Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
I>V
Fréttir
Bjarni Bessason, doktor í jarðskjálftaverkfræði - skjálftaskemmdir koma ekki á óvart:
Áhrif skjálfta minnka
þegar vestar dregur
Bjarni Bessason, doktor í jarð-
skjálftaverkfræði og jarðskjálftaein-
angrun mannvirkja, segir að í raun
eigi það tjón sem varð á Hellu og víðar
ekki beinlínis að koma á óvart þar sem
flest þau hús sem þar skemmdust voru
byggð fyrir árið 1970. Hann segir í
raun ómögulegt að spá um tjón á höf-
uðborgarsvæðinu komi annar og svip-
aður skjálfti á þeim slóðum en bendir
á að ekki megi gleyma þeirri sögulegu
staðreynd að því vestar sem skjáiftar
verða srmnanlands því veikari verði
áhrifm. Bjami segist ekki telja að ein-
göngu hafi verið einblínt á burðarþol
húsa á kostnað miiliveggja og lofta.
Sennilega „100 ára atburður"
„Það á ekki að koma á óvart að eitt-
hvað gefi sig þegar átökin eru þetta
stór,“ segir Bjami. „Þó svo að áhrifm
hafi verið mikil er samt mjög jákvætt
í þeim skilningi að hvorki út- né inn-
veggir hafl hrunið. Þó þeir hafi
sprungið eða skemmst er það vissulega
fjárhagslegt tjón en menn era ekki að
tapa mannslífum eða horfa fram á slas-
Öllu tjaldað sem til er
Fjölskyldur á Hellu hafa margar hverjar tjaldaö úti í garöi. Ástæöuna má rekja
til þess aö fólkiö þorir ekki aö gista inni hjá sér eöa getur þaö ekki sökum
ástands hússins. Hér eru hjónin aö Freyvangi 17, þau Guörún Eiríksdóttir og
Helgi Óskarsson.
að fólk. f veikum skjáiftum vilja menn
sleppa með óskaddað hús. í stórum
skjálftum eins og þessum um helgina -
sem sennilega er 100 ára atburður - þá
sætta menn sig við skaða á mannvirkj-
um en gera allt til að koma í veg fyrir
slys á fólki,“ segir Bjami.
- Hefur þú áhyggjur af einhverjum
mannvirkjum öðrum ffemur ef stór
jarðskjáifti fylgdi í kjölfarið t.d. vestar
og nær mikilli byggð á höfuðborgar-
svæðinu?
„Annar skjálfti af svipaðri stærð i
svipaðri ijarlægð getur haft tilsvarandi
áhrif á viðkomandi stað. En hin jarð-
ffæðilegu rök og sagan segja okkur að
skjáiftamir og áhrif þeirra minnki eft-
ir því sem vestar dregur. Stærstu
skjálftamir i gegnum tíðina hafa verið
í Holtunum og Landsveit. í Ölfúsinu,
sem er vestarlega á Suðurlandinu, era
þekktir skjáiftar um 6 og minni. Þar
segir sagan okkur að jarðskorpan er
einfaldlega veikari og brotnar fyrr þar
en austar. Þama fá menn minni
skjálfta. Þegar komið er t.a.m. yst á
Reykjanestána era litlir skjálftar tíðir
en engin saga er um stóra skjálfta
þar.“
Ekkert hús hrundi þrátt fyrir
allt
Bjami segir að eins og ffam hafi
komið séu flest skemmdu húsin byggð
fyrir árið 1970.
„Það er ljóst að fyrr hugsuðu menn
miklu minna um þessi mál. Síðan hef-
ur þekkingunni fleygt fram. Ég held að
menn hugsi í flestum tilfellum um hús-
in í heild, bæði innveggi og útveggi.
Fyrsta markmiðið er að veggir hrynji
ekki ofan á fólk. Þrátt fyrir allt hrundi
ekkert hús í skjálftanum um helgina.
Nútíma jarðskjálftahönnun gerir ráð
fyrir að húsunum sé „leyft“ að skemm-
ast. Þegar sprungur koma og form-
breytingar verða er jarðskjálftaorkan
að eyðast. Menn hanna því mannvirki
beinlmis í dag miðað við þetta og
reyna að vemda mannslif."
Jaröskjálftalegur „björguðu"
Þjórsárforú
Bjami segir að ef ekki hefði verið
búið að setja sérstakar jarðskjálfitaleg-
ur undir Þjórsárbrú í samvinnu við
Vegagerðina þá hefði mátt búast við
skemmdum á henni.
„Þetta mannvirki var sérstaklega
styrkt, í samræmi við það sem menn
vora búnir að fínna út á sínum tima og
kemur vel út. Eins var talað um að
sprungan hefði legið frá Holtunum upp
að Stóru-Laxá. Þar er ný brú sem líka
er á sérstökum jarðskjálftalegum. Mér
er ekki kunnugt um að skemmdir hafi
orðið á henni,“ sagði Bjami Bessason.
-Ótt
Húsgafl hrundi
Útihúsin aö Miðhúsum í Gnúpverjahreppi eru aö hruni komin eftir jaröskjálft-
ann á þjóöhátíöardaginn. Heimilisfólk sá sér ekki fært aö dveljast í
íbúöarhúsinu eftir allan hamaganginn.
íbúum finnast yfirvöld ekki tala mannamál:
Tala ekki íslensku
- segir Ásmundur Pálsson, íbúi á Hellu
„Þrátt fyrir að hafa sloppið vel er
manni að sjálfsögðu ekki mjög rótt
þessa dagana. Við tjölduðum úti í
garði og höfðum hugsað okkur að
vera úti til þess að byrja með. Þó
hefur ekki komið til þess enn þá en
tjaldið verður úti í garði enn um
sinn,“ sagði Ásmundur Pálsson þar
sem hann sat fyrir framan tjald í
garðinum sínum á Hellu.
Ásmundur og konan hans, Sigur-
björg Björgúlfsdóttir, sluppu betur
en margir aðrir Hellubúar í skjálft-
anum á laugardaginn. Þegar skjálft-
inn reið yfir opnuðust allir skápar
og það sem í þeim var hentist niður
á gólf.
„Ég fór með strákúst yfír húsið og
henti því sem ekki varð bjargað.
Þrátt fyrir þessar hremmingar
erum við ekki á leið úr bænum. Það
sem mér hefur þótt hvað verst er að
á þessum fundum sem hafa verið
haldnir með bæjarbúum hafa ýmis
fræðileg hugtök ekki verið skýrð
nægilega vel - það er eins og þeir
tali ekki íslensku," sagði Ásmundur
en bætti þó við að hann væri
ánægður með viðbrögð Rauða kross
íslands. Rauði krossinn dreifði á
sunnudag bæklingi til allra íbúa
Heklu-svæðisins þar sem viðbrögð
viö áfóllum eru rædd.
„Við hjónin bíðum enn eftir þeim
Reiöubúin aö fara í tjaldiö
Ásmundur Pálsson og Sigurbjörg
Björgúlfsdóttir meö börn sín, Stefán
Smára og Álfheiöi Fanney. Þá eru
tíkur fjölskyldunnar meö á myndinni.
stóra. Hvenær hann skellur á er
aldrei að vita en á meðan bíðum
við.“ Að þessum orðum mæltum
hélt Ásmundur með fjölskyldunni
sinni aftur inn þar sem þeirra beið
enn mikið starf við að þrifa upp.
-ÓRV
DV-MYND TEITUR
Dýr rósemdarinnar
Heiörún Hafliöadóttir, starfsmaöur dýragarösins Slakka, heldur hér á einu
hinna sallarólegu dýra sem dveljast í garöinum.
Dýragarðurinn í Slakka:
Mannskepnan
hræddari en dýrin
- segir starfsmaður
„Dýrin hérna kipptu sér lítið upp
við jarðskjálftann á laugardag og
voru í rauninni furðu róleg,“ segir
Heiðrún Hafliðadóttir, starfsmaður
hjá dýragarðinum Slakka í Laugar-
ási í Biskupstungum.
í dýragarðinum er hægt að finna
allt frá geitum og grísum til lítilla
hvolpa og lamba og er hann vinsæll
viðkomustaður ferðamanna um
Suðurland.
„Það koma hingað um þrjú
hundruð manns á dag í kringum
stóru helgarnar og þegar veðrið er
gott,“ segir Heiðrún.
Æsingur greip um sig viða um
Suðurland þegar skjálftinn reið yfir
og var hamagangurinn stundum svo
mikill að fólk var troðið undir.
Það má því segja að þótt stóísk ró
dýranna í Slakka heyri til undan-
tekninga þá eru dýrin stundum yfir-
vegaðri en mennimir þegar hætta
steðjar að. -jtr
__________Uf Umsjón:
Hörður Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Stærsta kirkjan
Vigfús Þór
Árnason, sóknar-
prestur i Grafar-
vogi, var að von-
um stoltur við
vígslu kirkju sinn-
ar um helgina.
Þykir guðshús
þetta hið vegleg-
asta að allri gerð.
Sagt er að sóknar-
presturinn hafi þó ekki viljað vera
neitt að flagga stærð kirkjunnar í
opinberri umræðu. Ástæðan er sögð
sú að hann vilji ekki styggja hr.
Karl Sigurbjömsson biskup. Glögg-
ir menn hafa nefnilega komið auga
á að Grafarvogskirkja er í öllu sínu
veldi talsvert stærri en Hallgríms-
kirkja og þar að auki með stærstu
sókn landsins í kringum sig. Segja
gamansamir að fyrst Vigfús Þór sé
þannig með mestan mannafla á bak
við sig ætti hann augljóslega rétt á
að vera útnefndur yfírmaður kirkj-
unnar...
Á rauðu Ijósi
Össur Skarp-
héðinsson Sam-
fylkingarleiðtogi
gefur lítið fyrir
efnahagsstjórn
Davíðs Odds-
sonar í kjallara-
grein í DV. Seg-
ir hann að rauð
ljós séu farin að
blikka hjá öllum
þeim stofnunum sem um efnahags-
mál fjalla. Gárungar minnast í
þessu sambandi mikils ferðalags
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
fyrrum leiðtoga krata, og Ólafs
Ragnars Grímssonar, þáverandi
allaballa, um landið. Var ferðin
kölluð „Á rauðu ljósi“ og tilgang-
urinn að koma af stað sameining-
arferli vinstrimanna. Segja sagn-
fróðir að þeim félögum hafi þó
aldrei tekist að kveikja á ljósunum.
Líklega hafi þeim verið stolið og
nú sé Össur búinn að finna þau
blikkandi inni í skápum Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar...
Borgríkið Reykjavík
Uppstokkun og
samruni á nefnd-
um Reykjavíkur-
borgar hafa vakið
athygli og segja
að verið
sé að breyta
Reykjavíkurborg
í ríki og nefnd-
um í ráðuneyti.
eru
nefndir í ráðherrastöður og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir að sjálf-
sögðu bendluð við forsætisráðuneyt-
ið í nýrri ríkisstjóm Reykjavikur,
Helgi Hjörvar er líklegastur
kandídat í stöðu félagsmálaráðherra,
Helgi Pétursson yrði þá samgöngu-
ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir
menntamálaráðherra og menningar-
málaráðherra yrði væntanlega
Steinunn Valdis Óskarsdóttir.
Hrannar B. Amarsson er svo tal-
inn líklegur til að hreppa umhverfis-
málaráðuneytið en önnur ráðuneyti
munu vera óráðin...
Jörmundur í spreng
Alþingismaður-
inn og guðsmaður-
inn Hjálmar
Jónsson hefur oft
skemmtilegri sýn
á jarðlífíð en
margir aðrir. Á
dögunum mætti
hann á götu alls-
herjargoðanum
Jörmundi Inga Han-
sen sem staðið hefur í stappi vegna
Kristnihátíðar. Svo sem lýðum er
kunnugt var hinum kristnu ekkert
um það gefið að ásatrúarmenn
gengju öma sinna á kristnitökuhá-
tíð án þess að greiða fyrir hægind-
ið. Af þessu tilefni orti Hjálmar:
Taka aö hrœra trúarstreng
tilvik nœstafátíö.
Jörmundur Ingi er í spreng
út af kristnihátíö.