Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Page 4
4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
I>v
Minkar trylltust í jarðskjálftanum á minkabúinu í Ártúni:
Læður átu af-
kvæmi sín
- og hundruð minka sluppu þegar búr hrundu
„Það sluppu á þriðja hundrað
minkar en að minnsta kosti 50 eru
dauðir og nokkrir eru enn lausir í
húsinu," segir Viðar Magnússon,
minkaræktandi í Ártúni í Gnúp-
verjahreppi.
Tugir minkabúra féllu og opnuð-
ust í kjölfar jarðskjálftans stóra á
laugardag og segir Viðar mikið hafa
gengið á í minkabúinu.
„Sumar læðurnar voru búnar að
éta ungana sína og margir krömd-
ust undir búrunum og svo flæddi
hér vatn um allt,“ segir hann.
Að sögn Viðars er tjónið tilfinn-
anlegt þar sem ekki sé hægt að nota
þá minka sem sluppu til undaneldis.
„Þeir rugluðust saman og það er
engin leið að sjá nákvæmlega um
hvaða minka er að ræða og þar er
mikið uppbyggingarstarf glatað.
Gróft reiknað má áætla að tjóniö sé
að minnsta kosti 1,5 milljónir," seg-
ir hann.
Þegar skjálftinn reið yfir voru
Viðar og fjölskylda hans á þjóðhá-
tíðarskemmtun í samkomuhúsinu í
Árnesi.
„Það var skelflng í hverju andliti
og fólk ruddist út,“ segir hann.
Að sögn Viðars gerði hann til-
raun til að ná til dóttur sinnar þeg-
ar hamagangurinn var sem mestur.
„Það var svo mikill æsingur að
ég datt og hélt ég hefði axlarbrotnað
og fólkið hreinlega tróð mig undir,“
segir hann en ítrekar að enginn í
fjölskyldunni hafi meiðst þennan
viðburðaríka dag. -jtr
DV-MYND TEITUR
Tilfinnanlegt tjón
Viöar Magnússon minkabóndi varö fyrir tilfinnanlegu tjóni. í skjálftanum
drápust að minnsta kosti 50 minkar.
Pakkaö niður
Mörg hús á Hellu eru svo illa leikin aö ekki tekur því aö taka til. Heilum hlut-
um er einfaldlega pakkað saman og þeir fluttir í burtu.
Uppskeran ónýt
/ hamförunum á laugardag hoppaöi
útsæöiö á bænum Brekkum upp úr
moldinni. Víst er því aö lítiö veröur
um kartöflur á boröum fjölskyldunn-
ar þetta haustiö.
DV-MYND ÞÖK
Skjöl úti um ailt
Sveitarstjórnin á Hellu fór ekki var-
hluta af hamförunum. Hér má sjá
starfsmann á skrifstofu byggingar-
fulltrúans taka upp skjöl og skýrslur
sem höfðu kastast úr hillum.
DV-MYND ÞÖK
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síödegisflóö
Árdegisflóö á morgun
24.04
02.55
20.45
09.04
00.58
01.26
12.59
09.47
Sfcj/íkigaLi' á vs&urtáknum
Vaxandi noröaustanátt
Skýjaö verður að mestu og lítils háttar rigning
ööru hverju sunnanlands en yfirleitt léttskýjað
norðanlands. Hægt vaxandi norðaustanátt í
kvöld og nótt,
J*~-VINDÁTT — Hrn -10° Nvindstyrkur i rnötrum á sekúmíu 1 & HEIÐSKÍRT
-fe O o
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
í? Ö Ö
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓK0MA
Q "Ú • 1 „ =
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
I Eldgjá úr Skaftártungum
Greiðfært er um helstu þjóðvegi
landsins. Fært er orðið um
Arnarvatnsheiði úr Miðfiröi, yfir Kjöl, í
Flateyjardal, í Herðubreiðarlindir, Dreka,
Kverkfjöll og úr Skaftártungum í Eldgjá.
Veglr á #kyog> um
•ru loka> ir flar tll anna-
var> ur auglfst
Þokubakkar
Súld með austur- og norðausturströndinni, skýjað og þokubakkar viö
ströndina norðanlands en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti á
bilinu 5-16 stig.
yijjiijjiuúugbj
Vindur; C
10-14 m/, <
Hiti 9° til 15°
Spáö er noröanstrekkingl
og súld allra austast,
annars breytilegri átt og aö
mestu bjartvlöri. Skúrlr
suövestanlands. Hltl víöa
10 tll 15 stlg .
Vindun (
9-13 m/» C
Hiti 9° tii 15°
Áfram veröur noröanátt og
súld austast. Annars
breytileg átt og bjartvlöri,
þó hætt vlö fjallaskúrum
suövestanlands.
VinduR
8-13 m/s
Hiti 9° til 15°
Spáö er austan og siöan
noröaustan 8-13 m/s og
rignlngu viöa um land, þó
síst á Vesturlandl. Áfram
10 tll 15 stiga hiti.
AKUREYRI léttskýjaö 6
BERGSTAÐIR hálfskýjaö 7
BOLUNGARVÍK heiökskírt 7
EGILSSTAÐIR 4
KIRKJUBÆJARKL. skúrir 7
KEFLAVÍK skýjaö 9
RAUFARHÖFN léttskýjað 3
REYKJAVÍK skýjaö 9
STÓRHÖFÐI þokumóöa 8
BERGEN þoka 8
HELSINKI skýjaö 15
KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 23
OSLÓ skýjaö 20
STOKKHÓLMUR 20
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 8
ÞRÁNDHEIMUR skúrir 10
ALGARVE skýjaö 20
AMSTERDAM léttskýjaö 24
BARCEL0NA léttskýjaö 18
BERLÍN léttskýjaö 22
CHICAG0 skýjaö 20
DUBLIN súld 14
HALIFAX skýjaö 15
FRANKFURT heiðskírt 19
HAMBORG léttskýjaö 23
JAN MAYEN snjóél 0
LONDON mistur 16
LÚXEMB0RG heiöskfrt 20
MALLORCA léttskýjað 18
M0NTREAL léttskýjað 14
NARSSARSSUAQ skýjað 6
NEWY0RK York heiðskírt 19
ORLANDO skýjað 24
PARÍS léttskýjaö 22
VÍN léttskýjaö 20
WASHINGTON þokumóöa 12
WINNIPEG þoka 17