Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 DV Fréttir ^ Velta líftækniiönaðar heimsins: Atján hundruð þúsund milljónir - og Islendingar taka þátt í Kulda- og hitavirk ensím eru hluti þeirrar framleiðslu sem sprott- in er upp úr íslenskum líftækniiðn- aði á síðustu árum. Þegar er fram- leiðsla í gangi á kuldavirkum ens- ímum og ýmislegt spennandi mun vera í farvatninu varðandi ensím úr hitakærum örverum. Dr. Jakob Kristjánsson, hjá fyrir- tækinu íslenskar hveraörverur, seg- ir líftæknibylgjuna eiga sér 25 ára aðdraganda þegar fyrsta fyrirtækið í heiminum var stofnað á þessu sviði. Þá einblíndu menn á líftækni- lyf en á þessum tima hafa bæði skipst á gleði og vonbrigði. Nú eru um 30-40 líftæknilyf komin á mark- að af þessum toga og seljast fyrir milljarða dollara á ári. Jakob var í hópi frumkvöðla á líf- tæknisviði árið 1982 en þá störfuöu þar aðeins fjórir hópar vísinda- manna í heiminum, auk þess ís- lenska sem hann stýrði. Sérgrein Jakobs voru rannsóknir á hitakær- um örverum. Hann starfar nú hjá fyrirtæki sínu, íslenskar hveraör- verur, sem hann stofnaði ásamt fleirum. Þar tengist hann íslenskri erfðagreiningu, fyrirtæki Kára Stef- ánssonar, en Jakob vinnur einmitt með ensím á sviði erfðagreiningar. Talið er að um 100 ný líftæknilyf séu á leiðinni á markað víða um heim og líftækniiðnaður er auk þess mjög að hasla sér völl innan land- búnaðargeirans. í heild er talið að ársvelta líftækniiðnaöarins í heim- Dr. Jakob Kristjánsson Var í hópi frumkvööla á líftæknisviói árió 1982 en þá störfuöu aöeins fimm hópar vísindamanna á þessu sviöi í heiminum. ört vaxandi lífefnaævintýri inum sé orðin um 25 milljarðar doll- ara (um 1.800.000.000.000 ísl. kr.) og telja menn að það sé aðeins byrjun- in. Tæknin er komin vel á veg og búist er við hröðum framförum á þessu sviði. „Við vorum mjög snemma á ferð- inni og stóðum hlutfallslega framar- lega I upphafi," segir Jakob. Siðan seig undan þegar þróunin varð ör- ari úti í heimi. Fyrir fimm eða sex árum voru orðnir um hundrað rannsóknarhópar á þessu sviði um allan heim og fyrirtæki fóru að spretta upp. Þá fór okkar forskot að láta undan síga. Notkunarmöguleik- ar ensíma eru viða og það eru vel þekkt svið, t.d. í erfðafræðinni. Þá er verið að nota ensím, m.a. í papp- írsiönaði, sykuriðnaði og vaxandi notkun er á ýmsum öðrum sviðum, s.s. fóðuriðnaði og lyfjagerð." -HKr. Hjálpartæki og reiðhjól fyrlr tvo Þórir lögga meö félaga sínum á reiöhjólinu. Á innfelldu myndinni má sjá kynlífssvipuna og sprotana. Hundur réðst á blaðburðardreng á ísafirði: Skellti drengnum og beit hann - málið kært til lögreglu - pósturinn varast hundinn Lögreglan meö uppboð: Kynlífssvipa í óskilum - auk kynlífssprota Á laugardaginn mun lögreglan í Reykjavík bjóöa upp kynlifssvipu, auk nokkurra kynlífssprota, en hlut- imir flokkast sem óskilamunir hjá lögreglunni: „Ég veit ekki hvemig á að nota þessa kynlífssprota en það var lagt hald á þá ásamt öðru hjá manni sem ekki gat gert grein fyrir eignarhaldi sínu á þeim. Ætli þeir Ilokkist ekki undir þýfl og það sama á við um kynlífssvipuna sem einnig verður boðin upp,“ sagði Þórir Þorsteinsson sem hefur um- sjón með óskilagóssi lögreglunnar. „I ár erum við einnig með óvenjumikið af reiðhjólum, hátt í 400 stykki, og meðal annars eitt sem er gert fyrir tvo hjólreiðamenn, ákaflega skemmtilegur gripur,“ sagði Þórir Þorsteinsson, en uppboð lögreglunn- ar fer fram á Eldshöfða 6, undir eft- irliti sýslumannsins í Reykjavík, á laugardaginn, klukkan 13.30. -EIR DV-MYND BJÖRN DAVÍÐSSON Ólafur Sverrisson 13 ára blaðburöardrengur á ísafiröi lenti illa í því þegar hundur réöst á hann og beit hann. Hundur réðst á 13 ára blaöburðar- dreng á ísafirði um helgina. Hund- urinn skellti drengnum flötum og beit hann í framhandlegginn þannig að þrjár tennur gengu í gegnum húðina. Auk þess marðist drengur- inn töluvert undan kjafti hundsins. Málið hefur verið kært til lögregl- unnar á ísafirði. „Ég var að hjálpa syni mínum að bera út og var að fara meö blað í hús hinum megin við götuna," sagði Sverrir Guðmundsson, faðir Ólafs sem hundurinn réðst á. „Þá heyrði ég óhljóðin í hundinum. Ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hafði gerst og stökk af stað. Drengurinn kom svo hlaupandi frá húsinu, hald- andi um handlegginn, dauðskelfdur sem von er.“ Sverrir sagði að hundurinn sem um ræðir væri búinn að vera með læti að undanfomu. Komið hefði fyrir að þeir feðgar hefðu ekki þor- að að bera út blöð í húsið af þeim sökum. Langt sé í bandi hundsins þannig aö hann komist út á götu. Þegar hann réðst á drenginn hefðu blöðin verið eins og fjaðradrífa um allt bílastæðið. „Ég gat hent steini í glugga húss- ins og gert þannig vart við mig,“ sagði Sverrir. „Eg þorði alls ekki upp að því, enda ekki minna skelk- aður heldur en strákurinn." Ólafur hefur borið blað í húsið eftir þetta. Þá var hundurinn inni en það heyrðist í honum „snarvit- lausum" fyrir innan hurðina. Póstberinn sem ber í hverfið hefur neitað að bera í húsið nema hundur- inn sé inni. Hann sagði í samtali við DV að hann kæmist einfaldlega ekki með póstinn að hurðinni fyrir hund- inum ef hann væri úti. Sverrir hefur kært málið til lög- reglunnar og hyggst fylgja því eftir á þeim vettvangi. -JSS Gagnrýnir daggjöld Guðmundur Hall- varðsson, stjórnar- formaður Hrafn- istu, gagnrýnir harðlega daggjöld sem rikið ætlar að greiða nýju einka- reknu hjúkrunar- heimili við Sóltún. í fréttum RÚV var sagt að starfandi hjúkrunarheimili hygðust fara fram á hækkun en frá 1990 hafi ríkið ákveöið daggjöld einhliða. Þær hækkanir hafi ekki verið í sam- ræmi við verðlagsþróun í landinu undanfarin ár. Árangurslaust Sáttafundi mjólkurfræðinga og Samtaka atvinnulifsins lauk klukk- an sjö i gærkvöld eftir fjögurra tíma viðræður. Fundurinn var árangurs- laus. Álirif hjá ÍSAL Búast má við að verkfall undir- manna á flutningaskipum muni fara að hafa áhrif á almenna neyt- endur innan tveggja vikna. ÍSAL hefur þegar fundið fyrir verkfallinu en flytja á 3000 tonn af áli út með Lagarfossi í dag. RÚV greindi frá Fáir í lögguna Dræm aðsókn að Lögregluskólan- um veldur áhyggjum innan lögregl- unnar en þetta kemur niður á gæð- um í starfi hennar. Mega ættleiða barn maka Allsherjamefnd Alþingis vill að samkynhneigðum í staðfestri sam- vist verði heimilt að ættleiða bam maka síns sem er í þeirra forsjá. í fréttum Bylgjunnar var skýrt frá því að hommar og lesbíur fógnuðu afstöðu allsherjarnefndar en þing- menn hefðu ekki farið varhluta af óánægju ákveðinna afla í þjóðfélag- inu. Semur við Tristan Sementsverksmiðjan hf. og þjón- ustufyrirtækið Tristan ehf. gerðu nýverið með sér samning um þjón- ustu og intemettengingu Sements- verksmiðjunnar. Með samningi þessum flyst öll intemet- og tölvu- póstþjónusta, ásamt vistun á heima- síðum Sementsverksmiðjunnar til Tristan. Dagur greindi frá. Skortir reglur Rannsóknarnefnd flugslysa telur að hér skorti reglur um vinnu við flugvélar utan viðurkenndra verk- stæða. Þessi niðurstaða tengist brot- lendingu vélar við Fitjar í Mosfells- bæ i fyrra. Telur nefndin að koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef rétt hefði verið að staðið því hreyfill vél- arinnar hefði verið orðinn nánast hættulega lélegur. RÚV greindi frá. Stofha börnum í hættu Rúnar Halldórsson, forstöðumað- ur forvamarsviðs Félagsþjónust- unnar, segir að foreldrar stofni bömum sínum undir aldri í hættu með því að heimila drykkju þeirra. Þetta kom fram í fréttum RÚV af því tilefni að unglingar í 10. bekk eru að ljúka samræmdum prófum. Blindir mótmæla Á nýlegum aðal- fundi Blindrafélags- ins var samþykkt ályktun þar sem fyrirhuguðum gjaldskrárhækkun- um Landssímans 1. júlí nk. er mótmælt harðlega. Blindir hvetja Sturlu Böövarsson, sam- gönguráöherra til að beita sér gegn hækkunum á afnotagjöldum öryrkja þannig að þær komi ekki til fram- kvæmda. Dagur greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.