Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JULI 2000 Helgarblað DV Brögð til þess að verjast árásarmönnum: Svona er hægt að koma í veg fyrir nauðgun Verslunarmannahelgin nálgast óðum. Henni fylgja því miður alltaf nauðganir. DV fékk Hinrik Fjeldsted hjá Jiujitsufélagi Reykja- víkur til liðs við sig. Hinrik brá sér í hlutverk árásarmanns og sýndi um leið hvemig hægt er að verjast þeim með nokkrum einfoldum brögðum. Hér er ekki tæmandi upptalning bragða sem hægt er að beita og ættu allir að fara á námskeið til þess að geta varið sig þegar nauð- syn krefur. Oft er enginn annar til hjálpar en maður sjálfur. iðiÉ m Boöungsgrip 4) Árásarmaður grípur í flík stúlkunnar og hún bregst við meö því að taka fast um hönd hans. Þumall hennar er á handarbaki árásarmannsins og vísifingur er í miðjum lófa hans. Þetta gerir henni kleift að losa manninn fra sér. Svo snýr hún upp á úlnliðinn með því að ýta með hinni hendinni á handarbak hans, gagnstætt þumli. Liggjandi kyrkíng 5) Hér liggur árásarmaðurinn ofan á stúlkunni, milli fóta hennar. Hann heldur um háls hennar. Þá er mikilvægast að hún ýti hökunni niður svo að hann geti ekki svæft hana. Svo krossleggur hún hendurnar innan handa hans. Hún slær hönd- unum út og færir höfuðið um leið til þess að höfuð árás- armannsins skalli hana ekki þegar hann fellur níður. Hún grípur í hár hans og ýtir fast á höku hans eða undir nefið. annig veltir hún honum til hliðar. Að lokum rekur hún hnéð fast í pung hans og það ber augljósan árangur. Grip að framan, hendur fastar 1) Hér kemur árásarmaðurinn að stúlkunni, grípur um hana og heldur henni þannig fastri. Stúlkan rekur þa þumalfingurna i nára hans sitt hvorum megin og ýtir fast frá sér. Við það skapast svigrúm til þess að spenna greipar og slá fast upp í solar plexus. Að lokum rekur hún hnéð fast í pung hans. Putti í kok 2) Árásarmaður ræðst hér að fórn- arlambi og tekur það hálstaki. Með því að pota fingri fast rétt fyrir neð- an barka arás- armannsins hörfar hann. Mikilvægt er að potað sé þett- ingsfast og hér er gott að vera með langar neglur. Hálstak aftan frá 3) Árásarmaðurinn kemur aftan að fórnarlambinu og tekur það hálstaki. Það tekur í hönd hans til þess að losa um öndun og kýlir oinboga í sol- ar plexus sem er þar sem rifbein koma saman. Höggið losar árás- armanninn frá fórn- arlambinu. Neyðarmóttakan er alltaf opin: Tvær til þrjár nauðganir í viku hverri „Þessi þjónusta kostar ekki neitt, um hana er algjör trúnaður og hér er opið allan sólcU-hringinn,“ segir Eyrún Jónsdóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur á Neyðarmóttökunni, sem tekur móti á öllum þeim sem orðið hafa fyrir nauðgun. Hvort sem viðkomandi hefur hugsað sér aö kæra atburðinn eða ekki þá er henni boðið upp á læknisskoðun og jafnvel fyrirbyggjandi lyf gegn t.d. klamedíu og lekanda, og sýni eru tekin vegna lifrarbólgu og eyðni. „Við tökum einnig sýni sem nota má ef fólk vill kæra. Það skiptir því mjög miklu máli að manneskjur komi í þeim fótum sem þær voru i þegar atburðurinn gerðist eða hafi fatnaðinn meðferðis og þá sérstak- lega nærfot. Best er að fólk fari ekki í bað áður en það kemur og þvi fyrr sem það kemur því betra - eftir því sem það líður lengri tími þeim mun minni líkur eru á því að það takist að fmna einhver sakargögn eins og sæðissýni og annað,“ segir Eyrún. Sálræn skyndihjálp Fyrir utan læknisaðstoð býður Neyðarmóttakan líka upp á sálræna skyndihjálp og lögmaður á bakvakt veitir ókeypis lögfræðiaðstoð, „Að koma hingað er ekki bundið við kæru en einungis rúmur helm- ingur þeirra sem hingað koma kæra þessi mál. Sönnunarbyrðin er oft mjög erfiö í þessum málum, yfirleitt er þetta orð gegn orði, þannig að það skiptir miklu máli að einhver sakagögn séu til staðar. Aðalmálið er líka velferö manneskjunnar sjálfrar, að hún fái læknisskoðun og að orð hennar séu tekin trúarleg. Hér er hlúö að henni og henni veitt sálræn skyndihjálp og viötöl hjá ráðgjafa og síöan jafnvel hjá sál- fræðingi, ef því er að skipta. Það sem skiptir mestu máli er að mann- eskjan geti unnið sig út úr þessu áfaúi,“ segir Eyrún sem hefur feng- ið stúlkur á öllum aldri til sín. Sú yngsta var 12 ára og sú elsta 78 en flestar eru stúlkumar þó milli 16 ára og tvítugs. Nauöganir á skemmtistöðum Neyðarmóttakan veröur ekki með neinn aukaviðbúnað vegna verslun- armannahelgarinnar þar sem sú helgi er víst ekkert verri en aðrar helgar hvað nauðganir varðar. „Fólk er mikið úti að skemmta sér um helgar og lendir í alls konar aðstöðu og þarf ekki útihátíð til. Reynsla okkar hefur sýnt að versl- unarmannahelgin er ekkert verri en aðrar helgar og ég held að það sé vegna þess að í kringum þessa helgi er mikil umijöllun um þessi mál og vinirnir passa betur hver upp á annan heldur en um venjulegar helgar. Á skemmtistöðunum hér 1 bænum er fólk alveg eins útsett fyr- ir það að lenda í svona, eins og á útihátíðunum, t.d. inni á klósettun- um,“ segir Eyrún en Neyðarmóttak- an fær að meðaltali tvö fómarlömb í viku hverri og er það yfirleitt bundið við helgamar. í sambandi við verslunarmanna- helgina þá er vert að minna á það að stúlkur þurfa ekki aö bíða með það að fara í skoðun þar til þær koma eftur í bæinn. „Á hátíðum úti á landi geta manneskjur leitað til lögreglunnar á staðnum og líka á heilsugæslustöðv- arnar. Stúlkur þurfa ekki að bíða með það að fara í skoðun þar til þær koma í bæinn þó svo langflestar stúlkur sem eru úr bænum kjósi að koma hingað. Það er um að gera að leita sér aðstoðar á staðnum," segir Eyrún. Ef það hefur liðið meir en vika frá nauðgun hefur það þá eitthvað upp á sig að koma til ykkar? „Já, það er um að gera að koma en þegar liðinn er einhver tími frá nauðguninni er fint að hringja á undan og þá getum við fundið tíma sem hentar bæði manneskjunum og læknunum. Það er hentugra þannig að manneskjan þurfi ekki að bíða hér þar sem ný tilfelli eru alltaf lát- in ganga fyrir," segir Eyrún. -snæ Nauðgun í miöbænum? Það er ekki bara nauðgaö um verslunarmannahelgar eins og tölur sanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.