Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Page 6
6 Fréttir LAUGARDÁGUR 22. JÚLÍ 2000 PV Flutningur Byggðastofnunar á Sauðárkrók: Hefur áhrif á hús- næðismarkaðinn hvort dómurinn verður til frambúð- ar í þessu húsnæði. Sýnt er að skrifstofurými er að verða af skomum skammti á Sauð- árkróki. Trésmiðjan Eik sótti ný- lega um lóð við Faxatorg undir skrifstofuhúsnæði, allt að 3000 fer- metra á þremur hæðum. Forsvars- menn Eikar hafa lítið viljað tjá sig um þessi byggingaráform en það hefur þó fregnast að þetta hafi lengi verið í bígerð og með Eikinni séu aðilar sem gjaman vilja koma með starfsemi í bæinn. Rýmið sé því að mestu leyti lofað og áformin hafi verið komin til löngu áður en ákveðið var að flytja Byggðastofnun í bæinn. Þau séu því í engum tengsl- um við þær fregnir. Á fundi sveitar- stjómar á dögunum var umsókn og áformum Eikar fagnað, m.a. af Stef- áni Guðmundssyni, formanni um- hverfis- og byggingamefndar. -ÞÁ segir sveitarstjóri Skagafjarðar „Það er alveg ljóst að flutningur Byggðastofnunar hefur einhver áhrif á byggingarmarkaðinn, hversu mikii sem þau verða. Það er hið besta mál og bara vonandi að byggingaverktak- ar sjái sér hag i því að notfæra sér þennan meðbyr og ráðast i fram- kvæmdir," segir Snorri Björn Sig- urðsson sveitarstjóri en með Byggða- stofnun flytjast um 15 sérfræðistörf til Sauðárkróks. Snorri Björn segir sveitarfélagiö Skagafjörð tUbúið að víkja með sína starfsemi úr Stjóm- sýsluhúsinu en nokkuð ljóst er að Byggðastofnun kemur til með að þurfa megnið af rýminu. Stofnunin á þriðjung í þessu húsi og spuming er hvort hún kemur tU með að kaupa húsið og sveitarfélagið þannig að losa um fjármuni. Einn þeirra aðUa sem er með hvað stærsta rýmið í húsinu er Héraðsdómur Norður- lands vestra. Einnig er spursmál Uppsveifla á Króknum. Rmmtán sérfræöistörf munu flytjast á Sauöárkrók meö Byggöastofnun. Sveitarfélagiö er tilbúiö að víkja úr Stjórnsýsluhúsinu til aö skapa stofnuninni starfsrými. Þjórsárdalur: Umræður um nýja brú yfir Hvammsá Brúin yfir Hvammsá í Þjórsárdal brotnaði nýverið er verktaki frá Landssímanum ók yfir hana með þungt hlass. BUstjórinn slapp ómeiddur frá atvikinu og komst yfir ána. Nú þarf að setja nýja brú en óvist er hver muni borga brús- ann. „Okkur finnst að það sé Vega- gerðarinnar að gera það, þeir halda vegum opnum fyrir land og þjóð. Það er mikið af ferðamönnum þama,“ sagði Loftur Jónsson, skóg- arvörður á Suðurlandi. „Við höfum engum skyldum að gegna gagnvart þessum vegi... Þetta er ekki innan okkar umdæmis. Það er ekki búseta á SkriðufeUi og þar af leiðandi er þetta ekki meðal þeirra vega sem era í umsjá Vega- gerðarinnar," sagði Steingrímur fngvarsson, umdæmisstjóri Vega- gerðarinnar á Suðurlandi. Hann bætti því við að ef þeir sem nota heimreiðina að SkriðufeUi hafi for- gang í því að láta setja nýja brú, muni Vegagerðin aðstoða þá. Aö sögn Viðars Viðarssonar, framkvæmdastjóra starfsmanna- og upplýsingatæknisviðs Landsímans, er engin deUa um málið. „Við erum bara að finna út úr því hver á brúna. Þeir aðUar sem málið snert- ir ætla að hittast á mánudaginn og skoða aðstæður og athuga hvemig við leysum farsælast úr þessu,“ sagði Viðar. Brúin er á mUli Ásólfsstaða og SkriðufeUs. Skógræktin á mikið af landi SkriðufeUs og Ásólfsstaða, sem og Þjórsárdalinn og hefur plantað trjám á svæðinu síðan á fimmta áratugnum. Hún er með starfsmannabústað í landi Skriðu- feUs og þar er hjólhýsahverfi en enginn býr þar árið um kring. Landssíminn á 60 hektara af landi SkriðufeUs sem ætlunin er að nota fyrir sumarbústaðaland og er nú verið að rífa gömul hús í landi SkriðufeUs. Vegurinn að Hvammsá og Ásólfs- stöðum komst í fjölmiðla landsins nýverið þegar bóndinn á Ásólfsstöð- um hótaði að loka veginum þar sem hann sætti sig ekki við veru hjól- hýsafólksins á svæðinu. Þaö fólk, sem og Landssímafólk og starfs- menn Skógræktarinnar, fer nú yfir Hvammsá á vaðinu, sagði Loftur. „Við vonumst tU þess að í staðinn fyrir að byggja brúna upp á sama stað verði hún færð á annan stað þannig að bóndinn verði sáttur," sagði Loftur. Að sögn Steingríms er það í höndum sveitarstjómar hvort brúin verður færð. -SMK DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Brotin brú Brúin yfir Hvammsá í Þjórsárdal brotnaöi nýveriö er bíll verktaka frá Lands- símanum ók yfir hana meö þungt hiass. Óvíst er hver muni borga nýja brú yfir Hvammsá. Bætt aðstaða til bílasprautunar Réttingaverkstæöi Sveins Magnússonar í Neskaupstað var tekið í gegn á dögunum og er nú komiö í hóp nútímalegustu og tæknivæddustu réttinga- verkstæöa á íslandi. Þar hefur nú veriö settur upp sprautuklefi frá Frakklandi sem er meö mjög fullkomnum útbúnaöi. Einbreiðar brýr burt DV, ViK i MVRDAL: Það er mikið að gerast í brúar- framkvæmdum á Suðurlandi í sum- ar. Þegar þeim áfanga lýkur sem nú er unnið að og verður lokið fyrir næstu mánaðamót verður búið að styrkja 8 af 19 undirstöðum brúar- innar. Við hvem sökkul eru reknir niður 20 steinstaurar, 20 m langir hver, þá er steypt utan um efsta hluta stauranna og gamla sökkulinn en í það fara 120 rúmmetrar af steypu í hvem sökkul. Því næst er steypt utan um gömlu stöplana og fara 30 rúmmetrar af steypu í hvern. Brúarvinnuflokkur Vega- gerðarinnar í Vík sér um fram- kvæmdina undir stjóm Sveins Þórðarsonar brúarsmiðs. Næsta verkefni flokksins er að breikka brúna yfir Kerlingardalsá, rétt austan við Vík, auk verkefna við Skógaá og Kvemá undir Eyja- flöllum. Við Hörgsá á Síðu er verið að byggja nýja tvíbreiða brú en þá mun leggjast af enn ein einbreiða brúin á Suðurlandi en þeim hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Nýja brúin á Hörgsá verður 32 m á lengd. Það sem er óvenjulegt á Suðurlandi við þessar fram- kvæmdir er að landstöplar brúar- innar eru bogadregnir og steyptir með standandi klæðningu. Verktaki við Hörgsá er Klakkur ehf. í Vík en framkvæmdastjóri Klakks er Bjöm V. Sæmundsson. Við Hörgsá þarf að leggja nýjan veg að brúnni þar sem hún er færð nokkuð sunnar á árfar- veginn. -SKH Hör&ur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Ursúlur Nýyrðasmíð :r mikilvægur í að viðhalda sér- kennum ís- lenskunnar. Búin eru til ný orð um alla skapaða hluti og nú er búið að smíða orð yfir eitt helsta fyrirbæri nútímamenningar- innar, súludansstúlkur nektarstað- anna. Þær munu nú allar sem ein ganga undir nafninu Úrsúla og er það skýrt með því að þær dansi við súlu og klæði sig úr fotunum. Þetta mun líka vera mjög til hagræðis útúrdrukknum áhangendum súlu- staðanna sem þurfa ekkert að vera að bögglast með nöfnin Tatjönu, Babúsku eða hvað þær nú heita. Nú skilja líka allir hvað átt er við þegar þvoglumæltar raddir vilja fá einkadans við Úr... hik... ssssúlu... Eftirsóttur Svo sem Sand kom hefur kirfi lega greint frá stendur Stuð- maðurinn Jak- ob Frímann Magnússon í stórræðum þar sem hann er að selja Asíu- mönnum ís- lenskt hugvit. Þrátt fyrir miklar annir á því sviði herma heimildir að hann hafi ekki útilokað að takast á hendur framkvæmdastjórn Samfylkingar. Innan þess flokks era þungavigtarmenn sem vilja að Jakob Frímann, sem þykir hafa sannað sig sem mikil hamhleypa, tciki við stöðu framkvæmdastjóra í haust. Þykir frábær frammistaða Stuðmannsins í Eyjabakkamálinu vega þungt... Erfittaðfáfar Góðkunn- ingi Sand- koms og gamall Vest- mannaey- ingur segir sínar farir ekki slétt- ar af því að panta far með Vest- mannaeyjafeijunni Herjólfi. Hann hringdi til Eyja og vildi panta far fyrir sig, soninn og bílinn 2. ágúst og til baka 9. ágúst. Skrif- stofustúlka svaraði um hæl að þetta væri því miður ekki hægt. Hann gæti ekki fengið far 2. ágúst til Eyja. Hins vegar væri laust fyr- ir hann til baka 9. ágúst og honum væri velkomið að panta far þá. Maðurinn hváði, enda þyrfti hann varla far frá Eyjum ef hann kæm- ist ekki þangað. Hann gafst þó ekki upp og spurði hvort ekki mætti bjarga þessu á einhvern hátt. Þetta væri bara far fyrir einn bil og síð- an hann og soninn. „Núúú,“ heyrð- ist þá á hinum enda línunnar, „eru líka farþegar? Þá verður þú að hringja í BSÍ...“ Ekki fyrir norðan Hjálmar Jóns syni ku hafa orð- ið hverft við um- mæli Guðmund- ar Malmquist sem telur að mikilvæg þekk- ing glatist við það að Byggða- stofnun flytji til Sauðárkróks. Hann virðist því ekki hafa ofurtrú á þessari blessuðu landsbyggð sem hann er þó fyrst og fremst settur j til starfa fyrir. Af þessu tilefni varð til þessi vísa: Byggöastofnunarstjórinn er stööugt aó aukaforöann, en „mikilvæg þekking“, því er verr, J þrífst ekkifyrir noröan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.