Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 Antonio Penalver Mondejar Fermingar á íslandi komnar út i tómt rugl. DV-MYND GS Siglufirði, eða Dísu Dóru eins og hún er köll- uð hvunndags, og Roger Cummings frá Dowl- in i Suður-Devon á Englandi. Þau hjón starfa bæði sem rútubilstjórar og leiðsögumenn í Reykjavík. Þegar Dísa Dóra er beðin um að rifja upp ferminguna sína kemur fjarlægur glampi í augu hennar Hallærisieg bók „Ég man sérstaklega eftir tveimur ferming- argjöfum sem ég fékk. Það voru eymalokkar, sem ég á enn þá niðri í skúffú, og bók um Ís- lenska þjóðhætti. Mér er enn minnisstætt þeg- ar ég fór fyrst út með lokkana í eyrunum, ég var svo feimin að vera með þessa gersemi að ég hélt fyrir eyrun og reyndi að fela lokkana. Bókin fannst mér afiur á móti hallærisleg fermingargjöf og skildi ekki alveg til hvers væri verið að gefa mér slíka gjöf. En með ár- unum hefur bókin orðið mér hugstæðari og um það leyti sem eymalokkamir hurfu ofan i skúffú fór ég að kunna að meta íslenska þjóð- hætti,“ segir Dísa Dóra og flettir upp á ýmsum þjóðlegum fróðleik fyrir blaðamann. Það var óvenjustór árgangur sem fermdist á Siglufirði vorið 1952 þegar 64 böm vom fermd í kirkjunni á staðnum. Ferming þá, líkt og nú, hafði í för með sér heilmikið umstang og varð til dæmis að sauma tvo fermingar- kjóla á stelpumar, fermingarkjólinn sjálfan og svo eftirfermingarkjól sem notaður var í veisl- unni. „Ég fermdist í skautbúningi og þar sem ég var fremur hávaxin Ieið mér illa og reyndi að draga mig saman þegar ég var komin með höfúðbúnaðinn og gnæfði yfir alla í kringum mig en svo tók eftirfermingarkjóllinn við þeg- ar að veislunni kom.“ Fermingarveislur hafa, líkt og annað sem tengist fermingum, tekið vemlegum breyting- um á undanfömum áratugum. Má þar minnast áróðurs kirkjunnar manna fyrir áfengislausum fermingarveislum. Um árabil var víndrykkja tengd fermingum og sýndist sitt hveijum um þann sið. „A þessum ámm var það regla frekar en undantekning að fermingarveislur væm drykkjuhátíðir og ég man eftir því að ég óskaði sérstaklega eftir því að veislan mín yrði án áfengis og þar sem ekki var mikið um víndrykkju á mínu heimili var það auðsótt mál. En ég man að mér fannst sem sumu fólki fyndist veislan hálfhallærisleg fyrir bragðið. Það var sjálfsagt ekki í móð að hafa einungis kaffiveislur á þessum ámm,“ segir Dísa Dóra. Börnin voru blessuð Roger, maður Dísu, hefúr fram að þessu setið og fylgst með umræðunni án þess að blanda sér inn í hana en þegar hann er inntur eftir fermingarsögu sinni segist hann ekki skilja glamúrinn hér á íslandi. Hann segist fyrst hafa heyrt talað um fermingarveislur eft- ir að hann flutti til Islands árið 1985. „Á Englandi em böm blessuð án þess að að þau komi heim og spytji um 29“ sjónvarp- ið, stereogræurnar eða nýju tölvuna sem þau ætluðu að fá. Fermingargjafir hér á Islandi er orðnar tóm vitleysa. Þær em orðnar eins og jólagjafimar. Þetta er orðið eins konar gjafa- kapphlaup um hver gefúr mest og hver fær stærst. Andinn á bak við gjafimar er löngu gleymdur," segir Roger. Sjálfur segist Roger búa til allar þær jóla- gjafir sem böm og bamaböm fá og segir hann það mikið tilhlökkunarefni hjá þeim að spá í hvað verði í pakkanum í ár. „Við Dísa búum til gjafimar fyrir krakkana þannig að þetta em miklu persónulegri gjafir en stóm Hagkaupsgjafirnar. Þetta eru gjafir sem koma frá okkur sjálfúm og snerta hugar- þel krakkanna, enda koma þær frá hjartanu." En hefði Roger orðið trúaðri ef hann hefði fengið eins og eina tölvu eða utanlandsferð í fermingargjöf. „Nei, gjafir og peningaeyðsla gera mann ekki trúaðan,“ segir Roger. -GS Teg. Bellamy Ultima Serta er leiðandi vörumerki á dýnumarkaðinum og ávísun á hágæða ameríska lúxusdýnu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk sofi vel á yngri árum, heldur en þegar maður verður eldri. Það er ekki lengur hægt að líta fram hjá því að dýnan í rúminu skiptir höfuðmáli og því ber aó vanda valið þegar ný dýna er valin. Líttu við í Húsgagnahöllinni og fáðu ráðleggingar hjá fagfólki. <. Twin 97x190.5 cm Twin XL 97x203 cm Full 135x190.5 cm Millistif Twin XL 97x203 cm 97x190.5 cm 135x190.5 cm 135x203 cm Millistíf Raógreiðslur i allt að 36 mánuði Handsmíðaðir slæðubaugar úr nýsilfri. Tilvaldir við hátíðarbúning karla. Verð 4.500 Hönnun: Axel Eiríksson Gullúrið Axel Eiríksson, Álfabakka 16 Mjóddinni simi 587 0706 Aðalstræti 22 (safirði sími 456 3023

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.