Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Page 24
36
Tilvera
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
1>V
1 i f i ft
■ UUFT A CAFE ROMANCE Lifandi
tónlist er öll kvöld. Enski píanóleik-
arinn og söngvarinn Miles Dowley
skemmtir gestum frá 20-1.
■ UÚFT Á NAUSTINU Enska söng
konan og píanóleikarinn Liz Gamm-
on sér um Ijúfa tóna á bar og í kon-
íakstofu Naustsins.
Myndlist
■ USTASAFN EINARS
JÓNSSONAR Opnunartími
Llstasafns Einars Jónssonar í sumar
veröur þannig aö opið er alla daga
» nema mánudaga frá 14 til 17.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga.
Fundir
■ FYRIRLESTUR UM VATNAJOKUL
Helgi Björnsson, Raunvísindastofn-
un Háskólans, heldur fyrirlestur á
Jöklasýningu Sindrabæ á Höfn í
Hornafirði. kl. 20. Fyrirlesturinn
nefnist Vatnajökull: tilurð, yfirborð
og botn, afkoma og afrennsli íss og
vatns. í fyrirlestrinum veröur gerð
grein fyrir myndun Vatnajökuls og
breytingum hans frá landnámi, nú-
verandi stærö hans og þykkt. Lýst
verður botni undir jöklinum, sagt frá
eldstöövum undir honum, fjöllum og
dölum. Greint verður frá afkomu jök-
ulsins síðastliðinn áratug og lýst
skriði hans og framhlaupum. Rætt
verður um afmörkun vatnasviða og
afrennsli til jökulflóta, uppsöfnun í
lón undir jöklinum og loks rætt um
jökulhlaup. Allir velkomnir.
Siðustu forvöð
■ ■ HJÖLABRETTAKVÖLD Á INGÓ
Hjólabrettakvöld verður á Ingólfs-
torgi í kvöld, í samvinnu við Bretta-
félag Reykjavíkur. Rampar verða
settir upp og tónlistin mun duna
fram eftir kvöldi. Kvöldið er hluti af
Sumariþróttavikunni.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Menningarveisla
á Isafirdi
í slóð Hannesar Hafsteins
sýslumanns er heiti á göngu- og
sjóferð sem hefst þar sem Bessa-
staðabærinn stóð og minnis-
merkið um slysið á Dýraíirði
1899 stendur nú. Lagt verður af
stað kl. 14 en gangan er hluti af
Menningarveislu á ísafirði.
Krár
■ ÆJA I VIKINNI Listakonan Æja
lýkur málverkasýningu sinni í
Brydebúð f Vík i Mýrdal.
Kabarett
Oðinn Helgi Jónsson
Framkvæmdastjóri Sólheima.
DV-MYNDIR NJORÐUR HELGASON.
Magnús Á. Árnason, Guðmund
Einarsson frá Miðdal, Martein
Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson,
Tove Ólafsson, sem er eini erlendi
listamaðurinn, og Ásmund Sveins-
son, en verk hans Járnsmiðurinn,
var afhjúpað af Birgi ísleifi Gunn-
arssyni Seðlabankastjóra við opn-
un garðsins sl. laugardag. Verkin
eru gjafir stofnana, félagasamtaka
og sveitarfélaga til Sólheima.
“Upphaflega féll hugmyndin í
grýttan jarðveg og við þóttiun stór-
tækir. Menn héldu að það væri
erfitt að safna í þetta fjármagni, en
reyndin hefur ekki verið sú. Eftir
því sem verkunum fjölgar hefur
Bíógagnrýni
orðið meiri sátt um garðinn sem er
einstakur að því leyti að hér eru á
einum stað verk eftir alla þessa
brautryöjendur," sagði Óðinn
Helgi. Markmiðið með garðinum
er þríþætt, að skapa fagurt og
menningarlegt umhverfi í hjarta
byggðarinnar, að heiðra með hon-
um minningu brautryðjenda ís-
lenskrar höggmyndalistar og að
laða að ferðamenn og auka þannig
tekjur af sölu afurða frá fyrirtækj-
um og verkstæðum á Sólheimum.
-NH
Sam-bíóin/Stjörnubió - Gone in 60 Seconds: i
Þjófar, bílar og heimskar löggur
Hilmar
Karisson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir
Sólheimar í Grímsnesi:
DV, SUÐURLANDI:____
Bjöm Bjamason menntamála-
ráðherra opnaði á dögunum form-
lega höggmyndagarð á Sólheimum
í Grímsnesi. Þar er að finna 10
höggmyndir eftir brautryðjendur
íslenskrar höggmyndalistar frá
aldamótum 1900 til 1950. Þá var
opnuð sögusýning með myndum af
uppbyggingu og starfi Sólheima frá
upphafi í tilefni 70 ára afmælis Sól-
heima. Óðinn Helgi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sólheima, segir
garðinn hafa verið í uppbyggingu
síðustu 12 árin og markmiðið sé að
taka inn eitt verk á ári. „Það er
samdóma álit listfræðinga að
brautryðjendumir séu þeir niu
listamenn sem eiga verk í garðin-
um“ sagði Óðinn. Myndirnar eru
allar i raunstærð en þær eru
bronsafsteypur upphaflegra verka.
í garðinum era verk eftir níu ís-
lenska listamenn, þá Einar Jóns-
son, Ríkharð Jónsson, Gunnfríði
Jónsdóttur, Nínu Sæmundsson,
ssi.
Járnsmiðurinn
Verk Ásgríms Jónssonar sem var afhjúpaö á laugardag.
Höggmynda-
garður braut-
ryðjenda
Bílránin plönuö
Nicolas Cage fyrir miöri mynd, í hlutverki meistarþjófsins Mempis Raines,
leggur línurnar fyrir félaga sina úr stétt bílaþjófa.
Er hægt að gera bílaþjófa að hetj-
um? Kannski, ef mælikvarðinn er
Gone in 60 Seconds, þvi ekki vantar
tilburðina í að sýna okkur fram á
hvað bílaþjófar eru miklir töffarar og
lögreglan heimsk. Annars eru vits-
munimir í myndinni á það lágu plani
að sjálfsagt eru það aðeins ungir
strákar undir fermingu sem hugsan-
lega gætu litið upp til bílaþjófana.
Sá sem ábyrgur er fyrir þessari til-
raun í að gera bilaþjófa aö hetjum er
framleiðandinn Jerry Bruckheimer,
sem kannski fer að nálgast þann titil
að vera mesti skaðvaldur kvikmynd-
anna. Formúla hans er einfold; fyrir
100 milljón dollara skal skrifa einfalda
sögu í kringum einhvem rosaatburð,
með einu stykki af stórstjömu upp á
20 milljónir dollara, leikstjóra sem
segir já við öllu sem hann leggur til,
fullmannaða tæknideild af tölvunörd-
um, fjölda áhættuleikara þar sem dag-
skipunin er að gera betur í dag en í
gær og handrit upp á fimm blaðsíður
eða minna þar sem áhersla er lögð á
að 20 miiljón dollara stjaman fái
nokkrar „kúl“ setningar.
Bmckheimer er ekki einn um að
notast við formúlu þessa og af og til
verða til ágætar kvikmyndir þar sem
þessi Hollywood-uppskrift er notuð.
Bruckheimer hefur meira að segja
sjálfur staðið fyrir góðum slíkum
myndum, má þar nefna The Rock. En
þegar miðað er við gæði síöustu
mynda hans, Armageddon og Gone In
60 Seconds, þá virðist kappinn vera
útbrunninn og liggur við að maður
hugsi með hryllingi til þess hvemig
hann mun endurskapa mannkynssög-
una í Pearl Harbour, sem hann er að
byrja á.
Nicolas Cage er stórstjaman í Gone
in 60 Seconds. Hann leikur fyrrum
bíiaþjóf, Randall „Memphis" Raines,
sem hefur snúið af villu vegar en tek-
ur að sér að stela fimmtiu bílum þeg-
ar litli bróðir, sem hefur dyggilega
fylgt í fótspor stóra bróðurs, kiúðrar
verki með þeim afleiðingum að stóri
bróðir þarf að stela bílunum fimmtíu
til að bjarga lif hans. Memphis, sem er
þjóðsagnapersóna i faginu, fær með
sér reynda kappa og þótt lögreglan
fylgist með þeim tekst þeim á nánast
auðveldan hátt að stela fjörutíu og níu
bílum. Erfiðleikarnir byrja þegar
kemur að bíl númer fimmtíu og þá fer
einnig atburðarásin út og suður í
þeim tilgangi að skapa langt og spenn-
andi lokaatriði.
Nicolas Cage, Robert Duvall og aðr-
ir leikarar hafa ekki úr miklu að
moða og eins og vera ber er leikur
þeirra vélrænn. Þeir komast þó
skammlaust frá hlutverkum sínum.
Mest bágt á Angelina Jolie. Hún er
fyrst og fremst til skrauts þar sem
enginn tOgangur er með hlutverki
hennar. í viðtali fyrir frumsýningu
sagðist hún hafa litla hugmynd um
um hvað myndin væri þrátt fyrir að
vera búin að sjá hana.
Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Scott
Rosenberg. Kvikmyndataka: Paul Camer-
on. Tónlist: Trevor Rabin. Aöalhlutverk:
Nicolas Cage, Angelina Jolie, Robert
Duvall og Giovanni Ribisi.