Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2000 I>V Tilvera -i gg Listsýning í Digraneskirkju Kl. 15 verður opnuð í Digra- neskirkju listsýning í tilefni af 1000 ára kristnitökuhátið, í sam- starfi við Dvöl, heimili Rauða krossins fyrir geðfatlaða í Kópa- vogi. Á sýningunni verða ýmsir listmunir, leirlist og málverk. Ákveðið hefur verið að yfirskrift sýningarinnar sé Sköpun sem sé lýsandi: í fyrsta lagi fyrir Guð sem allt hefiu- skapað með orði sínu, í öðru lagi fyrir sköpunina * sem fyrir stöðuga endurnýjun og hfskraft lofar Guð skapara sinn og í þriðja lagi sé hún lýsandi fyrir þann sköpunarkraft sem býr innra með manninum og gef- ur honum tækifæri til tjáningar í leit sinni að tilgangi og sam- svönm í sköpuninni sjálfri. Sýn- ingin stendur allan maímánuð þann tíma sem kirkjan er opin, þ.e. þriðjudaga-fostudaga, milli kl. 9 og 17, og á sunnudögum kl. 11-13. sr. Gunnar Sigurjónsson, V sóknarprestur Digraneskirkju. POPP I Paoar skemmta gestum Gauks á Stöng í kvöld. Papar eru frægir fyrir aö búa til frábæra stemningu sem enginn ætti aö láta fram hjá sér fara. Krár ■ UUFT A CAFE ROMANCE Sænski píanóleikarinn Raul Petter- son spilar fyrir gesti Café Romance. Leikhús k DRAUIVIUR A JONSMESSUNOTT Þjóöleikhúsiö sýnir Shakespeare- leikritiö Draumur á Jónsmessunótt á stóra sviöinu. í stórum dráttum fjall- ar verkiö um elskendur sem flýja út í skóg á Jónsmessunótt, stund galdra og tófra. Leikstjóri er Baltasar Kor- mákur og meðal fjölda leikenda eru Atli Rafn Siguröarson, Bergur Þór Ingólfsson, Brynhildur Guöjónsdóttir, Bjórn Jörundur, Hilmir Snær og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Því miöur er uppselt en miöapantanir eru í síma 5511200 LEIKIR í lönó sýnir hádegisleikhúsiö Leiki kl. 12. Skemmtileg tilbreytingí hádeginu. Fundir ■ FraaQglufundur Gigtarfélagsins. Lúpushópur Gigtarfélags Islands heldur fræöslufund í húsi félagsins, Armúla 5, 2. hæö, í kvöld kl. 20. Kristján Steinsson yfirlæknir fjallar um rauöa úlfa og nýjustu rannsóknir á því sviði. Einnig koma á fundinn starfsmenn Gí, Jónína B. Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir félagsráögjafi. Aö loknum kaffiveitingum veröa fyrirspurnir og umræöur. Allir velkomnir. Sport v MEISTARAKEPPNI EVROPU Undan- úrslitaleikur Valencia og Barcelona í Meistaradeild Evrópu verður sýndur á Isafold Sportkaffi og hefst leikur- inn kl. 18.40. DV-MYND HILMAR ÞÓR Evrópopptríó Orlygs Smára Telma Ágústsdóttir, Örlygur Smári og Einar Ágúst Víðisson halda utan til Svíþjóöar á mánudag en eru nú við strangar æfingar hér heima. Það skortir þó ekkert upp á góða skapiö. Skyldu þau ná aö bæta árangur Selmu Björnsdóttur frá í fyrra? Örlygur Smári skerpti á bítlinu og Tell me hendist upp vinsældalistana: Best væri aö sigra „Það þýðir ekkert aö fara á taug- um enda er lagið það vel æft að það verður ekkert sem klikkar,“ segir Örlygur Smári, höfundur íslenska lagsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og vísar þar með á bug öllum taugatitringi í íslensku herbúðunum fyrir keppnina í Stokkhólmi um aðra helgi. „En menn eru ferlega spenntir og ákveðnir í að standa sig,“ bætir hann við. Söngvaramir Einar Ágúst Víðis- son og Telma Ágústdóttir munu flytja lagið Tell me fyrir íslands hönd og sér til fulltingis hafa þau fjóra bakraddasöngvara. Allur hljóðfæraleikur verður hins vegar leikin af bandi enda mun engin hljómsveit verða til staðar í keppn- issalnum fremur en í keppninni í fyrra. „Lagið mun því hljóma eins og það hefur gert í útvarpinu að undanfómu," segir Örlygur. Óþarfa skraut fyrir bí Auk þess sem lag Örlygs mun verða flutt á ensku, en ekki íslensku eins og í forkeppninni hér heima, hefur út- setning þess tekið miklum breyting- um. „Það var reyndar dálitill bítla- taktur í því, eins og í dag, en það var aðeins meira sveifla í því en núna. Við skerptum hins vegar á bítlinu og hljóðfærin í laginu eru aðeins tromm- ur, gítar og bassi. Við losuðum okkur við allt óþarfa skraut, eins og píanó, og létum aðeins það standa það sem okkur fannst njóta sín og þannig held ég að melódían og krafturinn skíni best í gegn í þessu lagi,“ segir lagahöf- undurinn ánægður. Tell me er þegar fáanlegt á smá- skífu og Örlygur segir að viðbrögð við laginu hafi yfirleitt verið góð. „Það þorir kannski enginn að segja manni annað. En lagið hefur fengið gríðar- lega spilun í útvarpi og það er að rjúka upp alla vinsældalista og ég geri því ráð fyrir því að fólk sé sátt,“ segir hann. íbúar í þátttökulöndunum 24 geta allir tekið þátt í atkvæðagreiðslunni á keppniskvöldið í gegn um síma en dómnefnd er þó til vara í hverju landi fari eitthvað úrskeiðis í símatækn- inni. Spáð fjórða sæti „Ég held að símakosningin komi okkur til góða. Það hefur verið sagður klíkuskapur í þessu, að hinar og þess- ar þjóðir séu að skiptast á stigum. Það má vel vera að það sé ennþá að gerast en það er erfiðara í framkvæmd þegar fólk heima í stofu velur sitt uppá- haldslag," segir Örlygur vongóður. í gær töldu veðbankar í Bretlandi að Tell me muni lenda í 4. sæti i keppninni laugardaginn 13. maí. Ör- lygur segist vitanlega hafa fylgst með spám um gengi laganna. „Maður hef- ur ekki spáð beint í sætin en auðvitað tekur maður þátt í þessari kepppni með það að markmiði að verða ofar- lega. Það besta væri náttúrlega að sigra en maður reynir nú líka að hafa gaman af þessu enda er þetta keppni sem ekki á að taka alltof alvarlega. Það er nú ekki alltaf besta lagið sem vinnur eins og kom nú berlega í ljós í fyrra,“ segir Örlygur Smári, höfundur lagsins, sem er að grípa þjóðina helj- artökum .-GAR Kringlubíó - Reindeer Games: ic Hasar viö frostmark SJá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísl.ls Það er ekki langt minnið í auglýs- ingabransa kvikmyndanna. John Frankenheimer er kynntur til sög- unnar sem leikstjóri myndanna Ronin (1998) og French Connection II (1975). Að vísu er sú seinni orðin nokkuð gömul en sorgleg staöreyndin er sú að leikstjórinn gerði lítið í þessa rúmu tvo áratugi er liðu á milli fyrmefndra mynda. Bestu myndir sínar gerði hann aftur á móti á sjöunda áratugn- um, þ.á m. meistarastykkin The Manchurian Candidate og Seven Days in May - sérlega úthugsaðar og þrúg- andi spennumyndir. Allt annað er upp á teningnum í myndinni nýju, Reindeer Games - hasarinn fullkom- lega innihalds- og líflaus. Með Ronin gat mann grunað að líf væri að fæðast í feril Frankenheimers en ætli það hafi ekki frekar verið dauöakippir. Söguþráður Reindeer Games er á þá leið að Rudy (Ben Afíleck) og Nick (James Frain) deila saman fangaklefa. Sá síðamefndi hefur kynnst í gegnum bréfaskriftir stúlkunni Ashley (Charlize Theron) og sér fram á bjarta framtíð í örmum hennar. Tveimur dögum áður en félagamir eiga að losna úr prísundinni er Nick aftur á móti myrtur í áflogum. Og hvað gerir M Lelkstjórlnn John Frankenheimer er búinn að tapa sniHigáfunni ef marka má myndina Reindeer Games. Hér má sjá hann á tali viö aðalleikarana Ben Affleck og Charlize Theron. vinurinn Rudy þegar hann sér hina íðilfögru Ashley? Hann lætur sem hann sé Nick en því heföi hann betur sleppt. Ashley á nefnilega bróðurinn Gabriel (Gary Sinise) sem er alla jafna kallaður Skrímsli af félögum sinum sakir óvægins fantaskapar. Skrímsli hefur komist yfir eitt ástarbréfa Nicks þar sem hann lýsir kynnum sínum af spilavíti nokkru sem glæpagengi Skrímsla ætlar að ræna. Lykillinn að þeim áformum er Nick, þ.e. Rudy. Handrit Ehren Kmger á greinilega að vera uppfullt af spennu og óvænt- um uppákomum en er svo hriplekt og illa ígrundað að í lok myndarinnar Björn Ævar Norðfjörð l skrifar gagnrýni um kvikmyndir. þurfa persónur að eyða löngum tíma í að útskýra og hreinlega afsaka það fyrir áhorfendum. Pínlegt í alla staði. Ben Affleck er viðkunnanlegur leikari en brosglettni hans bjargar engu í „ör- væntingarfullum" samræðum hans og hinnar arfaslöku Charlize Theron. Einn ofmetnasti leikari samtímans, Gary Sinise, fullkomnar síðar fárán- leikann sem misheppnaðasta illmenni tjaldsins i háa herrans tíð. Hvers vegna þessir leikarar tóku að sér hlut- verk í myndinni er mér hulin ráðgáta. Kannski það hafi verið orðstír Frankenheimers sem heillaði en hann ætti að gera sér og áhorfendum greiða og játa sig sigraðan og hætta þessari vitleysu. Hans tími er löngu liðinn. Við áhorfendur getum þó kannski fyrst og fremst kennt okkur sjálfum um. Hvernig létum við gabbast inn á mynd með titilinn Hreindýraleik- ir/Reindeer Games? Lelkstjórl: John Frankenheimer. Handrlt: Ehren Kruger. Tónllst: Alan Silvestri. Aöal- hlutverk: Ben Affleck, Gary Sinise, Charlize Theron, Dennis Farina, James Fra- in, Donal Logue og Clarence Williams III.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.