Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tdkum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 Mendingur í Wiesbaden: Féll 8 metra í gegnum glerþak - haldið sofandi Reykvískum auglýsingagerðar- w manni á þritugsaldri er haldið sof- andi í öndunarvél á háskólasjúkra- húsinu í Wiesbaden í Þýskalandi eftir að hann féll 8 metra niður í gegnum glerþak og hafnaði á gang- stétt við stórhýsi þar sem hann vann við uppsetningu á auglýsingu. Maðurinn var í hópi íslenskra sam- starfsfélaga sem unnu við verkið þegar slysið varð á fóstudaginn. Ekki er að fullu ljóst hvað olli falli mannsins en hann mun hafa stigið út á glerþak við vinnu sína, glerþakið gaf sig og maðurinn féll án fyrirstöðu niður á gangstétt. Fjölskylda auglýsingagerðar- mannsins hélt utan strax og fréttist af slysinu og dvelur nú við sjúkra- ^ beð hans í Wiesbaden. Samkvæmt upplýsingum frá föður mannsins er sonur hans illa slasaður eftir fallið en ekki i lífshættu og læknar von- góðir miðað við aðstæður. -EIR Trésmiður á Benidorm: Hengilásar í fimmtugsafmæli N - svaf á svölunum „Þetta var ekki nógu gott því það voru hengilásar fyrir öllum fata- skápum, engin rúmfot og alls ekki pláss fyrir okkur öll. Því gátum við ekki tekið upp úr töskum, þurftum að sofa með handklæði ofan á okk- ar í stað sænga og sjálfur þurfti ég að sofa úti á svölum vegna pláss- leysis,“ sagði Viðar Þorbjörnsson, trésmiðurinn sem hafði lengi hlakkað til að halda upp á fimm- tugsafmælið sitt á Benidorm ásamt fjölskyldu sinni „Þessi hótelher- bergi eru bersýnilega í einkaeign og síðan framleigð tO íslensku ferðaskrifstofunnar. Fatnaður eig- endanna hangir sem sagt í skápun- um sem eru læstir með hengilás,“ 1 'M sagði Viðar sem dó ekki ráðalaus heldur hringdi í fararstjóra ann- arrar ferðaskrifstofu sem kom fjöl- skyldu trésmiðsins fyrir á öðru og betra hóteli fyrir 180 þúsund króna aukagjald. Viðar hafði staðgreitt Spánar- ferðina með þriggja mánaða fyrir- vara til að geta örugglega verið á Benidorm á afmælisdaginn ásamt átta manna fjölskyldu sinni. Hann hafði hins vegar ekki gert ráð fyr- ir því að þurfa að sofa úti á svölum þann dag með hengilása fyrir öll- um fataskápum og fjölskylduna vafða í handklæði á hótelinu þar sem hann hafði skipulagt veislu lífs síns með góðum fyrirvara. < M -EIR DV-MYND PÉTUR 1 ^ ^ H Í \ r i X* « 1 | aMi L [ Það var margt um manninn viö Bílanaust í Reykjavík í gær þegar þar fór fram kappakstur á vegum Mótorsportsklúþþs íslands en þetta er fyrsta keppnin á vegum klúþþsins innan þorgarmarkanna. Þrettán keppendur tóku þátt og fór Þor- steinn Már Jónsson með sigur af hólmi. Gokart-akstur er vaxandi íþrótt sem 30 keppnismenn stunda að jafnaði. Stórt mót er fyrirhugað í iok júlí en æfingasvæði klúbbsins er i Kapelluhrauni þar sem er 800 m löng braut. -HH 22 ára maður handtekinn í Leifsstöð: Með 700 e-töflur faldar í maganum - úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir röntgenmyndatöku Tuttugu og tveggja ára íslenskur karlmaður var handtekinn í Leifs- stöð við komuna til landsins í síð- ustu viku. Við reglubundið eftirlit fundust fíkniefni innan klæða á manninum og grunur lék á að um meira væri að ræða innvortis. Við nánari eft- irgrennslan reyndist hann vera með 700 e-töflur i meltingarvegi. Verðmæti taflnanna er talið vera rúmar 2 milljónir króna en smá- söluverð á e-töflum er 3-3500 kr. Maðurinn, sem var að koma frá Amsterdam, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudags. Mað- urinn hefur lítillega komið við sögu lögreglu áður og þá vegna of- beldisbrota og neyslu fikniefna. Málið er í rannsókn hjá fikniefna- deild lögreglunnar í Reykjavik en það er það stærsta það sem af er þessu ári. Til samanburðar má geta þess að í stóra fikniefnamálinu svokallaða í fyrrahaust fundust 6000 töflur og er það mesta magn sem fundist hefur. í máli Kios Briggs var um að ræða 2000 töflur og hlaut hann 7 ára dóm. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fikniefnadeilar lögreglunnar, sagði málið á viðkvæmu stigi og að yfir- heyrslur stæðu yfir. Gæsluvarð- haldsúrskurður yfir manninum rennur út á morgun. -HH Beðið eftir peningum til að knýja þrjá strætisvagna með vetni: 220 milljónir frá Brussel - nánast í höfn segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur „Þetta er nánast í höfn,“ sagði Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur um 220 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til vetnisrannsókna hér á landi sem búist er við að verði afhentur innan skamms. „í framhaldinu verða smíðaðir þrír vetnisknúnir strætisvagnar sem verða reyndir á götum höfuðborg- arinnar í þrjú ár. Þetta er aðeins fyrsta skrefið en markmið okkar er að ísland verði rannsóknarmið- stöð vegna notkunnar vetnis sem eldsneytis í skip þannig að við get- um fyrir alvöru farið að standa við Kyoto-bókanir okkar," sagði Guð- mundur Þóroddsson sem er stjóm- armaður í Nýorku sem er fyrir- tæki í eigu Chrysler-bílaverksmiðj- anna, Shell olíufélagsins, Norsk Hydro og svo Vistorku sem er is- lenski angi fyrir- tæksins sem beitir sér fyrir þvi að vetni verði tekið upp sem eldsneyti í farartækjum. “Það liggtu- um- sókn frá okkur hjá Evrópusamband- inu og við erum bjartsýnir á að fá þetta,“ sagði Hjálmar Ámason alþingismaður um milljónirnar 220 ...... frá Evrópusam- bandinu en Hjálmar hefur sem kunnugt er verið ötull talsmaður rannsókna á vetni sem eldsneytis fyrir bifreiðar og önnur farartæki. “Ég vil ekki tjá mig um neinar tölur. Þetta er á viðkvæmu stigi og Guömundur Þóroddsson Næst verður það vetnið í fiskiskipa- flotann. við höfum verið beðnir um að tjá okkur ekki um upphæð styrksins frá Evrópusam- bandinu. Menn hafa áður brennt sig á því að segja of I mikið of fljótt," sagði Hjálmar Árnason. Guðmundur Þór- oddsson segist hins vegar fastlega bú- ast við að vetnis- vagnamir þrír verði komnir í um- ferð á götum höfuðborgarinnar eft- ir 2-3 ár merktir Strætisvögnum Reykjavíkur sem tákn um nýja og betri tíma. -EIR Hjálmar Árnason Vill ekki segja of mikið of fljótt. Leiksvæði barna: Drengurfékk mikil brunasár DV, HVERAGERDl: „Vinur minn var með kveikjara og við sáum einhvem stóran brúsa með einhverju bensíni eða ein- hverju ofan í og svo kveikti hann í og svo logaði. Svo þegar hann ætlaði að slökkva sparkaði hann í dolluna og þá skvettist á mig. Kannski var þetta bensín, sagði Sindri Heiðars- son, 9 ára drengur í Hveragerði, í gær. Hann slasaðist iíla af eldsneyti sem var á umtöluðum ruslahaug við „Húsið á sléttunni" í Hveragerði, í næsta nágrenni við Eden og við Suðurlandsveginn. Sindri sagði að sér hefði ekki liðið illa en hélt að kannski væri hann að væri að deyja, segir að sig hafi svimað tals- vert. Hann hlaut mikil brunasár. Vegaframkvæmdir standa nú yfir í götunni Bláskógum í Hveragerði þar sem ruslagámar hafa verið. Á meðan á framkvæmdum stendur hafa gámamir verið fluttir á svæðið þar sem „Húsið á sléttunni" er, mörgum Hvergerðingum og ferða- mönnum til ama. Björgvin Sigurðsson, stjúpfaðir Sindra Heiðarssonar, sagði í gær- kvöld að hann væri mjög óhress með staðsetningu ruslagámanna og sérstaklega þar sem krakkamir sæktu í leik þar. -eh Nánar á bls. 8 Suðurnes: Skammbyssa og lamb finnast í bíl Lögreglan í Keflavík fann skamm- byssu og lifandi lamb í bifreið sem var stöðvuð í Innri-Njarðvík um sexleytið í gærmorgun. Fjórir menn voru í bílnum og var þremur þeirra sleppt eftir yfirheyrslur en eiganda skammbyssunnar haldið eftir en hann hefur áður komið við sögu lög- reglu. Lögregla hafði fengið upplýs- ingar um að byssa væri í fórum mannanna en hún reyndist óhlaðin. Ekki er enn ljóst hvort málið tengist fundi 6 dauðra kinda við nýju rat- sjárstöðina við Sandgerði á laugar- dag. -HH Mtrmíra) WdDOD Gæði og glæsileiki Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.