Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 24
44 ÞRIDJUDAGUR 25. APRÍL 2000 Tilvera I>V líf iö Umhverfisdagur á Akureyri í dag er dagur umhverfisvina á Akur- eyri og þar verður margt í boöi í tik efni dagsins. Opiö veröur í Lystigarð- inum og Gróörarstöðinnni við Aðal- stræti og þar er hægt að skoða allar stærðir og gerðir af plöntum. Kl. 10 verður kynnt í Kjarnaskógi trjáklipp- ing og grisjun og sýnd ræktun trjá- plantna. Allar upplýsingar um lífræn- an úrgang verður að finna á Ráðhús- torginu milli kl. 13 og 17. .„ Krár______________ ' ¦ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Simone Young hamrar á píanóið af öllum lífs og sálar kröftum. ¦ ÍSLENSKT Á GAUKNUM Seln, Suö og Svalbarði eru meö athyglisveröa tónleika fýrir sanna áhugamenn um íslenska tón- listarsköpun á Gauki á Stöng. Umhverfi__________ ¦ UMHVERFISPAGUR á Akurevri í Krónunni verður opið hús á 5. og 6. hæðinni, milli kl. 13 og 16, og þar gefst fólki kostur á að fræðast um rannsóknir á "*• náttúrunni. Hægt er að ræða við vísinda- menn og lita í smásjár. Kl. 20 byrjar svo örstutt kvöldganga með leiðsögn um neðsta hluta Glerárgils. Gangan byrjar á bílastæðinu viö Glerárskóla. Kl. 20 flytur Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skóg- ræktar rikisins, erindi með myndum sem heitir Skógrækt á íslandi í hnattrænu samhengi. Allir eru velkomnir á þessa dag- skrá. ¦ UMHVERHSPAQUR í FJARÐABYGGÐ Kl. 20-23 býður Náttúrustofa Austurlands fðlki að koma og hlýöa á fyrirlestra í nýjum húsakynnum í austurenda Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaupstað. Þar mun m.a. verða fjallað um fuglalíf í Fjarða- byggö, ástand lands og fomminjar. Nánari upplýsingar á www.simnet.is/na. Dagurinn í dag er jafnframt upphafsdagur að heilsu- dögum í FJarðabyggð þar sem félagasam- tök, stofnanir og fyrirtæki standa fyrir dag- skrá fram eftir vori. ¦ UMHVERFISPAGUR í HAFNARFIRÐI í Hafnarfiröi veröur ýmislegt á döfinni í til- efni þess aö dagurinn i dag er tileinkaöur umhverfinu. M.a munu bæjarfulltrúar af- neita einkabílum sinum, umhverfisnefnd Hafnarfjarðar veitir umhverfisverðlaun og fjöTmargir leikskólar standa fyrir rusla- tínslu, náttúrusko&un og bíllausum degl. ¦ UMHVERFISPAGUR I HVERAGERÐI Kl. 13 veröur farið í gönguferð um Hvera- geröl. Byrjaö veröur á hverasvæðinu og lýkur ferðinni í Gar&yrkjuskólanum en þar verður fræðsla um lífræna ræktun kl. 15. Þema feröarinnar er að benda á kosti þess að rækta lífrænt. Hverageröisbær __j mun afhenda umhverfisverðlaun. ¦ UMHVERFISPAGUR í REYKJAVÍK Við- urkenning frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála og náttúruverndar til ein- staklings fyrir einstakt framlag til náttúru- og umhverfismála verður afhent við hátíö- lega athöfn t Rá&húsi Reykjavíkur, kl. 16.30. Forseti fslands afhendir viðurkenn- inguna. Fundir______________ ¦ HVAÐ ER PÓSTMÓPERNISMI? Matthí- as Vl&ar Sæmundsson, bókmenntafræð- ingur og dósent viö Háskðla Islands, flytur k erindið Aldamðtin og póstmódernismlnn kl. 12.05 á hádegisfundi Sagnfræöingafé- lagsins I Reykjavíkurakademíunni í JL-hús- inu, 4. hæð. Veggurinn á Kjarvalsstööum. Gunnar Örn skapar myndverk á vegg á Kjarvalsstöðum: Framhaldsskólanem- endur „loka" verkinu „Þegar mér bauðst að taka þátt í verkefninu Veg(g)ir á Kjarvalsstöð- um kom ekkert annað upp í hugann en að útfæra hugmynd sem væri tengd undrapunktinum, en fyrir fjórum árum fór ég að iðka jóga og þá opnaðist mér nýr og áður óþekkt- ur heimur - heimur án nokkurra takmarkana. í jógafræðunum er meðal annars notuð einbeitingaræf- ing sem byggir á öndunarpunkti sem er nærri einn sentímetri í um- máli. Þessi litli punktur er lúmsku- lega lítill miðað við þau afgerandi áhrif sem hann getur haft á líf þess sem kýs að nota hann. Með því að stunda að horfa daglega á þennan litla punkt, í um það bil fjórar mín- útur, getur maður aukið einbeit- ingu sína, róað hugann og skynjað nærveru annarra. Út frá þessum punkti og minni reynslu vinn ég verkið," segir Gunnar örn sem er þriðji listamaðurinn sem fær að mála á vegginn góða á Kjarvalsstöð- um. Gunnar útfærir hugmynd sína með því að raða litaflötum þvert á Bio&itínryni vegginn með einn öndunarpunkt í hverjum fleti: „Ég mun síðan fá til liðs við mig sextán framhaldsskóla- nemendur. Ég hef mælt hæð hvers nemanda fyrir sig og búið til öndun- arpunkta miðað við hvern og einn, en punkturinn á að vera í augnhæð hvers einstaklings. Síðan koma þessir nemendur saman kl. 18, 27. april, og við rekum endahnútinn á verkið með því að þau stilla sér upp við vegginn og taka öndunaræfingu á hinni formlegu „lokun" verksins." Gunnar segist vera búinn að vinna á þessum slóðum í list sinni í rúm tvö ár: „Ég hef ekki sýnt verk sem máluð eru undir þessum áhrif- um enn þá en þau munu birtast í Hafnarborg i nóvember þar sem ég verð með sýningu á öllum hæðum." En hvers vegna jóga: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að maðurinn sé á andlegu ferðalagi og myndir mínar bergmáli þær hugs- anir sem um mig fara. Ég byrjaði að stunda jóga fyrir fjórum árum og smátt og smátt hafa hugmyndir í tengslum við jógað verið að koma fram í málverkum minum. Aðdragandinn er samt miklu lengri hjá mér. Það er ekkert langt síð- an ég fann í fórum mín- um skrif frá því ég var fimmtán ára og var þá að glefsa í jóga án þess að geta tileinkað mér það. Það er svo ekki fyrr en ég er orðinn 48 ára og staddur i Suður Frakklandi að ég fer að kafa í fræðin aftur, en í þá ferð hafði ég haft bækur með mér um þessi efni. Þá var ég fyrst til- búinn til að fara alla leið. Gunnar Örn hefur í mörg ár búið í sveit, á bænum Kambi austan við Hellu og þar hefur honum liðið vel: „Þetta var að vísu erfiður vetur, sá versti sem við höfum upplifað á þeim fjórtán árum sem við höfum búið hér. Eiginkona mín, Þórdís Ingðlfsdóttir, er hjúkrunarforstjóri á Hellu og það hefur stundum reynst henni ákaflega erfitt að kom- ast á milli. Og svo er annað, við höf- um staðið í skógrækt hér á bænum Gunnar Om er búinn að undirbúa vegginn fyrir lokasprettinn. og nú þegar fer að sjást í gróðurinn kemur í ljós að ástand hans er mjög slæmt, tré mikið brotin, meira að segja stór tré sem eru sundur í miðju." Auk þess að mála sjálfur og standa í skógrækt þá rekur Gunnar Örn gallerí á jörð sinni: „Þetta er hugsjónavinna hjá mér, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að galleríið fari á hausinn; hef gam- an af að bjóða listamönnum til mín í sveitina að sýna verk sín. Ég stend yfirleitt fyrir tveimur sýningum á ári i galleríinu, á vorin og haustin. Fram undan er vorsýningin sem að þessu sinni er sýning á ljósmyndum eftir Guðmund Ingólfsson. Hann tekur einstaklega fallegar myndir og ætlum við að kalla sýninguna ísland í hvunndagsfötum." -HK Háskóiabíó/Bíóhöllin - Mission to Mars: -*• -^ Mistækur De Palma Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Mission to Mars, nýjasta kvik- mynd Brians De Palma, er eins brokkgeng og ferill hans. Hún á sín góðu atriði en slæmu atriðin eru samt fleiri. Myndin er þó alltaf áhugaverð og mikið tækniundur. De Palma hefur ekki áður leikstýrt geimóperu og er sjálfsagt ekki rétti leikstjórinn til að gera slíkt. Eins og flestar myndir hans er Mission to Mars einstaklega myndræn en það er eins og hann vanti víðsýni á þá móguleika sem eiga aö vera fyrir hendi í slíkum myndum. Honum tekst vel upp með mannleg sam- skipti en þegar komið er út í hið óþekkta er varla hægt að segja að hann sé á heimavelli. Mission to Mars gerist 2020, en það er einmitt sá tími sem Banda- ríska geimferðastofnunin telur raunhæft að senda mannað geim- skip til Mars. Fyrsti leiðangurinn er á förum og sá næsti er í startholun- um. Þegar allt samband við fyrsta leiðangurinn rofnar eftir stutt og ógnvekjandi skilaboð frá leiðang- ursstjóranum er með hraði sendur björgunarleiðangur sem nær að lenda á Mars eftir miklar hremm- A leið til Mars Slegiö á létta strengi í þyngdarleysinu. ingar í himingeimnum. Á Mars fmnst einn eftirlifandi úr fyrri leið- angri og nú er það geimfaranna að ráða í dularfulla atburði sem gefa til kynna að rauða plánetan sé ekki eins dauð og fyrir fram var haldið. Einn kostur viö Mission to Mars er að við fylgjumst þar með geimför- um eins og við þekkjum þá og þar er verið að eiga við vandamál sem við vitum að eru fyrir hendi í geimferð- um. Eitt besta atriði myndarinnar er þegar seinni leiðangurinn þarf að flytja sig kílómetra leið á milli geimfara. Það er ekki laust við að þá, og í einstaka atriðum öðrum, Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. minni hún ofurlítið á 2001: A Space Odyssey. Einnig mær De Palma upp góðri spennu um borð í geimfarinu þegar loftsteinn nær að brjóta sér leið inn í það. Þar er unnið að lausn vandans eins og í góðri sakamála- mynd. Þegar aftur á móti er komið að atburðunum á Mars hverfur eig- inlega öll festa þótt vissulega sé myndin þá um leið mjög flott á að líta. Miðað við að um geimóperu er að ræða fá góðir leikarar, með þá Gary Sinise og Tim Robbins í farar- broddi, óvenju mikinn texta sem þeir fara vel með þótt ekki sé hægt að segja að hann sé alltaf gáfulegur. Mission to Mars verður seint sett í hóp betri geimmynda en það er samt viss sjarmi yfir henni sem hpldnr manni við pfnið____________ Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: Dav- id S. Goyer, Ted Thomas, Graham Yost og John Thomas. Kvikmyndtaka: Stephen H. Burum. Tónlist: Ennio Morricone. Aöal- leikarar: Gary Sinise, Tim Robbins, Connie Nielsen og Jerry O'Connell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.