Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 r>v Fréttir Verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hefur þegar talsverð áhrif: Barátta þótt þetta standi fram á haust - segir gjaldkeri félagsins sem á jafnvel von á að til tíðinda dragi um næstu helgi „Við höfum ekki þurft að vera með neina alvöru verkfallsvakt enn sem komið er en það verður örugglega hert á því strax um næstu helgi þegar fyrstu „leigukassarnir" fara að koma til landsins. Við eigum von á fyrsta leiguskipinu á sunnudag," sagði Birg- ir Björgvinsson, gjaldkeri Sjómanna- félags Reykjavíkur, í gær en hann var á vaktinni í höfuðstöðvum félagsins. Verkfall Sjómannafélags Reykjavík- ur er strax farið að hafa áhrif. Milli- landaskipin stöðvast hvert af öðru og innflutningur og útflutningur á vör- um frá landinu stöðvast. Ekki er þó reiknað með öðru en allt verði með felldu á verkfallsvaktinni þangað til um næstu helgi þegar leiguskipin sem Eimskip rekur fara að koma en áhafn- ir þeirra eru svo til eingöngu skipað- ar erlendum sjómönnum, að sögn Birgis. „Við vonumst til að við fáum ein- hvern stuðning frá verkaköllunum í Eflingu við að taka á málunum sem þá koma upp en annars munum við grípa til þeirra aðgerða sjálfir sem koma í veg fyrir að þessi leiguskip fái eðlilega afgreiðslu. Það er tryggt að það verður gert sem gera þarf,“ segir Birgir. Hann segir einingu meðal félags- manna Sjómannafélags Reykjavíkur vera mjög mikla. „Það næst ekki upp betri eining en er hjá strákunum og það er alltaf þannig þegar á mann- skapinn reynir. Það hefur hins vegar ekki reynt mikið á menn í verkfóllum síðustu árin, við fórum síðast í verk- fall árið 1991 en vissulega höfum við þurft að beita okkur stöku sinnum síðan, t.d. vegna sjóræningjaskipa og þess háttar.“ - Hvernig er staða verkfallssjóða ykkar? „Við höfum aldrei átt og eigum ekki digra verkfallssjóði. Hins vegar reikna ég með að dragist þetta á lang- inn munum við njóta aðstoðar nor- ræna flutningasambandsins og þess alþjóðlega og Dagsbrún hljóp undir bagga með okkur einhvern tímann. Þetta bjargast einhvern veginn.“ - Og þið eruð fastir í hundrað þús- und króna kröfunni? „Já, alveg gallharðir og á því er ekkert lát og verður ekki. Það verður barátta þótt þetta standi fram á haust. Menn eru alveg gallharðir," segir Birgir Björgvinsson. -gk A verkfallsvakt Sjómenn í höfuðstöövum Sjómannafélags Reykjavíkur í gær. DV-MYND HILMAR ÞÓR Ökutæki fyrir 20 milljarða: Góð skil í bílalánum - þrátt fyrir mikinn innflutning út á lánsfé Talið er að um 20 milljarðar liggi sem lánsfé í ýmiss konar ökutækj- um á vegum fjármálastofnana og tryggingafyrirtækja. Áframhald- andi mikill bílainnflutningur, sam- fara góðu aðgengi fólks að lánsfjár- magni, hefur leitt til vangaveltna um að þar hljóti að vera mikið um vanskil. Samkvæmt athugunum kaupleigufyrirtækja virðist raunin hins vegar önnur. Með því lægsta sem þekkist Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, segir van- skilahlutfall í bílalánum vera með því lægsta sem þekkist. „Það er lægra heldur en i fjármögnun tU at- vinnulífsins og það er einnig tölu- vert lægra en við sjáum í banka- kerfinu á sambærilegum lánum. Þetta er því andstætt því sem menn hafa verið að halda fram í fjölmiðl- um að væri gífurlegur vandi. Það er einfaldlega alls ekki svo.“ Góðærið heldur áfram Pétur Magnússon, lögmaður Lýs- ingar, segist hafa heyrt þessar sögur um vanskU í bUaviðskiptum. „Fólk er að gera þessu skóna en við sjáum það bara ekki í okkar tölum. Þetta er eins og sögusagnir sem fara af stað án þess að nokkuð sé þar að baki. Ég er mikið spurður um þetta núna þar sem fólk virðist hafa þessa tilfmningu. í raun verðum við þó ekki vör við að þetta sé eitthvert vandamál þrátt fyrir mikinn inn- flutning á bUum. Góðærið virðist þvi enn halda áfram.“ Sama prósentutala Hjalti Kristjánsson hjá SP-fjár- mögnun segist líka hafa heyrt svip- aðar sögur. „VanskU sem hlutfaU útlána hafa ekki aukist hjá okkur. Þetta er mjög sambærUegt við það sem verið hefur undanfarin ár. Van- skU í krónum talið hafa kannski aukist en það er þá vegna aukinna útlána. VanskUin nú eru nánast sama prósentutala og á sama tíma- bUi í fyrra." Hann segir þó erfitt að henda reiður á hversu stórar upp- hæöir liggi í bUaflotanum vegna kaupleigu eða af öðrum toga. Slík tala sé einfaldlega ekki tU nema sem ágiskun. TU að sjá hana þurfi að fara í nákvæma greiningu á árs- reikningum fyrirtækjanna. -HKr. Einstakt tækifæri til að byrja sumarið á Benidorm þann 16. maí með Heimsferðum á hreint ótrúlegum kjörum. Sumarið er byijað á Benidorm og veðrið orðið yndislegt á þessum tíma, 25-28 stiga hiti alla daga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottfor hringjum við í þig og staðfestum við þig hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 29.955,- Verð p. mann m.v. hjón mcð 2 böm, 2 -11 ára, flug, gisting og skattar í viku. Verðkr 39.990,“ Verö p. mann m.v. 2 í gistingu, vikuferð, flug, gisting og skattar. Aukavika kr. 11.900 m.v. 2 í studio/íbúð. iEIMSFERÐlR Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is /í5 & Nýir bílar Vanskil eru síst meiri nú en verið hefur undanfarin misseri. ====== f7o/ý>ujH/in t/ /lá&göy/iu/n t c/at/ ===== SumartiHboö Frá 3- —11- tnaí rymum viö til fyrir nýjum sumarvörum 10-40% afsláttur aföUuni vörum í versluninni |^|^«f1%r'| Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 UwUUUl I Opiö virka daga 10-18, laug. 10-16 fe 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.