Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 37 Aðalnámskrá grunnskóla: Þróun fermingar- innar rakin í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um nemendur í 8. bekk sem flestir eru á ferm- ingaraldri. Þar er m.a. gert ráð fyrir að börn- in geri samanburð á ólikum menningarsvæð- um í nútíð og fortíð I námskránni segir að ferming eða ámóta athöfn sé og hafi verið viðhöfð í flestum samfélögum og sé látin marka skil. Verkefhi fyrsta námsþáttarins fjallar um fermingu og hlutskipti ungs fólks á skeiði sjálfstæðisbar- áttu á íslandi. Gert er ráð fyrir að bömin kanni möguleika á samanburði við nútíma og milli menningarsvæða. Nemendunum er gert að rekja þróun fermingarinnar innan kristninnar, einkum á Islandi, greini hlutverk, skyldur og gildi sem tengd voru fermingunni, bæði af trúarlegum og veraldlegum toga. Þá er gert ráð fyrir að bömin greini breytingar á hlutverki ungs fólks í fjölskyldu og atvinnulífi sem alla- jafna áttu sér stað um fermingaraldur. Þau beri íslensk fermingarböm saman við jafh- aldra sína í Evrópu, einkum á Norðurlönd- um, á tímum sjálfstæðisbaráttunnar í lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Þau beri hlut- verk og tilgang fermingarinnar saman við fermingar og manndómsvígslur í fjarlægari samfélögum. Þá er gert ráð fyrir að börnin setji sig í spor jafnaldra á fyrri tíð með því að kanna persónulegar heimildir o.fl. gjgj) ® Fermingin I é myndband lí f Langar þig að eiga ferminguna og ueisluna | á myndbandi? d f ■ W W ■AP§L_ A | i '■»yA’xv ÆÍV&? Tek að mér að taka upp veislur fyrir lágt verð. 3 Fagmannleg vinnubrögð. 3 Upplýsingar gefur Snorri í síma 868 5754. j{L brogo a / Islandi í það minnsta sjö trúarbrögð em á íslandi samkvæmt skilgreiningu Kirkjunetsins. { kringum þau em starfandi Ásatrúarfélag, Baháísamfélag, Búddistafélag íslands, Félag múslíma á fslandi, Kirkja Jesú Krists h.s.d.h., Kristindómur og Vottar Jehóva. Baháí em yngstu trúarbrögð veraldar. Þau em ein af útbreiddustu trúarbrögðum heims. Baháíar telja Krist vera einn spámanna Guðs en telja suma aðra spámenn vera jafngilda honum. Kristin trúfélög á íslandi eru á hinn bóg- inn allmörg. Þar er átt við kirkjur með sam- eiginlegan kenningargrundvöll og sakra- mentisskilning. Þar má nefna Fríkirkjuna í Hafnarfirði, Fríkirkjuna í Reykjavík, fs- lensku Kristskirkjuna, Óháða söfnuðinn og Þjóðkirkjuna. Aðrar skráðar kirkjur eru Að- ventistar - Sjöunda dags Aðventistar, Baptistakirkjan, Frikirkjan Vegurinn, Hvíta- sunnukirkjan á fslandi, Kaþólska kirkjan á Islandi, Kefas - kristið samfélag, Kletturinn - kristið samfélag, Krossinn, Orð lífsins, Sjónarhæðarsöfnuður. Þá má geta þess að hér á landi eru reknar bæði útvarps- og sjónvarpsstöð, Lindin - kristileg útvarpsstöð og Omega - kristileg sjónvarpsstöð breyting á 16. öld Á siðbreytingartímanum á 16. öld var íslenska kirkjan klofin í tvær kirkjudeildir í áratug. Stafaði þetta af því að siðbreyting að hætti Lúthers var lögfest í Skálholts- biskupsdæmi árið 1541 en kaþólsk kristni var við lýði allt til 1551 í Hólabiskups- dæmi. Fra þessum tíma var aðeins evang- elísk-lúthersk kirkja í landinu allt ffam til síðari hluta 19. aldar þá var trúfrelsi inn- leitt hér á landi með stjómarskránni árið 1874. í kjölfarið hóf kaþólska kirkjan starf hér á landi auk ýmissa annarra kirkna og trúfélaga. Má þar nefna Hvítasunnukirkj- una, kirkju Aðventista og Hjálpræðisher- inn. Á síðustu áratugum hafa enn fleiri trú- félög bæst við. f dag tilheyra um 88 pró- sent þjóðarinnar lúthersku þjóðkirkjunni. Siðbreytingin á íslandi átti sér að lang- mestu leyti stað að tilhlutan danskra stjómvalda. Forsendur íslensku siðbreyt- ingarinnar er því að finna erlendis. Þessi staðreynd, sem og hin sterka staða evang- elísk-lúthersku kirkjumiar allt fram á þennan dag, mótar mjög sögu íslensku þjóðkirkjunnar. íslendingar líta svo á að í landinu hafi ætíð rikt ein kirkja er hafi ver- ið kaþólsk meðan það var eðlilegt vegna ríkjandi sögulegra aðstæðna en evangel- ísk-lúthersk kirkja eftir það. ermingartímabilið er hafið _______ hjá Bræðrunum Ormsson, gámarnir streyma inn í Lágmúlann hver á fætur öðrum og hafa starfsmenn vart undan við að afferma þá. Þessi árlega stemmning er orðin jafn löng minni elstu manna, sem muna ekki bara eftir fermingargjöfunum sínum, sem keyptar voru hjá Ormsson, heldur eiga þeir þær ennþá. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Stæður Pioneer N-370 34.900 Pioneer IS-system 57.900 Sharp CDC-621 26.900 Sharp CDPC-671 39.900 Sharp XL-530 1 7.900 Siónaukar Æ* Verðfrá 4.900 gí m \ iSÖÉsaL. 1 _ L Myndavélar Olympus Trip 31 4.900 Olympus mju 11 kit 11.900 Nikon Zoom 210 qd 19.900 Nikon F60 með 35-80 mm linsu 49.900 Olympus Newpix 12.900 Nikon Nurvis 2000 1 5.500 Olympus i Zoom 60 19.900 Töskur og myndaalbúm fylgja öllum myndavélum Sjónvörp Mini disk Sharp 20" 26.900 Sharp 14" 19.900 Beco 20" 18.900 Beco 14" 14.900 Myndbandstæki Sharp Orion Verð frá 18.900 Sharp Ferðatæki með geislaspilara Verð frá 9.900 Öll verð miðast við staðgreiðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.