Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Síða 15
14
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjöimiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Lífsstíll og matarœði
Ekkert samband er milli útgjalda þjóöa til heilbrigðis-
mála og árangurs þeirra í heilbrigðismálum samkvæmt
nýrri rannsókn, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur
látið gera. Góð heilsa og langar ævilíkur virðast fremur
ráðast af öðrum atriðum en útgjöldum þjóðanna.
íslendingar fara meðalveginn í þessum samanburði, eru
í 14. sæti i útgjöldum og 15. sæti í frammistöðu í heilbrigð-
ismálum. Við forum líka bil beggja í eigin þátttöku fólks í
sjúkrakostnaði, sem er 16% hér, en er 18% í Noregi og
25% að meðaltali í iðnríkjum Vesturlanda.
Staða Bandaríkjamanna er einna verst í þessum saman-
burði. Þeir verja mestu til heilbrigðismála, 13,7% þjóðar-
framleiðslunnar, en ná samt ekki nema 37. sæti vegna
skaðlegs lífsstíls og mikillar misskiptingar lífsins gæða,
sem takmarkar aðgang fólks að kerfinu.
Andstæðan við Bandaríkjamenn eru hinir jafnréttis-
sinnuðu Bretar, sem verja ekki nema 5,8% þjóðarfram-
leiðslunnar til heilbrigðismála og ná þó 18. sæti í saman-
burðinum. Meðan auðmagn skammtar aðgang vestra, nota
Bretar biðlista fyrir háa og lága í sama skyni.
Fyrir þær þjóðir, sem vilja spara í heilbrigðismálum, er
betra að læra af Japönum en Bretum. Hinir fyrmefndu
verja að vísu heldur meira til heilbrigðismála, 7,1% þjóð-
arframleiðslunnar, svipað og við, en ná góðri heilsu og
langri ævi, eru í 10. sæti í frammistöðunni.
Munur Japana og flestra annarra er, að þeir leggja
mesta áherzlu á forvamir og lífsstíl, svo að fólk þarf
minna á heilbrigðiskerfinu að halda en fólk á Vesturlönd-
um. Heilbrigðisgeiri Japana stendur undir nafni, en er
ekki helber sjúkdómageiri að vestrænum hætti.
Frammistaða Norðurlandaþjóða hlýtur að valda þeim
vonbrigðum og leiða til umræðna um markmið og tilgang
heilbrigðiskerfisins. Athyglisvert er, að Norðmenn standa
sig bezt með 6,5% kostnað og árangur í 11. sæti, og Danir
standa sig verst með 8% kostnað og árangur í 34. sæti.
Ekki verður hjá því komizt að gera því skóna að mis-
munur Norðmanna og Dana felist fyrst og fremst í mis-
jöfnum lífsstíl, þar sem Norðmenn em miklir útivistar-
menn, sem reykja og drekka fremur lítið, en Danir em
innisetumenn, sem reykja og drekka úr hófi fram.
Athyglisverður er árangur Frakka og ítala, sem tróna í
efstu sætum listans yfir árangur í heilbrigðismálum. Þeir
verja heldur meira fé til heilbrigðismála en við gerum, 9,8
og 9,3%, en ná þó fremur árangri sínum vegna mataræð-
is, sem er í góðu samræmi við nútimaþekkingu.
Við getum ekki náð sama árangri og Frakkar og ítalir
af því að við höfum ekki sama aðgang að góðum og holl-
um mat. Við búum við ríkisvald, sem tekur hagsmuni
landbúnaðarins fram yfir heilsuhagsmuni þjóðarinnar og
takmarkar innflutning búvöru með ofurtoflum.
Hagsmunagæzla ríkisins sprengir upp verð á grænmeti
hér á landi og veldur því, að neyzla grænmetis er miklum
mun minni en annars staðar á Vesturlöndum. Hagsmuna-
gæzla ríkisins beinir neyzlunni að harðri fitu, mjólk og
kjöti, af því að það hentar innlendri framleiðslu.
Greiðasta leið okkar til meiri árangurs í heilbrigðismál-
um, langrar ævi og góðrar heilsu, felst í að leggja niður of-
urtolla á innfluttum matvælum, svo að venjulegt fólk á
venjulegum tekjum hafi ráð á mataræði í samræmi við
markmið Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Samkvæmt tölum stofnunarinnar skiptir hins vegar
litlu, hvort við verjum meira eða minna fé til heilbrigðis-
mála. Lífsstíll og mataræði eru lykilatriðin.
Jónas Krisijánsson
+
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
27#
Skoðun
Þing um framtíðina
Kristnihátíð er
framundan. íslending-
ar fagna þúsund ára
samfylgd kristni og
þjóðar. Undanfarið
hafa margar hátíðir
verið haldnar um land
allt tO að fagna þessum
tímamótum. Minnst
hefur verið einstakra
atburða í héraði, ein-
staklinga sem hafa sett
svip og lagt lifi lið á
sínu svæði eða þjóðinni
allri.
Dr. Sigurður Arni
Þórðarson
guöfræöingur
skárri samræðu
um verkefni og
jafnvel umstokkan-
ir í þágu lífs í fram-
tíðinni. Fjallað
verður um hlut-
verk vísinda, en
einnig takmörk
þeirra og í hverju
þau eru fólgin.
Samvinna
vísinda og trúar
Eðli mannsins
hefur verið
Möndull í tíma
Segja má kirkjan og þjóð hafi sum-
part snúið ásjónu til fortíðar i hátíð-
um liðins árs. Kristnihátíð á Þing-
völlum er eiginlega möndull í tíma.
Eftir það verður sjónum snúið til
framtíðar. Eflaust þætti mörgum nóg
gert að halda Þingvallahátíð, en
strax 5. júlí efnir kirkjan til þings
um framtíðina í samvinnu við Fram-
tíðarstofnun. Forsætisráðuneyti hef-
ur styrkt undirbúning.
Þingið er öllum opið sem hug hafa
á opineygri og kannski líka opin-
um-
hugsunarefni um aldir
og svo er enn. Á þing-
inu verða nokkrir fyr-
irlestrar um það efni.
Trú og vísindi eru ekki
aðeins mál kirkju og
háskóla heldur varða
einstaklinga og samfé-
lag með fjölbreytilegu
móti. En átrúnaður og
vísindi breytast og rætt
verður hvemig þróunin
kunni að verða. Um-
hverfismál brenna á
mörgum og verða vænt-
„Þingið er öllum opið sem hug hafa á opineygri og kannski líka opin-
skárri samrœðu um verkefni og jafnvel umstokkanir í þágu lífs í fram-
tíðinni. Fjallað verður um hlutverk vísinda, en einnig takmörk þeirra
og í hverju þau eru fólgin. “
anlega meginmál stjórnvalda í
heiminum. Trú og vísindi gætu
tekið höndum saman og lagt liö.
Æ fleiri hafa sannfærst um
að til að heimsbyggðin lifi vel
og mannlíf og náttúra blómstri
verði vísindi og trú að vinna
betur saman. Mikilla breytinga
má vænta í heimi trúar á næstu
áratugum og svo verður einnig
í heimi visinda og tækni.
Vit ræður för
Á þinginu í Háskólabíó 5.-8.
júlí verður augum ekki beint að
breiötjaldinu til að skoða nýj-
ustu afurð draumaverksmiðj-
unnar í Hollywood heldur beint
inn í framtíð. Leiðir verða
kannaðar til að hindra að
draumar mannkyns verði að
martröð. Kristnitaka fyrir þús-
und árum var ákvörðun vegna
framtíðar. Nú sem þá er mikil-
vægt að líta fram á veginn. Vit
verður að ráða for og vilji til að
breyta því sem breyta þarf. -
Trú á framtíð er aldeilis mikil-
væg.
Dr. Sigurður Ámi Þórðarson
Kristnihátíð hinna útvöldu?
Stórhátiö á Þingvöllum. - Sam-
kvæmt hefð erum við stórtæk og skal
ekkert til sparað. PeningEir eru auka-
atriði og allt gert fyrir bíla og menn
Enginn þorir að andmæla og hégómi
og veruleikaflótti fær að stjóma um-
ræðunni. Fáir spyrja til hvers og fyr-
ir hverja. Hver er tilgangur um-
stangsins? Verðlaun fyrir þúsund ára
strit? Með stíl sem hæfir þeim er
skrikað hefur fótur á réttlætisgöng-
unni reynum við að svæfa raunveru-
leikann. - Klósettmál ásatrúarmanna,
kvennakirkja í felum, áfengi eða ekki
og lesbíur og hommar í náðinni. En
bara ef þau þegja og haga sér eins og
„eðlilegt" kristið fólk.
Kjark vantar
Við metum fólk eftir því hvern
þeir kjósa að elska. Lítum svo á að
þeir sem eru aldraðir og
fatlaðir þurfi minna fyrir
sig en aðrir. Við segjum
með hroka: Guð er karlmað-
ur, hvað annað! Eins og það
skipti máli! Við greiðum
minna til bágstaddra er-
lendis en þjóðartekjur okk-
ar gefa tilefni til. Við látum
fólk með langvinna sjúk-
dóma greiða fyrir veikindi
sín eins og um saknæmt
ástand væri að ræða. Byggj-
um sérheimili fyrir aldraða
og börn. Án þess að sjá að
við erum að skilja fjölskyldur að
fremur en tengja saman. Allt það
vegna heimatilbúins tímaskorts! Við
hrósum okkur af forvamarstarfsemi.
Tölum hátt um aukið ofbeldi. Viljum
svo vel! En hvað gerum við?
Það vantar kjark til að
taka skrefíð frá hugsun til
framkvæmdar. Kjark til að
standa með hugsjónum
okkar. Því við gætum
neyðst til að viðurkenna að
ýmislegt sem við héldum
að væri rétt fyrir okkur var
í raun rangt. Við gætum
þurft að horfast í augu við
eigin hugsanir og gjörðir
og viðurkenna mistök. Við-
urkenna að oft gefum við
eða gerum eitthvað með
það efst í huga að fá viöur-
kenningu og hrós. Sjaldan án skil-
yrða og látum svo vita af okkur á
blaðamannafundum svo allir skUji
hvað við erum góð.
Við höldum kristnihátíð til þess
að minnast ákvörðunar sem varð tU
undir feldi á grundveUi skynseminn-
ar. Væri lifíð ekki dásamlegt ef ráða-
menn í dag lærðu af stjómvisku
þeirra sem tóku á sínum tíma þessa
ákvörðun?
Sjálfsbjargarviöleitnin fræga?
Hvað höfum við svo lært á þessum
þúsund árum? Ekkert í mannlegum
samskiptum! Nema ef vera skyldi að
við kljúfum ekki lengur í herðar nið-
ur! Orð eru komin í stað sverðs! Við
höfum misst sjónar á tUgangi lífsins,
á hvort öðru. Gleymt okkur í fánýtu
dægurþrasi og tómleika tUgangsleys-
isins. Er þetta græðgi og sýndar-
mennska? Skiptir engu, við vUjum
samt meira af öUu. Og oddamanni
ríkisstjómarinnar finnst þetta bara
eðlUegt. Sjálfsbjargarviðleitnin
fræga?
Þúsund ár eru frá því aö þessi af-
drifaríka ákvörðun um siúm tU
kristinnar trúar var tekin. Þeir sem
þetta gerðu eiga skUið að við skoðum
af heiðarleika þessi þúsund ár.
Hverju höfum við fengið áorkað?
Hvað hefur gerst og breyst í sam-
skiptum okkar við meðbræður okk-
ar?
Hvað erum við í dag sem við vor-
um ekki þá. Erum við sátt við það
sem við sjáum? Eru aUir jafnir á ís-
landi í dag eða em sumir jafnari en
aðrir?
Kristnihátíð verður að vera án
mín. En ég mæti næst ef við berum
gæfu til að feta nýja leið. Leið þar
sem auðmýkt, umburðarlyndi og
virðing fyrir fjölbreytUeika mann-
lifsins fær að fljóta með.
Percy B. Stefánsson
„Stórhátíð á Þingvöllum. - Samkvœmt hefð erum við stórtœk og skal ekkert til
sparað. Peningar eru aukaatriði og allt gert fyrir bíla og menn. Enginn þorir að
andmœla og hégómi og veruleikaflótti fœr að stjóma umrœðunni. “
Percy B.
Stefánsson
ráögjafi
Hafa staðið sig vel
„Ég held að nær
undantekningar-
laust hafi þeir stað-
ið sig vel. Þeir era
í flestum tUvikum
vel undirbúnir og þeir sem
hafa verið að lýsa með þeim
hafa margir staðið sig vel og
komið með góða punkta. Þetta
er ein besta stórkeppnin sem
hefur verið spUuð lengi og fólk
ætti að vera þakklátt Sjónvarp-
inu íyrir að sýna aUa leikina.
Það hafa oft á tíðum verið skemmtUeg-
ir gestir í sófanum hjá Ingólfi fyrir
leikina og í hálfleik sem hafa staðið sig
mjög vel. Þeirra á meðal mætti helst
nefna Guðmund Hreiðarsson sem hef-
ur komið með mjög góðar útskýringar
og er vel inni í liðunum sem
eru að keppa og það sama má
auðvitað segja um Atla Eð-
valdsson. Auðvitað er alltaf
hægt að setja eitthvað út á lýs-
ingamar en mér finnst þetta
hafa verið rökrétt framhald frá
síðasta heimsmeistaramóti.
Það er mikUvægt að þeir sem
standa í þessu þekki þetta út
og inn og ég hef verið mjög
ánægður með koUega mína í
þessari keppni. Ég vona því að
það verði framhald á því að Sjónvarp-
ið sinni þessum keppnum eins og það
hefur gert því þrátt fyrir að það sé ein-
hver þrýstihópur sem er á móti era
það samt miklu fleiri sem hafa gaman
af þessu.“
Guðmundur
Hilmarsson,
íþróttafréttamaöur
á Morgunblaöinu.
sig sem skyldi á EM?
Gætu gert betur
„Evrópumótið
sem nú stendur
yfir er skemmti-
legasta stórmót
sem við höfum séð
í áraraðir og RÚV hefur stað-
ið sig ágætlega i umíjöllun
sinni um mótið en gæti þó
gert betur. Þannig hefði mátt
gera stuttar samantektir um
mörk og helstu atvik hverrar
umferðar auk þess sem um-
fjöUun í hálfleik hefur verið lítil sem
engin vegna langra auglýsingatima
sem eflaust væri hægt að stytta ef
starfsmenn RÚV myndu greiða af-
notagjöld eins og við hin. Eitt stendur
þó upp úr en það var í lokaumferð
riðlakeppninnar þegar velja þurfti á
miUi leikja tU að sýna í beinni
útsendingu þar sem leikir
vora spUaðir samtímis.
Hvernig gleðipinnunum
Ingólfi og Samúel Erni datt í
hug að þjóðin vUdi fremur
horfa á leik Norðmanna og
Slóvena (0-0) en leik Spán-
verja og Júgóslava (4-3) mun
ég seint skUja. Má segja að
þar hafi langvarandi Skand-
inavíudýrkun þeirra félaga
náð sögulegu hámarki sem verður
vart bætt fyrr en Samúel fær að lýsa
heUum leik á norsku, sem mig grun-
ar að sé hans æðsti draumur. í heUd-
ina getum við samt verið nokkuð
ánægð með útsendingamar."
Rafn
Jóhannesson
viöskiptafræöingur.
Vímuefni og vanlíðan
„Margsannað er að
bönn eru ekki tU neins
meðan fólkið okkar vill
ekki fara eftir þeim....
Við verðum þvi að gera
þær kröfur tU stjórn-
valda að baráttan gegn
notkun og skaðsemi
ávana- og fikniefna hafi ekki fleiri fylgi-
kvilla (ókosti) en efnin sjálf. Auk þess
verður almenningur að gera sér ljóst að
án þátttöku hans i þessari baráttu er um
óleysanlegan vanda að ræða. Látum af
fordómum, vöndum uppeldi barna okk-
ar, tökumst í hendur og ráðumst að rót
vandans sem er fólginn í ístöðuleysi,
neyslusemi, nautnaþrá og vanlíðan okk-
ar sjálfra. Hvað skyldi valda þeim?
Matthías Halldórsson aöstoöarland-
læknir í Mbl. 25. júní.
Ótímabær aðildarumsókn
„Tengsl okkar við
Evrópusambandið og
önnur ríki eru auðvitað
mikið hagsmunamál og
formaður Framsóknar-
flokksins hefur komið
fram með mjög ítarlega
skýrslu um stöðu okkar
í Evrópu sem er ágætur grundvöllur til
umræðna. En það er algerlega ótímabært
að tala um aðilidarumsókn. Það vantar
allan grunn til að styðja slíka tillögu."
Siv Fríöleifsdóttir umhverfisráöherra
í Degi 24. júní.
Framsókn og framboðin
„Loks hefur stofnun Samfylkingar-
innar breytt stöðu Framsóknarflokks-
ins. Hann er ekki lengur stærsti flokkur-
inn á vinstri vængnum eins og hann hef-
ur verið með örfáum undantekningum
undanfama áratugi.... Framsóknarmenn
hafa smátt og smátt verið að breyta
áherzlum í stefnumálum sínum til þess
að laga sig að þessum veruleika en jafn-
framt reynt að gera það á þann veg, að
þeir missi ekki fótfestu á landsbyggðinni
af þeim sökum.
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. júní.
Viðlagatryggingar og yfir-
lýsingar ráðamanna
„Þetta eru mjög
óæskilegar yflrlýsingar
hjá ráðamönnum, að
þeir sem hafi ekki
tryggt innbú eigi að fá
greitt. Hvað með þá
sem hafa tryggt sitt inn-
bú, og hafa gert það
kannski til fjölda ára? Ég tel að þaö eigi
ekki að láta jafnt yfír alla ganga í þessu
tilliti. Ég vona að þetta hafi verið sagt í
hita leiksins. Það er varhugavert á
fyrstu dögum tjóna að gefa út stórkalla-
legar yfirlýsingar.... Við þröngvum
aldrei tjónamati upp á einn eða neinn.“
Evrópumótiö i knattspyrnu stendur nú sem hæst og knattspyrnuáhugamenn sitja sem fastast við skjáinn. RÚV sjónvarpar öllum leikjum en ekki eru allir
á eitt sáttir með frammistöðu þeirra sem lýsa leikjunum.
Geir Zoéga, framkvstj. Viölagatrygg-
ingar íslands, í Degi 24. júní.
uU-í1' ,■<: il Flí f Jw # it lc A * ^ « ■ XjtkifjiúiíAÍ
Eldflaugaglapræðið nýja
Forsetar Suður- og Norð-
ur-Kóreu hittust á dögunum
og stigu stór skref til bættr-
ar sambúðar og jafnvel sam-
einingar þessara ríkja siðar-
meir. Ætla mætti að allir
væra glaðir. Svo er þó ekki:
Bandarikjamenn eiga nú á
hættu að missa Norður-
Kóreu sem háskalegt „út-
lagaríki" og það líkar þeim
bölvanlega.
Allir andvígir
Málið varðar áform um
nýtt eldflaugavamakerfi fyrir Banda-
ríkin, NMD, er það kallað. Það á að
nota til að skjóta niður eldflaugar
sem flytja atómsprengjur milli heims-
álfa. Að vísu sömdu Bandaríkin og
Sovétmenn þegar árið 1972 um að
leggja til hliðar áform um slík kerfi.
Og eftir að Sovétríkin liðu undir lok
og Rússar hafa hvorki vilja tfi né efni
á að standa í vígbúnaðarkapphlaupi
verða feiknaleg útgjöld til eldflauga-
vama með öllu óþörf. Það finnst öll-
um nema ráðamönnum Bandaríkj-
anna og Bush yngra, frambjóðanda
Repúblikana, sem kannski verður
næsti Bandaríkjaforseti. Þeir vfija
ganga á fyrri samninga um niður-
skurð í vígbúnaði og setja a.m.k. 60
mUljarða doUara í að koma upp gagn-
eldflaugum á Alaska.
Afsökun þeirra er sú að tU séu „út-
lagaríki" eins og Norður-Kórea og
Iran, sem geti hugsanlega skotið á
Bandaríkin kjamorkusprengjum eftir
nokkur ár. Því er það tU
vandræða ef Norður-Kóreu-
menn verða skyndUega í
húsum hæfir vegna aukins
samstarfs við landa sína á
suðurhluta Kóreuskaga. AU-
ir eru á móti þessum eld-
flaugavömum: Rússar, Kín-
verjar og bandamenn
Bandaríkjanna í Nató. Þeim
sýnast þessi áform bæði
hættuleg og fáránleg. Þau
geta leitt tU nýs vígbúnaðar-
kapphlaups. Þau byggja á
því að magna upp hættu
sem er vafasöm: mundi „útlagaríki"
hætta á að reyna af fátækt sinni að
skjóta svosem tveim atómbombum á
Kaliforníu og uppskera vísa gjöreyð-
ingu á svipstundu í staðinn?
Og að því er varðar fastagesti í
stórslysamyndum HoUywood, snar-
óða hryðjuverkamenn, þá geta þeir
ekki byggt upp langdræg eldflauga-
kerfi - þeir geta hinsvegar smyglað
bæði bombum, eiturgasi og sýklum
inn í lönd og tU að verjast slíku þarf
önnur ráð en eldflaugakerfi.
Virka ekkl
Svo telja menn að eldflaugavarnirn-
ar muni alls ekki virka. Þekktur
bandarískur eldflaugafræðingur, Ted
Postol hjá MIT, segir hiklaust að
NMD-keriið sé reist á blekkingum.
Langdræg eldflaug með kjarnaoddi er
á flugi látin senda frá sér eftirlíkingar
af atómskeytinu til að viUa um fyrir
gagneldflaugum og þær líkja svo vel
eftir hreyfingum og útgeislun atóm-
skeytis að ekki hefur tekist að greina
þar á milli. Postol hefur komist að því
að þegar tilraunir með eldflaugavarn-
ir hafa verið gerðar þá hafa þær mis-
tekist - nema að eftirlíkingum sé
sleppt! En þetta vill enginn kannast
við opinberlega. Postol telur að vísu
að það megi skjóta niður langdrægar
eldflaugar á uppleið, áður en eftirlik-
ingar og atómskeyti fara sína leið, en
þá verða gagneldflaugarnar að vera
staðsettar nær „útlagaríkjum" en i
Alaska - tU dæmis í Rússlandi!
AUt væri þetta hlálegt ef það ekki
væri bæði hættulegt og dýrt: aUir
taka það fram, að það sem knýr
áform um eldflaugavamir áfram sé
þörf vopnaframleiðenda fyrir stórar
pantanir. Auk þess þorir enginn for-
seti eða forsetaframbjóðandi að sýn-
ast „veikur fyrir“ í öryggismálum.
Því syngur Clinton forseti með Ge-
orge Bush yngri, sem hefur gert NMD
að hugmyndafræðUegu vopni sem
verður þröngvað upp á heiminn hvað
sem vinir jafht sem andstæðingar *
segja, og hvort sem nokkrar likur era
á að það virki. Og kerfið færir mikla
guUöld Boeing, Lockheed, Martin og
TRW og öðrum fyrirtækjum sem
munu fá geypimiklar pantanir og eru
einmitt nú þessa mánuði örlátustu
gefendur í kosningasjóð Bush forseta-
frambjóðanda. - Þessu vopni verður
þvingað upp á heiminn hvað sem
hver segir og hvort sem það getur
virkað eða ekki.
Árni Bergmann
Og eftir að Sovétríkin liðu undir lok og Rússar hafa hvorki vilja til né efni á að
standa í vígbúnaðarkapphlaupi verða feiknaleg útgjöld til eldflaugavama með öllu
óþörf. - Clinton og Pútín rœða eldflaugavamir.