Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 Fréttir X>V Elís Helgi Ævarsson dæmdur fyrir Espigerðismorðið: 16 ár fyrir morö - áfengi og eiturlyf engin afsökun, segir dómari Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára gamlan Reyk- víking í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið áttræðri konu að bana. 149 daga gæsluvarðhald er frádreg- ið þessum 16 árum. Sakborningi, Elísi Helga Ævarssyni, er einnig gert að greiða 450 þúsund króna sakarkostnað. Elís var ákærður fyrir að hafa banað áttræðri konu, Sigurbjörgu Einarsdóttur, á heimili hennar í Espigerði 4 síðdegis föstudaginn 3. desember sl. með mörgum hnífstungum í hálsinn og annars staðar á líkama hennar. Engin kynni voru milli hinnar látnu og Elísar Helga sem á sér langa sögu sem flkniefnaneytandi og hefur margsinnis komið við sögu lög- reglunnar, meðal annars fyrir lík- amsárásir. Elís Helgi brast í grát við réttar- höldin í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars og sagði að hann hefði verið kominn í mikið geðveikiá- stand vegna mistaka í liflnu og fíkniefnaneyslu. Hann hefði ekk- ert sofið í tvo til þrjá daga og hafði neytt morflns, e-taflna, am- fetamíns, mikils magns af alkóhóli og kannabisefna áður en hann fór inn á heimili þeirrar látnu með það í huga að gera sjálfum sér og öðrum eitthvað illt. Hann bankaði upp á hjá ná- grannakonu Sigurbjargar þar sem dóttir þeirrar konu var í heimsókn og fékk Elís Helgi að nota símann DV-MYND HILMAR ÞÓR Dómur fallinn Elís Helgi Ævarsson var dæmdur í 16 ára fangelsi í gær fyrir að hafa banað áttræðri konu á heimili hennar í Espigerði í desember sl. Elís, sem var mikill fíkniefnaneytandi, þekkti konuna ekki. Elís er til hægri á myndinni í fyigd lög- reglumanns. þar. Síðan valdi hann íbúð þar sem eitt nafn var á spjaldi á hurð- inni því hann vildi ekki að aðrir þyrftu að horfa upp á verknaðinn. Elís Helgi lýsti því í réttarhöld- unum hvernig hann fór inn á heimili hinnar látnu og stakk hana ítrekað í hálsinn með vasa- hníf sem hann gekk alltaf með. Svo fór hann úr íbúðinni með 2-3000 krónur sem tilheyrðu Sig- urbjörgu og keypti sér bjór f ÁTVR. Engin afsökun Elís var handtekinn daginn eftir morðið og viðurkenndi verknað- inn sunnudaginn 5. desember. í niðurstöðu Ingibjargar Bene- diktsdóttur héraðsdómara segir að Elís Helgi hafi slegið konuna í ennið með styttu eftir að hún féll í gólfið i kjölfar hnífstungnanna, því hann taldi sig heyra einhver hljóö í konunni. „Ákærði réðst á gamla varnar- lausa konu sem varð við bón hans um að fá að hringja. Hann átti ekk- ert sökótt við konuna heldur réð kylfa kasti að hún varð fórnar- lamb hans,“ segir Ingibjörg í dómi Elísar Helga. Hún bætir því við að það að Elís Helgi hafi verið undir miklum áhrifum áfengis og fikni- efna þegar hann framdi voðaverk- ið leysi hann ekki undan refsiá- byrgð og afsaki á engan hátt verknað hans. -SMK Óánægja meðal starfsfólks hjá Höldi hf. á Akureyri: Fjórtán starfsstúlkur í mál - vegna vangoldinna matar- og kaffitíma Fjórtán starfsstúlkur hjá fyrir- tækinu Höldi hf. á Akureyri, sem rekur m.a. bilaleigu og lúgusjopp- ur, hafa ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem fyr- irtækið neiti að greiða þeim mat- ar- og kaffitíma. Konurnar vinna í lúgusjoppum. Þær hafa leitað að- stoðar verkalýðsfélagsins á staðn- um en finnst það ekki hafa gefíst nægilega vel. Því hafa þær leitað til lögfræðings og ætla að kæra fýrirtækið. „Þetta hófst í janúar þegar við fórum að athuga hvort við ættum ekki rétt á matar- og kaffitímum,“ sagði Sigríður Þrastardóttir, ein kvennanna fjórtán sem unnið hafa hjá fyrirtækinu frá einu og allt upp í þrettán ár. „Þá komumst við að því að við eigum rétt á greiðsl- um fyrir matar- og kaffitíma á yf- irvinnukaupi samkvæmt ákvæð- um í kjarasamningum. Forráða- menn Hölds vitnuðu hins vegar alltaf í einhvern munnlegan samn- ing sem þeir hefðu gert við for- mann verkalýðsfélagsins fyrir 11 árum! „ Sigríður sagði að þær ættu rétt á einum og hálfum klukkutíma í mat og kaffi á dag. Þær færu fram á að fá greitt aftur í tímann. For- ráðamenn fyrirtækisins hefðu boð- ist til að greiða þeim 5000 krónur á mánuði í júní, júlí og ágúst. Það væri staðfesting á að þær ættu rétt á þessum greiðslum allan ársins hring.“Þeir gefa okkur eina máltíð fría á dag. En við höfum aldrei samið um að við viljum sleppa matar- og kaffitíma fyrir hana.“ „Við lítum svo á að þær eigi að hafa tekið sína matar- og kaffi- tíma,“ sagði Steingrímur Birgis- son, forsvarsmaður Hölds.“Þær hafa fengið þessa fríu máltíð sem segir að þær hafi tekið sína matar- tíma. Það er ekki okkar hlutverk að standa yfir þeim með skeið- klukku og passa að þær taki sér akkúrat klukkutíma í mat. Ef þær telja sig eiga eitthvað afturvirkt þá kemur það í ljós. Málið er i sínum farvegi.Svona mál eru alltaf flókin og taka sinn tíma.“ -JSS Formannskjör: Minni þátttaka en búist var við „Þetta eru rétt tæplega fjögur þús- und sem eru komin inn núna og per- sónulega geri ég mér vonir um að þetta verði á bilinu 5-6 þúsund," segir Ingv- ar Sverrisson, framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar, þegar DV náði tali af honum í gærkvöld, en þá lauk kosn- ingu í formannskjöri Samfylkingarinn- ar þar sem samfylkingarfólk velur á milli þeirra Tryggva Harðarsonar og Össurar Skarphéðinssonar. Við það eiga eftir að bætast kjörseðlar sem póstlagðir voru í síðasta lagi í gær. Það er þvi ljóst að þátttaka i formannskjör- inu er ívið minni en gert hafði verið ráð fyrir eða einungis rúmlega 50% ef marka má spá Ingvars og þær tölur sem komið hafa fram um fjölda félaga í Samfylkingunni. „Þetta er í raun viðeigandi þátttaka þvi kosningabaráttan er kannski ekki beint mjög hörð og við erum að leyfa öllum flokksfélögum að kjósa, þ.m.t. fólki sem hefur verið bundið í flokkun- um í áratugi. Það eru tvö þúsund manns búin að ganga í flokkinn á síð- ustu dögum og það segir okkur kannski að það fólk er að kjósa á með- an fólkið sem hefur verið lengi hjá okkur er rólegra i þessu,“ segir Ingvar. Atkvæðaseðlar í kjörinu verða svo taldir á fimmtudagsnótt og úrslit til- kynnt á stofnþinginu um klukkan 11 á fóstudagsmorgun. -hdm ístensk erfðagreining mun líklega opna á Akranesi á þessu ári. íslensk erfðagreining: Líkur á starfs- stöö á Akranesi á þessu ári DV, AKRANESI:__________________ Miklar líkur eru á því að Islensk erfðagreining hefji starfsemi á Akra- nesi þegar á þessu ári samkvæmt heimildum DV. Viðræður hafa staðið á milli stjórnar Sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi um málið og er vænst niðurstöðu mjög fljótlega. Sendinefnd frá íslenskri erfðagrein- ingu hefur komið þrívegis á Akranes til viðræðna um að setja á stofn starfs- stöð í bænum. Viðræður hafa gengið vel og er hugmyndin að hér verði unnið að ýmsum þróunarverkefnum. -DVÓ VeArið i kvold Snýst í suðvestanátt Síðdegis í dag snýst í suðvestan 13-18 m/s með skúrum síðdegis og 15-20 m/s vestan til í kvöld og nótt. Búast má viö að hiti verði yfirleitt S bilinu 6 til 11 stig í dag en allt að 17 stig austanlands. Eitthvað kólnar þó með kvöldinu. Soliirgaugur og sjíivarfoll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.00 20.08 Sólarupprás á morgun 04.48 06.17 Síðdegisflóö 18.04 22.37 Árdegisflóð á morgun 06.21 10.54 Skýringar á veðuríáknum , .VINOÁTT 10%—HIT1 15) 10o ■-Nvindstyrkur V-ro-t heiðskírt í metrum á sekúndo ' 'ÍM o LÉTTSKÝJÁD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Íi? i m j Ö RIGNINS skOrir SLYDDA SNJÓKOMA : W ! ir == ÉUÁGÁNSUR HRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Oxulþungatakmarkanir Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Vegna aurbleytu eru öxulþungatakmarkanir víðast hvar á Vestfjörðum og á útvegum á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Austurlandi og á Suöurlandi. ■bQREIÐFÆRT um þungfært HÁLT ■ ÓFÆRT VeftriA a niorgim Blæs úr suðri Á morgun lítur út fyrir suðlæga eða suðvestlæga átt með vætusömu veöri um sunnan- og vestanvert landið en yfirleitt björtu og fremur hlýju norðaustan- og austanlands. Hiti verður 4-12 stig, hlýjast austanlands. VMur ’A 10-15 m/s Hiti 6° til 14' S og SA1015 m/s um landíö vestanvert og rígning en su&læg átt 5-10 austan tll og þurrt að kalla. Hltl 6 tll 14 stlg, hlýjast norðaustan tll. Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og skúrir vestanlands en skýjað með köflum austanlands. Áfram fremur hlýtt, elnkum austan tll. Hiti 7° til 15" Áframhaldandl suðvestlæg átt, 513 m/s og skúrir vestanlands en skýjað með köflum austanlands. Áfram ver&ur frekar hlýtt, elnkum austan tll. AKUREYRI skýjað 10 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 5 KEFLAVÍK rigning 8 RAUFARHÖFN skúrir 4 REYKJAVÍK skúrir 9 STÓRHÖFÐI rigning og súld 6 BERGEN alskýjaö 7 HELSINKI alskýjaö 6 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 11 ÖSLÓ léttskýjaö 8 STOKKHÓLMUR 7 ÞÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 7 ALGARVE þokumóöa 17 AMSTERDAM súld 9 BARCELONA BERLÍN skýjaö 9 CHICAGO heiöskírt 12 DUBLIN heiösklrt 6 HALIFAX heiöskírt 3 FRANKFURT skýjaö 15 HAMBORG léttskýjaö 12 JAN MAYEN snjóél -1 LONDON súld 9 LÚXEMBORG þokumóöa 13 MALLORCA léttskýjaö 12 MONTREAL léttskýjaö 6 NARSSARSSUAQ snjókoma 1 NEW YORK heiðskírt 13 ORLANDO heiösklrt 17 PARÍS súld 11 VfN léttskýjað 10 WASHINGTON heiöskírt 9 WINNIPEG léttskýjaö 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.