Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 I>V Stoltenberg Segir miklar iaunahækkanir hjá forsvarsmönnum fyrirtækja eiga stóran þátt í verkfallinu. Verkfall í Noregi Klukkan sex í morgun hófst um- fangsmesta verkfall í Noregi síöan 1986 þegar um 82.000 manns lögðu niður vinnu. Norömenn hafa á und- anfómum dögum hamstrað matvör- ur, einkum vín, bjór og ferskvöru, enda er talið að verkfallið geti dreg- ist á langinn. Norðmenn hafa á und- anfómum árum keyrt yfir landa- mærin til Svíþjóðar tO að kaupa vör- ur á betri kjörum - sérstaklega í ljósi þess að matvara hefur lækkað á und- anförnum árum þar í landi - en dag- ana fyrir verkfallið hefur álagið þó aukist til muna. í skoðanakönnun sem gerð var i Noregi kom fram að mikill meirihluti landsmanna setur launahækkanir á oddinn í kjarabar- áttunni á meðan mikill minnihluti telur fimmtu frívikuna vega þyngst. Viðsemjendur höfðu lagt fram tilboð um 4 prósenta launahækkun og flmmtu frivikuna en því var hafnað. Ljóst er að ef verkfallið dregst á langinn mun það koma illa niður á atvinnuvegunum. Gaddafi: Líbýa tengist ekki Lockerbie- árásinni Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi sagði í sjónvarpsviðtali við Sky-sjón- varpsstöðina í morgun að Líbýa hefði ekkert haft að gera með Lockerbie-árásina. Réttarhöld hófust í morgun í Hollandi yfir tveimur Lí- býumönnum vegna árásarinnar þeg- ar farþegaþota Pan American-flugfé- lagsins sprakk yfir bænum Locker- bie í Skotlandi fyrir 11 árum. Saksóknarar segja að Líbýumenn- imir, sem voru leyniþjónustumenn, hefðu í desember 1988 falið semtex- sprengiefni í útvarps- og segul- bandstæki sem sett var í ferðatösku. 259 farþegar, þar af 189 Banda- ríkjamenn, létust í árásinni og 11 íbúar bæjarins Lockerbie. Hinir ákærðu neita öllum sakargiftum. Þeir segjast einungis hafa verið venjulegir flugfélagsstarfsmenn. Gíslatakan á Filippseyjum: Harðir bardagar við skæruliða halda áfram Til harðra átaka kom í gær á milli stjómarhers og múslímskra skæruliða sem halda 21 manni í gíslingu á Suður-Filippseyjum. Landstjórinn í Súlú-héraði, Abdusakur Tan, hefur neitað full- yrðingum skæruliða um að tveir gíslanna hafi látið lifið í átökunum. Ónefndur maður hringdi í útvarps- og sjónvarpsstöðvar þar í landi í gær þar sem hann sagðist vera tals- maður skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf og sagði hann einn gíslanna - karlmann - hafa látist af skotsár- um i árásinni og að kona heföi dáið úr hjartaáfalli. Stjómarherinn hefur umkringt búðir skæruliða en til bardaga kom á þriðjudagskvöld eftir að samn- ingaviðræður fóru út um þúfur. Tveir hermenn létust og sex slösuð- ust en talsmenn hersins segja tölu þeirra sem létust úr röðum skæru- liða enn á huldu. Á sama tíma og bardagarnir áttu Liösauki berst Fullfermi af hermönnum komiö til Joloæyju til aö berjast viö skæruiiða. sér stað sprungu fjórar sprengjur samtímis í borginni General Santos og særðu um 20 manns. Um 80 manns hafa látist síðan bardagarnir hófust fyrr í vikunni og eru þetta sögð vera verstu átök á milli stjórnarhers og múslímskra aðskilnaðarsinna síðan friðarsátt- máli var undirritaður milli beggja aðila árið 1996. Aðskilnaðarsinnar og Abu Sayyaf hafa krafist sjálfstjómar og neita að ræða við stjórnvöld á öðrum for- sendum. Aðalsamningamaður fyrir hönd filippseysku ríkisstjómarinnar sagði í samtali að skæruliðarnir hefðu fært sig um set og tekið gisl- ana með sér. „Þetta er einmitt það sem við vildum að myndi ekki ger- ast,“ sagði Nur Misuari við frétta- menn. „Ég sagði aö um leið og skot- bardagar hæfust myndu þeir flytja gíslana um set þar sem það væri nú þegar vitað hvar þeir væru.“ \Ú, ; Drottning í heimsókn Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu í gær ráöhúsiö í Toulouse í Frakklandi. Hér eru þau meö borgarstjóranum, Dominique Baudis. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stlllholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Presthúsabraut 31, Akranesi, þingl. eig. Ragnheiður Gunnarsdóttir, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður og íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Reynigrund 13, Akranesi, þingl. eig. Guðmundur Rúnar Davíðsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Akra- nesi, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Reynigrund 24, 75,34% eignarhluti, Akranesi, þingl. eig. Helga Atladóttir, Agnar Guðmundsson og Sigríður Kristín Óladóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Akranesi, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Einigrund 3, hluti 0101, þingl. eig. Emir Freyr Sigurðsson og Eydís Auðunsdóttir, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Heiðargerði 24, efri hæð, Akranesi, þingl. eig. Brynjar Þorlákur Emilsson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki Islands hf., Akranesi, og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Suðurgata 120, Akranesi, þingl. eig. Lár- us Óskarsson, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Kirkjubraut 12, Akranesi, þingl. eig. Mar- ía Jósefsdóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Vátryggingafélag íslands hf. þriðjudaginn 9. maí 2000, kl. 14.00. Vallholt 11, efri hæð, Akranesi, þingl. eig. Þórdís Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissj. starfsm. rík., B-deild, þriðju- daginn 9. maí 2000, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Rauði Ken lýsti yfir stuðningi við evruna Ken Livingstone, sem kallaður er Rauði Ken, sagði á fundi með helstu kaupsýslumönnum Bretlands í gær að hann væri hlynntur evrunni. Fyrir nokkmm vikum sagði Livingstone, sem að öllum líkindum verður kjörinn borgarstjóri London á morgun, að alþjóðlegir kaupsýslu- menn hefðu drepið fleiri en heims- styrjöldin síðari. Sagði Livingstone á fundinum í gær að ekki ætti að bíða með aðild að evrópska myntbandalaginu eins og breska stjómin vill gera. Stjórn- in vill bíða þar til réttum efnahags- skilyrðum hefur verið náð. Livingstone, sem var rekinn úr Verkamannaflokknum fyrir að bjóða sig fram á eigin vegum, sagði að atvinnutækifæri töpuðust í London vegna sterkrar stöðu punds- Ken Llvlngstone ins. Daörar viö kaupsýslumenn. Stuttar fréttir Lítill árangur af viðræðum Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, hittu í gær leiðtoga helstu stjórnmála- flokkanna á N-ír- landi í London í gær. Lítill árangur varð af viðræð- unum. Reyna á aftur síðar í vikunni að blása nýju lífi í friðarferlið. Tugir létust í ferjuslysi Að minnsta kosti 43 létust þegar tvær ferjur sukku á Meghnaánni í austurhluta Bangladesh á mánudag- inn. Um 100 er saknað eftir slysið. Risakauphöll Kauphallirnar í London og Frankfurt staðfestu í morgun sam- runa til að mynda risakauphöll í Evrópu. Morð í Zimbabwe Stuöningsmenn stjómar Mugabes Zimbabweforseta myrtu í gær and- stæðing stjómarinnar. Nú hafa að minnsta kosti 15 verið myrtir í of- beldisaðgerðum stuðningsmanna forsetans undanfarnar níu vikur. Fólksfækkun í A-Evrópu Fæðingum í Evrópu hefur fækkað svo mikið að óttast er að íbúamir verði orðnir þriðjungi færri eftir hálfa öld. Gæsluliðum rænt Fyrrverandi uppreisnarmenn í Sierra Leone hafa rænt 14 friðar- gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna og 3 óbreyttum borgurum. Hlustið á táningana Á ráðstefnu um táninga í Hvíta hús- inu í Washington í gær var lögð áhersla á að hlustaö yrði á táninga og þeir látnir sinna störfum sinum. Hillary Clinton sagði enga Bandaríkjamenn þurfa meiri stuðning og leiðbeiningu en táningar nútímans. Hneyksli í Kólumbíu Juan Hernandez, starfsmanna- stjóri forseta Kólumbíu, Andres Pastrana, sagði af sér í gær vegna ásakana um að hann heföi notað að- stöðu sína til útvega fyrirtæki eig- inkonu sinnar samninga hins opin- bera. Bildt til áhættufyrirtækis Carl Bildt, sátta- semjari Evrópu- sambandsins í Bosníustriðinu og fyrrverandi leiðtogi hægri manna í Svi- þjóð, ætlar að draga úr störfum sínum fyrir alþjóðlegar stofnanir. Hyggst Bildt verða ráð- gjafi hjá áhættufjármagnsfyrirtæk- inu IT-Provider. Milljónir þurfa aðstoð MUljónir íbúa Indlands þurfa aðstoð vegna gífurlegra þurrka undanfamar vikur. Hafa Indverjar misst þúsundir dýra af völdum þurrkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.