Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Síða 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
I>V Fréttir
Hundruð lampa féllu í gróðrarstöðvum á Suðurlandi:
Mildi að eng-
inn varð undir
- segir garðyrkjubóndi
„Garðyrkjuhúsin gengu til um 50
sentímetra og ég er mest hissa á að
aðeins rúmar 10 rúður skuli hafa
brotnað," segir Helga Karlsdóttir I
Gróðrarstöðinni Melum á Flúðum.
I jarðskjálftanum títtnefnda á
laugardaginn féliu tugir lampa nið-
ur úr loftinu og er tjónið metið á
rúmar 2 milljónir en Helga segir sitt
fólk hafa sloppið vel þrátt fyrir
eignatjón.
„Það var mesta lán að enginn
skyldi vera inni í gróðurhúsinu því
hver lampi er um 15 kíló að þyngd
og það er aldrei að vita hvemig
hefði farið ef einhver hefði orðið
undir,“ segir hún.
Að sögn Helgu er það ekki bara
gróðurhúsið sem varð illa úti hjá
þeim í fjölskyldunni.
„Eldhúsið var í rúst, ísskápurinn
steyptist á gólfið og það var ekkert á
sínum stað í húsinu," segir hún.
Helga og fjölskylda hennar voru
í heimsókn þegar skjálftinn varð og
segir hún aðkomuna hafa verið
óþægilega.
„Það var megn
lykt af mjólk og allt
sem gat hafði hrunið
á gólflð og ég þakka
bara fyrir að enginn
varð undir ósköpun-
um,“ segir Helga.
Það er ljós í
myrkrinu fyrir eig-
endur gróðrarstöðv-
arinnar Mela á Flúð-
um að heitavatns-
DV-MYND ÞÖK
Vatnslagnir sprungnar
Víöa gáfu vatnslagnir sig í jaröskjálftanum og hér var unniö í kapp viö tímann til þess aö stööva
vatnsleka í kjallara hússins.
uppstreymi hefur ná-
lega tvöfaldast frá
því að skjálftinn
varð og því ljóst að
nóg verður af heitu
vatni á næstunni.
Ein af mörgum
fleiri gróðrarstöðv-
um á Suðurlandi
sem urðu fyrir tjóni
í jarðskjálftanum
var Gróðrarstöðin
Hveratún í Laugar-
ási i Biskupstung-
um. „Það féllu niður
DV-MYND TEtTUR
109 lampar féllu
Magnús Skúlason, garöyrkjubóndi í Laugarási í Biskupstungum, var í gær
vongóöur um aö fá tjón sitt bætt af tryggingum.
109 lampar og rósimar okkar fóru á
hliðina," segir Magnús Skúlason,
eigandi Gróðrarstöðvarinnar
Hveratúns.
Magnús segist vona að hann fái
tjón sitt bætt en þegar DV kom að
máli við hann í gær átti hann von á
manni frá tryggingunum sem skera
skyldi úr um það.
-jtr
Þjóöhátíðardagurinn bjargaði
Lampinn sem Helga Karlsdóttir á Metum á Fiúöum heldur á vegur um 15 kíló og
ekki þarf aö spyrja hvernig hefði fariö ef hann heföi lent á höföi einhvers, en
starfsmenn voru hins vegar víös fjarri aö fagna þjóöhátíöardeginum.
Nokia 6150
dualband
verð: 25-100 kr.
(handfrjáls búnaður að
verðmæti 4.900 kr.
fylgir).
Nokia 7110
verð: 29.5OO kr.
Nokia 5110
verð: I4.9OO kr.
Nokia 3210
dualband
verð: I4.9OO kr.
(3000 kr. auka afsláttur
fylgir ef keypt er intemet-
þjónusta Heimsnets.
verð: 11.900).
Nokia 8210
verð: 38.OOO kr.
Nokia 8850
CllUbbOn 120
UIU55UII I
verd: 59*9^0 kr. verð: 29.000 kr. verð: 34*9^0
HALLÓ 0 GSM
HEIMSNET
HEIMUR
NETSÍMI
Halló býður þér nú hagstæðustu tilboðin á GSM símum
án óþarfa skuldbindinga. Tilboðin gilda í verslun okkar
að Skúlagötu 19 og munu standa út júní mánuð.
Fáðu upplýsingar í síma 53 50 500 eða á www.hallo.is.
Frjáls Fjarskipti
sími 53 50 500
fax 552 5051
Skúlagötu 19
101 Reykjavík
hallo@hallo.is
www.hallo.is