Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 I>V Fyrsta bók ársins 2000 - sem var prentuð í lok desember og kom formlega út akkúrat á áramóta- miðnœtti - heitir Bók í mannhafið og er safn Ijóða eftir ung skáld, flestfœdd eftir 1970. Bókina má ekki eiga, hún á að ganga milli manna, en þegar eintök af henni bárust á svipuðum tíma til blaða- manns DV og Sigurðar Pálssonar skálds var hann beðinn að skoða hana og segja hvað honum fyndist - svona til að minna á frœgt sam- tal blaðamanns Birtings og Steins Steinars um Ljóð ungra skálda fyrir 45 árum. „Þetta er prýðiskynningarrit og áhugavert sem sýnisbók þess athyglisverðasta sem ung skáld eru að yrkja núna,“ segir Sigurður. „En eins og allar sýnisbækur þá fær maður takmarkaðan prófil af hverjum og einum. Hins vegar kannast maður í þessari bók við prýðisfólk sem maður hefur séð í öllu sínu veldi í heilum bókum áður og þau koma best út. Þó svo að Kristján Þórður Hrafnsson sé bara með eitt ljóð hér, svo dæmi sé tekið, þá blasir við að hann hefur lagt sig eftir sonnettuforminu með afbragðsárangri, en það vissi maður líka fyr- ir. Ef ætti hins vegar að meta hann eftir þessari einu sonnettu væri hún vissulega gleðileg en mað- ur vildi sjá meira. Þessi bók ber því merki tak- markandi eðli sýnisbóka almennt." - En getur hún sagt manni eitthvað um skáld- skapinn á okkar tímum? „Já, trúlega er það sterkasta hlið hennar. Það verður til einhvers konar sameiginlegur höfundur sem ber vitni um það athyglisverðasta sem fólk undir þrítugu er að gera.“ - Segir hún eitthvaö um yrkisefnin sem sækja á ungt fólk? „Yrkisefnin eru alltaf þau sömu og hafa verið í um þrjú þúsund ár og það er mjög gleðilegt að þessi ungu skáld virðast hafa ratað á þau,“ segir Sigurð- ur og brosir elskulega. Síðan nefnir hann hópinn sem hann þekkir „að góðu einu“ í bókinni. Það eru áðumefndur Kristján Þórður, Gerður Kristný, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Sindri Freysson, Margrét Lóa og þeir Magnasynir, Andri Snær og Sigtryggur - sem era ekki bræður. „Aðrir eru óljósari af því sýnisbókin nægir ekki,“ segir hann, „en hópurinn kemur út ansi sterkur. Þó á eftir að koma í ljós hvort þau halda sínum eigin tóni og ná að þróa hann, og sumt er kannski full smágert, það er lát- in nægja einhver lítil grunnhugmynd og leikur með hana, stundum í formi orðaleiks. Þá verður gallinn sá að fyrsti lestur tæmir möguleika ljóðs- ins, svipað eins og brandari tæmist þegar maður hefur heyrt hann einu sinni. Sumt í Bók í mann- DV-MYND E.ÓL. Sigurður Pálsson skáld Þaö vill gleymast að Ijóölist byrjar alltaf á persónulegri, einstaklingsknúinni formbyltingu. Menn eiga hafið er sem sagt með fullsmáu sniði, en það eru hvorki meiri né minni gallar en á ljóðagerðinni yf- irleitt." Ljóðlistin er nútímaleg - Eru þetta þá slök ljóð? „Nei, þessi bók ber vitni um það að það er vel ort á þessu tungumáli af fólki innan við þrítugt. Og það er gífurlega mikið ort.“ - Af hverju heldurðu að það stafi? Af hverju tek- ur fólk ekki ljósmyndir eða vídeómyndir ...? „Ljóðlistin er svo nútímaleg," svarar skáldið að bragði. „Hins vegar hefur mér lengi fundist menn vera of lítilþægir fyrir hönd ljóðlistarinnar. Það er eins og þeir gefi sér fyrirfram að hún sé minni hátt- ar miðað við önnur form ritlistar. Dæmi um þetta er þegar fólk gefur út eina ljóðabók og snýr sér svo að skáldsögum eða leikritum. Mér hefur þótt skorta á metnað til að hvika ekki frá ljóðforminu sem fullkomlega ja&iréttháu öðrum formum. Ljóð- ið getur gert alla hluti sem ritgerð, skáldsaga, leik- rit geta gert.“ - Nú hefúr þú sjálfur skrifað skáldsögu ... „Já, en ég beið til fimmtugs með að gefa út prósa! En ég skrifaði prósa lengi í laumi og svo hef ég skrifað leikrit alla tíð,“ viðurkennir hann. A5 smíða eigið tungumál - Veikasta hliðin á þessum sameiginlega höfúndi er sem sagt nægjusemin. Tengist hún tökum skáld- anna á tungumálinu? „Allt byrjar auðvitað og endar í tungumálinu,“ segir Sigurður, „og þetta unga fólk á eftir að bæta við þekkingu sína á því. Ég man ekki hver sagði að hvert einasta ljóðskáld yrði á einhvern hátt að fmna upp ljóðlistina. Það er ekki vitlaust. Öll ljóð- skáld eru á vissan hátt að byrja frá grunni. Og ein- hver annar sagði - ég man ekki hvort það var ég - að ljóðskáld yrðu að brjótast inn í tungumálið til þess að geta svo brotist út úr því aftur. Það er ein- hver persónuleg meðferð á tungumálinu - að af- neita á vissan hátt hinu venjubundna í tungumál- inu til þess aö smíða sér sitt eigið tungumál - sem er viðfangsefni ljóðskáldsins. Hjá þessum sameig- inlega höfundi er sú þróun á mismunandi stigum. Hún er komin vel á veg hjá þeim bestu, sem sagt hjá Gerði Kristnýju, Sigurbjörgu, Sindra, Kristjáni Þórði, Magnasonum, einkum Andra Snæ... Hinn er bráðskemmtilegur, mig minnir að hann kunni á sonnettur, það er vel að sér þetta fólk,“ segir Sig- urður og blaðar í bókinni, „það er ekki hægt að yrkja sonnettu án þess að hafa lagt sig eftir því. Já, Sigtryggur Magnason yrkir sonnettu eins og að drekka vatn,“ segir hann svo þegar skáldið er fund- ið. „Svona er þetta unga fólk. Ekki kann ég að yrkja sonnettu. Svo er Steinar Bragi skemmtilegur og maður sem virðist í alvöru heita Davíð Stefáns- son; ég hélt lengi að það væri dulnefni en nú skilst mér að svo sé ekki!“ Blaðamaður fullvissar hann um að Davíð sé ekta og spyr svo hvort hann sakni einhvers fulltrúa ungrar ljóðlistar í bókinni en Sigurður veit ekki til þess. Hitt er hann með á hreinu að það hafi vond uppeldisáhrif að hafa Bók í mannhafið ókeypis og ennþá verra sé að fólk skuli eiga að láta hana ganga; hana megi enginn eigna sér. „Ef það eru einhverjar bækur sem maður þarf að eiga þá eru það ljóðabækur," segir hann. „Maður getur alveg losnað við að eiga flestallar skáldsögur en ljóð verðurðu að eiga - ef þau eru þess virði. Og það er svo handhægt. Hámarksþyngd i nútímanum eru tuttugu kíló eins og við vitum og maður kem- ur fyrir miklu af ljóðlist innan þeirra marka. Til dæmis fór ekki mikið íyrir öllum Sigfúsi Daöasyni sem alltaf fór með mér fram og til baka til Frakk- lands. Fólk á að kaupa og eiga ljóðabækur. í banda- rískri könnun kom fram að nærri því fjórði hver maður þar hefði ort ljóð og hér er hlutfaÚið hærra. En ljóðabækur kaupir þetta fólk ekki. Ef allir sem hafa ort ljóð væru hugsanlegir kaupendur ljóða- bóka þá væri skáldskapur stórútgerð!" Erfiðara að vera formlaus - Er von íslenskrar ljóðagerðar einhvers staðar í Bók i mannhafið? „Já, ég held það.“ - Ein meiri en önnur? „Það er ekki hægt að segja að einn höfundur feli í sér meiri von en annar heldur öðruvísi von. Sem betur fer. Uppbyggingin á Bók í mannhafið er allt önnur en til dæmis á Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út 1954. Sú bók var um- fangsmikil kynning á skáldunum, þetta er mósaíkmynd. Hannes Pétursson er til dæmis afar sterkur í Ljóðum ungra skálda, ekki bara að gæð- um heldur magni. Þaö er einn þriðji af ljóðabók eftir hann þar. Eftir Hannes Sigfússon er heil drápa, Dymbilvaka. Kringumstæðumar eru líka allt aðrar. Þá var mikil deigla í ljóðlistinni, nú er formbylting löngu um garð gengin og margt í Bók í mannhafið eru venjulegir hlutir sem maður er búinn að sjá oft áður. En það vill gleymast að ljóð- list byrjar alltaf á persónulegri, einstaklingsknú- inni formbyltingu. Gaman er að sjá menn beita hefðbundnu formi en það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir hve miklu erfiðara er á vissan hátt að vera formlaus, hafa ekki stuðning af ákveðnum bragarháttum. Menn gefa sér smátt snið í stað þess að gefa sér stórt snið. Þetta er skortur á metnaði fyrir hönd ljóðlistarinnar. Eins og hún sé eitthvert fondur og hagmælska. En þetta hefur alltaf verið svona. Það hefur alltaf verið jafnmikið ort og alltaf sama hlutfall af góðu og lélegu. Það breytist líklega aldrei." ____________Meniiing Umsjón; Silja A&alsteinsdóttir Gœsahúð Það gerðist und- ir flutningi Codex Calixtinus í Hall- grímskirkju á laug- ardaginn að gæsa- húð umsjónar- manns komst á nýtt stig. Hún streymdi frá hnakkagróf niður í Dainien Poisblaud hnésbætur og titraðistjórnandi Codex- þar í margar sekúndur undir lofsöng Fóstbræðra, „deo gratias", í næstsíð- asta kafla verksins. Þegar mnsjónarmaöur reyndi á leiðinni út úr kirkjunni að lýsa þess- ari óvæntu reynslu fyrir Stefáni Jóns- syni leikara sagði hann íhugull: „Þetta minnir einna helst á þriðja stigs bruna." Eftirleiðis verður fyrir- bærið kallað „þriðja stigs gæsahúð" og notað til marks um áhrifamátt listaverka. Galli var hve skellibjart var i kirkj- unni undir messunni, eins og Amdís Björk nefndi 1 DV í gær, og eina ráðið að loka augunum og imynda sér rökk- ur og reykelsisilm. Galli var líka á þessum mikla viðburði að hafa ekki efnisskrá á íslensku með upplýsing- um um söngvara og texta. En flutning- urinn var gallalaus. Tónlist í hverju horni Það kom sér iila að geta ekki verið á fleiri en einum stað í einu á sunnudag- inn þegar tónlistar- viðburðir sköruð- ust bagalega. Dagur hinna djúpu strengja í Gerðu- bergi byrjaði fyrst og svo fór að djúpu strengimir héldu fast þeim sem þang- að ætluðu bara að líta inn. Það var vegna þess hvað dagskrá sellistanna og kontrabassaleikaranna var fjölbreytt. Maður vissi aldrei á hverju var von næst og gat þess vegna ekki slitið sig burt. Fram að fyrra hléi var dagskráin þó klassísk og þar voru tveir af hápunktum tónleikanna. Hinn fyrri var flutningur Gunnars Kvaran (á mynd) á Sónötu eftir Eccles, Vocalísu eftir Rakhmanínov og þó einkum Tarantellu eftir Squire sem var óvænt og fyndin og frábærlega spiluð. Hinn seinni var söngur Diddúar við undirleik átta sellóa, sem léku hvert sína rödd, í Cantilenu Hectors Villa Lobos. Hvilík fegurð! Samofnar sálir Gunnar Kvaran lýsir hljóðfæri sínu í efnisskrá tón- leikanna eins og íturvaxinni konu sem hvílir í fangi hans og lætur strjúka sér: „Sál þín er samofin sál minni og minnstu hreyfingar mínar eru þér áþreifanlegar." Sama heita ástríðan einkennir leik hans og leik Bryndísar Höllu Gylfadóttur (á mynd) sem við fengum m.a. að heyra leika Sónötu eftir Claude Debussy ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanó- leikara. Leikur þeirra var nákvæmur og agaður en þó hamslaus á einhvern illskilgreinanlegan hátt. Það var þriðji hápunkturinn. Sá fjórði var hinn bráðskemmtilegi dúett fyrir kontrabassa og rödd, The Last Contrabass in Las Vegas eftir Kurtz. Dean Ferrell lék á bassann (og lék sér að honum) og Vala Þórsdóttir lék konuna sem elskar kontrabassann og varð svo heitt í hamsi þegar hún flutti um hann fræðsluerindi að hún svipti sig smám saman klæðum - með meiru... Óhætt er að segja að þetta at- riði hafl komið á óvart! Tregróf Olivers Kentish sem leikið var á þrjú selló og tvo kontrabassa var átakanlega fallegt verk og fór vel að hafa langan Bach þar á eftir sem Gunnar Bjömsson lék. Lokasprettur- inn var svo tómt grín - Hjónasaga búin til úr brotum ýmissa laga leikin á fjóra kontrabassa og Duke Ellington á fjögur selló. Hvaða „dagur" skyldi koma næst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.