Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 6
Sandkorn §y Umsjon: Höröur Kristjánsson notfang: sandkorn@ff.is ' Stafkirkja frá Ameríku? Stafkirkjan í Vestmannaeyj- um þykir merkileg smið og gerð að alda- gamalli fyrir- mynd norskrar stafkirkju. Sag- an segir hins vegar að deila megi um upp- runa þessarar „norsku" kirkju sem sjálfur Noregskóngur vígir á morgun. Það hafi nefnOega sést til Áma Johnsen, forgöngumanns um byggingu kirkjunnar, á vappi við ónefnda timbursölu í Kópa- vogi. Haft er eftir Gróu gömlu á Leiti að þingmaðurinn hafi þar einmitt verið að kaupa fjalir í staf- kirkju. Hafi honum verið boðinn Kalifomíurauðviður sem eigi fátt sameiginlegt með norskri furu og sé ekki einu sinni ættaður frá Noregi... Fréttir Vestmannaeyjar: Stafkirkjan vígö Vandræði í góðæri: Bílum hent - skildir eftir á bílastæðum fjölbýlishúsa „Þetta eru hundruð bíla á ári sem fólk er að henda með því að skilja eftir á bílastæðum fjölbýlishúsa og kostnaðurinn lendir svo á húsfélög- um fjölbýlishúsanna," sagði Guö- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar- og Kópavogssvæðis, um vanda sem stofnun hans á við að glíma og ræður vart fram úr. „Það er flutt inn svo mikið af nýjum bíl- um að fólk einfaldlega hendir þeim gömlu. Bílapartasalar taka ekki við meiru, auk þess sem eftirspumin hjá þeim hefur hruniö vegna allra nýju bílanna. Við erum að hirða gömlu bílana úti um allt, jafnvel úti í hrauni, en verst er þetta á bílastæðum fjölbýl- ishúsanna. Það vantar skilagjald á gamla bíla, svona líkt og er á dósum og flöskum. Þá væri vandamálið úr sögunni," sagði Guðmundur Einars- son. -EIR Yfirgefnir Númerslausir bílar viö fjölbýlishús fjarlægðir á kostnaö húsfélaganna. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 I>V Stafkirkjan í Vestmannaeyjum verður vigð með mikilli viðhöfn nú á sunnudaginn. Margt fyrirmenna, bæöi íslenskra og norskra, verður viðstatt vígsluna. Undirbúningur er á lokastigi og er svæðið í kringum Skansinn og hafnargarðinn, þar sem kirkjan hefur verið reist, að verða hið glæsilegasta. Fjöldi tiginna gesta Ámi Johnsen alþingismaður, Guöjón Hjörleifsson bæjarstjóri og séra Kristján Björnsson sóknar- prestur hafa borið hitann og þung- ann af undirbúningi vígslunnar. Sjálfur á Ámi hugmyndina að staf- kirkjunni sem hann kom á framfæri við Norðmenn sem gripu hana á lofti og fannst kjörið að gefa staf- kirkju íslendingum í tilefni 1000 ára kristnitökuafmælis. Hefur Árni ver- ið formaður byggingarnefndar staf- kirkjunnar frá upphafi. Þessi þjóð- argjöf er ekki síst til minningar um þá Hjalta Skeggjason og Gizur hvíta sem reistu fyrstu kirkju á íslandi árið 1000. Frá Vestmannaeyjum héldu þeir á Þingvöll til að boða mönnum trúna á Hvíta-Krist. Meðal gesta sem koma til Eyja á sunnudaginn eru Haraldur Noregs- konungur og Sonja drottning hans, forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff, unnusta hans, Davíð Oddsson for- sætisráðherra og kona hans, Ástríð- ur Thorarensen, biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, og eigin- kona hans, Trond Giski, kirkju- málaráðherra Noregs, Sólveig Pét- ursdóttir kirkjumálaráðherra og eiginmaður hennar, Geir Haarde fjármálráðherra og frú, norski sendiherrann, forseti Alþingis, þingmenn Suðurlands og bæjar- stjóm. Því miður verður að tak- marka aðsókn því það eru ekki nema milli 40 og 50 sæti í stafkirkj- unni. „Hún er þjóðargjöf Norð- manna og því verður að fylgja ákveðnum reglum þegar ákveðið er hverjir eiga að vera viðstaddir og það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri. Trappa frá Noregi Að sögn Áma Johnsens verður öflugu hátalarakerfi komið upp þannig að fólk geti fylgst með því sem er að gerast inni í kirkjunni en athöfnin fer líka fram utandyra. Gert er ráð fyrir að athöfnin byrji klukkan 13.20 en sjálf vígslan verð- ur svo á milli klukkan 14.00 og 15.00. Bæjarstjórn býður hinum tignu gestum i mat á Þórshamri og er matseðillinn sagður mjög gimilegur þó að ekki fáist uppgefið hvað á honum verður. Þá verður boöið í siglingu i kringum Heimaey með PH-Viking. Dagskráin er mjög fjölbreytt og koma bæði norskir og íslenskir listamenn við sögu. Má þar nefna Lúðrasveit Vestmannaeyja, Védísi Guðmundsdóttur flautuleikara, Há- DV-MYND ÓG Stafkirkja risin Árni Johnsen átti hugmyndina aö stafkirkjunni. Allt að koma Efniviöurinn í kirkjuna kemur víöa aö. tíðarkór Vestmannaeyja, en í hon- um er fólk bæði úr Samkómum og Kirkjukórnum, norskan leikflokk frá eynni Monstur sem sýnir leikrit- ið Sverðið og krossinn, þjóðsöngva þjóöanna tveggja sem verða fluttir og bjargsig úr Dönskutó í Heima- kletti. Norski kirkjumálaráðherr- ann mun svo afhenda Davíð Odds- syni forsætisráðherra kirkjuna fyr- ir hönd Norðmanna. Davíð mun sið- an afhenda biskupi íslandslyklana að kirkjunni en umsjón hennar verður í höndum nefndar sem heyr- ir undir þjóðkirkjuna, Þjóðminja- safnið og Vestmannaeyjabæ. Stjóm- unin verður hjá þjóðkirkjunni, Þjóðminjasafnið mun sjá um við- hald og Vestmannaeyjabær mun sjá um ferðaþjónustuþáttinn. Víkingaskipið Hvítserkur, sem var væntanlegt frá Noregi, er komið til Eyja en það kemur með altari í kirkjuna og steinhellu sem mun gegna hlutverki tröppu inn í kirkj- una. „Hellan kemur frá Holtásen en þangað er fyrirmyndin að kirkj- unni sótt,“ sagði Ámi. List að fornri fyrirmynd Margt fallegra muna verður í kirkjunni og má þar nefna kross og líkneski eftir Svein Ólafsson, hand- smíðaða kertastjaka úr kopar eftir Björgvin Svavarsson sem gerðir eru eftir 1000 ára gömlu mynstri sem varðveitt er á Þjóöminjasafhinu. Annar stjaki er gerður eftir stjaka Umeskirkju í Noregi og er hann i líki vikingaskips. Kaleikurinn er gerður af ívari Bjömssyni, letur- grafara og silfursmið, og er fyrir- myndin kaleikur frá Grund í Eyja- firði sem er frá miðöldum. Hann gerir líka patinu til minningar um forfeður sína sem fórust við Eyjar snemma á 20. öldinni. Altaristaflan er eftirgerð elstu altaristöflu sem finnst í Noregi. Er hún gjöf norsku kirkjunnar og kostar 3 til 4 milljón- ir en þaö eru íbúar í Lom, bænum þar sem kirkjan er smiðuð, sem gefa hana. Stefán Lúðvíksson í Eyjablikki smíðar ljósakrónu fyrir sex kerti í kór og er það eigin útfærsla Stefáns á norskri fyrirmynd og Alexander Einbjörnsson smíðar 14 ljósa krónu í sjálft kirkjuskipið. Norska lista- kona Marit Benthe Norheim er aö gera skímarfontinn úr steini úr nýja hrauninu en það var Kristinn Pálsson sem valdi steininn. Þá eru tíu listmálarar, sex Eyjamenn og fjórir fastlendingar að mála jafn- margar myndir úr ævi Krists. Þeir eru Bjarni Ólafur Magnússon, Sig- mund Jóhannsson, Sigurfinnur Sig- urfinnsson, Sigurdís Arnarsdóttir, Guðjón Ólafsson og Steinunn Ein- arsdóttir frá Vestmannaeyjum, og Benedikt Gunnarsson, Karólina Lárusdóttir, Sigrún Eldjárn og Kristín Gunnlaugsdóttir frá megin- landinu.-ÓG Svíkja lit Gárungum norðan heiða og sérlegum áhugamönn- um um SS- pylsur er lit- ið skemmt þessa dagana og segja farir sínar ekki sléttar. Á Akureyri munu reknar for- láta sjoppur í eigu Höldurs sem aUir hafi haldið að hefðu einungis SS-pylsur á boðstólum. Sérlundað- ir sunnlenskir pylsuunnendur munu hins vegar ekki láta snúa á sig og fullyrða að Höldur svíki lit og hafi laumað KEA-pylsum í pottana, öllum að óvörum... Bónus aftur Fyrst Akur- eyri er uppi á borðinu þá minnast menn innrásar Jó- hannesar í Bónusi fyrir nokkrum árum sem mistókst hrapallega. Akureyringar eru nefnilega sannkristnir í öllu sem lýtur að norðlenskum uppruna. Því vörðu þeir með oddi og egg KEA-veldið sem þeir höfðu þó bölvað í hljóði árum saman fyrir hátt vöruverð. Var Bónus algjörlega sniðgenginn svo auðvitað sigraði KEA í þeim slag. Bónus mun hins vegar ekki vera af baki dottinn og eftir að hafa sleikt sárin um nokkurn tíma fara menn þar senn að blása í her- lúðra við opnun á nýrri verslun á Akureyri. Sagt er að almenningur bíði spenntur eftir verðslagnum því nú sé eins víst að borgað verði með matarkörfunni... Þaggað niöur í Kollu Kolbrún Halldórsdótt- ir, þingmaður með meiru, er m.a. þekkt fyr- ir að vera röddin í far- símanum þeg- ar ekki er svarað á hin- um endanum. Nú mun verða breyting á því Landssíminn er að skipta út sjálf- virkum stöðvum og um leið rödd- inni í símanum. Gárungar fuUyrða hins vegar að pólitískar ástæður liggi að baki því að nú sé þaggað niður i Kollu. Forstjórar Lands- síma og Landsvirkjunar, Þórarinn og Friðrik, séu nefnilega góðir vinir en Kolbrún hefur einmitt haft sig mjög í frammi gegn hvers kyns virkjunarframkvæmdabrölti Friðriks Sophussonar á hálend- inu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.