Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
13
I>V
Leiklist
Dýrlegur draumur
Frumsýningargestir á Draumi á
Jónsmessunótt gengu inn í mikla æv-
intýraveröld á fimmtíu ára afrnæli
Þjóðleikhússins. Sjálf leikhúsbygging-
in, álfaborg Guðjóns Samúelssonar,
var blómum skreytt að utan og þegar
tjaldiö var dregið frá í upphafl sýning-
ar blasti við augum draumkenndur
töfraheimur sem gaf fyrirheit um
spennandi leikhúsupplifun. Sú varð
lika raunin enda er þetta fantasíu-
kennda leikrit hrein gullnáma fyrir
hugmyndaríkt leikhúsfólk. Stór hluti
verksins gerist á óljósum mörkum
draums og veruleika og um sviðið
spranga bæði menn og álfar. Ástin og
erótíkin, helsta hreyfiafl atburðarásar-
innar, tekur á sig ólíklegustu myndir
og líkist raunar meira martröð en
draumi i sumum tilvikum.
Meöan nóttin líður
Leikurinn hefst í höll Þeseifs her-
toga í Aþenu sem innan fárra daga
mun kvænast Hippólítu, drottningu
skjaldmeyjanna. En þau eru ekki hin
einu sem eru í giftingarhugleiðingum.
Unga aðalsfólkið Hermía og Lísander
eru ástfangin upp fyrir haus en Egeif-
ur, faðir Hermíu, hefur ákveðið að hún
skuli ganga að eiga Demetríus sem
Helena, vinkona Hermíu, elskar út af
lífinu. Þegar Hermía trúir Helenu fyr-
ir því að þau Lísander ætli að flýja seg-
ir hún Demetríusi af fyrirætlunum
þeirra og á endanum fara þau bæði á
eftir þeim út í skóginn fyrir utan borg-
ina. Þar eru þau komin á yfirráða-
svæði Óberons álfakonungs sem á í
deilum við drottningu sína, Títaníu, og
ungu elskendumir verða leiksoppar
álfakonungsins likt og handverks-
mennirnir sem em þetta sama kvöld í
skóginum að æfa leikþátt fyrir brúð-
kaupsveisluna væntanlegu. Fyrir til-
stilli Bokka, hjálparkokks Óberons,
verða ástamál unga fólksins að hálf-
gerðum skollaleik og Spóli vefari, sem
veður ekki beinlínis í vitinu, leikur
þessa nótt hlutverk lífs síns þvi Bokki
breytir honum í raunveruiegan asna. Þegar dagur
rís á ný verður allt sem fyrr en eftir standa þoku-
kenndar minningar um atburði næturinnar. Eins
og í öllum góðum gleðileikjum ná elskendumir
saman að lokum og á það jafnt við um menn og
álfa.
Uppsetning Baltasars Kormáks á Draumi á Jóns-
messunótt er mikil veisla, bæði fyrir augu og eyru.
DVAtYND E.ÓL.
Ur sýningu Þjóöleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt
„Uppsetning Baltasars Kormáks er heilsteypt, stílhrein og bráðskemmtileg. “
Leikmyndin sem Vytautas Narbutas á heiðurinn
af er einstaklega falleg en sérstök að því leyti að
ekki er á neinn hátt gerð tilraun til að útfæra skóg-
inn á raunsæislegan hátt. Skógurinn er fullkom-
inn ævintýraheimur, hvítur, léttur og loftkenndur
og minnir þannig á óljós mörk draums og veru-
leika. Risavaxið krínólín Títaníu álfadrottningar
gegnir margþættu hlutverki líkt og langborðin
sem leikaramir rúlla um sviðið eftir
þörfum. Allt er þetta nýtt sem felu-
staðir, sem stundum breytast í hálf-
gildings fangelsi, og að auki eru ýms-
ar erótískar skírskotanir tengdar
krínólíninu. Lýsing Páls Ragnarsson-
ar eykur enn á ævintýrablæ sýningar-
innar og búningarnir, sem eru í ljós-
um tónum, kallast skemmtilega á við
leikmyndina. Þar er reyndar hand-
verkshópurinn undanskilinn en sér-
staða hans er gerð sýnileg með dökk-
um búningum og trúðslegum gervum
sem gefur hópnum tragíkómískt yfir-
bragð.
Hljómsveitin Skárren ekkert hefur
á undanfórnum árum komið að all-
nokkrum leik- og danssýningum og
bregst ekki bogalistin frekar en fyrri
daginn. Tónlist hennar er gáskafull og
fjörleg líkt og verkið sjálft þó stund-
um fái atburðarásin á sig súrrealísk-
an blæ. Sú tilfinning er undirstrikuð
með líkamsbeitingu og hreyfingum
leikaranna og nokkuð ljóst að sam-
vinna Alettu Collins danshöfundar og
Baltasars Kormáks hefur tekist með
miklum ágætum. Nægir aö benda á
upphafsatriðið í höll Þeseifs þar sem
veislugestir dansa nokkurs konar
fingrapolka og kostulegan „kodda-
dans“ ungu elskendanna í skóginum.
Einvalalið leikara kemur að þessari
uppfærslu á Drauminum og ekki
ástæöa til að tíunda frammistöðu
hvers um sig því leikur var eins og
best verður á kosið. Eins og þeir vita
sem fylgdust með heimildarþætti um
uppsetninguna í sjónvarpinu á páska-
dag hefur leikstjórinn teflt saman
elstu og yngstu kynslóð leikara Þjóð-
leikhússins og af útkomunni að dæma
hefur samstarfið verið gefandi fyrir
alla aðila. Uppsetning Baltasars Kor-
máks á Draumi á Jónsmessunótt er
heilsteypt, stílhrein og bráðskemmti-
leg og svo sannarlega verðugt verk-
efni á fimmtíu ára afmæli Þjóðleik-
húss okkar íslendinga.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóbleikhúsiö sýnir á stóra sviðinu Draum á Jónsmessu-
nótt eftir William Shakespeare. Þýöing: Helgi Hálfdanar-
son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Skárren ekkert.
Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Vytautas Narbut-
as og Fillippía I. Elísdóttir. Listrænn samstarfsmaöur leik-
stjóra og danshöfundur: Aletta Collins. Leikstjórn:
Baltasar Kormákur.
Tónlist
Á réttri leið
Flytjendur á árlegum Páskabarokks-
tóneikum í Salnum á laugardaginn
var voru Sigríður Gröndal sópran, Sig-
urður Halldórsson sellóleikari,
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik-
ari, Peter Tompkins sem lék á óbó,
Martial Nardeau á flautu, Guðrún
Óskarsdóttir á sembal, Lilja Hjalta-
dóttir á fiðlu og Sarah Bukley á víólu.
Efnisskráin var helguð verkum eftir
Johann Sebastian Bach í tilefni 250
ára ártíðar tónskáldsins. Þó kom ekk-
ert fram um það í efnisskránni sem
var takmarkaðri en nokkru sinni fyrr,
ekkert um flytjendur, tónskáldið né
verkin sem voru flutt, meira að segja
hafði gleymst að geta höfundar, þó
fylgdu textar með að þeim tveimur
kantötum sem fluttar voru í ómissandi
þýðingum Reynis Axelssonar. Önnur
verk á efnisskránni voru Svíta nr. 4 í
Es Dúr BWV1010 fyrir einleiksselló og
Sónata í G Dúr BWV 1038 fyrir flautu,
fiðlu og continuo.
Sigurður reið á vaðið með einleiks-
svítuna og lék hann eins og aðrir á tónleikunum á
upprunalegt hljóðfæri. Sigurður hefur náð ágætu
valdi á þeirri tækni og var flutningurinn í heild
ágætur, intónasjóninni var þó á stundum eilítið
ábótavant. Tempóin voru fin og sannfærandi en
leikurinn einum of keyrður á köflum en margt var
fallega gert, eins og allemande-kaflinn, sem var
léttur og skemmtilegur þar sem hljóðfærið lék í
ur Martials, sem var hreint afbragð, og
leikur Guðrúnar og Sigurðar var ör-
uggur en í það heila vantaði i hópinn
fágun og meiri blæbrigði; hann virkaði
dálítið spenntur. Sónatan í G Dúr var
svo fyrst á dagskrá eftir hlé, flytjendur
voru þau Hildigunnur, Martial og Guð-
rún og Sigurður sem sáu um continuo
röddina. Þar var samleikurinn mun
fágaðri og samhljómurinn góður og
sónötunni gerð ágæt skil. Seinni
kantatan, Weichet nur, betrúbte
Schatten, er yndisleg músík eins og
annað á efnisskránni. í þvi verki hafði
Peter Tompkins bæst í hópinn og var
fengur að því. Þar sveif himnesk óbó-
röddin yfir í byrjun og gaf tóninn fyr-
ir sönginn. Sigríður söng þessa kan-
tötu af jafnmiklu öryggi og hina og bar
þar hvergi skugga á. Hljóðfæraleikur-
inn náði líka betra flugi hér en í hinni
og má þar t.d. nefna í fyrstu aríu og
þeirri þriðju þar sem Sigurður og Guð-
rún fóru á miklum kostum í sínum
parti og var allt jafnvægi miklu betra
en í fyrri kantötunni.
Það er ánægjulegt að sjá að einhverjir leggi sig
eftir þvi hér að leika á barokkhljóðfæri sem er heil
stúdía út af fyrir sig og krefst áralangrar þjálfun-
ar, helst að fólk sé hreint og beint alið upp á því.
Þótt fullkomnun hafi ekki verið náð er greinilega
allt á réttri leið.
Arndis Björk Ásgeirsdóttir
Páskabarokkhopurinn
Barokkhljóðfæri eru heil stúdía út af fyrir sig.
höndum Sigurðar, og sömuleiðis Bourrée-kaflinn.
Það er orðið langt síðan Sigríður Gröndal hefur
glatt okkur með sinni fallegu og björtu rödd sem
átti einkar vel við í fyrri kantötu tónleikanna, Non
sa che sia dolore, sem hún söng áreynslulaust og
eðlilega og af miklu öryggi. En meðleikurinn var
ekki alveg í samræmi við áreynsluleysi Sigríðar
þótt þar væri margt fallega gert, eins og flautuleik-
______________Merming
Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir
Miðasala
hefst í
í dag, kl. 9,
hefst miðasala
Listahátíðar í
Reykjavik í
Upplýsinga-
miðstöð ferða-
mála, Banka-
stræti 2. Þeir
sem ætla að
ná sér í miða
á eftirsóttustu
atriðin ættu
ekki að slóra
því miðarnir
geta verið fljótir að fljúga út eins
og dæmi Svanavatnsins sannaði.
Meðal atriða á listahátíð sem
aðeins verða flutt einu sinni má
nefna Cesariu Evora, berfættu
ömmuna frá Grænhöfðaeyjum
(29. maí), Aziza Mustafa Zadeh,
söngkonu og píanóleikara frá As-
erbaídsjan (21. maí), Olli Must-
onen píanóleikara (1. júní),
Ladysmith Black Mambazo-söng-
hópinn frá Suður-Afríku (6. júní)
Judith Ingólfsson fiðluleikara (7.
júni) og Bubba Morthens sem
syngur Bellman 22. maí. Að ekki
sé minnst á Stórsöngvaraveisl-
una með Kristni og Kristjáni,
Diddú og Rannveigu Fríðu 8.
júní.
Fjórar sýningar verða á
dönsku leiksýningunni sem
byggð er á skáldsögu Einars Más
Guðmundssonar, Englum al-
heimsins (3.-6. júní), ítalski lát-
bragðsleikarinn Paolo Nani verð-
ur með þrjár sýningar (3. og 4.
júní) og fjórar sýningar verða 3.
og 4. júní á óperu Mozarts, Don
Giovanni, brúðusýningunni sem
kemur frá Þjóðaróperunni i Prag
og er orðin eitt af kennileitum
þar í borg.
Afaspil
Nú er aðeins eftir ein sýning á
barnaleikritinu vinsæla, Afa-
spili, þar sem Öm Árnason leik-
ur sér að fjórum vel þekktum
ævintýrum. Leikritið hefur verið
sýnt á Stóra sviði Borgarleik-
hússins að undanförnu vegna
mikillar aðsóknar. Leikstjóri er
Örn Árnason og leikendur auk
hans eru Edda Björgvinsdóttir,
Hildigunnur Þráinsdóttir, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson og
Halldór Gylfason.
Síðasta sýningin verður á
sunnudaginn kemur, kl. 14.00.
Myndir
dægranna
Þórarinn
Guðmunds-
son hefur
sent frá sér
sjöttu ljóða-
bók sína,
Myndir
dægranna,
með ljóð-
rænum
myndum úr
mannlífi og
náttúru.
Stef bókarinnar er hverfulleik-
inn og ljóðin eru lituð trega þó
langt sé frá að bókin beri dapur-
legan svip. Þetta ljóð heitir
„Streymi":
Ég bíð við lygnuna
í lœknum okkar
til að horfa
d spegilmynd þína
í haustlitunum
rauóar varir
grœn augu
renna burt
með straumnum.
Fegurðin hefur sest að i brjósti
hans, eins og segir í ljóðinu
„Húsið", og ást og lifsgleði eru
þær kenndir sem Þórami eru
hugstæðastar þótt vonsvik verði
honum líka að yrkisefni.
Höfundur gefur bókina út
sjálfur.
dag
e