Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Qupperneq 5
5
PlayStation
<»«>
EURO
2000
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
Fréttir
I>V
í Euro 2000
knattspyrnuleiknum
SPORTR
Stund á milli stríöa
Mikill fjöldi fólks hefur leitað sér áfallahjálpar á sl. dögum og hvetja aðstandendur RKÍ fólk til
þess að leita sér hjálpar. Ritlingur um sálræna skyndihjálp var sendur á öll heimili fyrir tilstilli RKÍ.
DV-MYNDIR ÞÖK
Áfallahjálp á Hellu
Sigurður Jónsson, prestur í Odda,
og Elín Jónasdóttir sálfræðingur
voru meöal þeirra sem aðstoðuðu
þá er leituðu sér áfallahjálpar í
grunnskólanum á Hellu.
DV-MYND ÞÖK
Sparifötin í tösku
Bæði íbúðarhús og útihús á bænum
Brekkum, rétt vestan viö Hellu, eru
gjörónýt. Ábúendur vita ekki hvort
þeir koma til með að bregöa búi.
Hér má sjá Ragnheiði Jónasdóttur
húsfreyju, Eyvind Ágústsson bónda-
son og Ágúst Eyvindsson, bónda
á bænum.
Dagana 23. - 25. júní fer
fram stórmót í Euro 2000
Playstation leiknum í
stórverslun Skífunnar,
Laugavegi 26.
Komið og keppið í hreint
ótrúlega spennandi
knattspyrnuleik með
sterkustu leikmönnum
Evrópu.
Veglegir vinninngar í boði.
Skráning fer fram í stórverslun
Skífunnar, Laugavegi 26,
dagana 19.-21. júní. Ekkert
þátttökugjald. Takmarkaður
fjöldi þátttakenda
Mikill fjöldi fólks leitar áfallahjálpar vegna skjálftanna:
m
ottaslegið
- segir Elín Jónasdóttir hjá Rauöa krossi íslands
Yflr 30 manns leituðu sér áfallahjálpar á
Hvolsvelli á laugardagskvöldið. Síðan þá hef-
ur mikill fjöldi fólks komið í tímabundnar
bækistöðvar Rauða krossins í grunnskólanum
á Hellu.
Mikill óhugur er í fólki og þá sér-
staklega börnum. Aðstandendur RKÍ
segja að áberandi sé að fólk sem var
heima við þegar skjálftinn reið yfir
leiti hjálpar. Ástæður þess eru eins
margar og fólkið sem leitar hjálpar-
innar. Fólk er óttaslegið, hrætt við að
atburðirnir endurtaki sig, hefur jafn-
vel misst hús sín og óttast hvað muni
taka við.
Elín Jónasdóttir heldur utan um
sálræna skyndihjálp RKÍ:
„Það er ákaflega mikilvægt að fólk
átti sig á því að þær tiifinningar sem
það upplifir eru eðlilegar. Fólki sem
líður illa er ráðlagt að tala við ein-
hvem um líðan sína - hvort sem það
er einn af þeim 20 sjálfboðaliðum sem
eru hér í bækistöð Rauða krossins eða
einhver sem er því nákominn."
Aðspurð sagði Elín að einungis lítið
brot fólks bíði varanlegan sálrænan
skaða vegna atburða á borð við þenn-
an.
„Það er í raun fremur sjaldgæft að
áhrifanna gæti í langan tíma. Við
hvetjum fólk hins vegar til þess að
ræða tilfinningar sínar og létta á sér.
Eins er ekki úr vegi aö benda á sálrænu
skyndihjálparnámskeiðin sem í boði eru hjá
RKÍ um land allt. Þeim sem vilja kynna sér
það nánar er bent á að hafa samband við sína
svæðisdeild." -ÓRV
Fólk er mjög