Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Blaðsíða 12
12 _____________MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 Skoðun x>V Óeiröir í London - Fréttir af þeim skiluöu sér seint í fréttatímanum. Fréttamat Sjónvarpsins Spurning dagsins Fórstu í 1. maí-göngu? Benedikt Freyr Jónsson nemi: Nei, ég var heima aö læra undir próf. Guömundur Kr. Gunnarsson nemi: Nei, ég var heima aö læra undir próf. Jóhanna Sigurjónsdóttir nemi: Nei, ég var heima aö horfa á sjónvarpiö. Heiða Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég var heima aö slappa af og horfa á sjónvarpiö. Guðbjörg Ingimarsdóttir verslunarmaður: Nei, en ég var í fríi. Karen Hulda Karlsdóttir, 12 ára: Nei, ég fór í sund á Seifossi. Nikulás skrifar: Það er stundum skrýtið frétta- matið hjá fréttastofu Sjónvarpsins. Að kvöldi 1. maí sl. settist ég að venju fyrir framan sjónvarpiö til að ná fréttunum. Ég hafði heyrt i út- varpinu fyrr um daginn af miklum óeirðum bæði í Berlín og Lundún- um og langaði að sjá myndir af þvi. Nú, nú, byrjar ekki fréttatíminn með fréttum af verkfalli farmanna á kaupskipum. Ekkert út á það að setja. Því næst var farið hringferð um landið og greint ítarlega frá öll- um 1. mai hátíðahöldunum (jafnvel á Egilsstöðum og á Isaflrði). Þar sem engin frétt var i innantómum ræðum verkalýðsforkólfanna fjöll- uðu fréttamennirnar aðallega um veðrið (sem var að sjálfsögðu gott á Akureyri) og því næst um það hvaða hljómsveit spilaði á hverjum stað. Þetta gekk örugglega á í um tíu mínútur. Því næst kom Ófeigur Hrafnkell Daníelsson skrifar: Nú verð ég að segja að mælirinn sé fullur og rúmlega það. Ég hef alltaf talið mig trúaðan mann en verð nú að játa það að ég get ekki stutt islensku þjóðkirkjuna lengur eftir þær fréttir sem ég hef séð og heyrt undanfama daga. Það að önn- ur trúfélög verði að borga fyrir aö- stöðu á Þingvöllum um kristnitöku- hátíðina er ekki sæmandi þar sem trúfrelsi á að ríkja í landinu og þar af leiðandi á ekki að mismuna þegn- „Það er ekki oft sem eitt- hvað „myndfréttnœmt“ gerist á íslandi. Það eru þá helst gos og hlaup á nokk- urra ára fresti. f gegnum útlenda fréttahnetti fá fréttamenn Sjónvarpsins hins vegar oft merkilegar fréttamyndir. “ öflugur inn eftir langt fri með frétt um víkingaskip sem sigla á til Vín- lands. ítarlega var fjallað um þaö hvemig menn ganga öma sinna um borð í svona skipum. - Það var síö- an ekki fyrr en á 18. mínútu frétta- tímans að örstutt frétt kom um óeirðirnar í Berlín og Lundúnum! Upp kom í huga mér spurningin: Hvað hafa sjónvarpsfréttir fram yfir Ég hef alltaf talið mig trú- aðan mann en verð nú að játa það að ég get ekki stutt íslensku þjóðkirkjuna leng- ur eftir þœr fréttir sem ég hef séð og heyrt undan- fama daga. unum, þó svo að þeir tilheyri öðru trúfélagi. Ég er ákveðinn í að segja mig úr aöra fréttamiðla? Jú, auðvitað lif- andi myndir. En þegar myndefniö er ekki áhugavert verða sjónvarps- fréttir yfirleitt fremur leiðinlegar (samanber myndir af fólki að telja peningaseðla og inn- og útsúmm á Seðalbankahúsið) Það er ekki oft sem eitthvað „myndfréttnæmt“ gerist á íslandi. Það era þá helst gos og hlaup á nokkurra ára fresti. I gegnum út- lenda fréttáhnetti fá fréttamenn Sjónvarpsins hins vegar oft merki- legar fréttamyndir. Þessar myndir á að nýta óspart fyrir okkur íslend- inga. Vakt- og fréttastjórar. ísland er alls ekki nafli alheimsins. Það kem- ur stöku sinnum fyrir að fréttnæm- ir hlutir gerast í útlöndum og þeir þurfa ekki endilega allir að vera óhugnanlegir eða úr stríðshrjáðum héröðum. Það eru vísindi og líka mannlíf almennt. Já, mannlíf á hin- um ýmsu sviðum. þjóðkirkjunni ef þessu verður hald- ið til streitu og ég er viss um það verða fleiri til að fylgja mér eftir í því máli. Þessi framkoma að láta önnur trúfélög borga hundruð þús- unda, ef ekki milijónir króna, fyrir að fá að koma á hátíðina er ekki sæmandi í þjóðfélagi sem telur sig siðmenntað og án fordóma. Hér er um að ræöa fordóma í versta skilningi og ekkert annað. Virðing mín fyrir þjóðkirkjunni og ráöamönnum þar er endanlega fyrir bí. Svo mörg em þau orð. Mismunun á kristnihátíð Dagfari í ráðgjöf hjá Clinton íslendingar hafa eignast þjóðhöfð- ingjafrú svo sem lýðrnn var ljóst eftir að forsetinn fór með hina nýju spúsu sina á fund sjálfs Clintons Bandaríkjaforseta og snæddi með honum snjókomu. Hill- ary var þama líka og víst má telja að á hljóðskrafi forsetanna hafi borið á góma aðferðir til að gera gott hjónaband enn betra. Fáir hafa meiri reynslu i því að endurbyggja hjónaband en Bandaríkja- forseti og því víst að turtildúfurnar hafa sótt ráð í smiðju hans. Það liggur líka í loftinu að Clinton muni hasla sér völl á nýjum vettvangi þegar forsetatíð hans lýkur í upphafi næsta árs og þá þarf hann aö taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að fara með húsbóndavaldið í Hvíta húsinu. Frá síðasta kjörtímabili ber hæst þá alúð og hlýju sem forsetinn sýndi Hillary eiginkonu sinni á erfiðum stundum í lífi hennar og því er eðli málsins samkvæmt eðlilegt að hann nýti sér þá reynslu þegar forsetastóinum sleppir og leggi fyr- ir sig eins konar hjónabandsráðgjöf. Það ku nefnilega vera fullt af hjónaböndum í Ameriku og um veröldina alla sem þarf að lappa upp á og hver er betur til þess fallinn en Clinton. Nú fer því víðs fjarri að forseti íslands eigi í einhverj- Þetta veit Clinton betur en flestir menn og því mikilvœgt að hann ráð- leggi okkar manni sem þykir hrösóttur þó ekki eigi það við um einkalífið. um vandræðum í sínu sambandi viö hina ensku hefðarkonu. Þvert á móti er lýðum ljóst að ástin blómstrar sem aldrei fyrr og aðeins er tima- spursmál hvenær brullaup verður á Bessastöð- um. Það breytir ekki því að forsetanum íslenska er hollt að fá ráðgjöf sér reyndari manns. Það vill nefnilega verða svo að þar sem hveitbrauðsdögum sleppir og grár hversdagurinn færist yfir þá gliðna jafnvel bestu sambönd og forsetar jafnt sem aðrir eiga það til að hrasa. Þetta veit Clinton betur en flestir menn og því mikilvægt að hann ráöleggi okkar manni sem þykir hrösóttur þó ekki eigi það við um einkalífið. Nú blasir við að blessun Clintons er í höfn og þá er for- setanum fátt að vanbúnaði. Hönd í hönd munu hann og unnusta hans ganga í fararbroddi íslenskrar þjóðar til móts við framtíð sem er fufl af fyrir- heitum en jafnframt blindskerjum sem jafnvel bestu hjónabönd geta steytt á. Meðal þess sem reikna má meö að ráðgjafinn hafi lagt til er að fara varlega með eld og gæta þess að vindlar séu ekki á glámbekk. Þá er víst að gæta þarf þess að starfslið þjóðhöföingja sé þannig samsett að ekki geti komið til óheppilegra ástar- sambanda. Hvað sem öllu líður þá hefur Clinton blessað samband íslenska forsetans og samferða- konu og það er mikill léttir. Það er spuming hvort þau ættu að kíkja á páfann líka en slíkt er aukaatriði. _ p . Misnotkun á minn- ingargreinum Gisli Ásgeirsson skrifar: í Mbl. í síðustu viku er Nínu Bjark- ar Ámadóttur minnst. Vinir hennar og ættingjar fara um hana fógrum orð- um en einn greinarhöfúnda, Tryggvi V. Líndal, þekkti hana aðeins í sjón, sá hana stundum í bókabúð M&M og kveöst hafa lesið ljóð hennar. Engu að síður notar hann þennan vettvang Mbl. til að flagga sjálfúm sér og afurð- um sínum á sviði ljóðaþýðinga. Þetta er að mínu mati eitt versta dæmið um lágkúm sem sést hefur á síðum Mbl. Það er virðingarvert að minnast lát- inna en þegar viðkomandi höfundur hefúr engin kynni haft af hinum látna, á hann ekki að taka pláss frá þeim sem hafa eitthvað að segja. Frá Húsavík - Svæsnasta dæmiö um vægöarlausa aöför. Landbyggðarþorpin vægðarlausu Óskar Sigurðsson hringdi: Það er ekki ofsögum sagt af þorp- unum úti á landsbyggðinni og íbúum þeirra. Ég hef ávallt haldið því fram að þar væri vægðarlaus gagnrýni íbú- anna hver á annan sem oft á tíðum gerðu fólki erfitt fyrir að búa á stöð- unum. Þetta er öðra vísi hér í þéttbýl- inu, þótt líka örli á þessum lesti land- ans að vera sífellt að hnýta í nágrann- ann. Dæmið frá Húsavík er að vísu með því svæsnasta þar sem nauðgari átti í hlut, en mér er sama. Opinber- ar yfirlýsingar sem þar komu fram era forkastanlegar einmitt vegna fá- mennisins sem þar er. Vínveitingar á kristnihátíð Torfi skrifar: Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á, að kristnihátíð- arnefnd ætli sér að loka fyrir veiting- ar á áfengi fyrir alla aðra gesti en þá sem standa fyrir hátíðinni og gesti þeirra inni í Val- höH. Ég er tilbúinn til uppreisnar á staðnum verði þetta niðurstaðan. Það er vítaverð óskammfeilni ef skipta á hátíðargestum í tvo hópa á þennan hátt. Annaðhvort skal lokað fyrir áfengisveitingar á Þingvöllum um- ræddan dag eða að allir eigi aðgang að ljúfúm veigum. Ef Vaihöll verður eini vínveitingastaðurinn býð ég ekki í kraðakið. - Nema almenningi verði meinaður aðgangur þar! Valhöll á Þingvöllum - Veröur almenningi meinaöur aögangur? F æðingar orlof s- frumvarpið Sesselja skrifar: Það verður ekki skafinn smánar- bletturinn af Alþingi ef meirihluti þess samþykkir fæðingarorlofsfrum- varpið eins og það liggur nú fyrir. Ætla þingmenn virkilega að gerast svo lúalegir að mismuna bömum sem enga feður eiga tiltæka eftir fæðingu? Auðvitað eiga karlar engan rétt á „fæðingarorlofi“, svo einfalt er það. Þetta jafnréttisragl sumra kvenna sem era í raun fomaldareðlur er úr takt við nútímann og rýfur stórt gat í réttlætismúr allra skynsamra og vel- meinandi einstaklinga. IPV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reyhjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.