Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Qupperneq 11
11 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000___________________________________________________________________________________________ DV_________________________ Útlönd Karadzic hylltur Radovan Kara- dzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba sem nú er á flótta undan rétt- vísinni, var hylltur á kosningafundi í skíðabænum Pale í gær. Bosníu-Serbar höfðu aðalstöðvar sínar í bænum í borgarastríðinu. Eiginkonu Karadzics var vel fagnað. Mat fyrir fólkið, ekki vopn Forstöðurmaður hjálparstofnunar Bandaríkjanna hvatti stjómvöld í Eþíópíu og Erítreu að leggja landamæraágreining sinn til hliðar og koma matvælum til milljóna manna sem horfa framan í hungurvofuna. Jeltsín fær góð ellilaun Boris Jeltsin, fyrram Rússlands- forseti, fékk ellilífeyrispappíra sína í gær. Ellilaun hans verða þó um- talsvert betri en hinn venjulegi Rússi á kost á. Tveggja ára stúlka skotin Lögreglan í Los Angeles leitar nú að manni sem skaut tveggja ára gamla stúlku á hraðbraut í borg- inni. Stúlkan var í bíl sem sveigði fyrir bíl skotmannsins. Ekki á förum frá ESB Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, ESB, hélt i gær neyðarfund innan stjómarinnar um blaðafréttir undan- fama daga um að hann sé á leið inn í stjómmálin á Ítalíu á ný. Talsmaður Prodis visaði því á bug að forseti framkvæmda- stjórnarinnar væri að hætta. Rannsaka ekki Echelon Dómsmálaráðherra Danmerkur, Frank Jensen, sagði á þingi í gær að það þjónaði engum tilgangi að skipa nefnd til að rannsaka meintar njósnir í Danmörku gegnum njósna- kerfið Echelon. Stjórnin hvetur hins vegar dönsk fyrirtæki til að vernda sig gegn iðnaðarnjósnum. Sá leiðtogana flýja 17 ára piltur í Úganda, Peter Ahimbisibwe, flýði sértrúarsöfnuð- inn Endurreisn boðorðanna tíu vegna | svengdar nokkrum klukkustundum áður en móðir hans og systir létu lífið í kirkjubrunanum. Peter kveðst hafa séð tvo helstu leiðtoga safnaðarins, Kibwetere og Mwerinda, flýja yfir ak- ur áður en hann stakk sjálfur af. Lög- reglan telur að presturinn Katari- babo, sem lést í kirkjunni, hafi einnig ætlað að flýja en mistekist. Hann var í eldheldum klæðum og með eldspýtur í hendinni. Þrýst á Lipponen Þrýst er á Paavo Lipponen, forsætis- ráðherra Finn- lands, að gera grein fyrir hvers vegna hann hafi einn tek- ið ákvörðun um að styðja refsiaðgerðir Evrópusambands- ins gegn Austurríki. Ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins hefur hafið rannsókn á málinu í kjölfar kvartana tveggja óbreyttra borgara sem telja Lipponen hafa breytt gegn stjórnarskránni. Evrópuráðiö fjallar um framtíð Rússa í ráðinu: Brottrekstur er talinn ólíklegur Evrópuráðið, elsti og stærsti fé- lagsskapur lýðræðisríkja í heimin- um, greiðir í dag atkvæði um tillögu um að vísa Rússum úr samtökunum vegna stríðrekstrar þeirra í Tsjetsjeníu. Enn hefur ekkert ríki verið rekið úr Evrópuráðinu, þar sem 41 þjóð á sæti. Embættismenn þar á bæ segja ólíklegt að Rússum verði refsað þótt þeir hafi framið mannréttindabrot í átökunum í Tsjetsjeníu. Stjómmálanefnd Evrópuráðsins mælti með því á þriðjudag að ráðið hvetti ráðherra aðildarlandanna til að reka Rússa ef þeir bættu ekki ráð Vladímír Pútín Rússlandsforseti bíöur í ofvæni eftir úrskuröi Evrópuráösins í dag. sitt umtalsvert fyrir maílok. Þá mælti nefndin einnig með þvi að að- ildarríkin drægju Rússa fyrir mann- réttindadómstól Evrópu vegna framferðisins í Tsjetsjeníu. „Ég á von á að samkoman sam- þykki tilmælin en við eigum ekki von á að ráðherramir vísi Rússum úr ráðinu," sagði embættismaður Evrópuráðsins sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Rússar virðast fá sérstaka meðferð hjá þjóðum heims.“ Það yrði Vladímír Pútín Rúss- landsforseta nokkurt áfall ef Evr- ópuráðið samþykkti tillögurnar. Bandaríkin afhenda umdeild Stasi-skjöl Þýska stjómin tilkynnti i gær að Bandaríkin hefðu afhent gögn fyrrum a-þýsku leyniþjónustunn- ar Stasi sem lengi hefur verið beð- ið eftir. Gögnin voru á geisladiski og munu Þjóðverjar fá 1000 geisla- diska til viðbótar næstu 18 mán- uðina. Talið er að vænta megi málaferla gegn fyrrverandi njósn- urum í kjölfarið þar sem i skjöl- unum eru skráö um 300 þúsund nöfh. Auk njósnara eru á skrá þýskir stjómmálamenn og leið- togar úr atvinnulífinu sem Stasi fylgdist með. Samið var um afhendinguna í mars eftir fundi bandarísku leyni- þjónustunnar CIA og leyniþjón- ustu Þýskalands. Bandaríska leyniþjónustan fékk Stasi-skjölin eftir fall Berlínarmúrsins 1989 en hefur ekki viljað greina frá hvernig. Þýska blaðið Súdd- eutsche Zeitung sagði í morgun að CIA hefði fengið skjölin í Moskvu 1992 frá foringja í KGB, rússnesku leyniþjónustunni. ingactilbod o 10.995 cc c fm aduci9.995,- nsx 3-Diska geislaspilari - Super T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Tónjafnari með ROCK - POP - JAZZ -12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. nsx-s555 3-Diska geislaspilari -37 + 37 + 12 + 12W RMS magnari með surround kerfi - SUPER T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun á geislaspilara - Al leiðsögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir auka bassa- hátalara (SUPER WOOFER) - Segulvarðir hátalarar. ftrn)«iiið«Siiiii3liiii3 UMBO0SMENN UM LAND ALLT: Reykjavfk: Heimskringlan - Húsasmiðian • Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla - Húsasmiðjan • Grindavík: Rafborg • Keflavik: Sðnar - Húsasmiðjan ■ Akranes: Hljómsýn • Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Heillissandun Blómsturvellir • Gmndaíörður: Guðni E. Hallgrfmsson ■ Stykkishómun Versl. Sjávarborg • Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga • Hvammstangi: Rafeindaþj. Odds Stefánssonar • Sauðárkrókur Skagfirðingabúð ■ Búðardalur Versl. Einars Stefánssonar • ísaflörður Fmmmynd ■ Síglufjörður Rafbær • Ólafsfjörður Versl. Valberg • DaMk: Húsasmiðjan ■ Akureyri: Ljósgjafinn - Húsasmiðjan • Húsavík: Ómur - Húsasmiðjan • Egilstaðir Rafeind • Neskaupsstaður Tónspil • Eskiflörður: Rafvirkinn ■ Seyðisflörðu: Tumbræður • Breiðdalsvík: Kaupfélag Stöðfirðinga • Höfn: KASK • Hella: Mosfell • Selfoss: Radíórás - Árvirkinn - Húsasmiðjan • Vestmannaeyjar Eyjaradíó ■ Þorlákshöfn: Rás I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.