er böm hafa fermd verið, þá neyti þau þegar næsta sunnudag eftir ferminguna altar- issakramentisins, og skulu hlutaðeigandi prestar í því skyni láta unglingana koma til sín daginn fyrir, halda yfír þeim upphvatn- ingarræðu og brýna fyrir þeim af nýju hinn þýðingarmikla sáttmála, er þeir svo nýlega hafa endumýjað við guð, svo og útlista fyrir þeim, hvemig þeir eigi réttilega að búa sig undir hið mikla sáluhjálparmeðal, er þeir daginn effir eiga að verða hluttakandi í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.