Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 E>V * Tilvera lí f iö Hestadagur í Árbæjarsafni Það er alltaf mikið um að vera í Árbæjarsafninu og þessi helgi er engin undantekning þar á. Á morgun verður haldinn hesta- dagur í safninu. Hestvagn verð- ur á svæðinu frá 13 til 16 og póstlest verður einnig á ferð um safnsvæðið. Þá verður sýnd roð- skógerð og tóvinna í Árbænum, netahnýtingar i Nýlendu og kafflhlaðborðið verður á sínum stað í Dillonshúsi. Meðal nýrra sýninga i Árbæjarsafni er sýn- ingin Saga byggingatækninnar. Djass ■ TRÍÓ RICHARDS GILLIS Á JÓM- FRUNNI Níundu sumartónleikar veit- ingahússins Jómfrúrinnar viö Lækj- argötu fara fram á laugardaginn kl. 16-18. Aö þessu sinni kemur fram tríó trompetleikarans Richards Gillis sem er kanadískur en af íslensku bergi brotinn. Aðgangur er ókeypis. Klassík ■ ATONAL FUTURE A AKUREYRI Tónlistarhópurinn Atonal Future verður meö tónleika í Deiglunni á Akureyri í kvöld, klukkan 20.30. Hópurinn er skipaöur sjö ungum ís- lenskum hljóöfæraleikurum og tón- skáldum sem hafa starfað saman frá árinu 1998. Sérhæfir hópurinn sig í flutningi nýrrar íslenskrar tón- listar og notar oft óheföbundin hljóö- færi. ■ ÁRBÆJARSAFN Það veröur Ijúf stemmning í Arbæjarsafni í dag þeg- ar Pétur Jonasson kemur fram ásamt Helgu Aöalheiöi Jónsdóttur blokkflautuleikara. Þau munu fiytja endurreisnar- og barokkverk. Þetta eru fyrstu opinberu einleikstónleikar Helgu eftir aö hún lauk námi í vor. Þ j óðarbókhlaðan: Höll lestrar og leiðinda eða griðastaður grúskarans? Þegar skólastarf hefst fyllist Þjóðarbókhlaðan af námsmönnum víðs vegar að þó flestir þar séu stúdentar við Háskóla íslands. Á sumrin þegar glitrandi geislar sólarinnar gægjast inn fyrir rimla glugga Þjóðarbókhlöðunnar er ekki að finna marga stúdenta þar en hún fyllist jafnt og þétt þegar líða fer á sumarið og haustprófin nálgast. Blaðamaður DV fór á staðinn og heyrði hljóðið í nokkrum bókaormum til þess að athuga hvort Þjóðarbókhlaðan rís undir því að vera Höll lestrar og leiðinda eða hvort hún sé griðastaður grúskar- ans sem les yfir sumarið. DV-MYND E. ÓL. Nóg pláss og fínt næöi Berglind segir góöa veöriö ekki trufla enda sé að mörgu leyti betra að tæra é Þjóöarbókhlöðunni é sumrin en veturna. Berglind Snæland viðskijptafræðinemi: Ekki opið nogu lengi Berglind Snæland sat límd fyrir fram tölvuna og var djúpt sokkin i vinnu sína þegar blaðamaður trufl- aði hana. „Ég er héma eins og margir aðrir að lesa undir haust- próf. Ég fer í tvö próf, rekstrarhag- fræði eitt og tvö.“ Berglind er nemi í viðskipta- fræðideild við Háskóla íslands og er að ljúka fyrsta ári sínu. „Mér flnnst ekkert verra að vera héma yfir sumarið, það er til dæmis miklu ró- legra héma og svo er auðvitað nóg pláss, ólíkt því sem vUI verða þegar próftn nálgast um jólin og á vorin,“ sagði hún, það væri þó mikill ókost- ur fyrir vinnandi námsmenn sem þurfa að notfæra sér aðstöðuna á sumrin að Þjóðarbókhlaðan væri opin mun styttri tíma þá en þegar skólinn stæði yflr. „Fólk í fuUri vinnu getur ekki nýtt sér aðstöðuna og það verður bara að lesa heima. Sjáif er ég í hlutastarfi þannig að ég get komið hingað til þess að lesa.“ Finnst þér ekki leiðinlegt að hanga inni að læra þegar veðrið er svona gott? „Nei, veðrið skiptir mig engu máli. Ég er að læra fyrir þessi tvö próf í sumar þannig að þetta er ekki svo strembið." -þor ■ MÝVATNSSVEIT Kl. 21 verða fjórðu sumartónleikarnir við Mývatn. Arnaldur Arnarson gítarleikari leikur I Reykjahlíöarklrkju tónlist frá Spáni v og Suður-Ameríku, ásamt íslenskum þjóðlagaútsetningum fyrir gítar eftir Jón Ásgeirsson. Aðgangseyrir kr. 800. Leikhús ■ ÍR-HÚSK) ENDURLÍFGAÐ í kvöld, kl. 20, verður aftur líf og fjör í ÍR- húsinu við Túngötu. Hópur fólks: listverksmiðja, frumsýndi húsið í gær en þau eru búin að taka það undir sig fyrir gallerí og leikhús. Ókeypis inn. Allir velkomnir! Kabarett ■ FRIMÉRjLÍÁKÉPF’Nj Á Kiarvals- stööum stendur yfir viðamikil frí- t, merkjasýning. Þar eru 8 sölubásar og þar veröa Islandspóstur, Færeyja- póstur og Thorvaldsensfélagiö með bása. En hápunktur dagsins er án efa kl. 10 þegar keppni norrænna unglinga í frímerkjafræöum fer fram. Islendingar hafa tvisvar unnið farandbikarinn, Elginn, og nokkrum sinnum komist nærri því. Annars er sýningin opin frá kl. 10-18 í dag. Feröir________________________ ■ VHPÉY Heígargangan í Viöey verður að þessu sinni um vestur- eyna. Farið verður með Viðeyjarferðj- unni kl.14, en gangan hefst við kirkjuna kl. 14.15. Margt er að sjá úti í eynni og munu göngugarpar koma fróðir til baka eftir tvo tíma. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri, einkum til fótanna. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn sem er kr. 400 fyrir fulloröna og kr. 200 fyrir börn. * Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is María Guömundsdóttir viöskiptafræðinemi: Ágætistilbreyting að koma hingað „Ég er nú ekki hér allan daginn," sagði María Guðmundsdóttir, nemi i viðskiptafræðideild við Háskóla ís- lands, þegar blaðamaður spurði hana hvemig hún kynni við sig sitjandi inni við lestur í blíðskaparveðri. María er eins og svo margir aðrir háskólanemar að fara í haustpróf sem nálgast óðum. Hún sat niðursokkin við lestur og ekki virtist það trufla einbeitingu hennar að úti var finasta veður og allar aðstæður til þess að njóta sumarsins til hins ýtrasta. María fer í próf í rekstrarhag- fræði í lok ágústs og hefur því ekki ver- ið að vinna í sumar. Hún er að ljúka sínu fyrsta ári i viðskiptafræðideild- inni en áður en hún hóf nám sitt við Háskólann var hún í barneignarfríi. Hvemig er að læra um sumar sem er i huga marga námsmanna helgasti tími ársins þegar frí er frá öllum bókum? „Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég kem hingað í sumar að lesa og ég er satt best að segja rétt að byrja að lesa undir prófið. í vetur las ég yfirleitt heima en það er ágætistilbreyting að koma hingað," sagði María og hélt lestrinum áfram. -þor Þaö styttist í prófiö María Guömundsdóttir sat meö hrúgu bóka fyrir framan sig í óöaönn að undirbúa sig fyrir væntanlegt haustpróf í rekstrarhagfræöi. Eins og hver önnur vinna Ásta Kristín var búin aö koma sér þægitega fyrir í stól meö bók í hönd. Hún segir iestur yfir sumariö bara vera eins og hverja aöra vinnu sem þurfi aö sinna. Ásta Kristín Jónsdóttir íslenskunemi: Maður kemst ekki í burtu Fyrir þá sem ekki þurfa að glósa eða reikna er ákjósanlegt að koma sér þægilega fyrir í bláum hæginda- stólum Þjóðarbókhlöðunnar. í ein- um slíkum stól sat Ásta Kristín Jónsdóttir, nemi í íslensku við Há- skóla íslands, þegar blaðamann bar aö garði. „Ég er nú nánast búin að ljúka mínu námi. Þessa dagana er ég að skrifa BA-ritgerð mína sem er um þýðingar á skjátextum kvikmynda," sagði Ásta Kristín þegar blaðamað- ur DV spurði hana hvað hún væri að lesa. „Ég er rétt að byija á rit- gerðinni og stefni að því að útskrif- ast í október. Maður er ágætlega bjartsýnn að eðlisfari," sagði hún enda ljóst að mikið verk er fran undan. Aðspurð hvernig henni fyndist aö sitja inni við í fallegu sumarveðrinu við lestur sagði Ásta að það væri bara fmt. „Það er gott að vera héma núna, nú er nóg pláss en yfirleitt er hér aílt fullt af fólki. Veðrið fer ekki i taugamar á mér enda er þetta bara svipað því og að vera í vinnu. Maður kemst ekki í burtu heldur á að vera að sinna vinnunni. Þetta er bara nánast eins og að vera á stimp- ilklukku, eða ætti að minnsta kosti að vera það,“ sagði Ásta Kristín að lokum. -þor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.