Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000 9 x>v Neytendur Könnun á verðlagi í myndbandaleigum: Vídeóholtið í Hafnar- firði er ódýrast - með lægsta verð alls staðar Myndbandaleigan Videóholtið i Hafnarfirði er með lægsta verðið af þeim leigum sem lentu i könnun DV. Samtals var haft samband við tólf myndbandaleigur út um allt land. Þær eru: Toppmyndir, Eddu- felli, Reykjavík, Vídeóhölliin, Lág- múla, Reykjavík, Vídeóborgin, Hólabraut, Akureyri, Myndbanda- leigan, Amarbakka, Reykjavík, Vídeóleiga Eskifjarðar, Strandgötu, Eskifirði, Bónusvídeó, Mávahlíð, Reykjavík, Snævarsvídeó, Höfða- bakka, Reykjavík, Vídeóhöllin, Garðatorgi, Garðabæ, Vídeóleigan Dynskálum lOc, Hellu, Vídeóheim- ar, Gylfaflöt, Reykjavík, Myndberg, Nethyl, Reykjavík og Vídeóholtið, Melabraut, Hafnarfirði. Ný spóla, gömul og DVD Spurt var um verð á nýjum myndbandsspólum og það hvort gömul fylgdi með í kaupunum. Þá var spurt um verð á gömlum mynd- bandsspólum og loks um leiguverð á DVD-diskum sem hægt er að spila í tölvum og eru nú að ryðja sér til rúms á markaðinum. Ný spóla ódýrust í Vídeóholtinu Ódýrasta nýja spólan fékkst í Videóholtinu í Hafnarfirði þar sem hún kostaði 350 kr. Þar fylgir gömul spóla með í kaupunum. Nokkrar leigur bjóða nýja spólu á 400 kr. og gamla spólu með. Þetta eru Mynd- berg í Nethyl, Bónusvídeó í Máva- hlíð, Myndbandaleigan i Arnar- bakka og Toppmyndir í Eddufelli. Vídeóleigan Dynskálum á Hellu býður nýja spólu einnig á 400 kr. en þar fylgir ekki gömul spóla. Vídeó- höllin i Garðabæ býður sömuleiðis nýja spólu á 400 kr. Ef menn vilja gamla spólu með, kostar það 50 kr. aukalega. í Vídeóborginni á Akur- eyri er ný spóla á 450 kr. og fylgir gömul spóla með í kaupunum. Þrjár myndbandaleigur bjóða sömuleiðis nýja spólu á 450 kr. en þar fylgir ekki gömul spóla. Þetta eru VídeóhöOin i Lágmúla, Vídeóleiga Eskiflarðar og Vídeóheimar. Loks er Snævarsvídeó með nýja spólu á 450 kr., en þar þarf að borga 50 kr. aukalega tU að fá gamla spólu með hinni nýju. Þrjár eru þó með mismunandi verð eftir aldri spólnanna. Þetta eru VídeóhöUin Lágmúla, Videóborgin á Akureyri og Vídeóleiga Eskifjarðar. í VídeóhöUinni í Garðabæ og Vídeóborginni á Akureyri kosta gamlar spólur 200 kr. og 350 kr., en í Vídeóleigu Eskifjarðar kosta þær 200 eða 300 kr. Dýrast í Vídeóheimum og Vídeóleigunni Aðrar leigur bjóða eitt verð eins og fyrr segir. Af þeim er ódýrasta spólan í Vídeóholtinu, á 200 kr. Fimm leigur bjóða gamlar spólur á 250 kr. Það eru Toppmyndir, Mynd- bandaleigan, Bónusvídeó, Snævar- svídeó og Myndberg. Tvær leigur eru efstar og jafnar. Þetta eru Víd- Afþreyingin valin Mjög misjöfn kjör eru í boöi á íslenskum myndbandaleigum. Ódýrast er aö leigja sér mynd í Vídeóholtinu í Hafnarfirði. Góð ráð við blettahreinsun: Smurolían burt með steinolíu Ef svört smurolía eða önnur slík olía fer í fatnað er ráð að reyna við- eigandi blettahreinsiefni. Ef þau eru ekki tiltæk má reyna að bera venju- legan uppþvottalög á blettinn og láta hann liggja þar í 4-6 klst. Að því loknu er gott að láta gufu leika um blettinn. Þvoið síðan ílíkina. Ef smurolía fer í gólfteppi er gott að væta hreinan klút með steinolíu og nudda strax blettinn með honum þangað til ekki er hægt að fjarlægja meiri lit. Yflrleitt er ekki hægt að fjarlægja bletti af þessu tagi úr ljósu, flosofnu ullarteppi ef blettur- inn hefur setið í teppinu lengur en klukkutíma. Kaffi í fötin Ef kaffi sullast í fötin má reyna að losna við blettinn með því að halda flíkinni undir vatnsbunu og nudda um leið. Gamla kafflbletti er yfirleitt hægt að losna við í þvottavél ef þvo má efnið við 95 gráðu hita. Ef efnið þol- ir aðeins lægri hita verður að taka blettinn til meðferðar áður en það er þvegið. Dýfið blettinum í nýmjólk. Ef þvo má efnið við 60 gráður á þetta að duga en að öðrum kosti skal láta uppþvottalög á blettinn og ]>vo síðan flíkina. To'ppmyniditt Eddufetli 4&0 Ctömul myntl 250 450 VídeóhötEín Lágmúta 4-50 275 EkklU Videói>orgin Akuteyrí 450 275 450 MyniCtbaReialetgaR krnarbakks r 400 250 «4 Vídeóieiga Eskiffaróar 450 250 450 Bónusvídeó Mávahti&’' 400 250 Snævarsvídeó Hóföabakka* * 450 250 450 Vídeóhötlín Garöabæ*r 400 250 400 Vídieötetgari Hellu 40'0 300 400 Videóhetmar Gylfaflót 450 300 450 Myrtdiberg Kethyl' 400 250 zm Vídeóhoíttð Hafnafföröur 350 200 400' Vídeóheimar og Vídeóleigan Dyn- skálum, Hellu. Þar kostar gömul spóla 300 kr. Vöxtur í DVD Mikill vöxtur er í útleigu á DVD- diskum i myndbandaleigum bæjar- ins og fjölgar þeim sífellt sem bjóða upp á DVD. Tvær af hverjum þrem- ur leigum sem DV hafði samband við vegna könnunarinnar buðu myndbönd á DVD-diskum og fátt bendir til annars en að aukningin þar haldi áfram. Verðlag á DVD er enn fremur hátt miðað við það sem gerist í verð- lagningu á venjulegum myndbands- spólum og kosta ýmist 400 eða 450 kr. hjá þeim leigum sem bjóða DVD. DVD-diskarnir eru á 400 kr. hjá Víd- eóholtinu í Hafnarfirði, Vídeóhöll- inni í Garðabæ og Vídeóleigunni Dynskálum á Hellu. DVD er hins vegar á 450 kr. í myndbandaleigun- um Toppmyndum, Vídeóborginni á Akureyri, Vídeóleigu Eskifjarðar, Snævarsvídeói og Vídeóheimum. Misjöfn hjör Ljóst er af þessari verðkönnun að misjafnt er hve mikið þarf að borga fyrir afþreyinguna. Þó skal hér tek- ið skýrt fram að ekki er verið að mæla gæði þjónustunnar og ekki er heldur spurt um afsláttarkjör fyrir fasta viðskiptavini sem margar leigur bjóða. Flestar myndbanda- leigur bjóða svipað verð á þeim lið- um sem spurt var um i könnuninni og fátt sker sig sérstaklega úr nema Vídeóholtið í Hafnarfirði sem býð- ur bestu kjörin samkvæmt þessari könnun. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.