Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Síða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
PV__________________________________________ Útlönd
Flóttamennirnir sem létu lífið í flutningabíl í Dover:
Börðu í örvæntingu á
sjóðheita veggi gámsins
Mennimir tveir, sem fundust á
lífl í flutningabílnum í Dover í
Englandi innan um 58 lik, hafa
greint frá því að flóttamennimir,
sem voru af asísku bergi brotnir,
hafi fuilir örvæntingar reynt að flýja
úr gáminum áður en þeir létust.
Breska lögreglan vonast til að
geta yfirheyrt þá sem komust lífs af
betur i dag. Lögreglan óttast um ör-
yggi mannanna tveggja og lætur
vopnaða verði gæta þeirra.
Þeir sem komust lífs af greindu
frá því í gær með aðstoð túlks að
þeir sem létust hefðu hrópað á
hjálp, barið á veggi gámsins og
reynt að komast út áður en þeir
létu lífið. Talið er að fólkið hafi
kafnað. Flutningabíllinn, sem var
skráður í Hollandi, kom frá Zee-
brúgge í Belgíu til Dover, á heitasta
degi sumarsins til þessa í Bret-
landi. Hitinn fór upp í 30 stig. Og í
gáminum, sem var lokaður, hafði
A hafnarbakkanum í Dover
Lögregla rannsakar farm flutningabílsins sem 58 lík flóttamanna fundust í.
loftkælingin ekki verið sett í sam-
band.
Tollverðir fundu líkin er þeir
könnuðu innihald flutningabílsins.
Á fraktseðlinum stóð að farmurinn
væri tómatar.
Talið er að kínversk samtök hafi
smyglað fólkinu úr landi. Sú kenn-
ing fékk byr undir báða vængi í gær
þegar kínverskur lögmaður, sem
býr i Bretlandi, tjáði BBC í gær-
kvöld að fólk, sem kvaðst hafa átt
ættingja um borð í flutningabílnum,
hefði haft samband við hann.
Fjöldi glæpasamtaka í Kina
smyglar árlega tugum þúsunda
Kínverja úr landi. Taka smyglar-
amir um 2 milljónir króna á haus.
Lögreglumenn um alla Evrópu
reyna nú að kortleggja leið flutn-
ingabOsins til Zeebrúgge. ökumað-
ur flutningabílsins hefur verið
handtekinn. Ökumaðurinn er
Hollendingur.
Beðlð eftir matvælaaðstoð frá SÞ
Hópur þorpsbúa bíöur eftir aöstoö í matvælamiöstöö Sameinuöu þjóöanna í bænum Loyengalni i noröurhluta Kenýa.
Yfirmaöur Barnahjáipar SÞ, Carol Bellamy, varaöi viö því í gær aö miklu meira þyrfti aö gera til aö hjálpa þeim millj-
ónum manna sem eiga um sárt aö binda vegna þurrka í svokölluöu Horni Afriku.
Taívanforseti réttir fram sáttahönd:
meö leiðtoga Kína
Sannleikurinn hjá NATO
Madeleine Albright og George Ro-
bertson eru aöalkallarnir i NATO.
NATO gætir þess
að rétti sannleik-
urinn komi fram
Fréttaþjónusta Atlantshafsbanda-
lagsins í höfuðstöövunum í Brussel
gætir þess vel að allt sem birtist í
fréttabréfi hennar sé í anda hinnar
kórréttu stefnu, að því er segir í
franska dagblaðinu Libération.
Fréttaþjónustan styðst við frétta-
skeyti frá Reuter og AFP en passar
upp á að strika út úr þeim allt sem
ekki passar. Þannig segir Libér-
ation að eftir utanríkisráðherrafund
NATO dagana 24. og 25. maí hafi all-
ar setningar um spennu milli
Bandaríkjanna og rikja Evrópusam-
bandsins um vamir Evrópu verið
þurrkaðar út. Þá var ekkert minnst
á áhyggjur Evrópuríkja um fyrir-
hugað eldflaugavamarkerfi Banda-
rikjanna.
Þá segir Libération að franskir
diplómatar hafi uppgötvað að gagn-
rýni franska utanríkisráðherrans
Huberts Védrines um að áðumefnt
vamarkerfi kynni að raska valda-
jafnvæginu hafi verið þurrkuð út.
Franska blaðið segir að hugsana-
lögreglan í aðalstöðvum NATO sjái
til þess að aðeins sannleikur banda-
lagsins komi fram og klykkir út
með að allt í heimi NATO hljóti að
vera alveg dásamlegt.
Vill fund
Chen Shui-bian, forseti Taívans,
rétti stjómvöldum í Peking sátta-
hönd í morgun þegar hann bauð
starfsbróður sínum í alþýðulýðveld-
inu, Jiang Zemin, til fundar, svipaðs
þeim sem leiðtogar Kóreuríkjanna
héldu á dögunum.
„Ef Norður- og Suður-Kóreumenn
geta það, hvers vegna þá ekki ríkin
beggja vegna sundsins?" sagði Chen
á fundi með fréttamönnum úti undir
bem lofti í morgun.
Chen sagði að ekki ætti að setja
nein skilyrði fyrirfram um fundar-
stað og skipulag.
Stjórnvöld í Peking hafa krafist
þess að stjómin á Taívan fallist á
stefnuna um eitt Kína áður en við-
ræður verði teknar upp að nýju
milli landanna. Kínversk stjómvöld
líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta
Kína.
Chen sagði fréttamönnum að
stjómvöld í Peking og Taipei hefðu
bæði visku og getu til að finna skil-
greiningu á „einu Kína“ sem bæði
löndin gætu sætt sig við. Hann hélt
einnig opnum þeim möguleika að
bandarísk stjórnvöld tækju meiri þátt
í að bæta samskipti Kína og Taívans.
Karl Bretaprins
Prinsinn hefur i hyggju aö kvænast
ástkonu sinni.
Kanna möguleika
á giftingu
í Skotlandi
Heimildarmenn innan skosku
kirkjunnar hafa staðfest í viðtali við
breska blaðið Sunday Times að ráð-
gjafar Karls Bretaprins hafi kannað
möguleikana á að prinsinn kvænist
ástkonu sinni, Camillu Parker Bow-
les, í Skotlandi. Skoska kirkjan er,
andstætt ensku kirkjunni, ekki mót-
fallin því að gifta fráskilið fólk.
Samkvæmt heimildarmanni innan
bresku hirðarinnar hefur Karl
prins alltaf haft í hyggju að kvænast
Camillu.
Marc Dutroux
Barnaníöingurinn var dæmdur fyrir
flóttatilraun.
Dutroux dæmdur
í 5 ára fangelsi
Belgíski bamaníðingurinn og
meinti bamamorðinginn Marc
Dutroux var í gær dæmdur í 5 ára
fangelsi fyrir að hafa ráðist á
lögreglumenn og stolið bíl og byssu
við flóttatilraun 1998. Hann var
jafnframt dæmdur til að greiða um
150 þúsund krónur í sekt. Dutroux
var gripinn þremur klukkustundum
eftir flóttann. Dutroux hefur verið í
gæsluvarðhaldi í fjögur ár vegna
gruns um rán, nauðganir, pyntingar
og morö á fjórum ungum stúlkum
1996. Dutroux haföi verið sleppt úr
fangelsi 1992 eftir að hafa afplánað 3
ár af 13 ára fangelsisdómi fyrir
nauðganir á börnum. Réttað verður
yfir honum á ný á næsta ári vegna
voðaverkanna 1996.
Troðfull búð af
spennandi unaðsvörum
ástarlífsins fyrir
dömur og herra.
Utsala 20.-28. júní Utsala 20.-28. júní Utsala 20.-28. júrtí
Smellurammar 40x50 cm, matt, kr. 390. 50x60 cm, glært, kr. 490. 15x21 cm, glært, kr. 70. Álrammar 24x30 cm, svart, kr. 650. 51x66 cm, silfur, kr. 1900. 50x60 cm, silfur, kr. 1900. Trérammar 10x15 cm, kr. 200. 13x18 cm, kr. 270. 18x 24 cm, kr. 400.
Innrömmun, 15% afsláttur. RAMMA
Plaggöt gefins ef þú kaupir ramma. MIÐSTOÐIN
Trérammar
margar gerðir, kr. 240.
INNRÖMMUN
Sóltúni 16- Sfmi 511-1616 • Fax 5111619.
Plaggöt
20-50% afsláttur.
Segultöflur,
50x55, kr. 900.