Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 H>V Skoðun Stikkenap „Ekki missa af þessu." Svo sagði í fyrirsögn boðskorts sem mér barst í gær þar sem boðið var til opnunar fyrsta og eina litbolta-garðsins hér á landi á grænum engjum Lundar þar sem Kópavogur rennur saman við Reykjavík. Litbolti, eða paintball eins og leikurinn heitir á útlensku, er nýtt æði sem gengur yfir lönd og álfur. Leikurinn mun ekki síður ætlaður fullorðnum en bömum og unglingum enda litboltum skotið í andstæðinginn sem í bardaga væri. í raun tekur litboltinn við þar sem bófahasarinn var í mínu ungdæmi. Þá skutum við félagamir hver ann- an þráfaldlega og oft á dag en allir risu upp á ný líkt og í Valhöll forð- um. Boðið um byssuleikinn í Lundi hefði ekki vakið meiri eftirtekt mína en mörg önnur slík ef ekki kæmi til nýleg reynsla mín af bófa- hasar af nýrri gerð. Ég taldi mig vaxinn upp úr bófahasamum fyrir löngu þegar ég fór á dögunum í óvissuferð sem vinsælar eru í seinni tíð. Einn óvissuþátturinn var heimsókn á leiktækjastað sem bauð upp á svokallað Quake. Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt leik þennan nefndan né vissi út á hvað hann gekk. Raunar var mér skapi næst, manninum á virðuleg- um aldri, að ganga út þegar leik- reglurnar vom kynntar en lét mig þó hafa það að taka þátt í þessu. Skipt var í tvö lið, rauðliða og græningja, og einhverra hluta vegna var ég meðal græningja. Um háls okkar vom hengd þung vesti og við þau héngu geislabyssur. Ljós- in á vestum okkar voru græn en óvinaliðið var prýtt rauðum ljósum. Leikurinn fór fram í myrkvuðum sal þar sem víða voru felustaðir. Litur ljósanna einn gaf til kynna hvort á ferð var samherji eða mótherji. í hópnum voru fjórtán manns þannig að sjö voru i hvoru liði. í mínu liði vom meðal annarra kona mín og mágkona. Fyrst á hólminn var komið fann ég mig knúinn til að vemda þær systur með því að salla niður andstæðing- ana. Ég var þrátt fyrir allt vanur bófahasamum i æsku en gaf mér það aö æskuleikir systranna hefðu einkum falist í dúkkuleikjum, servi- ettusöfnun og drullukökugerð. Svona er ég enn, á þessum jafnrétt- istímum, mótaður af kynjaskipt- ingu bemskuleikjanna. Sálgað af heift Ég var ekki fyrr kominn í myrkviði skotsalarins en á mig Fyrst á hólminn var komið fann ég mig knúinn til að vernda þœr systur með því að salla niður andstæðingana. rann skotæði. Ég breyttist í sam- bland hins prúða Roys Roggers og rummungsins Rambós og drap allt kvikt. Ég sá andstæðinga í hverju horni. Sjálfur varði ég mig fimlega með því að henda mér í skjól veggja og vamargarða í hvert sinn er óvin- ur beindi að mér hlaupi. Ég gleymdi aldri mínum og meintum virðuleika og lifði mig svo inn í leikinn aö ég sálgaði vinnufélögum konu minnar og mágkonu af heift og algera mis- kunnarleysi um leið og ég varði líf kvennanna, sæmd og limi fyrir rauðum andskotum mínum. Æðið rann ekki af mér fyrr en ljós kviknuðu í salnum. Leiknum var lokið og i minum huga var eng- inn efí. Grænir höfðu gersigrað rauða og munaði þar mest um fram- lag mitt og skotleikni. Lengi lifir í gömlum glæðum hugsaði ég með mér um leið og ég smokraði mér úr vestinu. Fall samherja Fyrir skotbardagann hafði hver maður einkennt sig með dulnefni og tæki stöðvarinnar skráðu frammi- stöðu hvers og eins. Ég beið því spenntur eftir niðurstöðunni, taldi mig finna aðdáun konu minnar og mágkonu um leið og ég leit með fyr- irlitningu á auma frammistöðu mótherjanna. Þeir voru flestir yngri en ég og aldir upp við tölvuleiki. Fölir tölvunördar stóðust engan samanburð við margreyndan kúreka. Þegar starfsmaður leiktækja- stöðvarinnar útdeildi skotkortum, þar sem fyrir lá frammistaða, vörn og skotleikni, varð ég fyrir alvar- legu áfalli. Ekki einasta hafði tölvu- kynslóð rauðliðanna sigrað lið okk- ar græningja heldur var frammi- staða mín snautlegust þeirra. Kon- an jafnt sem mágkonan, konumar sem ég var að verja, reyndust miklu betri skyttur en ég og vörðust fim- legar. Mér hafði að vísu tekist að koma nokkrum skotum á féndur mína en var drepinn margfalt oftar og raunar svo skelfílega að búkur minn var sem ímyndað gatasigti. Verra var þó að flestir þeirra sem ég hafði drepið vora vamarlausir samherjar. Ég hafði skotið græna en síður rauða. Útkoman sýndi að þá sjaldan ég skoraði þá var það helst í eigið mark. Fómarlömb mín voru einkum konurnar tvær sem næstar mér stóðu og höfðu lagt lífið í hendur mér. Stúta nokkrum? „Þetta er bara fyrir böm,“ sagði ég og reyndi að leyna vonbrigðum mínum. „Fullorðið fólk á ekki að koma nálægt svona fiflalátum," hélt ég áfram. „Hverjmn dettur svo sem í hug að bjóða okkur upp á svona of- beldis- og byssuleiki, herlausri þjóð- inni?“ Ég ákvað að leggja niður vopn. Konan og mágkonan sögðu reyndar að það væri sjálfhætt. í mér væri engin vöm. Það vopnahlé hefur haldið þar til litboltinn kveikti aft- ur í gamla kúrekanum. Túnið á Lundi er kjörlendi þeirra sem áður skutu á báðar hendur með axlabönd í uppbrettum Wrangler. Væri ekki rétt að lita bæinn rauð- an og stúta nokkrum þar? Upp meö hendur Nýir siðir fylgja hverri kynslóð. Leikimir eru ekki eins en af sama meiði. Tölvuleikirnir hafa tekið við af bófahasamum svo ungdómurinn fái næga útrás fyrir drápseðlið. Ég játa að kunna ekki til verka á því sviði en hef séð son minn slátra ill- mennum í tölvunni með þeirri ein- urð sem á máli dómstóla heitir ein- beittur brotavilji. Andláti óþokk- anna í tölvunni fylgir hávaði og blóðið spýtist um allan skjá. Einu gildir hversu margir verða fyrir skoti því nýir fantar og fúlmenni leynast hvarvetna og skjóta upp kollinum til þess eins að fá í hann kúlu frá stráknum. Þótt tölvuleikurinn sé sömu ætt- ar og bófahasar æsku minnar held ég að hann hafi verið hollari. Við stunduðum drápin úti svo hasam- um fylgdi hreyfing eins og nafnið bendir raunar til. Þá vorum við ágætlega vopnum búnir, með skammbyssur í belti fyrir báðar hendur. Þeim snerum við gjaman hring eða tvo áður en andstæðing- urinn fékk banvæna bununa, rétt eins og Roy Rogers héldi á pístólun- um. Trigger var yfirleitt ekki tagl- tækur svo notast varð við prik í klofi þyrfti að flýja á hröðu stökki. Fyrir kom þó að féndur fengu lífi haldið og var þá hrópað „stikkenap" eða upp með hendur og uppgjafar krafist. Síðar á lífsleiðinni skildist mér að stikkenap þetta væri aíbök- un úr amerísku á þessari skipun ká- boja. Háþróaðastur varð bardaginn þó í skylmingum. Þá brugðu sveinar sverði og vörðust fimlega með skildi að hætti fornkappa. í þeim slag létu menn lífiö með tilþrifum en varð að öðru leyti ekki meint af. Bófahasar Þessara horfnu daga minntist ég þegar litboltakortið barst. Þar var þess getið að markmiöið væri að upplifa ævintýri og mæta í útigalla og góðum skóm. Ekki var nefnt að æskilegt væri að vera í Lee- eða Wrangler-buxum með uppábroti, köflóttri skyrtu og vesti með kúrekahatt sem punktinn yflr i-ið. Þannig vorum við guttamir flottast- ir, svo ekki sé minnst á axlabönd þeirra sem lengst náðu í stælnum. Jónas Haraldsson aöstoöar- ritstjóri Gegn fjármálafurstum „Einræði Vladi- mirs Pútíns held- ur áfram að taka á sig mynd. Þegar hann undirbjó fund sinn með Bill Clinton og öðrum vestræn- um leiðtogum á leiðtogafundi G8- ríkjanna á Ok- inawa lögðu saksóknarar hans hald á eigur Vladimirs Gúsinskis, auð- ugs kaupsýslumanns sem á sjón- varpsstöð er gagnrýnt hefur stjórn Pútíns harðlega. Aðrir fjármála- furstar hafa einnig sætt rannsókn. Berezovskí og félagar eru engar lýð- ræðishetjur. En allar tilraunir til að afturvirkra hreinsana stuðla að óstöðugleika efnahagsins sem þegar er veikur. Það er engin trygging fyr- ir því að Pútín dreifi eignum á heið- arlegri hátt en fyrirrennari hans. Refsistefna Pútíns kann að vera vin- sæl meðal þeirra Rússa sem hafa orðið fátækari á meðan fjármálaf- urstamir mökuðu krókinn. En ef hann sýnir ekki skjótt að hann ætli í raun að uppræta spillingu en ekki pólítíska andstöðu gæti skaðinn fyr- ir bæði efnahag Rússlands og lýð- ræði orðið alvarlegur og óafturkall- anlegur.“ Úr forystugrein Washington Post 24. júlí. Út af sporinu „Fyrirmyndar- tilraun til að skapa réttlátt þjóðarbrotasamfé- lag á Suður- Kyrrahafseyjunni Fidjí hefur verið sett út af sporinu með því að þvinga fyrsta forsætisráð- herra landsins af indverskum upp- runa úr embætti. Bandaríkin og aðrar lýðræðisþjóðir ættu að þrýsta á nýja leiðtoga Fidjí að heiðra stjómarskrána sem 1997 veitti Ind- verjum rétt til að gegna háum emb- ættum. Umrótið að undanfórnu hef- ur aðallega verið verk Georges Speights, kaupsýslumanns sem réðst inn i þingið í maí og hélt þremur tugum manna í gíslingu, þar á meðal Mahendra Chaudhry forsætisráðherra, þar til 13. júlí. Hann sakaði Chaudhry um að hygla Indverjum. Alþjóðasamfélagið ætti að hjálpa Chaudhry að ná aftur völdum.“ Úr forystugrein New York Times 24. júli. Ósigur í Camp David „Samningavið- ræðunum í Camp David milli forsætisráð- herra ísraels, Ehuds Baraks, og Yassers Arafats, forseta Palestínu, lauk í gær án þess að nokkurt sam- komulag um frið hefði náðst. Þetta kom ekki beint á óvart en samt finnst mönnum eins og leiðtogamir hafi misst af sögu- legu tækifæri. Niðurstaðan er sú að Barak tapaði, aö Arafat tapaði og að BUl Clinton tapaði. Þeir sem töpuðu mest sátu aldrei með við samninga- borðið, ísraelska þjóðin og sú palest- ínska sem verða að halda áfram að bíða eftir friði sem aldrei kemur. Það er mögulegt að Barak og Arafat hafi reynt að ná einhvers konar einingu og þaö væri skammarlegt hefðu þeir ekki reynt það. En það er samt sem áður augljóst að viljinn tU málamiðlana var ekki nægur, einkum hjá ísraelum sem skUja ekki hversu mikUvægt það er fyrir Palestínumenn að austurhluti Jerúsalems, sem ísrael þvert á þjóðarrétt innlimaði, geti orðið höfuðborg í nýrri frjálsri Palestínu. Lausn finnst ekki á meðan þjóðimar skUja ekki að þær verði að lokum að sætta sig við eftirgjöf." Úr forystugrein Aftonbladet 27. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.