Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 I>V Kattarsysturnar Svanfríður og Alda eiga heima í vesturbænum: „Aldar upp eins og þær væru krakkarnir okkarcc - segja eigendurnir, Jón Teitur og Sylvía Sumarbústaður Menn með mönnum eru þeir kallaðir sem hafa náð því að eignast það sama og aðrir menn með mönnum og svo er sá auðvitaö mestur maður með mönn- um sem eignast mest. Skeiðið sem allir góðir menn renna að því marki er kallað lifsgæðakapp- hlaup og þeir sem komast í úrslit eru virtir og dáðir fyrir að eiga meira og fleira en aðrir. Það er kallað að vera farsæll. Ég er að sönnu farsælli en margur annar. Ég á jarðarpart og hús til að eiga heima í upp í Reykholtsdal, góða konu og slang- ur af hrossum, bíla og hunda, já svona þetta helsta. Samt er ég ekki fyllilega sáttur við lífið og tilveruna. Mér finnst talsvert vanta á að ég sé maður með mönnum og þá einkum vegna þess að ég á bara hús til að búa í en ekkert hús til að búa ekki í. Þetta er skugginn af þeirri nöturlegu staðreynd að ég á ekki sumarbústað. Að eiga ekki sumarbústað er í mann- legu samfélagi bæði sársaukafullt og niðurlægjandi. Hér áður fyrr, þegar sjaldnast var til fyrir salti í grautinn, sætti ég mig við það að eiga ekki sum- arbústað en á síðari árum hefur mér fundist líf mitt innihalds- og tilgangs- laust og ég sjálfur ófullnægður, hrjáður og smáður með sama hætti og aðrir þeir sem ekki eiga sumarbústað. Ég er af hjartans grunni sannfærður um það að ég mundi endanlega höndla lífsham- ingjuna ef ég eignaðist sumarbústað. Hús til að eiga ekki heima í. Vera eins og hinir sem hafa meikað það. Ég ætla sem sagt, góðir hálsar, að vinda bráðan bug að því að eignast sumarbústað. Ég veit alveg upp á hár hvar ég vil hafa hann og hvernig hann á að vera. Hann á að vera í tiltölulega ný-runnu hrauni svona sirkabát tíu til hundraðþúsund ára gömlu. Skógarkjarr þarf að hafa náð rótfestu í næstu nánd svo um menn hrísli sú notalega tilfinn- ing að þeir séu í útlöndum, þegar litið er út um gluggann. Áríðandi er að ekki sé rafmagn, rennandi vatn né önnur þægindi. Neysluvatni skal safnað af þakinu í tunnu og útikamar er skoplít- ill hluti af þeirri fullnægingu sem er því samfara að eiga sumarbústað. Sum- arbústaðurinn þarf að vera í „sumarbú- staðahverfi" því það er nú einu sinni svo að maður er manns gaman og nota- legt fyrir okkur „strákana“ að hittast og kjafta svolítið saman yfir bjórdós svona um hestöflin í jeppunum okkar, bændapláguna, golf, verðbréf, skyndi- konur og kvenfólk til heimabrúks. Þetta má svo krydda með Hafnarfjarð- arbröndurum. Á meðan eru svo kon- urnar að dútla við eitthvað skemmti- legt, hreinsa flugur úr gluggunum, þrífa kamarinn og baka í gömlu kola- eldavélinni til að hafa eitthvað með kaffinu þegar gestirnir fara að koma. Það er notaleg hvíld fyrir vinnulúnar konur að slappa af í sumarbústaðnum, vatnslausar, rafmagnslausar og klósett- lausar, og sinna frændliði, börnum, barnabörnum og börnum þeirra, helst öllum ættboganum? Hafa „opið hús“ og taka á móti gestum og gangandi allar helgar við skilyrði sem frummaðurinn hefði ekki talið sæmandi í dentíð, þegar hann var búinn að draga eiginkonu sína á hárinu upp í sumarbústað. Ég á mér sem sagt þann draum að eignast sumarbústað svona eins og í út- löndum, standa dægrin löng íklæddur svuntu með Mikkamús framan á, Bettlna 0dum Svona lítur kærasta danska krón- prinsins, Friöriks, út fullklædd Kærasta danska krónprins- , ins hneykslar: Á túttunum Danska Se & Hor birti nýlega topplausar myndir af kærustu danska krónprinsins, Friðriks, og það á sjálfri forsíðu blaðsins. Mynd- imar hafa vakið mikið umtal í land- inu og margir gengið svo langt að segja að með myndunum hafi kærastan, Bettina 0dum, eyðilagt möguleika sína á þvi að verða drott- ing. Umtalaðar brjóstamyndir voru teknar í bátsferð við strendur Mið- jarðarhafsins af paparazzi-ljós- myndara þegar parið var þar í fríi nýverið. Danska hirðin er ekki ánægð og segir að það hæfi ekki konunglegum að sýna á sér túttum- ar, sama í hvaða samhengi það er. Ekkl vlð hæfl Þetta er forsíöan sem hrist hefur upp í dönsku hiröinni. mundandi steikargaffal við grillið og öl við hendina eins og í útlöndum og njóta þess að sjá kellinguna sveitast í blóði sínu til að halda öllu gangandi, meðan „við strákarnir" sjáum um vín- föngin , kótelletturnar, grillið og brand- arana. Á kvöldin, þegar konan er oltin út af örmagna eftir gestaganginn, þrældóm- inn og ölteitina, sest ég svo við fótstig- ið sjónvarp og horfi á „Fríðu og dýrið“, já eða „Sögur úr dýraríkinu" á meðan hinir njóta þess við kertaljós, eða týrur úr sólarorkurafhlöðum að sötra rauð- vín, eða eitthvað sterkara þar til yfir lýkur og gengið er til náða við svo frumstæð skilyrði að óhugsanlegt væri að festa blund nema brennivínsdauður. En umfram allt. Lífshamingju minni er ekki borgið fyrr en ég eignast sum- arbústað. Það er lokatakmarkið. Flosi Kærastu-parið Jón Teitur Sig- marsson og Sylvía Halldórs- dóttir búa í vest- urbænum ásamt tveimur átta mánaða læðum. Læð- urnar era systur og hafa fengið nöfnin Svanfríður og Alda. „Alda er heitir í höfuðiö á góðri vinkonu minni sem bjó í Hrísey en er nú dáin en Svanfríður í höfuðið á bestu vinkonu Sylvíu," segir Jón Teitur um nafngiftirnar á systrun- um. Eiginlega hafði parið aðeins ætl- að sér að fá sér einn kött í upphafi en þegar Sylvía fór til þess aö sækja kettlinginn Öldu gat hún ekki held- ur staðist Svanfríði sem var kvið- slitin og vart hugað líf. Sylvía, sem er með svo stórt hjarta, gat ekki hugsað sér að henni yrði lógað þannig að hún tók hana með sér heim. Eftir læknisskoðun braggað- ist Svanfríður vel og hefur ekki kennt sér meins síðan. Forskot á barnauppeldiö „Það er svo flnt að þær hafa fé- lagsskap hvor af annarri. Þeim kemur mjög vel saman og ég held að það sé ekkert meira mál að vera með tvo ketti heldur en einn,“ segir Jón Teitur og bætir við: „Þær eru frekar líkar en virðast vera að breytast smám saman hvað persónuleikann snertir. Alda virðist t.d. vera miklu þroskaðri og alvöru- gefnari heldur en systir hennar." Parið hefur ekki síður félagsskap af systrunum en þær hvor af annarri og segir Jón Teitur að það sé alveg frábært að hafa alltaf ein- hvem sem tekur á móti manni þeg- ar komið er heim. „Það er alltaf eitthvert líf í hús- inu, alltaf einhver sem er ánægður yfir því að maður er kominn heim. Svo er þetta svo þroskandi fyrir fólk að ala upp gæludýr, svo lengi sem það tekur það alvarlega. Ég lít hálf- partinn á þær eins og krakkana mína og el þær upp sem slíkar. Það hlæja líklega margir að því en að tengjast einhverjum málleysingja og Sætar systur Kærustupariö Jón Teitur og Sylvía meö kattarsysturnar Svanfríöi og Öldu. skilja hvað hann er að segja og geta gert sig skiljanlegan er alveg frá- bært. Svo er líka bara gaman að fylgjast með dýrunum, hvað það er stutt bil á milli þeirra og okkar. Við erum voðalega lík öll. Maður sér sjáifan sig endurspeglast í þeim,“ segir Jón Teitur sem telur ekki loku fyrir það skotið að það aö hafa alið upp kött hjálpi til við bamauppeld- ið í framtíðinni. „Bara það að kunna að tala við málleysingja og skynja þarfir ein- er enn í námi, hafa kettimir aldrei verið spuming um peninga. „Ætli við eyðum ekki svona 5000 krónum i þá á mánuöi sem mér finnst ekki vera neinn peningur miðað við margt annað sem fólk eyðir í, eins og t.d. reykingar. Ég sé aö minnsta kosti ekkert eftir þeim peningum sem fara í kettina enda fær maður svo mikið í staðinn," seg- ir Jón Teitur að lokum. -snæ hvers sem getur ekki sagt manni hvað hann vill gefur manni stórt forskot við bamauppeldið," segir JónTeitur og neitar þeirri goðsögn að það sé ekki hægt að ala ketti upp og að þeir hafi alltaf hlutina alveg eftir sínu höfði. Ekkl peningaspursmál Þrátt fyrir að Sylvía og Jón Teit- ur séu ung að árum og ekkert sér- lega fjársterk, þar sem annað þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 173. tölublað - Helgarblað (29.07.2000)
https://timarit.is/issue/199618

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

173. tölublað - Helgarblað (29.07.2000)

Aðgerðir: