Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 8
24 IAMY MIÐVIKUDAGUR 29. ívAARS 2000 I m js. Lögmál tísku nnar - lætur ekki að sér hæða Fermingarfötin taka breytingum sam- kvæmt lögmálum tískuheimsins ekki síður en föt fullorðna fólksins. Það sem er vinsælt í dag þykir hinsvegar „lummó" á morgun. Tískan fer þó gjarnan í hringi og endur- tekur sig í sífellu með smávægilegum til- brigðum. Hippatiskan sem var við líði seinni hluta sjöunda- og í byrjun áttunda áratugar- ins er nú að ná vinsældum á ný. Heldur er hippatíska nútímans þó með fágaðri stíl en sást í fatnaði blómabamanna. Meira segja svo að þau þykja fúllboðleg við jafn hátíðleg tækifæri og fermingin vissulega er. Það eru einna helst skærir litir og skraut sem hafa skilað sér inn í nútímann, en grófleikinn hef- ur verið skilinn eftir í fortíðinni. Ekkert er þó heilagt í þessum efnum og hjá stúlkunum eru líka enn í tísku að vera í fallegum hvit- um kjólum. Strákamir era gjaman í jakka- fötum, en meira að segja hjá þeim er breidd- in þó mun meiri en oft áður. Sígild föt em þó einnig t fullu gildi, eins og jakkaföt og ís- lenski hátíðabúningurinn. -HKr. Ferming 2000: Jakkaföt og kjólar Fermingartiska straka 1986 Jakkaföt hjá strákunum. Fermingartiskan 1986 Langerma kjólar fyrir stelpurnar. DV-mynd ÞÖK Fermingartískan 1995 Þarna var Jjölbreytnin orðin meiri en áður. Svava Johansen hjá tískuversluninni Sautján segir að hjá strákunum séu jakkaföt allsráðandi þetta vorið. Gráir tónar em vin- sælastir í flannel-ullaijakkafötum. Jakkarnir em einhnepptir, með 3 tölum, buxurnar em beinar, þó nokkuð víðar. Skyrtumar em vinsælastar í rauðu, fjólu- bláu og gráu og einlit bindi í sama tón tekin við. Skómir em grófir og svartir. Hátíðar- búningurinn hefur líka verið tekinn við þetta tækifæri. Hjá stelpunum em skokkar og kjólar í ýmsum litum mjög vinsælir. Rautt, bleikt, beige, hvítt og grátt hafa verið vinsælir litir. Buxur eru teknar við skokkana og eins við kjólana, þó seljast kjólarnir líka stakir. Hné- siðar kápur hafa verið teknar mikið, þá aðal- lega í gráu, rauðu, svörtu og jafnvel bleiku. Stelpurnar geta valið hvort þær vilja litað plötukögur neðst á kjólana eða buxumar, eða ekki. En það hefúr þó verið mjög vin- sælt. Skómir eru bandasandalar í hvítu, rauðu, og bleiku og er þykktin á botninum mjög mismunandi. Sumar vilja alveg flata skó á meðan aðrar kjósa fyllta sóla og em þeir báðir mjög finir við þennan fatnað. Það fer meira eftir týpunni hvort hana klæðir flatir eða þykkbotna skór. Krossaspennur í hárið í ýmsum litum em teknar og lítil fiðrildi. Krossamir em líka vinsælir enda er það alltaf við hæfi að vera með fallegan kross. Fermingarfatnaðurinn á stelpurnar kostar í heild með skóm og öllu á milli 20 og 30 þúsund krónur. Á strákana kostar alfatnaður- inn i jakkafötum með öllu um 25 þúsund og með hátíðarbúningi er kostnaðurinn um 8000 krónum meiri. Fermingartískan 2000 Litagleði hippatískunnar hefur haldið inn- reið sína á nýjan leik, en með öllu fágaðra yfirbragði en hjá hippum fortíðarinnar. Sí- gild föt eru þó einnig í fullu gildi eins og jakkafötin á strákana. Nú skiptir engu hvar þú ert. Það er komin veiðibúð í tölvuna þína. Fermingargjafirnar eru líka á Netinu. Veíðihjól frá kr. 2.995. Flugustangir frá kr. 5.995. Fluguveiðihjól frá kr. 2.995. Fluguveiðisett frá kr. 9.995. Veiðijakkar frá kr. 7.995. * Urval af öllu til fluguhnýtinga. Gjafabréf. VEIÐIHORNIÐ Hafnarstræti. Opið alla daga. Sími 551 6760 www.veidihomid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.