Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Síða 6
6 Fréttir MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 ■ Micro samstæða 25.900 kr. 28" breiðtjaldssjónvarp 79.800 kr. 2ja hausa myndbandstæki 18.900 kr. Ferðatæki meÖ geislaspilara 19.990 kr. DVD myndspilari 39.900 kr. 14" sjónvarp 28.405 kr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 umboðsmenn um land allt Verö miöast viö staögreiöslu. Launadeilur hjá Höldi ehf. á Akureyri: 53 starfsmönn um sagt upp - allir verða endurráðnir segir forsvarsmaður Hölds „Þetta er almenn endurskipulagn- ing á starfsemi og rekstri og allir verða endurráðnir," segir Stein- grimur Birgisson, forsvarsmaður Hölds, en öllu starfsfólki Esso-Nest- is, sem Höldur rekur, hefur verið sagt upp. Höldur komst í fréttir DV fyrir um mánuði vegna óánægju starfsstúlkna með vangoldna matar- og kaflitíma. Steingrímur sagði end- urskipulagninguna koma til vegna þeirrar deilu og með þessu vilji þeir koma málum í rétt horf og gera ráðningarsamninga. Hann gat ekki svarað hvort matar- og kaflitimarn- ir yrðu greiddir aftur í tímann. _ _ , bílasaunn. Möldur ehf. BÍLASALA Liklegt þykir að verkalýðsfélag- inu Einingu sé ætlað að taka þátt í nýjum samningum í stað Félags verzlunar- og skrifstofufólks sem meirihluti starfsfólks Hölds er nú í. Guðmundur Björnsson, formaður þess, sagði málið á mjög viðkvæmu stigi og engin lausn væri að Höldur léti starfsfólk sitt ganga í Einingu. Formaður Einingar vildi ekki tjá sig um málið. Sigríður Þrastardóttir er ein þeirra sem hafa leitað réttar síns með að fá greidda matartíma eins og kveður á um í kjarasamningum. „Hví skyldi Höldur standa við samninga hjá nýju verkalýðsfélagi þegar hann hefur ekki gert það hjá því gamla?“ segir Sigríður. „Með þessu reyna þeir að komast hjá því að borga okkur það sem okk- ur ber en við ætlum hins vegar með málið alla leið.“ -HH Vorboöar Þessi æöarkollufjölskylda á Reykjavikurtjörn er meöal ótal vorboöa sem mátt hefur berja augum í blíöunni aö undanförnu. íslensk fiskiskip smíðuð hinum megin á hnettinum: Tugur skipa frá Kína Von er á tug skipa frá Kína í sum- ar og haust sem smíðuð eru fyrir ís- lenska aðila og eru 9 af þeim 21 metra löng línu- og netaskip og einn ísfisktogari. „Kínversku skipin eru á mun hagstæðara verði, það verður ekki efast um gæði þeirra og það segir sína sögu að íslenskur sjávarútveg- ur, sem er fremstur á sínu sviði, skuli sækjast eftir þeim,“ segir Franz Jezorski hjá ísbúi ehf. Fyrirtækið hefur á síðustu árum undirritað nokkra viðskiptasamn- inga við kinverskar skipasmíði- stöðvar um smiði á rúmum tug skipa fyrir íslensk fyrirtæki. „Þetta þótti hálfgert óðs manns æði í upp- hafi og Kínverjamir vissu varla hvar ísland var en nú er verið að opna nýja vídd í viðskiptum á milli landanna," segir Franz. Að sögn Franz er ekki búist við því að verðið haldist lágt mjög lengi. „Þetta verður líklega eins og með skip frá Japan hér áður fyrr, þegar fólk uppgötvar þetta þá eykst ásóknin og verðið hækkar,“ segir hann. „Þegar skipin koma til landsins og menn sjá gæðin með eigin aug- um þá verður mikil sprenging i þessu og ég trúi því að innflutning- ur á skipum frá Kina eigi mikla framtíð fyrir sér,“ segir Franz. -jtr Umferð um Hvalfjörð eykst á ný - Ferstikluskáli er aftur á góðu róli DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Fengu ekki að hætta Hugrún Vilhjálmsdóttir, annar af rekstaraöilum Ferstlkluskála, þarf aö sinna ýmsum verkum í vegaskálanum, enda er ferðamannastraumurinn aftur á uppleið eftir aö göngin gleyptu alla umferöina eöa svo gott sem. DV, HVALFIRÐI:____________________ Rekstur Ferstikluskála í Hval- firði hefur gengið vel i vetur en um tima var óttast að skálanum yrði lokað. Ibúar við Hvalfjörð og sum- arbústaðaeigendur sáu til þess að svo varð ekki, að sögn Gunnars Sig- urðssonar, umdæmisstjóra Olís á Vesturlandi. Menn hreinlega létu undan þrýstingi, þeir fengu ekki að loka. Um það leyti sem fyrrverandi rekstraraðili Ferstiklu ákvað að hætta rekstri á síðasta hausti barst forstjóra Olís, Einari Bene- diktssyni, undirskriftarlisti frá flestum íbúum við Hvalfjörð og sumarbústaðaeigendum þar sem skorað var á Olís að halda rekstrin- um áfram. Ferstikla er með elstu bensínstöðvum Olís á Islandi, þar hefur verið bensínsala i yfir 50 ár. Á þessum tímamótum sýndu hjónin Hugrún Vilhjálmsdóttir og Eyþór Ámason, sem búa í Hlíðar- bæ, áhuga á að taka að sér áfram- haldandi rekstur og með miklum áhuga sínum kveiktu þau áhuga hjá forráðamönnum Olís. I dag hef- ur Olís gert miklar endurbætur á Ferstiklu og hafa þau Hugrún og Eyþór rekið staðinn síðcm í haust og gengið vel. Undanfarið hefur um- ferð um Hvalfjörð aukist og er greinilega mikið um að fólk keyri fyrir Hvalfiörð aðra leiðina og fari svo gegnum göngin til baka og er sú hringleið mjög skemmtileg sem sunnudagsbíltúr, enda fallegt í Hvalfirði og margt að sjá. -DVÓ Sandkorn Garðar Om Ulfarsson netfang: sandkom@ff.is knattspyrna? Senn etja evrópsk- ir knattspymumenn kappi og fá úr því skorið hvaða þjóð álfunnar hefur besta landsliðinu á að skipa. Keppnin nær hámarki í úrslita- leik sunnudaginn 2. júlí. Þann sama dag munu leiðtogar kristinna manna á ís- landi og fylgismenn þeirra verða í önnum á Þingvöllum að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því trú- frelsi var aflagt i landinu. I Ijós kem- ur hvort menn láti sannfærast af fag- urgala Júlíusar Hafsteins og Kristnihátíðamefndar um bættar samgöngur frá katastrófunni 1994 og taki áhættuna af að skreppa á Þing- völl þennan sunnudag í von um ná heim í tæka tíö fyrir úrslitaleikinn. Bauð á sjálfan sig Þegar nokkuð var liðið á útitón- leika Eltons Johns var ákveðið að hleypa utangáttar- mönnum sem voru staddir við Laugar- dalsvöllinn inn á gafl hjá söngvar- anum án endur- gjalds. Kunnugir segja þetta oft gert á svipuðum viðburðum erlendis þeg- ar nóg sé plássið og útséð um fleiri borgunarmenn. Fjöldi tónleikagesta sem þannig fengu ókeypis inn á Elton er óljós, tölur hafa heyrst frá 60 manns í yfir 1000 manns. En eitt mun þó vera víst: Hliðin voru opnuð að frumkvæði umboðsmanns Eltons og mun goðið því sjálft greiða tón- leikahaldaranum fyrir aðgöngumiða þessara gesta. Skyldi það vera hugg- un fyrir þá sem keyptu fokdýra miða fullu verði? Reiknaði skakkt Skrif Moggans um verðmæti Landssím- ans eru skemmtileg. Upphafið var að Þórarinn V. Þórar- insson Landssíma- forstjóri sagði hálf- fimm fréttamenn Búnaðarbankans meta Landssímann allt of hátt. Daginn eftir húðskamm- aði samgönguráðherra Þórarin fyrir að tala verðið niður. Þá kom ný frétt þar sem Þórarinn reyndi að tala verðið upp á ný. Hann tók dæmi af kaupum Mannesman á Orange sl. haust og sagði Mannesman hafa greitt sem svarar 100 þúsund krón- um á hvern einstakan viðskipta- mann í GSM-kerfinu. Yfirfærði hann þetta á Landssímann og sagði far- símakerfikerfi fyrirtækisins, miðað við 120 þúsund viðskiptavini, 120 milljarða króna virði. En Þórami skjöplast því útkoman úr þessu dæmi ætti að vera 12 milljarðar þannig að í raun er Þórarinn að tala verðið niður einu sinni enn. Viö- skiptavinir Landssímans ættu að fara vel yfir símreikningana sína. Land og tengdasynir Nýlega leigði i Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra ungum manni og eigin- konu hans ríkis- jörðina Ásvöll í Fljótshlíðinni. i Mm-gir gimtust Ásvöll eftir að fyrri leigjandi gafst upp á dvölinni, seldi ríkinu húsakostinn sem hann átti þar á jörðinni og flutti á mölina. Ásvöllur mun reyndar fremur lítil jörð og ólíkleg til framfærslu heillrar fiölskyldu en þaö mun varla heldur hafa verið ætlun Guðna þegar hann afréð að fela unga manninum jörðina og nýkeyptu húsin á henni. Svo vill nefnilega til að á jörðinni Landi, sem liggur að Ásvelli, býr einmitt tengda- faðir unga mannsins og em þar með í sjónmáli allgóð samlegðaráhrif sem nú eru einmitt í tísku. Þessi aðgerð öll gengur undir nafninu „Land og tengdasynir" í Fljótshlíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.