Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjöm Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjólmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að blrta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Örlagaváldur Fœreyja
Poul Nyrup Rasmussen er orðinn mikill örlagavaldur í
sögu Færeyinga. Nú síðast hefur forsætisráðherra Dan-
merkur gert þá hrönnum saman afhuga sjálfstæði.
Nýjasta skoðanakönnunin bendir til, að meirihluti þjóðar-
innar sé andvígur sjálfstæði að svo komnu máli.
Þetta tókst forsætisráðherranum á fundi með færeysku
landsstjórninni fyrr í vetur, þegar hann lagði óvænt fram
harðar tillögur um hraða minnkun stuðnings ríkissjóðs
Danmerkur við Færeyinga, ef þeir framkvæmdu ráðagerð-
ir landsstjórnarinnar um sjálfstæði eyjanna.
Þar með steypti hann grundvellinum undan vinsældum
færeyskra stjórnmálaflokka, sem styðja sjálfstæði og
mynda landsstjórnina, og bætti stöðu færeyskra krata,
sem eru afar Danmerkursinnaðir. Skoðanakönnunin sýn-
ir, að stjórnarflokkar Færeyja hafa misst meirihlutafylgið.
Ekki er hægt að sjá neina skynsamlega ástæðu fyrir
þessari hörku Rasmussens í tilraunum til að viðhalda
sambandi, er kostar danska ríkissjóðinn sem svarar tíu
milljörðum íslenzkra króna á ári, nema þá, að hann renni
hýru auga til hugsanlegra olíulinda á Færeyjagrunni.
Áður hafði forsætisráðherrann lagt meira af mörkum
en nokkur annar til að koma Færeyingum á kaldan klaka,
er hann kom hinum gjaldþrota Færeyjabanka af herðum
Den Danske Bank yfir á herðar færeyska landssjóðsins
með röngum upplýsingum um stöðu bankans.
Raunar bera danskar ríkisstjórnir, sem mestmegnis
hafa verið skipaðar krötum, mikla ábyrgð á fjárhagslegri
stöðu Færeyja. Þær keyptu hvað eftir annað stuðning
þingmanna Færeyja á danska þinginu til að ná naumum
meirihluta til stjórnarmyndunar í Danmörku.
Til að launa stuðninginn var dönsku ríkisfé ausið i
Færeyjar og Færeyjabanka. Af hálfu Færeyinga var þetta
stutt sníkjustefnu sambandssinna og smábyggðastefnu
krata, sem óprúttnir útvegsmenn, fiskverkendur, endur-
skoðendur og stjórnmálamenn notfærðu sér óspart.
Færeyingar bera sjálfir mikla ábyrgð á stöðu mála. Þeir
hafa ekki haft bein í nefinu til að hafna sukkstefnu Sam-
bandsflokksins og Jafnaðarflokksins á liðnum áratugum.
Þeir hafa ornað sér við dönsku eldana og ímyndað sér, að
efnahagur Færeyja sé ekki sýndarveruleiki.
Með þingmeirihluta sjálfstæðissinna á færeyska lands-
þinginu fyrir tveimur árum vöknuðu vonir um, að Færey-
ingar væru farnir að átta sig á, að koma þyrfti efnahags-
lífi eyjanna á raunhæfan grundvöll og að þeir væru reiðu-
búnir að kaupa sjálfstæðið því verði.
Landsstjórnin nýja vildi semja við Dani um hægfara af-
nám danskra styrkja til að fá tíma til að laga efnahagslíf
Færeyja að veruleikanum. Forsætisráðherra Danmerkur
kom henni hins vegar í opna skjöldu með tillögu, sem
hefði komið sjálfstæðum Færeyjum á kaldan klaka.
Ef Poul Nyrup Rasmussen hefði viljað semja og losna
við fjárausturinn í Færeyjar á löngum tíma, hefði hann
lagt fram mildari tillögur. Hann vildi hins vegar ekki
semja, heldur halda Færeyjum í sambandinu með öllum
þeim kostnaði danska ríkissjóðsins, sem því fylgir.
Mikill fjöldi færeyskra kjósenda metur núna stöðuna
þannig, að bezt sé að kyssa á vöndinn, fresta sjálfstæði
langt inn í framtíðina og halda áfram að orna sér við
danska peninga. Þetta er sú staða, sem danski forsætisráð-
herrann vildi framkalla og hefur tekizt að framkalla.
Færeyingar eru leiksoppur óprúttinna stjórnmála-
manna og eigin veiklyndis, þegar kemur að pólitískri
ákvörðun, sem íslendingar hafa fyrir löngu tekið.
Jónas Kristjánsson
DV
Afl þeirra hluta sem gera skal
Dæmi þess að mannskepn-
an haf! ekki getað stundað al-
menna verslun og viðskipti
vegna skorts peninga eru fá.
Með almennri vöruskipta-
verslun leystu menn mál sín
þótt kaupandi ákveðinnar
vöru hafi ekki alltaf haft þá
vöru að bjóða sem seljandann
vanhagaði um. Seinna áttuðu
menn sig á því að viss varn-
ingur var betur fallinn sem
gjaldmiðill en annar þegar
verslun fór fram. Slíkan
varning var auðvelt að losna við til
skuldalúkningar. Þannig var stuðlað
að tlæði vöru og þjónustu á markaði.
Greitt í fríðu
Nú þætti furðulegt hversu greið-
lega verslun gekk fyrir sig miðað við
þann margbreytilega gjaldmiðil sem
i umferð var. Ýmis matvæli voru
notuð til slíkra hluta. Vinnufólk til
sveita fékk greitt í fríðu, með smjöri
eða fiski. Vaðmál var einnig notað
auk skinna, nautpenings, kvikfjár
eins og nafnið bendir til. Enn fremur
voru ambáttir, þrælar, málmar, eðal-
steinar, skeljar og margs konar
mjöður gjaldmiðill.
Kristjón Koibeins
viöskiptafræöingur
Þeir eiginleikar sem
góður gjaldmiðill þurfti að
hafa voru að vera auð-
geymanlegur, auðskiptan-
legur og verðmikill miðað
við umfang. Matvæli áttu
það til að þrána með aldr-
inum þótt vínið yrði e.t.v.
betra. Gilti hið öndverða
um kvenpening að mati
fyrrum Nóbelsverðlauna-
hafa í hagfræði. Eðalstein-
ar voru ekki auðskiptan-
legir, verðgildi þeirra
rýrnaði við slíkar aðgerðir. Tvo eig-
inleika þurftu peningar að hafa aðra
en sem gjaldmiðlar, að vera mæli-
kvarðar á verðmæti, samanber kú-
gildið, og fyrirhafnarlitlir verðmæta-
geymar. Alla þessa kosti uppfylltu
góðmálmar, silfur og gull sem síðan
voru slegnir í mynt og ruddu öðrum
peningum smám saman úr vegi þó
lengi hafi það tíðkast í viðskiptum að
lagt var inn hjá verslun án tillits til
eignarhalds og teknar út vörur eftir
þörfum. Peningar voru því fáséð fyr-
irbæri, eiginlega ekki annað en tölur
á blaði þar sem skipt var á varningi
sem metinn var þó til fjár, óljósrar
myntar, sem menn höfðu ekki aug-
um litið en hverrar tilveru haft
spurnir af. • 0
Okkar kerfi - eftirspurn /Xv '^Sff. e?
og verðfall
£
Visst öryggi var fólgið í því fyrir
þá sem höfðu gull undir höndum að
fela það gullsmiðum til vörslu gegn
kvittunum. Þessar kvittanir fóru að
ganga manna á milli sem gjaldmiðill
og urðu síðan upphaf seðlaútgáfu
sem leiddi til þess að í umferð var
kominn gjaldmiðill sem átti líf sitt
undir því trausti að hann yrði al-
mennt tekinn til skuldalúkningar.
Þessi regla gilti einnig þann tima
sem gullfótur var ríkjandi þar eða sá
gullforði sem bankar áttu í fórum
sínum var eingöngu brot andvirðis
þeirra seðla sem þeir höfðu gefið út i
trausti þess að handhafar þeirra
myndu aldrei innleysa nema hluta
verðgildis útgáfunnar.
Með þessu stigi hefst i raun það
efnahagsfyrirbrigði sem einna verst
hefir verið að glíma við áratugum
saman og verður ekki rakið til sér-
staks skorts reiðufjár til verslunar
og viðskipta. Því hluti útlánaþenslu
sem á ótvírætt rætur sínar að rekja
til annars en sérstakrar þarfar, er
„Peningar voru þvi fáséð fyrirbœri, eiginlega ekki annað
en tölur á blaði þar sem skipt var á varningi sem met-
inn var þó til fjár, óljósrar myntar, sem menn höfðu ekki
augum litið en hverrar tilveru haft spurnir af. “
réttlættur með því að verið sé að gjaldmiðilsins og að markmiðin sem
sinna eftirspurn sem seint verður ná átti, eru jafn fjarlæg og áður.
fullnægt. Afleiðingin verður verðfall Kristjón Kolbeins
Baráttan við bræðurna Karamasov
Það er gaman að vakna á laugar-
dagsmorgnum og hlusta á útvarpið.
Kona að austan sagði að hún gæti
ekki farið utan vegna þess að þá
missti hún af útvarpinu. Mér fmnst
það nú fulllangt gengið en óneitan-
lega væri slæmt að missa af sögu
Rússlands, þessa stóra, dularfulla
rikis þar sem karlakórar syngja bet-
ur en annars staðar og torgiö er
rautt. Saga Rússlands hefur rifjað
upp fyrir mér aðra sögu - baráttuna
við bræðurna Karamasov.
Ég sé hann fyrir mér þar sem
hann hamrar á ritvélina, niðursokk-
inn í verkið. Hann er að VINNA.
Það er ekki ætlast til að
hann sé truflaður. Hann
var prestur hann faðir
minn en jafnframt prest-
verkunum var hann alltaf
að skrifa eitthvað eða þýða.
Kannski gerði hann það af
innri þörf, kannski líka til
að auka tekjurnar fyrir
stórt heimili. Hann var sjö
ára þegar hann tók þá
ákvörðun að verða prestur
og hvikaði aldrei frá þeirri
vissu að það væri STARFIÐ
hans. Starfið gekk fyrir öllu
og það var líka starf að þýða Kara-
Hómfríður
Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræöingur
„Með þessu vinnulagi tókst honum að Ijúka þriðju þýð-
ingunni á þremur árum. En þá voru komnir aðrir tím-
ar með öðru fólki sem þýddi bókina úr því máli sem
hún var skrifuð á. Þýðingin sem svo harðsótt reyndist
að Ijúka við kemur aldrei út. “
Með og á móti
masovbræður Dostojev-
skys.
Þýtt - og síöan
þýtt aftur
Þetta var á þeim árum
sem það tíðkaðist að þýða
úr öðrum málum en frum-
málinu, þegar svo bar und-
ir, því að fáir kunnu fjar-
lægar tungur eins og rúss-
nesku. Pabbi þýddi bræð-
urna fyrst úr ensku en
rakst svo á danska þýðingu
sem honum fannst betri.
Hann afréð því að þýða verkið allt
upp að nýju þótt það væri engan veg-
inn árennilegt. En starflð gerði sínar
kröfur þótt óvægnar væru og því
ekki annað að gera en að bretta upp
ermar og setjast við Olivettinn. Verk-
inu miðaði hægt en bítandi. Ein-
hvem timann eftir langar setur inni
á lokaðri skrifstofunni var hann þó
aftur kominn á síðustu síðu. Léttir-
inn var mikill, takmarkinu náð.
Hann pakkaði handritinu niður og
fór með það til útgefanda. Auðvitað
var frumritið eina handritið. Útgef-
andinn, vinur hans, tók vel i að gefa
bræðurna út. Hann slengdi handrit-
inu brosmildur á hauginn sem beið
útgáfu og þeir handsöluðu viðskiptin.
Pabbi gekk léttum skrefum af fundi
vinar síns og hefur áreiðanlega tekið
sér langan göngutúr eins og hans var
vandi hvern guðsgefandi dag, hvern-
ig sem viðraði.
Síðan leið og beið og það dróst að
fá prófórk af þýðingunni. Þegar biðin
var orðin nokkuð löng fór pabbi aft-
ur til útgefandans og spurðist fyrir
um handritið. Ekki veit ég hvernig
það var, en eitt er víst að seint og um
síðir kom upp úr kafmu að handritiö
hafði týnst. Þess var leitað dyrum og
dyngjum - en það fannst aldrei.
Glíman við bræðurna -
og tímann
Faðir minn, sem átti það til að
æðrast út af smámunum, tók þess-
um tíðindum þannig að hann réðst
enn til atlögu við bræðurna. Hann
setti sér að vinna þrjá tíma á dag að
þýðingunni og hvika ekki frá þeirri
ákvörðun. Við það stóð hann. Hann
sat nú við ritvél sem hann hafði erft
eftir systur sína sem hætti ævistarf-
inu fimmtug og gerðist rithöfundur.
Hún lét ekki heldur deigan síga en
skrifaði fram á níræðisaldur. Faðir
minn var nú orðinn gamall maður
og andinn ekki eins reiðubúinn og
fyrr. Hann slakaði þó ekki á kröfun-
um til sjálfs sín fremur en fyrri dag-
inn. Gaf sér aðeins tíma til að ganga
úti, helst tvisvar á dag, og fá sér te-
bolla eftir gönguferðirnar. Hann
glimdi við bræðurna, sem hann
hlýtur að hafa verið farinn að gjör-
þekkja, en nú háði hann líka aðra
og harðari glímu. Tíminn var naum-
ur, hann barðist við að ljúka verk-
inu áður en dagar hans sjálfs væru
taldir.
Með þessu vinnulagi tókst honum
að ljúka þriðju þýðingunni á þremur
árum. En þá voru komnir aðrir tím-
ar með öðru fólki sem þýddi bókina
úr því máli sem hún var skrifuð á.
Þýðingin sem svo harðsótt reyndist
að ljúka við kemur aldrei út. Var
baráttan þá ekki til einskis, unnin
fyrir gýg?
Það má eins spyrja sig hvort það
borgi sig að bjástra yfir hjarnið einn
síns liðs í stað þess að fljúga beint á
norðurpólinn.
Hólmfrlður Gunnarsdóttir
Ummæli
Sumarið ekki kalt
„Það er nokkuð ljóst
að vetur og sumar frjósa
saman um nánast allt
land. Sú hjátrú er ekkert
verri en hver önnur og
getur vísað á gott sumar.
Ríkjandi norðanáttir
með tilheyrandi kulda eru hins vegar
sjáanlegar í kortunum fram yflr páska
og hlýir sunnanvindar því ekki nærri í
bráð. Mér þykja samt meiri líkur en
minni á aö þetta sumar verði ekki kalt
vegna þess að sjórinn í kringum landið
er óvenju hlýr.“
Magnús Jónsson veöurstofustjóri,
í Ðegi síöasta vetrardag.
Laxinn njóti vafans
iCixeldi í kvíum við Viðey
Náttúruperlurnar njóti vafans
j Ég er undrandi
á viðbrögðum um-
:■ hverfisnefndar því
svæðið sem við
sóttum um er, eftir
upplýsingum frá skrifstofu
Reykjavíkurhafnar, á aðal-
skipulagi Reykjavíkur merkt
svæði til flskeldis.
Laxagegnd hefur minnkað í
Elliðaánum og þó er ekkert
kvíaeldi stundað þar og hefur
ekki verið síðustu allmörg
árin. Laxinn nýtur ekki vafans þegar
kemur að borginni að minnka meng-
un í ánum eins og mörg dæmi eru
Olafur
Wernersson
framkvæmdastjóri
íslandslax.
um. Eins hefur umferð manna
og dýra aukist verulega með
auknu áreiti á fiskinn.
Fiskifræðingar eru byrjaðir
að ræða það sem hugsanlega
ástæðu fyrir hnignandi gegnd
að ofveiði sé í ánum.
Er ekki rétt að laxinn njóti
vafans og banna laxveiðar í
Elliðaánum i tvö til þrjú ár og
svara þannig hvort minnk-
andi laxagegnd sé vegna of-
veiði eða mengunar?
h Laxveiðiárnar í
’ borgarlandinu eru
með dýrmætustu
fr náttúruperlum
borgarbúa og í min-
um huga er það forgangsverk-
efni að tryggja vöxt og viðgang
lífríkis þeirra. Meðal nei-
kvæðra fylgiflska sjókvíaeldis á
laxi má nefna staðbundna
mengun, aukna sjúkdómahættu
og síðast en ekki síst alvarlegar
afleiðingar vegna innrásar eld-
Hrannar B.
Arnarsson
formaöur
umhverfis- og
heilbrigöisnefndar.
islaxa inn á búsvæði villtu stofnanna.
Þrátt fyrir fullkomnustu kvíar má gera
ráð fyrir því að 2-5% eldislaxins muni
sleppa. Miðað við stórhuga
áætlanir íslandslax þýðir það
að árlega gætu álíka margir lax-
ar sloppið úr kvíum þeirra og
samanlagður fjöldi þeirra villtu
laxa sem nú ganga í íslenskar
ár. Fjöldi rannsókna og bitur
reynsla víða um heim sýna okk-
ur að afleiðingar þess gætu orði
hörmulegar og jafnvel endað
með útrýmingu villtu íslensku
laxastofnanna. Stórfellt kvíaeldi
við Viðey kemur því ekki til
greina, að minu mati, enda eiga nátt-
úruperlurnar að njóta vafans við slíka
ákvarðanatöku.
Hugmyndum fiskeldisfélagsins íslandslax um laxeldi í kvíum við Viðey var hafnað af Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur á dögunum.
Kortlagðir
„Ættfræðigagnagrunn-
urinn er ákveðinn kjarni
í þessari starfsemi. Á
honum byggjum viö út-
gáfu ættfræðirita hvers
konar, eins og niðjatala,
ábúendatala, stéttartala
og þess háttar bóka. Markmið okkar er
að kortleggja ísland og íslendinga, ann-
ars vegar í bókarformi en jafnframt er í
þessum ritum mikill sögulegur fróðleik-
ur og ítarefni um hreppana í ábúenda-
tölum og allt endar efnið í stórum sögu-
legum gagnagrunni á Netinu."
Jóhann Páll Valdimarsson um fyrvtæki
sitt, Genealogia Islandorum,
I Morgunblaöinu.
Menn fara að sakna
bílaskömmtunar
„Bílaplágan sem tröll-
ríður borginni aUt frá
ystu úthverfum til innsta
kjama tekur út yflr aUan
þjófabálk í fyrirferð,
mengun og almennum
sóðaskap. Uns svo er
komið að maðurinn fyUist söknuði eftir
þeim tíma þegar bflar voru skammtaðir
og menn þurftu að ganga fyrir nefnd sem
forseti guðfræðideildar veitti forstöðu.
Nær væri að visu að kaUa að þessu sinni
til fuUtrúa frá umhverfissviði."
Pétur Gunnarsson í greininni,
Komið og reynsluakiö, í DV.
Umferðarsprenging
„Samgöngur í gegn-
um Hafnarfjörð um
Reykjanesbraut eru
þungar og erfiðar á
gatnamótunum við
Lækjargötu þar sem
fara um 22.000 bUar á
sólarhring, þar er umferðin sprungin.
Þvi verður að bregðast við þessari
mUdu umferð áður en í enn frekara
óefni er komið.
Þorgeröur K. Gunnarsdóttir, alþingis-
maður i samgöngunefnd Alþingis, ræddi
framtíöarsýn í samgöngumálum, í Mbl.
------22*
Skoðun
L-ET'S F=HSP-X\
/ ETXrslS EXNUNi X X
' EU NILA ^CtírF=T^- X^=\cŒr - \
SK'Fes=i=7r<' SXdÍNJ-
v <=?NirMi=} &iRT~F?s-r
\ ± V-C'XFfPtAM' /
\. x/ESSNP) IOIS
cPf^RNNlR
n*— m mm
Fornleifar og
fréttamiðlar
Sumir fornleifafræðingar fara létt
með að gera stóruppgötvun einu
sinni á ári, flnna kannski brennd
bein í jörðu og sjá í hendi sér að
þarna hafi í fyrsta sinn fundist stað-
ur þar sem heiðnum goðum voru
færðar fórnir. Aðrir bylta íslands-
sögunni, færa landnámið eða kristn-
un þjóðarinnar um áratugi eða ald-
ir.
Auðvitað er það lofsvert þegar
fræðimenn komast að einhverju
nýju og óvæntu, enda eru fjölmiðlar
ævinlega afar natnir að segja frá
þessum byltingarkenndu uppgötv-
unum. Hitt fer oftast furðu hljótt í
fjölmiðlum þegar fræðimenn komast
að niðurstööum sem styrkja vitnis-
burð gömlu ritheimildanna og þeirr-
ar íslandssögu sem var reist á þeim.
Landnámslagið: 871 + eða - 2
Þannig var um tímasetningu land-
námsöskulagsins fyrir tæpum flmm
árum.
Svo er mál með vexti að öskulag
nokkurt liggur afar nærri upphafi
landnáms víða um land. Árið 1995
birti hópur jarðvísindamanna, ís-
lenskra og útlendra, grein í amer-
ísku tímariti og sagði frá því að leif-
ar þessa öskulags hefðu fundist við
borun í Grænlandsjökli í ís sem
hefði fallið sem snjór árið 871, eða
kannski einu eða tveimur árum fyrr
eða síðar. Þetta fellur ótrú-
lega vel að frásögn Ara
fróða í íslendingabók, sem
segir að ísland hafl byggst
fyrst „í þann tíð ... er ívar
Ragnarsson loðbrókar lét
drepa Eadmund hinn helga
Englakonung", en sá at-
burður hafi gerst árið 870.
Hér er ég ekki að tala
um ákveðin ártöl. Að tíma-
setja upphaf landnámsins
árið 874 er komið frá yngri
og ótraustari höfundum en
Ara, og enginn sagnfræðingur tekur
nokkurt mark á því. Ég er að tala
um að tímasetning landnámslagsins
sannar þá kenningu Ara að ísland
hafi byggst fólki á áratugunum i
kringum 900.
Frá þessari mikilvægu sönnun
var sagt í fréttum Ríkisútvarpsins,
hljóðvarps, einu sinni eða svo, en
hvergi annars staðar í fjölmiðlum
svo að ég sæi eða heyrði. Síðan hef
ég oft orðið var við að jafnvel áhuga-
samasta fólk um íslandssögu hefur
ekki hugmynd um að landnáms-
tímasetning Ara hafi hlotið raunvis-
indalega staðfestingu.
Hellisbúinn í Víðgelmi
Því rifja ég þetta upp núna að ný-
lega kom út Árbók Fomleifafélags-
ins fyrir árið 1998, með grein sem
Gunnar Karisson
prófessor
skiptir þessi landnáms-
fræði talsverðu máli. Guð-
mundur Ólafsson fornleiíá'4
fræðingur segir þar frá ald-
ursmælingum á mannvist-
arleifum sem fundust í hefl-
inum Víðgelmi í Hallmund-
arhrauni. Hraunið liggur
ofan á landnámslaginu með
2-3 sentimetra lagi á milli,
og er því talið vera runnið
á fyrstu áratugum 10. aldar.
________ Eldri getur hellirinn ekki
“ verið. I hellinum fundust
meðal annars brunnar birkileifar og
nautgripabein. Aftur á móti reyndist
jafnvíst að birkið sem þetta sama
kýrkjöt var steikt við hefur lifað á
bflinu 690-890.
Þetta er merkilegt vegna þess að
kolefnisgreindur aldur á viði í
mannvistarleifum hefur jafnan ver-"
ið meginröksemd þeirra sem vilja
bylta upphafi íslandssögunnar. En
þegar viðurinn reynist að minnsta
kosti hundrað árum eldri en kýrin,
þá fer að gerast hæpið að álykta ná-
kvæmlega um aldur mannvistar af
geislakolsaldri viðarleifa. Ekki hef
ég orðið var við að þessi uppgötvun
hafi vakið neina athygli þeirra
fréttamanna sem annars eru svo
brennandi af áhuga á nýjungum í
fornleifarannsóknum.
Gunnar Karlsson
„Við kolefnismœlingar reyndust kýrnar sem hellisbúinn nagaði af beinin hafa verið
uppi örugglega (með 95,4% líkum) innan tímamarkanna 890 og 1020, og kemur
það prýðilega heim við aldur hellisins. “