Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 44
52
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
I>V
Ökuferð um Rínardalinn:
Tímaflakk í fallegum
og friðsælum þorpum
Rínardalurmn er sannkallaður
gnægtarbrunnur Evrópu. Þar eru
ræktuð vínber 1 ljúffeng vín og sólblóm
sem notast í olíur og fleira, miklir akr-
ar af komi og skógurinn er svo grósku-
mikill að víða sér maður ekkert fyrir
ristastórum tijám sem standa þráð-
bein í röðum og bíða þess að vera felld.
Það er undarleg tilfmning fyrir
þann sem býr á eyju í miðju Atlants-
hafmu að geta ekið yflr eina brú og
vera þar með kominn til annars lands.
Eða eins og maðurinn i Liecthenstein
sagði við ferðamanninn: „Sko, þú ekur
til hægri inn í Þýskaland, fram hjá ap-
ótekinu í Austurríki og þá ertu kom-
inn til Ítalíu." Einfalt - þegar maður
býr í miðri Evrópu. En að öllu gamni
slepptu, þá er akstursleiðin frá Karls-
ruhe til Bad Sackingen alveg þess virði
að fara hana í hæfilegum skömmtum -
og aka sveitavegi eða að minnsta kosti
ekki hraðbrautir.
Ef lund leyfir má ailtaf skreppa yftr
tO Frakklands og prófa skólafrönsk-
una. Hins vegar virðist svo að í
landamærabæjum og þorpum sé hægt
að tala hvort sem er frönsku eða
þýsku, fólk skilur bæði málin. Enda
hafa þorpin þama líklega af og til til-
heyrt hinu ríkinu og talsverður sam-
gangur. Mörg frönsku þorpanna rétt
við ána heita þýskum nöfnum sem seg-
ir ýmislegt. Yfir Rin eru nokkrar brýr
og einnig hægt að fara með ferju. Ef
ætlunin er að skoða Strasbourg, er ein-
faldast að fara yfir hjá Kehl en annars
er nóg að gera að horfa á landslagið og
skoða alla htlu fallegu bæina sem ekið
er í gegnum. Svo er verðlag miklu
hærra í Frakklandi en Þýskalandi.
Endalaus breiða af sólblóm-
um
Auðvitað er ekkert vit í því að aka
þetta í einum rykk þó ekki sé það
langt, aðeins um 160 km eða svo. Best
er að gista einhverjar nætur og til að
fá tilfinningu fyrir landinu er einfald-
ast að gista að minnsta kosti tvær næt-
ur á sama stað, fleiri ef hægt er og aka
út frá gististaðnum. Horfa á risastór
sólblómin sem vaxa í stórum breiðum
á ökrunum, vínberjaplöntumar upp
Yfir Rín era nokkrar brýr og einnig hægt að fara með ferju.
eftir hliðunum og finna sér gististað
þar sem í næsta húsi er lítið fjós og á
bak við hænsnabú. í menningunni í
miðri Evrópu þykir sumsé ekki til-
tökumál að hafa fjós í íbúðagötum og
vakna við hanagal í birtingu. Þorps-
bakarinn röltir yfir til bóndans og fær
mjólk og ijóma, bóndinn ekur á eld-
gamalli dráttarvél út fýrir þorpið til að
sækja hey, því kýmar eru að mestu
inni við og eina verslunin í þorpinu er
svo stútfull af vörum að við liggur að
út úr flæði. Og öllu ægir saman.
Pijónagami, mjólk, nýju brauði,
stuttbuxum og súkkulaði. Þéttvaxnar
þýskar húsmæður koma eldsnemma
tfl að kaupa í matinn, rúnstykki í
DV MYNDIR VS
Fjölbreytt afþreying
Tjaldstæöin á Úlfljótsvatni verða
opin fjölskyldufólki um verslunar-
mannahelgina.
Fjölskyldustemning á
Ulfljótsvatni
Tjaldsvæði Útilífsmiðstöðvar
skáta að Úlfljótsvatni verða opin
fjölskyldufólki um verslunarmanna-
helgina. Góð aðstaða er á svæðinu
fyrir tjöld og tjaldvagna. Umhverfi
staðarins býður upp á fjölþætta
skemmtun og afþreyingu fyrir alla
fjölskylduna. Klifurturn, þrauta-
braut og vatnasafarí er meðal þess
sem verður í boði fyrir börnin og
golfvöllur, sundlaug og fjölbreyttar
gönguleiðir er einnig að finna á
svæðinu. Þá verður hægt að kaupa
veiðileyfi, bátaleigan og kaffihúsið
verða opin alla helgina. Ekkert þátt-
tökugjald en tjaldgjald er 500 á nótt
fyrir fullorðna, frítt fyrir böm.
Aftur bilaö
Lundúnaaugaö er afar vinsælt hjá
feröamönnum í London
Enn vandræði með hjólið
Óheppnin virðist elta hið breska
Lundúnaauga sem þjónar ferða-
mönnum við Thames-ána í London.
I vikunni varð að loka hjólinu
vegna þess að ein af 16 vélum sem
knýr hjólið bilaði. Vísa varð ferða-
mönnum frá en á góðum degi fara í
kringum 10 þúsund manns í hjólið
enda sá staður sem fólk nýtur hvað
stórkostlegs útsýnis yfir London.
Búðin þar sem allt fæst og rúmlega það
Ein af þessum skemmtilegu þorpsverslunum þar sem öllu ægir saman.
Sumt af lagernum var augljóslega frá því fyrir aldamótin 1900.
Greiðslukort í
leigubílum
Hingað til hefur reiðuféð verið sá
gjaldmiðill sem leigubílstjórar í New
York hafa móttekið fyrir þjónustu
sína. Nýverið varð nokkur breyting
þar á þegar fimmtíu leigubilar í borg-
inni tölvuvæddust og eru nú reiðu-
búnir að leyfa farþegum að borga
með greiðslukortinu. Þeir sem hafa
ferðast með leigubílum í New York
þekkja væntanlega hvemig öryggis-
gleri er komið fyrir milli bílstjóra og
farþega i aftursæti. Til þess að koma
áfram í veg fyrir samskipti farþega og
bílstjóra hefur kortalesara verið kom-
ið fyrir við aftursætin, farþeginn
rennir korti sínu í gegn, skrifar und-
ir og réttir svo bílstjóranum kvittun-
ina í gegnum rifu á glerinu. Bílstjór-
inn snertir þvi aldrei greiðslukort
viðskiptavinarins. Gert er ráð fyrir
að „greiðslukortabílum“ íjölgi mjög á
strætum New York-borgarinnar og
þeir verði orðnir fimm hundrað inn-
an sex mánaða. Þess má þó geta að
leigubílar í New York eru í kringum
12 þúsund.
Fjóslö í götunni
Beint á móti hótelinu var fjós sem hýsti tvær kýr. Þaö var augljóst aö mjólkin
kom beint yfir götuna og var notuð á hótelinu. Eggin komu úr húsi spölkorn
frá. Landbúnaðarreglur eru ekki aö flækjast fyrir mönnum þarna.
morgunmatinn og pylsu í hádegismat-
inn, en húsbóndinn bíður þolinmóður
eftir að eiginkonan komi með kafíið. í
Þýskalandi era húsmæður nefnilega
húsmæður enn þá, að minnsta kosti
eldri kynslóðin. Lífið gengur talsvert
hægar fyrir sig en við eigum að venj-
ast og manni líður svolitið eins og
tímaflakkara. Þangað til umferðin fer í
gang. Þá fer ekki á milli mála að nú-
tíminn hefur haldið innreið sína í
þessi fallegu og friðsælu þorp, þar sem
krakkar leika sér úti við á hjólunum
sínum og greinilegt að firringin sem
gripið hefur stórborgarbúa hefúr ekki
náð að festa rætur - ekki enn þá.
Einkennistákn
Gulu leigubílarnir hafa löngum þótt
eitt af einkennistáknum New York.
Á sunnudögum er grænmetismark-
aður í Bad Sáckingen, sem er góður
staður til að fara yfir landamærin til
Sviss, ef það er ætlunin. Annars er
þorpið mjög fallegt og gaman að ganga
götumar þar. Horfa á ána renna fram
hjá og kannski borða hádegis- eða
kvöldmat á veitingahúsinu við ána.
Maturinn
Það er ekki að spyrja að Þjóðveij-
um. Á veitingahúsunum era skammt-
amir að minnsta kosti þrisvar sinnum
það sem meðalmaður getur torgað og
endalaust úrvéd af kjöti. Svínakjöt í öll-
um mögulegum myndum, fúglakjöt og
nautakjöt. Og pylsur. Auðvitað, tungu-
bijótinn Bratwurst und Sauerkraut
eða pylsur og súrkál er hægt að fá hvar
sem er. Enda Þjóðveijar ákaflega
hrifnir af pylsunum sínum og mega
gjaman vera það, þær era ljúffengar
og meira að segja táningamir fundu
eitthvað sem þeir könnuðust við, pepp-
eroni! Þar með var pitsumenningunni
bjargað. Og gamla góða normalbrauð-
ið, alveg eins og heima, er liklega kom-
ið frá Þýskalandi upprunalega. Annars
er brauðmenningin á þessu svæði
ótrúleg. Gróf brauð, fín brauð, krydd-
brauð, ostabrauð, fyllt brauð, frönsk
brauð og ítölsk, að ekki sé talað um all-
ar tertumar. Það er sem sagt ekki fyr-
ir fólk í megrun að aka Rínardalinn og
borða í leiðinni.
-vs
Eitt blikk
Augaö kemur í stað vegabréfsins í
framtíöinni.
Augað er prýðispassi
Nýtt tæki sem skannar augu
ferðamanna var kynnt í vikunni
sem leið. Að sögn gæti tækið valdið
byltingu í landamæraeftirliti og
einnig stytt biðraðimar við innrit-
un í flug til muna. Skanninn hefur
verið tekinn í notkun á tveimur
flugvöllum; Charlotte/Douglas í N-
Karólínuríki og á Frankfurt-flug-
velli í Þýskalandi. Farþegar gefa sig
einfaldlega fram og sýna lögmæt
skilyrði. Því næst er annað augað
skannað og næst þegar þeir eiga
leið um flugvöllinn þurfa þeir ekki
annað en „sýna“ augað. Framtiðar-
sérfræðingar segja þetta hinu bestu
lausn enda sé tækið ódýrt 1 fram-
leiðslu. Enn sem komið er er þó eng-
inn neyddur til að láta skanna sig.
Þeir sem spá í framtíðina segja að
ekki einasta munu augnskönnun
virka á flugvöllum og við landa-
mæri heldur geti slík tækni leyst
peninga af hólmi í framtíðinni.
Kannski að fólk geti keypt inn í
framtíðinni með því einu að
„blikka" afgreiðslumanninn?