Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 Trúfélög eru ekki tilkynningarskyld - ný lög sett um skráð félög Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög um skrað trúfélög á fslandi. í fyrstu grein lag- anna, sem fjallar um trúfrelsi, segir að menn eigi rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsheijarreglu. A sama hátt eiga menn rétt á að stofha fé- lög um hvers konar kenningar og lífsskoðan- ir, þ.m.t. um trúleysi. Eigi er skylt að til- kynna stjómvöldum um stofhun eða starf- semi trúfélaga eða annarra félaga um lífs- skoðanir. Óheimilt er að taka upp nafn á trú- félag sem er svo líkt nafni annars trúfélags að misskilningi geti valdið. Annar kafli laganna fjallar síðan um skráningu trúfélaga. Þar segir að heimilt sé að skra trúfélög utan þjóðkirkjunnar. Með skráningunni fær trúfélag réttindi og skyldur sem lög ákveða. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið annast skráningu trúfélaga. Þegar trú- félag hefur verið skráð skal ráðuneytið láta því i té vottorð um skráninguna og auglýsa hana í Lögbirtingablaði. Réttaráhrif skrán- ingar teljast frá birtingu tilkynningar í Lög- birtingablaði. Almennt skilyrði skráningar Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúar- brögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur. Enn fremur er það skilyrði skráningar að félag hafi náð fót- festu, starfsemi þess sé virk og stöðug og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem reglu- lega iðka trú sína í samræmi við kenningar þær sem félagið er stofnað um og eiga til sóknar að gjalda hér á landi samkvæmt lög- um um sóknargjöld. Aðild að skráðu trúfélagi í 8. gr. laganna segir að þeir sem eru orðnir 16 ára að aldri geta tekið ákvörðun um inn- göngu í skráð trúfélag eða úrsögn úr trúfélagi. Bam skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess. Það foreldri sem fer með forsjá bams tekur ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi. Ef foreldrar fara saman með forsjá bams taka þeir ákvörðun sameiginlega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits (tess um slíka ákvörðun. Hafr forsjá barns verið falin öðmm en foreldr- um á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörð- un um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi. Enginn má samtímis heyra til þjóðkirkjunni og skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða fleiri en einu skráðu trúfélagi utan þjóðkirkj- unnar. Sóttur í beitningaskúrinn á fermingardaginn: Fékk tveggja ára reiðhjól í fermingargjöf • Mikið afl: 2x70 W RMS í stereo. • Auðveldar stillingar með tveimur snúningstökkum (jog control). • Nýtt marglitt Ijósaborð. • Extra bassi. • Forstilltur jafnt sem stillanlegur tónjafnari. • Þrívíddarhljómur. • Stafrænt RDS útvarp með 30 stöðva minni. • Klukkurofi. • Þriggja diska spilari með CD-text og handahófsspilun. • Tvöfalt kassettutæki. • Útgangur fyrir sub-woofer. • Stafrænn útgangur fyrir minidisc- spilara. þar sem gceðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 „Ég fermdist vestur á Flateyri og þar hef- ur verið hefð að ferma um hvítasunnuna og þegar hún hefur verið seint að vorinu hafa unglingamir gjarnan verið komnir í vinnu þegar að fermingunni kom,“ segir Guðbjart- ur Jónsson sem fermdist í Flateyrarkirkju vorið 1968 og varð að sækja hann í beitn- ingaskúrinn til að ferma hann. „Ég var byrjaður að beita fullan skammt þegar þetta var og vegna þess var undirbún- ingurin eilitið gloppóttur en á laugardegin- um fyrir ferminguna var æfing þannig að ég náði ekki að klára beitninguna og fór því á sunnudagsmorguninn til að klára og gleymdi mér við það. Afi varð að koma í skúrinn og sækja mig á síðustu stundu,“ En allt slapp þetta og Guðbjartur fermdist með jafnöldrunum og hélt sina fermingar- veislu og komst á ball um kvöldið. Aldurs- takmark á dansleiki þar vestra var miðað við fermingu og töldu margir þetta helsta ávinn- ing fermingarinnar auk gjafanna að sjálf- sögðu. „Ég man eftir því að sú gjöf sem ég var montnastur af var tveggja ára gamalt reiðhjól sem afi gaf mér. Hann hafði keypt sér þetta hjól en aldrei notað það. Ég hafði Guðbjartur Jcmsson Gleymdi sér við beitningu á fermingar- daginn ágimst hjólið lengi þar sem það stóð ónotað í geymslunni." -GS Jrermmgargjö Fjölbreytt úr\ ynrrumi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.