Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 14
14 DV MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 ----- Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsljórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.ls. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Allir verða að gaeta aðhalds Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands ís- lands, hafði rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram, í 1. maí ávarpi, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða gegn of mikilli þenslu. Fyrir launafólk er til mikils að vinna að verðbólga fari ekki úr böndum og kippi þar með forsendum undan nýgerðum kjarasamningum. í lok núverandi samninga munu lægstu laun hafa nær tvöfaldast frá ársbyrjun 1995, eins og forseti Alþýðusam- bandsins benti á. „Þótt þessir taxtar þyrftu vissulega að hækka enn meira skulum við ekki vanmeta þann mikla árangur sem náðst hefur. En til þess að launafólk upp- skeri í raun aukinn kaupmátt verður meira að koma til. Nýgerðir kjarasamningar hvíla allir á þeirri forsendu að verðbólga lækki og að sú launastefna verði ríkjandi að sérstök hækkun lægstu launa njóti forgangs,“ sagði Grétar Þorsteinsson meðal annars. En það er ekki nægilegt að gerðar séu kröfur til stjórnvalda um að grípa til aðgerða sem hamla gegn verðbólgu. Forseti Alþýðusambandsins hlýtur einnig að gera svipaðar kröfur til sinna manna, sem margir hverjir reyna allt sem þeir geta til að brjóta niður þann ramma sem fylgt hefur verið í nýgerðum kjarasamn- ingum. Með ofbeldi, ef ekki býðst annað, reyna fámenn- ir hópar launamanna að knýja fram meiri launahækk- anir en innstæða er fyrir. Það er til mikils að vinna fyrir alla að komið verði í veg fyrir að einstakir hópar launamanna nái fram launahækkunum umfram það sem þeir sem lægst hafa launin hafa þegar samið um. Nái þeir markmiði sínu skipta aðhaldsaðgerðir stjórnvalda litlu, eins og reynsl- an hefur kennt svo harkalega undanfarna áratugi. En Grétar Þorsteinsson gerði rétt að benda stjómvöld- um á að grípa til aðgerða til að koma böndum á þensl- una. DV hefur margítrekað haldið því fram að aðhald í ríkisbúskapnum sé langt frá því að vera nægjanlegt - þar gæti lausungar í stað ráðdeildar. Og sömu sögu er að segja um rekstur flestra sveitarfélaga á landinu. Vegna lausungar í opinberum íjármálum og launa- hækkana, sem þrátt fyrir allt eru hærri en efnahagslíf- ið ræður við með góðu móti, hefur sjaldan verið mikil- vægara að Seðlabankinn haldi óbreyttri stefnu í pen- ingamálum og herði tökin enn frekar. Ekki verður séð hvernig Seðlabankinn kemst hjá því að hækka vexti á komandi vikum til að koma böndum á verðlag, sem hef- ur hækkað meira en ásættanlegt er. Vaxtahækkun Seðlabankans mun að öðru óbreyttu leiða til þess að íslenska krónan styrkist enn og það verður aftur til þess að enn um sinn verðum við að sætta okkur við umtalsverðan halla á viðskiptum við útlönd. Sterk staða krónunnar hefur valdið mörgum útflytj- endum erfiðleikum þar sem færri krónur fást fyrir sömu vöruna en áður. Svipaða sögu er að segja um samkeppnisgreinar hér á landi sem keppa við innflutn- ing, sem með hækkandi gengi krónunnar verður ódýr- ari. Fyrirtæki í útflutningi og samkeppni við innflutn- ing þurfa á öllu sína að halda til að standa undir þeim launahækkunum sem samið hefur verið um. Hjá þessu verður ekki komist á meðan Seðlabankinn er eini aðil- inn sem tekur baráttuna gegn verðbólgunni alvarlega. Óli Björn Kárason Afturganga á ferð „Og aftur er fólk að gera því skóna að fasisminn hafi upp á eitthvað að bjóða. Hvers vegna? Það er vegna þriðja stigs þróunar á fomu valdi aðalsins. “ - Frá Belgrad í Júgóslavíu. Þegar raunsætt er litið til baka, þá verður að viðurkenn- ast að Benito Mussolini var jafh snjall og hann var kald- rifjaður. En Mussolini var að- alhöfundur fasismans. Og hvaða hugmynd var nú það? Hún er afar einíold og var kennd sem fræði fasista. Hug- myndin felst í þeirri fullyrð- ingu að bestu eiginleikar þjóð- arinnar komi fram í einum manni og hann eigi að vera leiðtoginn. En hvaö fær fólk til þess að kaupa slíkt krap? Því er tU að svara að á löngu friðartímabUi í Evrópu urðu miklar efnahagslegar, félagsleg- ar og tæknUegar breytingar. Borgara- stétt, verkalýðsfélög og kvenréttinda- konur efldust. Á móti missti aðaUinn áhrif og völd. Uppreisn aðalsins Fyrri heimsstyrjöldin er fyrst og fremst uppreisn aðalsins gegn því ástandi sem hafði skapast. Sú upp- reisn var í eðli sínu uppreisn evr- ópsks aðals gegn sjátfum sér. Því að- allinn fór að miklu leyti fyrir miklu umsvifaminna ríkisvaldi en við nú þekkjum. Og ríkisvald berst gegn öðru ríkisvaldi. Eftir stríðið var þetta túlkað á forsend- um þjóða Evrópu, þær áttu að vera sjálfstæðar, en höfðu verið í ýmsum ríkjasamböndum áður. Það var áunninn vani að til væru fyrirmenn og minni menn. Hinar nýju þjóðir þurftu því nýja fyr- irmenn. Nýir leiðtogar Hugmyndin var sú að hinir bestu menn þjóðarinnar ættu að fara fyrir hinni miklu þjóð, sem nú var orðin aðalatriði, en ekki kóngur og foður- land. Lenín setti til 250.000 nafn- skráða aðila til að fara með ráðstöf- unarrétt og ráðstöfunarskyldu, í stað landeigenda eins og hann hélt fram. Mussolini þóttist bera alla bestu eig- inleika þjóðarinnar og ætti að vera leiðtoginn. Adolf Hitler og félagar fóru fram með að Þjóðverjar væru náttúrulegt úrval umfram annað fólk og báru viö frumstæðri blóðflokkun, höfuðlagi, augnlit og öðrum þvættingi. í eðli sínu var verið að setja inn nýja menn í stað aðalsvaldsins. Siðari heims- styrjöldin var svo framhald arftaka valds aðalsins á fyrra stríði. Allt vits- munaleg fásinna. Draugur uppvakinn. Mussolini lét taka tengdason sinn Rétt og rangt um RÚV og heimsmótið í skák Það er skiljanlegt að Guð- mundur minnist þessara góðu tíma, enda stóð hann lengi í eldlínu íslenskrar skákforystu og hefur þegar skráð naöi sitt í skáksöguna fyrir fráþær störf á þeim vettvangi. Staða íslands hef- ur því miður breyst til hins verra undanfarin ár. ísland var t.d. 1 50.-52. sæti á síð- asta ólympíumóti. Hins veg- ar verður ekki séð að þessi hnignun tengist Ríkis- útvarpinu á neinn hátt. Skriflegur samnlngur Hvað nýafstaðið heimsmót í skák í Kópavogi varðar þá bauðst Ríkis- útvarpinu aldrei sýningarréttur á þeim viðburöi. Það sem í boði var fyrir Ríkisútvarpiö var að sýna und- ankeppni mótsins eða úrslit atskák- móts íslands. Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri tók snemma þá af- stöðu að sýna annað hvort báða við- burðina eða hvorugan. Þessi afstaða byggðist á því að viðburðimir væru það tengdir að tilgangslaust væri að slíta þá úr samhengi. Þar með ákváðu forsvarsmenn mótanna að leita á náðir Stöðvar 2. Skilst mér að gerður hafi verið skriflegur samningur við Stöð 2 sem reyndar var rift af mótshöldurum. Þetta var hvimleitt fyrir Stöð 2 þar sem þeir voru búnir að leggja tölu- vert fé í upphitunarþátt fyrir mótið þar sem m.a. átti aö sýna viðtal við Garry Kasparov, tekið upp í Amster- dam í janúarmánuði. Eins og kunnugt er var heims- mótið sýnt á Skjá einum og skilst mér að þar hafi al- farið ráðið vilji stuðnings- aðila mótsins. Guðmundur endurmeti stöðuna Úrslit íslandsmótsins í atskák voru sýnd í Sjón- varpinu í fyrra og vilji var til þess hjá Ríkisútvarpinu að gera það að árlegum við- burði. Það verða þvi að telj- ast vafasöm vinnubrögð að bjóða öðrum stöðvum mót- in í ár ef það er á borðinu að byggja upp lengri tíma samstarf við Ríkis- útvarpið og sýna frá þessu móti í framtíðinni. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að forráðamenn Ríkisút- varpsins stökkvi upp til handa og fóta vegna undankeppni heimsmóts- ins en verði af sjálfu aöalmótinu. Skáksambandið hafði aldrei ákvörðunarrétt um það hvar mótið var sýnt og er því ekki rétti aðilinn tii að sakast við i þessu máli. Guð- mundur verður að eiga um það við forráðamenn heimsmótsins af hverju þeir völdu aö sýna mótið á Skjá einum. Ég skora því á Guð- mund, eins og góðum skákmanni sæmir, að endurmeta stöðuna og þá er ég þess fullviss að málið horfir öðruvísi við honum en það gerði í fyrmefndri kjallaragrein hans. - Með skákkveðju. Þorsteinn Þorsteinsson Þorsteinn Þorsteinsson, forstööumaöur markaössviös Ríkisútvarpsins Guðmundur G. Þórarinsson veitist hart að Rikisútvarpinu í kjallagrein í DV þann 19. aprú sl. Hann ásakar Ríkisútvarpið m.a. um áhugaleysi á skáksviðinu. Það er rétt að skýra málavexti þar sem staðhæfingar Guðmundar eru úr lausu lofti gripn- ar og ljóst er að hann virðist ekki hafa vandað til heimavinnunar í þetta sinn. Guðmundur riljar m.a. upp virðingarverða stöðu íslendinga í skákheiminum á liðinni öld. „Það er ekki hœgt að œtlast til þess að forráðamenn Rik- isútvarpsins stökkvi upp til handa og fóta vegna und- ankeppni heimsmótsins en verði af sjálfu aðalmótinu. “ Með og á móti Viljum veiða hrossagauk við að borða faifíigla Ekki í anda náttúruverndar „Við skotveiði- menn erum fylgj- andi því að leyfa veiðar á hrossa- gauk og getum fært fyrir því margvisleg rök. Stofn hrossagauksins er firnasterkur á íslandi og þetta er geysUega erflður fugl að veiða og þess vegna myndu takmarkaðar skot- veiðar ekki hafa nein teljandi áhrif á stofninn. Þetta er fugl sem er einfari, samlitur umhverfinu og mjög hraðUeygur. Það er ekki heiglum hent að veiða hann en hann er mjög gómsætur. Um það get ég borið vitni. Hvað varðar aðra svipaða fugla þá teljum við að spóinn þyldi ekki mikla veiði hér á landi og lóan hefur sérstakan sess í hjörtum okk- ar íslendinga og þó hún sé mikið veidd í öðrum löndum þá höfum við ekki treyst okk- ur tU að mæla með veiðum á henni. Aðrar þjóðir veiða í nokkrum mæli þessa fugla sem ég hef nefnt og það er tU úrval gimilegra uppskrifta tU þess að matreiða þá. Ég hef smakkað t.d. heiðlóu úti í PóUandi fyrir mörgum árum og vissi þá ekkert hvað ég var að borða því ég fékk bara uppgeflð nafn- ið á pólsku og það liðu ár áður en ég vissi hvað var á disknum. En hrossagaukurinn væri verðug bráð fyrir skotveiöimenn og ekkert sem mælir gegn því að leyfa veiðar á honum.“ „Þó menn hafi veitt einhverja af þessum fuglum sér tU viðurværis fyrr á tímum þá er engin hefð fyrir því á síðari tímum. Þó þessir stofnar þyldu sjálfsagt einhverja veiði þá skipa fuglar eins og heiðlóa, spói og hrossagauk- ur sérstakan sess í hugum þjóðarinnar. Þetta eru vor- boðamir og við fögnum þeim en drepum þá ekki. Við íslendingar vistum stóran hluta varpstofns t.d. spóa og bemm þannig ábyrgð á þessum fuglum fyr- ir aUan heiminn. Það væri ekki í anda náttúruvemdar að elta þessa fugla uppi og drepa þá og ég tel að það þjóni engan veginn hagsmunum skotveiðimanna að berjast fyrir því að það verði leyft. Það myndi spUla ímynd skot- veiðimanna og vekja andúð á þeim og fyrirlitningu. Það er vissulega rétt að f sumum nágrannalöndum okkar eru leyfðar veiðar á þessum tegundum. Það er ríkjandi tilhneiging í þá átt að fækka þeim fuglategund- um sem veiðar eru leyfðar á og með því að taka upp veið- ar værum við íslendingar að ganga gegn ríkjandi viðhorfi í náttúru- vernd. Það er aUs ekki í anda náttúru- vemdar að drepa fugla eins og þessa. Við eigum frekar að njóta þeirra á annan hátt með því að fylgjast með þeim í sínu náttúrulega umhverfi. Sigmar B. Hauksson formaöur Skotveiöi- féiags íslands. Olafur Nielsen fuglafræöingur á Aláttúrufræöistofrh un íslands. Nú flykkjast varpfugjar tll landslns í stórum stíl. Margar aðrar þjóólr borða fugla eins og heiðlóur, hrossagauka og spóa I stórum stíl en fram til þessa hafa íslendlngar veigrað sér við því. af lífi, hann svívirti fjölskylduheiður ítala með opinbem friUulífi. Fjöl- skyldan sem hann svívirti var svívirt eins og þjóðin og afkomendur hans lifðu af. Þetta var síðasta snjaUræði Mussolinis. Og aftur er fólk að gera því skóna að fasisminn hafl upp á eitt- hvað að bjóða. Hvers vegna? Það er vegna þriðja stigs þróunar á fornu valdi aðalsins. Nú eru kosnir hinir bestu menn. En vistkerfisbrestur er boðaður. Hinir bestu menn eiga ekki lausnir. Vísindamenn eiga ekki lausn- ir. Það stefnir 1 uppgjör um hverjir eigi að lifa af. Og þá er nærtækast að líta svo á að gott fólk eins og við sjálf, hér og þar, með sömu siði, sömu regl- ur, sama mál og svo framvegis eigi að lifa af. En það verða einhverjir aðrir að verða fyrir vistkerflsbresti. TU þess að skUgreina réttleysi þeirra þarf á kjaftforum einstakling- um að halda, sem buUa eitthvað um sérgreint ágæti þess fólks, sem ætlar að lifa af. Án þess að bægja fyrirsjáan- legum vistkerfisbresti frá þá mun fólk undirbúa uppreisn gegn sjálfu sér eina ferðina enn. - Eins og þegar bryddar á í Júgóslavíu nú. Þorsteinn Hákonarson Ummæli Vélsleðaplágan raunar aUt hið foma landnám Ingólfs - að friðlandi fyrir vélsleðaplágunni svo þar geti göngufólk notið friösæld- ar, laust við vélsleðafret og bensín- stybbu og án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af vélsleðafóntum." Eiöur Guönason sendiherra, í Lesbók Mbl. 29. apríl Lítil fortíðarþekking „Núna er sam- gönguráðherra strjálbýUsins farinn að grafa í rústum húsa brottrekinna Reykvíkinga tU að liðka fyrir siminnk- andi flugumferð. En svona haga menn sér sem ekki hafa framtíðarsýn og misskUja þá takmörkuðu þekkingu sem þeir hafa á fortíðinni... Idjódíski flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er einn erfiðasti þröskuldurinn í vegi fyrir eðlUegri og æskilegri byggðaþróun." Oddur Ólafsson blm., í Degi 29. aprfl og Eimskip „Ljóst er að Sam- skip og Eimskip lúta íslensksri lög- sögu, en hin er- lendu leiguskip þeirra gera það ekki; þar ræður lög- saga þess rikis hvar skipið er skráð. Ör- yggishagsmunir íslenska ríkisins eru af þeim sökum fyrir borð bomir ef annað hvort þessara skipafélaga nær tU sín íslenska hluta sjóflutninga varnarliðsins." Guðmundur Hallvarösson alþm., í Mbl. 29. apríl Breytt gildismat „Á hemámsár- unum 1940-1945 breyttist gildismat- ið mjög tU hins verra ... Nú er mér tjáð, að fólk selji íbúðir sínar og leigi heldur, ef kostur er, tU þess að geta spilað á verðbréfamarkaðn- um. Þetta er ótrúlegt, en mun því miður vera satt.“ Leifur Sveinsson lögfr., f Mbl.-grein 30. aprfl Samskip Áœtlun mín um að efla leskunnúttu barna... ...gengur út ú að eyða 5 miHjörðum dollara til viðbótar. Hvernig hefur þú efni ú þessu og skattalœkkunum líka? Svona, þetta er lestrarácetlunin... % Við lærum reikning senna.ufc i Þörfin á nýrri st j órnmálahugsun „Um margt verður bamfylkingin aó mma mein politiskan agreimng en nokkur ís- lenskur stjómmálaflokkur hefur þolað hingað til. Flokkur með svona víða og óljóst markaða stefnu er gersamlega tilgangslaus nema hann sé stór. “ « Það var ekki auðvelt en ég lét mig hafa það að kjósa tU formanns Sam- fylkingarinnar mann sem lýsir því yfir opinberlega að sjálfsagt sé að ís- lendingar haldi áfram að vera í NATO. Ég lét mig hafa það af þvi að við sem ætlum að fara að stofna Samfylkingu jafnaðarmanna verðum að venja okkur á að hugsa um stjóm- mál á aUt annan hátt en gert var í Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki eða Kvennalista. Við stöndum frammi fyrir því að tUeinka okkur nýja stjómmálahugsun. Eins og að tilheyra þjóðfélaginu Það eina sem sameinar samfylk- ingarfólk og réttlætir þannig sam- fylkingarbröltið er að vUja mynda sameiginlegan stjórnmálavettvang fyrir hag þess fólks sem liflr af því að selja vinnu sína og telst því öreig- ar í marxískum skUningi. Af því leiðir væntanlega samstöðu um viss einstök mál, aUt að því af sjátfu sér, svo sem um að svipta sægreifana gjafakvótanum. En um margt verður Samfylkingin að rúma meiri póli- tískan ágreining en nokkur íslensk- ur stjórnmálaflokkur hefur þolað hingað tU. Flokkur með svona viða og óljóst markaða stefnu er gersam- lega tilgangslaus nema hann sé stór. Við hljótum að vera að stofna flokk fyrir 40-50% kjósenda. Við eig- um eftir að safna um það bU helm- ingi þess fylgis, miðað við síðustu skoðanakannanir, og það gerum við aðeins með þvl að virða skoðanir sem ná aUa leið- ina miUi Vinstri grænna og SjálfstæðisQokks. Ef vel tekst tU verður Samfylkingin einn helsti átakavettvangur islenskra stjórnmála, staður þar sem stefna verður mótuð, mál- um miðlað, meirihluti lát- inn hafa sitt fram eftir að- ferðum og reglum sem eng- in leið er að setja fyrir- fram. Breski sagnfræðing- urinn og marxistinn E.P. Thompson varð seinast frægur fyrir baráttu sína gegn kjamorkuvígbún- aði og hefði örugglega verið róttæk- ur alþýðubandalagsmaður og her- stöðvaandstæðingur á Islandi. Hann sagðist einhvern tímann vera í Verkamannaflokknum því það væri nánast eins og að vera í þjóðfélaginu. Með því átti hann væntanlega við að það væri hlutverk ábyrgs samfélags- borgara að vera í marktækum stjómmálaflokki og þá kæmi enginn annar en Verkamannaflokkurinn tU greina í landi sínu. Besta hugsanlega framtíð Samfylkingarinnar er að hún verði þess konar flokkur meðal íslendinga. Listin að vera í stórum krataflokki Ég hef örlitla reynslu af því sem Thompson var að tala um, því aö ég var í London í tvö ár á áttunda ára- tug aldarinnar. Þá var Verkamanna- flokkurinn í stjóm og eng- inn raunhæfur róttækar^ kostur tU í breskum stjóm- málum, ólíkt því sem hér er, vissulega. Aðeins örlítUl og áhrifalaus kommúnista- flokkur taldist tU vinstri við Verkamannaflokkinn. Mað- ur hélt stíft með vinstriarm- inum í Verkamannaflokkn- um á móti hægriarminum, með Michael Foot og Tony Benn gegn WUson og CaUaghan. En maður hélt alveg jafnstíft með WUson og CaUaghan gegn íhaldinu. Ég tók aldrei neinn þátt í pólitísku starfi þama, fylgdist bara með, en síðan þykist ég samt hafa nasasjón af þeirri list að láta hjarta sitt slá með stórum krataflokki. Breski Verkamannaflokkurinn átti raunar eftir að bila á þessari innri samstöðu sem hann byggðist alltaf á. Fáum árum eftir þau sem ég var að lýsa missti hann þingmeiri- hlutann, vegna þess að honum og verkalýðshreyfingunni tókst ekki að vinna saman. Það fengu þau líka borgað ótæpUega með löngum vetri Thatcher-tímans. Segja má að þar hafi komið í ljós að betra hefði verið að sýna pólitískum samherjum meiri tiUitssemi og spUa minna upp í hendurnar á höfuðandstæðingum. Það kann að vera hoUur lærdómur fyrir Samfylkingu jafnaðarmanna í upphafl. Gunnar Karlssnn — Gunnar Karlsson prófessor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.