Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 31
MI.ÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 „Það verða um 30 sem fermast á sama tima og ég. “ DV-mynd Teitur Skipta gjafirnar einhverju máli? Jú, þær hjálpa til - sumir fá sjónvarp og video Fannar Páll Aðalsteinsson verður í hópi um 30 bama sem fermast í Grafarvogskirkju á skírdag, 20. april. Hann segist eiga eitt yngra systkini og annað á leiðinni og kannski komið í heiminn áður en fermingin verður. Fannar Páll Aðalsteinsson er önnum kaf- inn unglingur. Hann fann samt smáhlé á dagskránni til að segja nokkur orð við blaða- mann klukkan hálfþijú á miðvikudag. Hann var þá nýkominn úr skólanum og átti að fara á fúnd eftir hálftíma. Síðan var fótbolti á dagskránni klukkan fjögur og tennisæfing fyrir sjö. Ekki var aðgerðaleysinu heldur fyr- ir að fara daginn eftir. Þá var skíðaferðalag í skólanum og því nóg að gera. „Fermingarundirbúningurinn er að mestu búinn,“ sagði Fannar Páll. „Það eru bara eft- ir einhverjar æfingar fyrir ferminguna. Þetta er búið að vera alveg ágætt. Þau hafa skipst á að kenna okkur, prestamir, Sigurður, Vig- fús og Anna.“ - Em menn ekki famir að hlakka til? „Jú, maður er orðinn svolítið spenntur. Við emm 27 í bekknum og síðan bætast ein- hveijir við. Það verða því um 30 krakkar sem fermast á sama tíma og ég.“ - Hvemig er fatatískan hjá ykkur strákun- um? „Það em jakkafót og siðan er það auðvit- að hátíðarbúningurinn. Ég verð í íslenska hátíðarbúningnum." - Skipta gjafirnar einhveiju máli I ferm- ingunni? „Jú, þær hjálpa til.“ - Hvað fær fólk þá í fermingargjafir? „Það er sjónvarp og video, peningar, skíði og snjóbretti," sagði Fannar Páll. Hann hafði ekki haft spurnir af neinum sem hefði feng- ið risagjafir á borð við vélsleða eða annað þvíumlíkt. Að lokinni athöfninni verður haldin veisla heima hjá honum en þangað býður hann ættingjum og vinum, líkt og skólasystkini hans gera. -HKr. — Fox tölvuborð úr beyki/melamíni með útdraganlegri plötu fyrir lyklaborð. B120 x H74/88 Bk x D50 sm. 12.460,- Allt fyrir ■tH HUSGAGNAHOLLIfJ ií: i i I 47 barn þins iima Þú færb fermingarfötin hjá okkur KriKq(e<K Þ H R 5EM,fHJRRTflfl S L (E R M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.