Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 Atkvæði greidd um samúðar- verkfall Sigurður Bessason, verðandi for- maður Verkalýðsfélagsins Eflingar í Reykjavík, segir að viðkomandi fé- -** lagsmenn muni greiða um það at- kvæði hvort þeir leggja niður störf og neita að afgreiða erlend leiguskip sem Eimskip er með á leigu þegar þau koma til hafnar í Reykjavík. Sjómannafélag Reykjavikur, sem er í verkfalli, fór fram á slíka að- stoð, að Efling beitti sér fyrir því að skipin sem eru með eriendum áhöfnum yrðu ekki afgreidd. Sig- urður Bessason sagði í morgun að ekki væri búið að tímasetja at- kvæðagreiösluna, en yrði samþykkt að fara í verkfallið tæki boðun þess vikutíma. Það er því ljóst að Efling- armenn ætla að afgreiða fyrsta leiguskipið sem mun væntanlegt til Reykjavíkur nk. sunnudag. -gk Húsavík: Fundað um afsökun „Hingað hefur ekki borist nein af- sökunarbeiðni," sagði Sigurjón Sig- urðsson hjá fréttablaðinu Skránni á Húsavík i morgun en sem kunnugt er hafa ýmsir sem skrifuðu nafn sitt undir stuðningsskjal til dæmds nauð- gara og foreldra hans á Húsavík beðist afsökunar á undirskrift sinni. Meðal þeirra er Aðalbjörg Ámadóttir fórðunarstúlka en nafn hennar trónir efst á umræddum lista: „Dóttir mín hefur beðið foreldra fómarlambsins afsökunar bæði munnlega og skriflega en ég á ekki von á því að afsökunarbeiðni verði birt í Skránni að svo stöddu,“ sagði Árni Logi Sigurbjömsson, meindýra- eyðir á Húsavík og faðir Aðalbjargar. „Við ætlum að funda í dag með ýms- um aðilum málsins og sjá svo hvað setur. Þessu verður að linna.“ -EIR SKEMMTISKIPiÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI Q O I _j LU > SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA r ALDRAÐIR FÁ ^JOLABÚSTAÐI! DV-MYND S |í i-j&í;v2 í£i WlþS §9 v jý f• M d hh ■ 10 ■ ! E íSHHUL i' • ojgS S\9W ! ULLARHÚSIÐ Olöglegur útifundur Rétt eftir klukkan 13 í gærdag settist maður nokkur út með sófasett og borð á ingóifstorgi í Reykjavík, með það í huga að halda útifund. Þegar upp komst að maðurinn var ekki með leyfi frá Lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir úti- fundinum fjarlægðu lögregluþjónar sófasettið og leystu upp „fundinn. “ Maðurinn var færður á Lögreglustöðina, grun- aður um ölvun. Egilsstaðir: Leikskóla lokað vegna móður Leikskólinn á Egilsstöðum var lok- aður í morgun. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig og börnin vera í hættu vegna konu sem bmgðist hefur harkalega við því að vera svipt for- ræði yfir bömum sínum. „Starfsfólk samþykkti að mæta ekki til vinnu fyrr en málið hefur ver- ið leyst,“ sagði leikskólastjóri Tjarn- arlands, Aðalbjörg Pálsdóttir. Kærur á hendur konunni eru fjöi- margar en ekki tengjast þær allar bamaverndarmálinu. Bylgjan greindi frá því að i gær var sérstök gæsla á leikskólanum vegna konunnar, sem hefur veist að konu sem situr í bamarverndamefnd og haft í hótunum við starfsfólk leikskól- ans. „Þegar múgæsing fer í gang í sambandi við leikskóla þá kemur það bara niður á bömunum," sagði Herdís Hjörleifsdóttir, félagsmálastjóri á Eg- Osstöðum. „Hlutverk leikskólakenn- ara er að vernda bömin án þess að koma af stað æsingi," bætti Herdís við. Ákveðin öryggisatriði eins og læstar hurðir og dyrabjöllur, ættu að vera notuð í svona tilfellum," sagði Herdís. „Verið er að vinna í því að koma dyrabjöllukerfi í húsið.“ -SMK Samið við þrjú verkalýðsfélög á Norðurlandi í nótt: Launaflokkum bætt við hjá fiskverka- og iðnverkafólki - ekki mikil launahækkun umfram VMSÍ, segir Valdimar Guðmannsson DV, AKUREYRI:_______________________ Samningar tókust í nótt milli Samtaka atvinnulífsins og þriggja verkalýðsfélaga á Norðurlandi sem felldu samning VMSÍ og at- vinnurekenda á dögunum. Þessi félög eru Stéttarfélagið Samstaða í Húnavatnssýslum og félögin tvö, Aldan og Fram í Skagafirði. Fjórða félagið sem felldi VMSÍ- samninginn, Verkalýðsfélag Öxar- fjarðar, var ekki aðili að sam- komulaginu í nótt. „Það var bætt við einum launa- flokki í fiskvinnslu og hjá iðnað- arfólki," sagði Valdimar Guð- mannsson, formaður Stéttarfélags- ins Samstöðu, i morgun um samn- inginn sem gerður var í nótt. Þeg- ar Valdimar var spurður hvað nýi samningurinn þýddi í krónutölu sagði hann: „Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað þetta þýðir í pen- ingum, en það er ekki mikið, það er ekki verið að ræða um neinar stórar upphæðir í þessu sam- bandi. Aðrar heimildir DV telja að þessir samningar gætu hugsan- lega þýtt um 1000 króna launa- hækkun á mánuði umfram það sem VMSÍ-samningurinn sagði til um. Sáttasemjari kallaði forsvars- menn félaganna þriggja á Norður- landi á sinn fund í gær. Þá var talið að um formsatriði væri að ræða og að samningaviðræður þeirra myndu fara fram heima i héraði. Svo reyndist þó ekki vera, eftir stuttan fund og smáhlé boð- aði sáttasemjari annan fund með samninganefhd Samtaka at- vinnulífsins sem stóð fram á nótt og var ekki stað- ið upp fyrr en búið var að ganga frá nýjum samningi. Valdimar Guð- mannsson sagði í fjölmiðlum í gær að í Húna- vatnssýslum hafi VMSÍ-samningurinn verið felldur vegna launaliðarins og ekkert þýddi að koma með annan samning nema launatölumar hækkuðu nokkuð. Hvort samning- urinn frá í nótt nægir kemur í ljós fljótlega, en verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld var frestað til 9. maí. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur þar sem Verkalýðsfélag Öxarfjarðar er einnig innanborðs, sagði i morgun að stíft hefði verið fundað þar undanfama daga. Búið er að semja við eitt af fjórum stóru fyr- irtækjunum á Öxarfjarðarsvæð- inu, Fjallalamb á Kópaskeri, og var samið um talsvert meiri hækkanir en gert hefur verið ann- ars staðar að sögn Aðalsteins. Hann vonaði að samið yrði við önnur fyritæki í dag svo til verk- falls komi ekki á miðnætti. -gk Valdimar Gub- mannsson „Ekki um stórar upphæðir að ræða. “ 76 ára kona vildi komast í frí: Of gömul til að fá sumarbústað „Ég er dálítið skúffuð. Ég er búin að greiða iðgjöld til verkalýðsfélags- ins í 55 ár og hef aldrei áður sótt um sumarbústað. Nú er mér sagt að fólk á vinnumarkaði gangi fyrir þegar sumarhúsunum er úthlutað," sagði Sigríður Jónsdóttir, 76 ára gömul verkakona sem fékk sent um- sóknareyöublað frá verkalýðsfélag- inu Eflingu með tilboði um dvöl í einu af sumarhúsum félagsins. „Þeir höfnuðu umsókn minni og sögðu að ég væri orðin of gömul. Mér finnst nú að við sem erum orð- in eldri eigum að ganga fyrir þegar þessum sumarhúsum er úthlutað. Nóg höfum við greitt til þessara háu herra,“ sagði Sigríður, sem býr í Ár- bænum, hefur lokið lífsstarfmu og langar í frí. Fjóla Jónsdóttir hjá verkalýðsfé- laginu Eílingu segir að byggt sé á sérstöku punktakerfi þegar sumar- bústöðum félagsins er úthlutað: „Punktakerfið er byggt á iðgjalda- sögu síðustu 11 ára og þar af leiöir að möguleikar eldra fólks eru minni yflr háannatímann. Hins vegar bendi ég á alls kyns tilboð sem við erum með handa þessu fólki á öðr- um tímum og það ætti að geta nýtt sér,“ sagði Fjóla Jónsdóttir hjá Efl- ingu en félagið hefur yfir að ráða um 50 sumarbústöðum og hjólhýs- um fyrir félagsmenn sína. -EIR Of gömul fyrir verkalýösfélagið Sigríður Jónsdóttir á svölunum heima hjá sér í Árbænum. Sumarbústaðinn fær hún ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.