Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 39 Akureyringar ferma á laugardögum: Enginn dagur vinsælli - segir séra Svavar Alfreð Jónsson Prestar í Akureyrarkirkju ríða á vaðið í vor með femingu á laugardegi. Hefur þessi ráðstöfun fallið í góðan jarðveg, ekki síst þar sem fermingarveislugestir þurfa að koma um langan veg. Séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur í Akureyrarkirkju, segir að ein ferming verði á laugardegi, þann 26. maí klukkan hálfell- efti. „Ég veit ekki annað en þetta sé í fyrsta skiptið sem fermt er á laugardegi, þó ég þori ekki að fullyrða það. Það eru yfir 20 krakkar sem ætla að fermast þennan dag.“ - Hver er ástæðan fyrir þessu? „Það er enginn dagur vinsælli en laugar- dagur, t.d. þegar fólk er að láta skíra og gifta sig. Þetta eru ósköp „praktískar" ástæður. Fólk vill gjaman eiga frí daginn eftir og t.d. getur fólk sem er að koma að verið í ró og næði hjá sínum gestgjöfum. Svo getur fólk nýtt daginn eftir til að slappa af, taka til og skola tjómann og majonesið af diskunum. Þetta er reyndar hugmynd sem er komin ffá Karli biskupi. Hann nefndi það á ein- hveijum vettvangi að við skyldum skoða þetta. Svíar munu t.d. stunda það töluvert að ferma á laugardegi." - Hvað um fermingar á öðrum dögum vikunnar? „Það hefiir verið fermt á sumardaginn fyrsta og öðrum slíkum ffidögum. Það hef- ur líka verið fermt á mánudegi, eins og annan í hvítasunnu. Ég held að flest sé opið í þessum efnum. Hér er hefð fyrir því að ferma á pálmasunnudag og skírdag, en við vildum gjaman fjölga fermingunum og dreifa þeim yfír lengra tímabil. Það eru m.a. hagnýtar ástæður fyrir því. Þá er t.d. auðveldara að fá veislusali og annað. Það má líka segja að ef þetta er gert á tveim dögum með fimm dögum á milli verður þetta svo óskapleg vertíð. Þá ætlar allt um koll að keyra. Það mætti líka jafnvel dreifa þessu á aðra árstíma og taka upp haustfermingar eða eitthvað svoleiðis. Nú, það er ein og ein ferming á öllum tímum ársins, eins og þeg- ar fólk er að koma heim ffá útlöndum." Svavar Alffeð segir mikla ánægju með laugardagsferminguna í vor. Sagðist hann t.d. hafa spumir af því að ein veislan yrði með því sniði að grillað yrði úti. Um 110 böm fermast í Akureyrarkirkju á þessu vori. Tveir prestar sjá um ferming- arnar, séra Svavar og séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. -HKr. MEIRIHATTAR FERMINGAGJAFIR FYRIR ALLA VASAMYNDAVEL PENTAX PC-550 Með dagsetningu, tösku, þremur FUJIFILM SUPERIA filmum ofl. kr, 7.490 VEL MEÐ AÐDRATTARLINSU PENTAX ESPIO 738G Með dagsetningu, 35-70mm linsu, tösku, þremur FUJIFILM SUPERIA filmum ofl. kr. 14,990 FYRIR AHUGALJOSMYNDARA ** PENTAX MZ-7 Með 35-80mm linsu, Innbyggt flass, dagsetning, þrjör FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja. (Ath aukabúnaður ó mynd), an^) kr. 37.990 im.. 1 FYRIR FRAMTÍÐINA FUJIFILM MX-2900 DIGITAL 1800X1200 pixel, 2,3 milljón þixel CCD,aðdröttarlinsa 35-105mm. skór fyrir aukaflass. 8 Mb minniskort fylgir (fóanleg allf að 64Mb). Sfyður PC og Mac. Hugbúnaður, rafhlaða, straumbreytir og snúrur fygja. kr. 79.900 UÓSMYN DAVORU R Skipholti 31, Reykjavík, 568 0450 - Kaupvangsstrœti 1,461 2850 Á rpttrj h iii i _ n I u lIII III A lll l GPS Garmin eTrex 14.500 kr. Áttavitar / V E R Ð F R Á : 2.695 kr. V E R Ð F R A : 4.495 kr. Karrimor bakpoki 7.195 kr. Lynx 65 lítra Mikið úrval úra Brettapakki Bretti og bindingar VERÐ AÐEINS: 22.990 kr. V E R Ð F R A 1.995 kr. Brettapakki Bretti, bindingar og skór VERÐ AÐEINS: 29.720 kr. Face dúnúlpa 18.990 kr. ^ /ífiww’ iX I m t Panther 65 lítra V E R Ð F R A : 9.995 kr. V E R Ð F R A 7.550 kr. V E R Ð F R A : 4.990 kr. 3 stærðir tjalda (2-4 manna) NANOQ+ Kringlunni 4-12 ■ Slml 575 5100 www.nanoq.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.