Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000 DV Fréttir Vinnutímastytting á borðinu: Menn eru að reikna - segir Magnús L. Sveinsson, en samningar VR og SA liggja niðri yfir páskana Fundur var haldinn í deilu Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu á þriðjudag í síðustu viku. Þar var litið á kröfur um styttingu vinnutíma og reiknuðu menn með að liggja yfir tölum fram yfir páska. „Menn eru að reikna út hvað þessi og hin leiðin kostar,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Hann sagði jafnframt að ekki væri þó gert ráð fyrir fundahöldum að nýju fyrr en eftir hádegi i dag. „Það má segja að vinnuveitend- ur hafi játast undir það á þriðjudaginn að eiga viðræður við okkur um þau þrjú atriði sem sett voru út af borð- inu fyrir hálfum mánuði. Við Stríði afstýrt í Veiðifélagi Árnessýslu: Stjórnin hélt velli - milliganga um uppkaup netaveiðilagna Hreggviður Hermannsson „Það varö aö ráöi að láta þá stjórnarmenn í friöi. “ Ekki kom til uppgjörs á milli stangaveiði- manna og neta- veiðimanna á að- alfundi Veiðifé- lags Árnessýslu á Hótel Selfossi á þriðjudaginn. Stangaveiðfélag Selfoss gekk á milli fylkinga og mun hafa milli- göngu um að netaveiðum verði hætt í Ölfusá og Hvítá. Hreggviður Hermannsson i Lang- holti hafði farið fyrir hópi manna sem vilja leggja netaveiðar í Ölfusá og Hvítá niður. Var Hreggviður bú- inn að tryggja sér atkvæði umtals- verðs fjölda félagsmanna og stefndi því í að kosiö yrði á milli hans og Gauks Jörundssonar í formanns- kjöri félagsins. Við milligöngu Stangaveiðifélags Selfoss náðust samningar við Hreggvið fyrir fund- inn. Var það gert eftir að félagið taldi sig hafa náð samkomulagi um uppkaup netalagna við einn harð- asta andstæðing uppkaupa, Gunnar Gunnarsson, bónda á Selfossi og stjórnarmann í Veiðifélaginu. „Það varð því að ráði að láta þá stjórnarmenn í friði úr því þeir slökuðu þetta á,“ sagði Hreggviður í samtali við DV. Stjórnin lagði fram tillögu um að færa netaveiðina aftur um viku en það er tillagan sem ég kom með í fyrra og þeir gátu ekki samþykkt þá. Nú gerðu þeir hana að sinni sem tiUögu stjórnar. Það þýð- ir að netalagnir heijast ekki fyrr en 21. júní í stað 14. júní.“ Formaður Stangaveiðifélagsins, Grímur Arnarsson, Selfossi, kynnti á fundinum þau áform sem verið væri að gera í samstarfí við Lands- samband stangaveiðifélaga. AUir netabændur myndu fá bréf og síðan heimsóknir varðandi væntanleg uppkaup. Stjórn Veiðifélagsins mun hins vegar ekki koma að þessu upp- kaupamáli Stangaveiðifélagsins. Ef samningar nást við netabændur er síðasta stóra netaveiðisvæði landsins lokað. Gaukur Jör- undsson, formað- ur Veiðifélags Árnessýslu, bar sig illa undan árásum vegna netaveiðanna. Sagðist hann aldrei hafa veitt nema 55 laxa. Hreggviður hafði áður sakað for- manninn um ólöglega netaveiði í Ölfusárósum. Hann segist eftir fundinn ekki geta annað skilið en að Gaukur hyggist leggja netaveiði sína af. Fjórir af sjö aðalmönnum í stjóm voru kosnir á fundinum á Selfossi. Niðurstaðan vað sú að þeir voru all- ir endurkjörnir: Gaukur Jörunds- son formaður og meðstjórnendur þeir Guðmundur Þorvaldsson á Bíldsfelli, Loftur Þorsteinsson í Haukholtum og Tryggvi Steinsson í Hlíð. -HKr. Gaukur Jörundsson Hélt formanns- sætinu á aöal- fundinum. Magnús L. Sveins- óskuðum þá eftir son, formaöur VR því að byrjað „Viö óskuöum eftir yrði á að ræða aö byrjaö yröi á aö okkar kröfur um ræöa okkar kröfur styttingu vinnu- um styttingu vinnu- tímans, það hefði tímans. “ forgang. Önnur atriði sem út af stóðu eru varð- andi markaðslaun og fræðslusjóð- inn. í dag er um að ræða 40 tíma í af- greiðslu og 38 tíma í skrifstofu- vinnu. Inni í því eru kaffítímar sem er svolítið villandi í samanburði við önnur lönd. í raun eru þetta 37 klst. og 5 mínútur í afgreiðslu en í skrif- stofuvinnunni 36 klst. og 55 minút- ur. Við höfum gert kröfur um að fara með þetta á samningstímanum niður í 36 tíma og 15 mínútur. Það er sá tími sem við náðum samning- um um við Félag íslenskra stór- kaupmanna." -HKr. Utsala í bliðviöri Nú þegar veturinn er um garö genginn taka ýmis vor- og sumarverk viö. Þær stöllur, Þórdís, Hanna og María, gripu tækifæriö og settu upp útisölu á tröpp- unum hjá sér á Freyjugötunni og buöu fóiki aö gera góö kaup þegar Ijósmynd- ara DV bar aö garöi. uv-iviiinu rciun o. junnni'itooon Stoltir bíl„eigendur“ Jeppar eru draumur hvers karl- manns og þar er lögreglan áreiöan- lega ekki undanskilin. Hér er lögregl- an í Ólafsvik búin aö fá sinn bíl - Adolf Sveinsson sem er aö tjúka störfum eftir 30 ára farsælt lög- reglustarf. Nýr lögreglu- bíll á Snæ- fellsnes DV, SNÆFELLSNESI___________________ Fyrir skömmu fékk lögreglan á Snæfellsnesi afhenta nýja bifreið sem staðsett verður í Ólafsvík. Bif- reiðin er af Isuzu-gerð og leysir af hólmi gamla Suburban-bifreið sem orðin var léleg og óhagkvæm í rekstri. -DVÓ/ÓJ Jóhannes Gunnarsson: Ekki svaravert „Allt það sem Vilhjálmur Ingi Árnason segir er ekki svaravert. Mér finnst hann sýna meðstjórnendum sínum mikla óvirðingu með því að tala um já- menn í Neytenda- samtökunum og tel enga ástæðu til þess að tala á þennan hátt um samstarfsmenn sína,“ segir Jó- hannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. Hann segir að Vilhjálmur Ingi hafi ekki notið stuðnings með sin mál innan Neyt- endasamtakanna undanfarin ár. „Neytendasamtökin sömdu við Hró- bjart Jónatansson, lögmann BSA, Business Software Association, á ís- landi um hugbúnaðarmál og því máli er einfaldlega lokið. Við vorum með ólöglegan hugbúnað hér fyrir nokkrum árum, rétt eins og ílestir aðrir, en eins og ég segi höfum við út- kljáð það mál og það er nú úr sög- unni. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um einstök ummæli Vilhjálms Inga,“ segir Jóhannes Gunnarsson. -HG Jóhannes Gunn- arsson, formaöur Neytendasamtak- anna. Veðrfð r kvöfd Þykknar upp í nótt Gert er ráð fyrir hægri norðaustlægri eða breytilegri átt og dálitlum éljum norðaustan- lands fram eftir degi en hvassari sunnanátt með kvöldinu. Hiti 0 til 5 stig að deginum sunnan- og vestanlands en annars frost 0 til 8 stig. Kaldast inn til landsins í nótt. Sóíargangtrr og sjávarföff REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.34 20.04 Sólarupprás á morgun 05.16 04.47 Siðdegisflóó 23.06 15.10 Árdeglsflóð á morgun 11.38 03.39 9kýringsr á ysðurtáknjun lOV-Hin -10“ ^VROST '■VINOATT •VINDSTYRKUR í rmrtrum á ötíkúndu HBÐSKÍRT eio LETTSKYJAÖ .m SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ v,v 'bs : W* RIGNING SKÍinift SLYDDA SNJÓKOMA ♦V -F ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hálkublettir á Norðausturlandi Hálkublettir eru á Klettshálsi. Víða á vegum á Noröausturlandi og Austurlandi eru hálkublettir og hálka. Aö ööru leyti er góð færö á öllum helstu þjóðvegum landsins. Sunnanátt og væta Sunnan 13-18 m/s og fer að rigna vestan til á landinu. Mun hægari sunnanátt og þykknar smám saman upp austan til. Vægt frost á Norðausturlandi en hiti 1 til 6 stig sunnan og vestan til. Föstcrdagcf Laugard: Vindur: \ C'- 'C 13-18 Hiti 2° til 7° 9 » 0 Vindur; 10-15 m/» ' > ' f Hiti 3° til 8“ Vindur: ~x-n. 10—15 m/% > J Hiti 3° tii 8° Suðlæg átt, 13-18 m/s Búist er viö sunnan- og Sunnan- og suöaustanátt. og súld eöa rigning vestan suöaustanátt. Fremur Sunnan og vestan til tll en mun hægari og vætusamt sunnan og verður fremur vætusamt skýjaö meö köflum austan vestan til en skýjaö á en skýjað á tll. Hiti 2 til 7 stig. Noröausturlandi. Hiti 3 til Norðausturlandi. Hiti á 8 stig. blllnu 3 til 8 stig. m.i mxmnm. AKUREYRI hálfskýjaö 1 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 0 BOLUNGARVÍK léttskýjað 1 EGILSSTAÐIR -3 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 KEFLAVÍK léttskýjað 1 RAUFARHÖFN skýjaö -2 REYKJAVÍK léttskýjað 2 STÓRHÖFÐI léttskýjað 3 BERGEN alskýjaö 9 HELSINKI skýjaö 22 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 20 ÓSLÓ alskýjað 11 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 11 ALGARVE léttskýjaö 18 AMSTERDAM skýjaö 14 BARCELONA hálfskýjaö 20 BERLlN léttskýjaö 23 CHICAGO léttskýjaö 7 DUBLIN skúrir 11 HALIFAX þoka 7 FRANKFURT alskýjaö 13 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN snjóél -3 LONDON skúrir 13 LÚXEMBORG skýjaö 12 MALLORCA skýjaö 22 MONTREAL NARSSARSSUAQ alskýjað 6 NEW YORK hálfskýjaö 10 ORLANDO alskýjaö 19 PARÍS skýjaö 13 VÍN léttskýjaö 21 WASHINGTON skýjað 10 WINNIPEG léttskýjaö 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.