Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 H>V__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tónlist !' í : ÉÍÍÍíÉÍSÉÍÉÍIí Rafmögnuð stemning Annarri tónleikaröö Tónskáldafélags íslands lauk á fóstudagskvöldið með strengjakvartetts- tónleikum í Salnum þar sem fram kom strengja- kvartett sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari var í forystu fyrir en aðrir í kvartettinum voru þau Júlíana Elín Kjartansdóttir, 2. fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, og Richard Talkofsky, selló. Tónleikaraðir tónskáldafélagsins bera yfirskrift- ina „íslensk tónlist á 20. öld“ og var áherslan í þetta sinn á tónlist frá miðhluta aldarinnar. Leiknir voru fimm kvartettar sem samdir höfðu verið á tímabilinu 1940-1984. Ballett III eftir Jónas Tómasson var fyrstur á efnisskrá, saminn 1981. Kvartettinn er í einum hluta sem þó skiptist niður í þrjá. Sá fyrsti þrótt- mikill með þéttofnum raddfléttum, miðhlutinn blíðari og ljóðrænni og sá þriðji kraftmikill með smellnum coda í endann. Leikur kvartettsins var til mikilliar fyrirmyndar, úthugsaður og hend- ingamótunin skýr og verkið í alla staði heil- steypt. Sömuleiðis var blásið nýju lífi í 26 ára gamlan kvartett eftir John A. Speight þar sem lagt er út frá pedalnótunni E og gat þar að líta bráðskemmtilega spretti í samfléttum radda sem meðlimir kvartettsins léku af mikilli sannfær- ingu. Elsti kvartettinn á tónleikunum var Strengjakvartett 2 eftir Helga Pálsson sem hann samdi árið 1940 en kvartettinn var hins vegar ekki frumfluttur fyrr en árið 1979. Verkið, sem er í tveimur þáttum, Allegro, ma non troppo og And- ante, hefst á fallegu sellósólói sem Richard lék af mikilli kostgæfni og er að fmna í verkinu þjóðleg- an íslenskan tón, ljúfsárar laglínur og er verkið i heild nostursamlega samansett og vel með farið í höndum kvartettsins sem lék verkið af tilfinn- ingu svo útkoman varð hin ánægjulegasta. Síðasta verkið fyrir hlé var svo kvartett Gunn- ars Reynis Sveinssonar „Net til að veiða vindinn" frá 1984 en titillinn er fenginn úr ljóði Steins Steinarrs um Tímann og vatnið sem hefur verið tónskáldum hugleikið. Verkið er í fjórum þáttum - sá fyrsti Mansöngur fyrir einleiksfiðlu, yfirlæt- islaus og fallegur með svífandi flæði í meðförum Sigrúnar. Annar kaflinn, Víravirki fyrir tvær fiðlur, var einnig afar vel leikinn af þeim Sigrúnu og Júlíönu og var spennandi að fylgjast með hvernig raddirnar höfðu áhrif á hvor aðra en við- héldu jafnframt sjálfstæði sínu. Þriðji og fjórði Síðasta verkið á efnisskránni var El Greco strengjakvartett Jóns Leifs sem hann samdi haustið 1965. Það veröur aö segjast aö þetta er eitt besta verk Jóns Leifs sem ég hef heyrt, myndrænt og áhrifamikið og leikur kvartettsins hreint út sagt magnaður. þáttur eru svo skrifaðir fyrir kvartett og voru þeir sömuleiðis fallega fluttir af alúð og öryggi og héldu athyglinni óskiptri allan tímann. Kvartett kominn til aö vera Sex lög Karólínu Eiríksdóttur voru svo fyrst á efnisskrá eftir hlé. Verkið var samið árið 1983 fyrir Berwald-strengjakvartettinn að beiðni sænsku ríkiskonsert- anna. Verkið samanstendur af sex smástykkjum eins og titillinn bendir til, sem eru afskaplega skorinorð og hnitmiðuð og mynda saman eina heild þótt ólík séu og er áheyrandanum haldið föngnum enda er alltaf eitthvað nýtt á seyði og var flutningur þessa verks einnig vel fram færð- ur og öruggur. Síðasta verkið á efnisskránni var svo E1 Greco strengjakvartett Jóns Leifs sem hann samdi haustið 1965. Hinir fimm þættir verksins bera titla sem vísa til mynda málararns, Toledo, ímynd af sjálfsmynd af E1 Greco, Jesús rekur braskarana úr musterinu, Krossfestingin og Upprisan. Það verður að segjast að þetta er eitt besta verk Jóns Leifs sem ég hef heyrt, myndrænt og áhrifamikið og leikur kvar- tettsins hreint út sagt magnaður, þá ekki síst í næstsíðasta þættin- um, Krossfestingunni, þar sem áhrifin voru slík að maður þorði vart að anda af hættu við að missa af einhverju og stemningin i salnum var rafmögnuð, svo ekki sé meira sagt. Þau Sigrún, Helga og Richard hafa oftsinnis leikið saman áður en Júlíana er ný i þessum félagsskap og passaði vel inn í hljóm hinna þriggja og voru þetta því hinir ágætustu tónleikar sem allt of margir misstu af en það er óskandi að þeir fái annað tækifæri til að hlýða á leik kvartettsins sem er vonandi kominn til að vera. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Myndlist Musteri lífsgleðinnar Á sýningu Kjarvalsstaöa er aö finna tilbrigði arkitekta viö garðhúsabyggð, ásamt sérhönnuðu íslensku garöhúsi í fuilri stærö. Það er ekki víst að ís- lendingar vissu hvemig þeir ættu að bregðast við ef dönskum eða sænsk- um vinum þeirra dytti 1 hug að bjóða þeim með sér út í „kolonihave" eða „kolonistuga". Þetta fyr- irbæri, sem nefnt hefur verið „garðhúsabyggð" upp á islensku, á sér nefnilega enga beina samsvörun á Islandinu hrákalda. Nærtækast er að ímynda sér þyrpingu bygginga einhvers stað- ar í úthverfi sem sam- eina helstu eiginleika ís- lenskra kartöflukofa og sumarbústaða. Þangað koma eftir- launaþegar gjarnan þeg- ar gott er veður, ýmist einir og sér eða með vin- um og vandamönnum, ekki endilega til að atast í matjurtagarðinum, heldur einnig til að hafa það gott - „hygge sig“ - borða góðan kost og gutla í bjór klukkustund- um og jafnvel dögum saman. í þessum húsum eru oftast beddar, þar sem gestgjafar og gestir þeirra geta fleygt sér í bráö og lengd. Mörg dæmi eru um það að eig- endur setjist að í garð- húsum sínum yfir há- sumarið. Það er þessi tegund byggðar sem dönskum og sænskum arkitektum datt í hug að leggja fyrir nokkra helstu arkitekta vorra tíma og fá þá til að skálda eigin tilbrigði við hana. Þessi tilbrigði, módel og teikningar, eru nú til sýnis á bráð- skemmtilegri sýningu að Kjarvalsstöðum, ásamt sérhönnuðu íslensku garðhúsi í fullri stærð en verið er að reisa öll garðhúsin, átján að tölu, í sérstökum garði í Vallensbæk fyrir utan Kaupmannahöfn og möguleiki að bæta við fleir- um. Með timanum munu Danir því eignast þar eins konar safn um nútímabyggingalist, senni- lega hið fyrsta sinnar tegundar i heiminum. Úti og inni Þetta er að ýmsu leyti kjörið verkefni fyrir sér- hvern arkitekt, því þótt hann þurfi í stórum dráttum að ganga út frá venjulegum byggingar- fræðilegum forsendum, leyfist honum að bregða á leik, þar sem garðbyggingin er jú fyrst og fremst eins konar musteri lífsgleðinnar. Enda sýna margir þátttakendurnir á sér sínar bestu hliðar. Af skiljanlegum ástæðum eru margir þeirra uppteknir af því að tengja garðhúsafólkið við um- hverfi sitt og náttúruna, t.d. með því aö láta þá dvelja uppi á þaki, eða þá að þeir „opna“ bygging- arnar með ýmsum aðferðum. Franski arkitektinn Dominique Perrault er meira að segja með alla veggi úr gleri og sá danski Sören Robert Lund (sem ætti að vita betur) gerir engan greinarmun á úti- og innirými. Hinn snjalli japanski arkitekt, Isozaki, sker sig úr fyrir hið innhverfa svipmót byggingar sinnar, en hún er framar öðru ætluð til að njóta einsemd- ar, medítera, lesa bækur og ígrunda rök tilver- unnar. Arkitekt frá Lúxembúrg, Léon Krier, gengur á svig við nútímabygginalistarhefð og teiknar hús fyrir Hans og Grétu, eins konar tákn fyrir ævintýrið og sakleysið. Það er ekki alveg laust við að bandarísku og bresku arkitektarnir misskilji garðhúsahefðina, enda er hún varla fyrir hendi í heimalöndum þeirra. Bandaríski arkitektinn Richard Meier vinnur út frá engilsaxneskri garðbyggingahefð, þar sem garðhús eru fremur til skrauts en til langvarandi íveru og Richard Rogers hinn breski ímyndar sér færanlegt plastskýli, en mikilvægi norræna garðhússins liggur ekki sist í varanleg- um tengslum þess við ákveðinn stað og aðra garð- húsabyggð. Sýning á arkitektúr hefur sjaldan tekið sig bet- ur út að Kjarvalstöðum. Einnig var vel til fundið að fá íslenska arkitekta til að spreyta sig á garð- húsinu. Vinningstillaga þeirra Hjördísar og Dennis er gerð af ríkum skilningi á eðli garðhúss- ins, þar sem ibúar geta ýmist verið einir með sjálfum sér eða gengið á vit náttúrunnar, auk þess sem höfundar fara prýðisvel með form og efnivið. Aðalsteiiui Ingólfsson Kynlegt hefti Skírnis Skírnir, timarit Hins íslenska bók- menntafélags, er komið út, stútfullt af efni fyrir lista- og bókmenntaunnend- ur. Magnús Þór Þorbergsson skrifar um stofn- un Þjóðleikhúss- ins, Páll Bjarna- son fræðir les- endur um lögin sem sungin hafa verið við Vísur íslendinga og Jón Ólafsson flallar um tengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna eitthvað sé nefnt af efni heftisins. Skáld Skírnis er Unnur Marðardóttir, með sínar tviræðu vísur, og myndlist- armaður Skímis er Hannes Lárusson sem unnið hefur með „erótískar end- ur“ og prýðir ein þeirra forsíðuna. Þessu til skýringar segir í fréttatil- kynningu: „Kyngervi og kynhlutverk hafa verið íslendingum ofarlega í huga undanfarin ár.“ Það er harla óalgengt að greinar úr þessu hámenningarlega riti nái að valda usla i fjölmiðlum en nú hina síðari daga hafa spjallþættir á öllum stöðvum verið undirlagðir því hneyksli að Ármann Jakobsson, virðulegur bókmenntagagnrýnandi DV, haldi blákalt fram samkynhneigð Gunnars á Hlíðarenda og Njáls á Bergþórshvoli í grein sinni Ekki kosta munur sem einnig er að finna í þessu hefti. Hinsegin saga Við lestur hinnar voðalegu greinar er þó ekki að sjá skýrar dylgjur um samkynhneigð. Ármann segir hins vegar í greininni að texti Njálu sýni þann vanda sem felst í hugtökun- um karl og kona, karlmannlegt og kvenlegt. Njáll á Bergþórshvoli er til dæmis nefndur „karl hinn skegg- lausi“ en það gef- ur auðvitað til kynna að eitthvað skorti á karl- mennskuna, sem þó er á yfírborði sögunnar eftir kúnstarinnar reglum, með viðeigandi manndrápum og hörmungum. Njálssaga er að mati Ár- manns „hinsegin saga“ því að átök hennar tengjast ásökunum um öfug- hneigð sem voma yfir aðalpersónun- um. Karlmennska jafnvel mestu garpanna er dregin í efa og e.t.v. sé sögunni ætlað að sýna „...hvemig goðsagnir um karlmennskuna eru svipa á karlmenn. Karlmennskan er goðsögn sem er handan raunveru- legra karlmanna". Ármann bendir þannig á „hina hliðina" á Njálu og segir að sögupersónurnar eigi sér því tvær hliðar og aðra öfuga. En það sé ekki ljóður á ráði þeirra, heldur að- eins hluti af manneðlinu. Blóðakur á ensku Frá JPV forlagi hafa borist fregnir um að Blóðakur Ólafs Gunnarssonar sé kominn út hjá bókaútgáfunni Mare’s Nest í Englandi. Heiti bókarinnar upp á ensku mun vera Potter’s Field og þýðingin er unnin af Ólafi sjálfum í samvinnu við Jill Burrows. í frétta- tilkynningu segir að bókin hafi hlot- ið umsögn í tíma- ritinu Publishers Weekly þar sem sagt er að „Blóðakur sé epísk saga um stjórnmál, trú og daglegt líf í Reykja- vík“. I blaðinu Booklist er hins vegar bætt við að bókin sé byggð á raun- verulegum pólitískum atburðum frá fyrri hluta 20. aldar. Sagan sé við- burðarík og vindi henni hratt fram. Blóðakur er miðbókin í þríleik Ólafs Gunnarssonar um íslenskt þjóð- líf á 20. öld og kom fyrst út hjá Forlag- inu 1996. Hinar bækurnar eru Trölla- kirkja og Vetrarferðin. fyrrverandi, svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.